Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 25

Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 25 Úrvalsbændaferðir 2002 (Bændaferðir = ódýrar rútuferðir, opnar fyrir alla) Úrval Útsýn býður að þessu sinni eftirfarandi ferðir, sem eru mjög vel skipulagð- ar af Friðriki fararstjóra. Gist verður á mjög góðum hótelum með morgunverð- arhlaðborði og kvöldmáltíðir verða snæddar á útvöldum veitingastöðum. Reynt verður að hafa akstur í lágmarki þannig að farþegar eiga að koma úthvíldir heim úr fjölbreytilegum ferðum, þar sem margt verður skoðað. Verð ferðanna er mjög hagstætt, sérstaklega þegar tekið er mið af hve margt er innifalið. Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson (Frissi) hefur undanfarin 23 ár áunnið sér vinsæld- ir sem leiðsögumaður víða um heim. Bílstjórinn Þórir Jens Ástvaldsson, hinn síkáti bóndasonur, mun sitja undir stýri á nýju rútunni sinni og skemmta farþegum. 1. ferð: Ítalía með viðkomu í Þýskalandi og Austurríki. 20. maí-1.júní (uppselt). Komið verður við m.a. í þýsku og austurrísku Ölpunum, ítölsku Dólómítaölpunum, Feneyjum, Róm, Pompei, Flórens, Pisa og flogið heim frá Mílanó að kvöldi síðasta dags. Verð kr. 119 þúsund, (innifaldir allir skattar, 9 kvöldverðir og 1 hádegisverður). • 2. ferð: Þýskaland með viðkomu í Frakklandi 19.-29. júní (sæti laus). Í þessari ferð, sem var prófkeyrð í fyrra og heppnaðist frábærlega vel, gefst mönnum kost- ur á að kynnast menningu vínhéraða í Þýskalandi og Frakklandi, Mósel, Svarta- skógi og Elsass. Sérfróður fararstjórinn mun leiða farþega í allan sannleikann um vínyrkju og því þægilega og friðsama andrúmslofti sem henni fylgir. Margir áhugaverðir staðir verða heimsóttir, svo sem blómaeyjan Mainau í Bodenvatni. Verð kr. 115 þúsund (innifaldir allir skattar og 9 kvöldverðir). • 3. ferð: Ítalía/Þýskaland/Austurríki 2.-13. júlí (örfá sæti laus). Nánast sama ferð og ferð númer 1. • 4. ferð: Þýskaland/Frakkland 16.-26. júlí (sæti laus). Sama ferð og ferð númer 2. Nánari upplýsingar veita Silja Rún og Helena í síma 585 4140 og taka þær einnig við pöntunum. Ferðaávísun Mastercard gi ldir 5.000 ÚRVAL•ÚTSÝN mann B. Rúnarsson frá Reykja- garði sigurvegari með Rósapipar- grafna unghanabringu. Svínarækt- FAGKEPPNI Meistarafélags kjöt- iðnaðarmanna var haldin í tengslum við stórsýninguna Mat 2002 og var athyglisverðasta nýjungin í ár hana- kambasulta með sveppum, sam- kvæmt upplýsingum frá Meistara- félagi kjötiðnaðarmanna, en hún er frá Samúel Guðmundsyni hjá Reykjagarði. „Þarna var verið að verðlauna mjög skemmtilega hug- mynd sem ekki er vitað til að hafi sést áður,“ segja kjötiðnaðarmenn. Búgreinafélögin styrkja keppnina og veita verðlaun hvert fyrir sig verðlaun. „Landsamband kúa- bænda veitir til að mynda verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina úr nautakjöti og varð taðreykt nauta- rúllupylsa frá Viktori Steingríms- syni hjá SS fyrir valinu. Landssam- tök sauðfjárbænda veita þeim kjötiðnaðarmanni verðlaun sem flest stig hlýtur fyrir innsendar vörur úr lambakjöti og sigurvegari í ár var Arnar Guðmundsson hjá Norðlenska matborðinu. Rósapipargrafin unghana- bringa og léttreykt hrossafillet Félag kjúklingabænda veitir sér- stök verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti og var Her- arfélag Íslands veitti verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti og sigraði Jóhann G. Guðmundsson frá SS með Grísalifrarpate með rifs- berjahlaupi. Kjötframleiðendur hf. verðlaunuðu fyrir bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og bar Thorvald S. Jóhannsson frá SS sigur úr býtum með Léttreykt hrossafillet með hunangi,“ segir í frétt frá Meistarafélagi kjötiðnaðar- manna. Keppnin er með þeim hætti að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til keppni og hópur dómara leggur mat á fagleg gæði. Allar vörur byrja með fullt hús stiga, eða 50 stig, sem fækkar fyrir hvern galla sem finnst í þeim eða á. Einnig er vara dæmd eftir fjölmörg- um þáttum svo sem innra og ytra útliti, bragði og handbragði, svo dæmi séu nefnd. Í keppnina í ár bárust 139 vörur frá 40 kjötiðnaðarmönnum. Keppn- isflokkar eru sex og er hverjum kjötiðnaðarmanni heimilt að senda eina vöru í hvern flokk. Sá kjötiðn- aðarmaður sem fær flest stig í heildina er svo krýndur Kjötmeist- ari Íslands. Þann titil hlaut Arnar Guðmundsson hjá Norðlenska mat- borðinu á Húsavík og fengu vörur hans 294 stig af 300 stigum mögu- legum. Hanakambasulta með sveppum athyglisverðust Ýmsar nýjar kjötvörur litu dagsins ljós á Mat 2002 Morgunblaðið/Júlíus Á stórsýningunni Mat 2002 voru haldin fjölmörg námskeið, meðal ann- ars um verkun fjallalambs, silungsreykingu, osta og vín og espressó. OPNUÐ hefur verið ný versl- un við Bæjarlind 12 sem nefn- ist Værð og voðir. Í verslun- inni eru vörur fyrir svefn- og baðherbergi og eigendur eru Jón Rafn Valdimarsson og Elín Rósa Guðmundsdóttir. „Verslunin býður meðal annars sængurlín frá tveimur virtustu framleiðendum heims, Yves Delorme og Peter Reed, ásamt handklæðum frá Christy og bað- og heimilis- vörum frá Peacock Alley en þær voru áður á boðstólum hjá versluninni Líni og lérefti,“ segir Jón Rafn Valdimarsson framkvæmdastjóri. „Vörurnar okkar eru flestar um 30–50% ódýrari en gengur og gerist annars staðar í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir því er einfaldlega lægri álagning og hagkvæmari rekstrarkostnað- ur, einnig hefur verslunin náð afar góðum kjörum hvað varð- ar skipa og flugfrakt,“ segir hann. Unnið er að því að auka úr- valið, meðal annars með vönd- uðu sængurlíni fyrir ungbörn og umboðum fyrir fleiri vörur frá þekktum framleiðendum, segir Jón Rafn að síðustu. Ný verslun með sængur- lín og fleira HINN sígildi Gráðaostur frá Norðurmjólk á Akureyri hef- ur fengið nýj- an og breyttan búning, að því er segir í til- kynningu, en hann mun vera eitt elsta vörumerkið á Íslandi. „Ný pökkunarvél pakkar ostinum í hentuga plastbakka sem lokast með plastfilmu. Bakkarnir gera ostinn auðveldari í meðförum og tryggja jöfn gæði. Hann er nú í einni stærð í stað tveggja áður og vegur 125 g. Gráðaostur var fyrsti íslenski sæl- keraosturinn. Hann kom á markað árið 1939 og varð strax eftirsóttur meðal erlendra ferðamanna en var nokkuð lengi að ávinna sér almenna hylli landsmanna. Nú er hann einn eftirsóttasti desertosturinn og er einnig afar vinsæll í matargerð,“ segir loks. Gráðaostur í nýjum búningi HEILSUVÖRUDEILD Pharmaco hefur á boðstólum höfuðband fyrir þá sem þjást af höfuðverk. Um er að ræða nýjung frá franska fyrirtækinu Cryomed sem felst í kælingarmeð- ferð við höfuðverk og mígreni, að því er segir í tilkynningu. Bandið er bleytt í vatni og sett í frysti áður en það er mýkt aftur og sett á höfuðið. Heldur það kælingu í fimm klukku- stundir, segir ennfremur í tilkynn- ingu. Höfuðband gegn mígreni MJÓLKURSAMSALAN hefur sett á markað tvær nýjar tegundir af léttri óskajógúrt, samkvæmt til- kynningu. Um er að ræða létta óska- jógúrt með jarðarberjum og létta óskajógúrt með með vanillu sem báðar eru án viðbætts sykurs, eins og þar segir. Með þessari viðbót eru nú fjórar gerðir af létt óskajógúrt á boðstólum hjá MS en fyrir voru létt óskajógúrt með kíví og perum án viðbætts syk- urs og létt óskajógúrt með trefjum, segir ennfremur. NÝTT Viðbót við óska- jógúrt hjá MS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.