Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DANSKA stjórnin virðist ætla að
sætta sig við þá ákvörðun Evrópu-
sambandsins að Daninn Steffen
Smidt, háttsettur embættismaður
á sviði sjávarútvegsmála, verði
færður til í starfi og komi ekki
frekar að endurskoðun sameigin-
legrar sjávarútvegsstefnu ESB, að
sögn danska dagblaðsins Berl-
ingske Tidende í gær. Blaðið segir
að danska stjórnin ætli hins vegar
að krefjast þess að framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins leggi
fram tillögur sínar um breytingar
á sjávarútvegsstefnunni sem allra
fyrst.
Framkvæmdastjórnin hefur
frestað því tvisvar að gefa út til-
lögur sínar um sjávarútvegsstefn-
una og Mariann Fischer Boel,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra Danmerkur, gaf til kynna að
Danir myndu mótmæla þessari töf
formlega við Franz Fischler, sem
fer með sjávarútvegsmál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins.
„Framkvæmdastjórnin ber
ábyrgð á því að tryggja að tillög-
urnar verði lagðar fram í tæka tíð
og hún verður að gera það sem til
er ætlast,“ sagði Fischer Boel og
bætti við að annars yrði erfitt að
koma á umbótum í sjávarút-
vegnum fyrir árslok eins og stefnt
var að.
Berlingske Tidende kveðst hafa
heimildir fyrir því að danska
stjórnin hyggist ekki reyna að
hnekkja þeirri ákvörðun að færa
danska embættismanninn til í
starfi eftir að drög hans að nýrri
sjávarútvegsstefnu sættu gagnrýni
spænskra og franskra stjórnvalda.
Stjórnin telji ekki að málið sé
nógu alvarlegt til að hætta á
rimmu við framkvæmdastjórnina
og frönsk og spænsk stjórnvöld
áður en Danir taka við forsæti í
Evrópusambandinu 1. júlí.
Spánverjar vongóðir um að
tillögunum verði breytt
Talsmenn danskra sjómanna og
sjávarútvegsfyrirtækja eru
óánægðir með að tvö af stóru ríkj-
unum í ESB skuli geta komið Stef-
fen Smidt frá sem yfirmanni sjáv-
arútvegsdeildarinnar í Brussel.
„Steffen Smidt hefur sætt ósann-
gjarnri gagnrýni Spánverja á Evr-
ópuþinginu og spænskra fjöl-
miðla,“ hafði Berlingske Tidende
eftir Niels Wichman, fram-
kvæmdastjóra samtaka danskra
sjómanna og útvegsmanna. Hann
sagði að spænsk stjórnvöld vildu
að Spánverji tæki við starfi
Smidts.
Spænska dagblaðið El País
sagði að spænska stjórnin væri
ánægð með þá ákvörðun að Smidt
yrði færður til í starfi og vongóð
um að sjávarútvegstillögum fram-
kvæmdastjórnarinnar yrði breytt.
Blaðið sagði að Spánverjar teldu
danska embættismanninn hafa
tekið of mikið tillit til hagsmuna
norrænu ríkjanna í ESB.
Renate Künast, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra Þýskalands,
hefur þegar sent Franz Fischler
bréf þar sem töfin á endurskoðun
sjávarútvegsstefnunnar er gagn-
rýnd harðlega.
Stefnt hafði verið að því að til-
lögur framkvæmdastjórnarinnar
yrðu gefnar út í mars eða apríl en
þýski ráðherrann segir í bréfinu
að nú séu horfur á að umbæturnar
verði ekki samþykktar fyrir árs-
lok.
Berlingske Tidende kveðst hafa
heimildir fyrir því að breska
stjórnin sé einnig óánægð með töf-
ina.
ESB hraði
sjávarútvegs-
umbótum
HARALDUR Noregskonungur og
Sonja drottning voru meðal þeirra
sem voru viðstaddir minningar-
athöfn um vísinda- og ævintýra-
manninn Thor Heyerdahl í dóm-
kirkju Óslóar í gær. Heyerdahl varð
heimsfrægur fyrir siglingar á balsa-
flekanum Kon Tiki og fleiri frum-
stæðum farkostum um heimshöfin.
AP
Thor Heyerdahl kvaddur
NORSK stjórnvöld fá ekki málalista
eða fundargerðir frá Evrópusam-
bandinu, ESB, og verða stundum að
afla sér upplýsinga um ýmis mál á
netinu. Kemur þetta fram í skýrslu,
sem norska stjórnin kynnti í gær, en
þar segir, að margt af því, sem lagt
var upp með við gerð samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið, EES,
hafi ekki gengið eftir. Samningurinn
hafi veikst og muni veikjast mikið á
næstu árum.
Skýrslan lýsir vaxandi erfiðleikum
Noregs í samstarfinu við ESB og
nefnd eru mörg dæmi um það hvern-
ig EES-samningurinn hefur veikst
frá 1994. Í henni er þó velt upp fleiri
spurningum en svörum. Norska
stjórnin hefur til dæmis takmarkaða
trú á, að tilraunir hennar til að auka
áhrif Norðmanna á laga- og reglu-
gerðarsetningu innan EES-svæð-
isins muni bera árangur. Í skýrslunni
segir, að vissulega megi gera betur í
að uppfylla eða framfylgja EES-
málum en „ekki er víst, að það verði
til að auka áhrif okkar“. Kom þetta
fram í Aftenposten í gær.
Dæmin tíunduð
Á mörgum sviðum virkar EES-
samningurinn ekki eins og fyr-
irhugað var:
Í samningnum var gert ráð fyrir
samráði milli EFTA- og ESB-ríkja
um ákvarðanir. Í skýrslunni segir:
„Reynslan sýnir, að ekki er um
neitt eiginlegt samráð að ræða um
ákvarðanir ESB eins og EFTA-
ríkin gengu þó út frá við gerð
samningsins.“
Tillögur Norðmanna og at-
hugasemdir, þá sjaldan um þær er
að ræða, hafa lítil áhrif innan ESB:
„Erfitt er að sýna fram á, að
skriflegar athugasemdir frá
EFTA hafi haft nokkur umtals-
verð áhrif á ákvörðunarferlið í
ESB.“
Samkvæmt EES-samningnum á
framkvæmdastjórn ESB að senda
tillögur um lög og reglugerðir til
EFTA-landanna innan EES, Nor-
egs, Íslands og Liechtensteins,
ekki síður en til ESB-ríkjanna.
„Í raun hefur ekki verið nein regla
á því,“ segir í skýrslu norsku
stjórnarinnar.
Norðmenn fá ekki upplýsingar
um afstöðu einstakra ESB-ríkja til
mála, sem þá varða:
„Norðmenn fá ekki aðgang að
fundargerðum, sem sýna á hverj-
um tíma hver er samningsafstaða
einstakra ESB-ríkja og hvar málið
er statt.“
Norska sendinefndin hjá ESB
verður oft að nálgast málsskjöl eft-
ir krókaleiðum eða leita þeirra á
netinu.
Norskir sérfræðingar fá ekki að
taka þátt í sérfræðingafundum
framkvæmdastjórnarinnar með
sama hætti og sérfræðingar frá
ESB-ríkjum þótt gengið hafi verið
út frá jafnrétti að þessu leyti við
gerð EES-samningsins. Þeir
Norðmenn, sem þó taka þátt í
þessum fundum, eru yfirleitt hálf-
gerðar hornrekur og fá aðeins að
tjá sig undir lokin.
Norðmenn fá ekki að taka þátt í
formlegum fundum einstakra
málanefnda framkvæmdastjórn-
arinnar:
Áhugi ESB á fundum um lög og
reglugerðir með vinnunefndum
EFTA-ríkjanna minnkar stöðugt.
Ofurliði bornir af ESB
Í skýrslunni segir, að Norðmenn
hafi orðið undir í næstum öllum mál-
um, sem einhverju skipta. Hér eru
nokkur þau mikilvægustu:
Sjávarútvegur: Norðmenn vildu
breytingu á viðskiptareglunum í því
skyni að fá aukinn markaðsaðgang.
Niðurstaða: ESB hafnaði því og herti
í staðinn reglur um flutning fisks í
gegnum Noreg. Norskir laxframleið-
endur eiga nú yfir höfði sér refsitolla.
Gasframleiðsla: Norðmenn börðust
árum saman gegn ESB-reglum, sem
draga úr yfirráðum ríkisins yfir þess-
ari grein.
Niðurstaða: Norðmenn gáfust upp
og samþykktu reglurnar á síðasta
ári.
Landbúnaður: Frágengnum samn-
ingi við framkvæmdastjórn ESB um
lægri tolla á unnum landbúnaðar-
afurðum var vikið til hliðar vegna
mótmæla Svía.
Niðurstaða: Norðmenn urðu í fyrra
að játa sig sigraða og sætta sig við
aukna samkeppni á norskum mark-
aði.
Greiðslur til ESB: Ákvæði EES-
samningsins um að Noregur skyldi
greiða árlega 2,25 milljarða ísl. kr. til
fátækustu ríkjanna innan ESB átti
að falla niður 1998. Spánverjar sættu
sig ekki við það.
Niðurstaða: Norðmenn samþykktu
árið 2000 að halda greiðslunum
áfram. Þær eru nú 10,46 milljarðar
kr.
Endurnýjun EES-samningsins:
Norðmenn og Íslendingar vilja sam-
tímis stækkun ESB endurnýja EES-
samninginn og taka inn ný sam-
starfssvið, til dæmis umhverfisvernd,
félagsmál og mannréttindi.
Niðurstaða: ESB vill enga endurnýj-
un fyrr en eftir stækkun, kannski eft-
ir fjögur til sex ár.
Alls hafa 3.988 reglugerðar- og laga-
greinar bæst við EES-samninginn
frá 1994. Norðmenn hafa engri
þeirra mótmælt.
Gildi EES-samningsins
sagt minnka með ári hverju
Norska stjórnin birtir skýrslu um vax-
andi erfiðleika í samstarfinu við ESB AÐ MINNSTA kosti tólf biðubana og þrjátíu til viðbótar
særðust í öflugri sprengingu
sem varð í Bhakkar-héraði í
Punjab-ríki í Pakistan á fimmtu-
dagskvöld. Fólkið var í hópi um
tíu þúsund shíta-múslíma sem
komið höfðu saman til að minn-
ast ártíðar Hussains imams,
barnabarns Múhammeðs spá-
manns. Mörg börn voru meðal
þeirra sem létust en sprengjan
sprakk á svæði sem sérstaklega
hafði verið úthlutað konum og
börnum.
Sagði lögregla á staðnum að
allt benti til að um hryðjuverk
hefði verið að ræða en súnní-
múslimar, sem eru í meirihluta í
Pakistan, og shíta-múslimar
hafa lengi eldað grátt silfur.
Vitni á staðnum sögðu að-
stæður hafa verið afar ljótar.
Margir höfðu misst útlimi og
blóð var hvarvetna. Sagði eitt
vitnanna að sprengjan hefði
grafið tveggja metra djúpan gíg
í jörðina. Grunur leikur á að um
tímasprengju hafi verið að ræða
en ekki er vitað hver ber ábyrgð
á ódæðinu. Atburðurinn olli
mikilli reiði meðal shíta-músl-
ima í Bhakkar og efndu þeir til
mótmæla í borginni í gær.
Tólf dóu í
sprengju-
tilræði í
Punjab
Multan í Pakistan. AFP.
ÁGREININGUR ríkir á meðal
ráðamanna í Bandaríkjunum um
stefnu stjórnar George W. Bush for-
seta í málefnum Mið-Austurlanda.
Deila þessi hefur gert Colin Powell
utanríkisráðherra erfiðara en ella að
rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennir
baráttu Ísraela og Palestínumanna.
Embættismenn í utanríkisráðu-
neyti Bandaríkjanna segja að aðrir
hátt settir menn innan stjórnkerfis-
ins hafi ítrekað grafið undan viðleitni
Powells til að fá fulltrúa Ísraels og
Palestínu að samningaborðinu.
Þessir heimildarmenn kveðast
ekki vongóðir um að Bandaríkja-
stjórn auðnist að koma hreyfingu á
friðarviðræður og segja að mjög
skorti á að aðrir ráðamenn innan
stjórnarinnar veiti utanríkisráðherr-
anum þann stuðning sem hann
þarfnist til að þrýsta á Ariel Sharon
forsætisráðherra Ísraels. Einkum
ræði þar um ágreining við Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra, sem
hafi mun meiri áhrif á stefnumótun
Bandaríkjastjórnir en flestir forvera
hans. Fram til þessa hafi málefni
Ísraels verið svo til eingöngu á
könnu utanríkisráðuneytisins en í
stjórn Bush forseta komi Rumsfeld
og nánustu undirsátar hans að
stefnumörkun á þessu sviði.
Heimildarmenn segja að Rums-
feld og varnarmálaráðuneytið vilji
veita Sharon sem mest svigrúm til að
beita hervaldi til að freista þess að
brjóta á bak aftur sjálfsmorðsárásir
palestínskra hryðjuverkamanna.
Þeir telji þau viðbrögð réttmæt við
hryðjuverkaógn. Þá telji þessir
menn tilgangslaust að reyna að fá
Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, að samningaborðinu.
Colin Powell og starfsmenn hans
óttast hins vegar að hernaður Ísr-
aela verði einungis til að auka á hatr-
ið og heiftina. Sagt er og að Powell
hafi lítið álit á Arafat en telji að frið-
arsamkomulag verði tæpast að veru-
leika án þátttöku hans.
Powell sagður ekki
fá nógan stuðning
Washington. The Washington Post.