Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 23 EDUARDO Duhalde, forseti Arg- entínu, íhugar nú að tengja pesóann aftur við Bandaríkjadollar vegna gengishruns argentínska gjaldmið- ilsins að undanförnu, að sögn argent- ínskra embættismanna. Argentínsk- ir bankar voru opnaðir í gær í fyrsta sinn í viku eftir að þingið samþykkti bráðabirgðalög sem eiga að afstýra hruni fjármálakerfisins. Gengi pesóans hefur lækkað um 70% frá því í janúar þegar Duhalde afnam ellefu ára tengingu argent- ínska gjaldmiðilsins við dollarann á genginu einn á móti einum. Forset- inn sagði þá að of hátt gengi pesóans væri helsta orsök fjármálakrepp- unnar í Argent- ínu. Embættis- menn í Buenos Aires segja að argentínski gjaldmiðillinn verði líklega tengdur við doll- arann á genginu 3,5 á móti einum, en það er nú 3 á móti einum dollar. Duhalde skipaði í gær nýjan efna- hagsráðherra í stað Jorge Remes Lenicovs, sem sagði af sér á þriðju- dag, og búist er við mikilli uppstokk- un á stjórninni á næstu dögum. Við embættinu tekur Roberto Lavagna, sendiherra Argentínu hjá Evrópu- sambandinu og fyrrverandi við- skiptaráðherra. Forsetinn kvaðst einnig ætla að tilkynna nýja efnahagsstefnu á mánudag. Reglur um sparifjárúttektir hertar Lavagna fær það erfiða verkefni að gera ráðstafanir til þess að Arg- entína endurheimti traust erlendra fjárfesta eftir að landið lenti í van- skilum með erlend lán fyrr á árinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur einnig sett það skilyrði fyrir neyð- araðstoð að gripið verði til sparnað- araðgerða sem hefur mætt mikilli andstöðu meðal þingmanna. Þing Argentínu samþykkti um- deilt frumvarp til að herða reglur um úttektir af bankareikningum. Sam- kvæmt reglunum er ekki hægt að taka út meira en andvirði 50.000 kr. á mánuði en hæstiréttur landsins úr- skurðaði að fólk ætti að hafa ótak- markaðan aðgang að sparifé sínu eft- ir að sparifjáreigendur höfðuðu dómsmál. Nýja frumvarpið gerir stjórninni kleift að áfrýja úrskurð- inum og féð verður ekki greitt út fyrr en nýr úrskurður verður felldur. Pesóinn tengdur við dollarann? Buenos Aires. AP, AFP. Roberto Lavagna NOKKRIR stjórnmálamenn og stuðningsmenn Didiers Ratsiraka, forseta Madagask- ars, hótuðu í gær að stofna sjálf- stætt ríki í héraðinu Toliara ef Marc Raval- omanana, andstæðing- ur forsetans í forseta- kosningun- um í desem- ber, yrði lýstur sigurvegari í þeim. Undir þessa yfirlýsingu taka síðan héraðsstjórar í öllum héruðum landsins nema í höf- uðborginni, Antananarivo, en sá styður Ravalomanana. Búist er við, að stjórnar- skrárdómstóllinn úrskurði í næstu viku hvor hafi sigrað en í fyrri umferðinni fékk Ravalom- anana örlitlu meira fylgi en Ratsiraka en ekki meirihluta. Var þá ákveðið, að þeir tækjust á í annarri umferð. Á það vildi Ravalomanana þó ekki fallast, kallaði kosningarnar svindl, lýsti sjálfan sig forseta og skip- aði sína eigin stjórn. Kúrsk rifinn RÚSSNESKI kjarnorkukaf- báturinn Kúrsk var dreginn í gær af tíu prömmum í skipa- smíðastöð þar sem flakið verður rifið í sund- ur. Hefur hann verið í þurrkví í marga mán- uði en þar var kannað hvað hefði valdið sprengingunni, sem sökkti honum í ágúst 2000. Fórst öll áhöfnin, 118 manns. Er rannsókninni lokið án þess, að ákveðin niðurstaða liggi fyr- ir. Veiruvið- vörun aflétt GRÍSK yfirvöld tilkynntu í gær, að skólastarf yrði hafið aftur en því var hætt fyrir nokkrum dögum til að draga úr smiti eða útbreiðslu ókunnrar veiru. Hefur hún valdið dauða þriggja manna. Vísindamenn hafa nú greint veiruna, sem oft má finna í iðr- unum, en hún veldur háum hita og getur lagst á hjartað. Vitað er um að minnsta kosti 50 manns, sem hafa veikst. Stórslys kannað YFIRVÖLD í Suður-Afríku hafa fyrirskipað opinbera rann- sókn á dauða 23 manna, sem fórust er langferðabíll fór út af vegi síðastliðið fimmtudags- kvöld og steyptist niður bratta hlíð. Vitað er, að slysið varð er einn hjólbarðinn sprakk en meðal annars verður kannað hvort bifreiðin hafi verið í ástandi til mannflutninga. 62 farþegar voru í bifreiðinni. Umferðarslys eru óvíða jafn algeng og í Suður-Afríku og þau kosta þúsundir manna lífið á hverju ári. STUTT Upplausn á Mada- gaskar Didier Ratsiraka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.