Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði: „Ég fór að taka Angelicu vegna þess að ég hafði lengi verið slæm í maga. Magaóþægindin minnkuðu og því til viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og mér líður mun betur.“ Jóhannes S. Kjarval Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag frá kl. 10-17 eða á morgun frá kl. 12-17. Seld verða um 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ það stærsta til þessa verður haldið annað kvöld kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal. Vandamálið sem ég á við að stríða er að ég virð- ist alltaf hafa áhyggjur af öllu. Þetta er að verða meira og meira vandamál þar sem ég er í góðri vinnu en vinn ótrúlega hægt vegna stöðugra áhyggna og er ég byrjaður að klúðra verkefnum. Sama er að gerast í sambandi við kærustu mína, þ.e. ég er farinn að forðast erfið umræðuefni þar sem ég er í stöðugum ótta um að hún fari. Ég held reyndar að mikill kvíði og áhyggjur hafi allt- af fylgt mér, en ég hélt að þetta mundi breytast með auknum þroska en þetta fer frekar versn- andi. Þekkir þú svona vandamál? SVAR VIÐ ÞEKKJUM flest það aðhafa áhyggjur af hinum ýmsu hlutum, eins og t.d. samskiptum við aðra, verk- efnum, börnum okkar og fleiru. Samkvæmt lýsingu þinni virðast þessar áhyggjur þínar vera meiri en það sem við gætum kallað „eðli- legar“ áhyggjur. Það sem þú lýsir svipar mjög til þeirrar greiningar, sem er frekar algeng, og nefnist einfaldlega almenn kvíðaröskun. Þar er átt við að einstaklingur þjáist af stöðugum kvíða og tengist hann mörgum mismunandi þáttum í lífi einstaklingsins eins og t.d. sam- bandi og vinnu líkt og þú nefnir. Þessi kvíði einkennist af stöðugum og langvarandi áhyggjum, sem eru „óeðlilega“ miklar og yf- irleitt mjög óraunhæfar, og geta áhyggjurnar haft mikil neikvæð áhrif á daglegt líf ein- staklingsins. Kvíðinn tengist mjög gjarnan stöðugum áhyggjum af að eitthvað fari úr- skeiðis. Það sem greinir þennan vanda frá „eðlilegum“ áhyggjum, sem við flest þekkjum, er að einstaklingur sem þjáist af þessari rösk- un hefur áhyggjur af nánast öllu. Það getur t.d. snúist um einfaldan hlut eins og að skrifa bréf eða þvo þvott. Einstaklingurinn hefur stöðugar áhyggjur um hvernig honum muni takast til. Hann verður þar af leiðandi mjög lengi að gera alla hluti, forðast verkefni og erf- ið umræðuefni. Einstaklingurinn notfærir sér einnig áhyggjur sínar til að reyna að koma í veg fyrir að kvíðahugsanir hans verði enn verri og jafnframt telur hann að áhyggjur sín- ar muni hjálpa honum við að vera viðbúinn ef eitthvað slæmt muni gerast. Það er að segja, ef móðir t.d. hræðist að barnið sitt lendi í slysi, þá telur hún áhyggjurnar gera hana betur und- irbúna andlega ef eitthvað í þá átt muni gerast. Þar af leiðandi verða áhyggjurnar nauðsynlegt tæki fyrir einstaklinginn, þ.e. hann telur sér trú um að áhyggjurnar séu honum nauðsyn- legar til að komast af í daglegu lífi. Á sama tíma og áhyggjurnar eru stöðugar trúir ein- staklingurinn oftast að hann geti alls ekki stýrt þessum hugsunum eða áhyggjum. Sú trú hans að hann geti ekkert gert við þessum áhyggjum og hafi ekki stjórn á þeim fram- kallar í mörgum tilfellum lélegt sjálfsmat. Hér erum við komin með vítahring stöðugra áhyggna og kvíða um eigin getu sem er oft mjög óraunsær því mjög oft er um ein- staklinga að ræða sem án kvíða og áhyggna myndu auðveldlega valda verkefnum sínum. Þegar skoðuð er meðferð fyrir almenna kvíðaröskun, var hér áður litið á þessa röskun sem frekar einfalt vandamál og meðferð var oft einföld, t.d. einungis þjálfun í slökun. Hin síðustu ár hafa rannsóknir sýnt að mikilvægt er að beita fjölþættari meðferð þar sem unnið er með að sjá út að áhyggjurnar séu óraunhæf- ar, vinna með skoðanir og hegðanir sem við- halda vandamálinu, prófa að framkvæma at- ferli, sem veldur áhyggjum, skref fyrir skref á kerfisbundin hátt, ásamt slökun, svo eitthvað sé nefnt. Gangi þér vel. Hvað er til bragðs við kvíða? Eftir Björn Harðarson Hér erum við komin með vítahring stöðugra áhyggna og kvíða um eigin getu sem er oft mjög óraunsær því mjög oft er um einstaklinga að ræða sem án kvíða og áhyggna myndu auð- veldlega valda verkefnum sínum. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sálfræðingur við Námsráðgjöf HÍ og með eigin stofu. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. M AÍMÁNUÐUR er tileinkaður vit- undarvakningu gegn for- dómum. Vitundarvakningin ber yfirheitið „Sleppum fordómum“ og hefst með glæsilegum tón- leikum í Listasafni Reykjavíkur kl. 16.00, en all- an maímánuð verður eitthvað um að vera. Átakið beinist fyrst og fremst inn á við. Það á að vekja okkur til meðvitundar um eigin for- dóma, það krefst sjálfskoðunar. Allan maímánuð verður póstkortum dreift ásamt mislitum blöðr- um meðal landsmanna. Blöðrurnar eiga að tákna fordómana sem við eigum inni í okkur og eru í öllum regnbogans litum. Við fáum tæki- færi til að blása þeim burt og sleppa þeim laus- um laugardaginn 18. maí þegar mörgþúsund fordómablöðrum verður blásið úr brjóstum okkar og sleppt upp í beran himininn. Ef fólk er tilbúið til að skoða eigin fordóma þá öðlast það tækifæri sem hægt er að nýta til andlegs þroska. Fordómar eru ekki bara augljóst hatur. Við verðum að átta okkur á því að við erum uppfull af fordómum þegar við segjum setningar eins og: „Ég er ekki haldin(n) fordómum gagnvart sam- kynhneigðum en mér finnst að þau eigi bara að halda þessu fyrir sig“ eða: „Ég er ekki haldin(n) kynþáttafordómum en ég myndi ekki vilja að dóttir mín giftist svörtum manni.“ Fordómar eru ekki bara áróðursfullar opinberar hatursaðgerðir, þeir eru ekki síður meiðandi og skemmandi litlar „en-setningar“. Þessar setningar lýsa hræðslu. Fordómar eru ótti við tilfinningar. Við erum hrædd við að upp- lifa áður óþekktar tilfinningar, við erum hrædd við viðbrögð okkar gagnvart því sem er framandi. Við óttumst að hið óþekkta raski jafnvægi okkar eða umhverfi, að við þurfum að viðurkenna fávisku okkar og hugsa eitthvað upp á nýtt. Fordómar vinna gegn okkur sjálfum. Við þurfum ekki að vera hrædd við útlit fólks. Við þurfum ekki að vera hrædd við framandi tungumál og menn- ingu, ólíkar skapgerðir eða geðheilsubresti. Við þurfum ekki að vera hrædd við fordóma. Þeir eru til staðar innan í okkur og innan í öðrum. Viðurkennum þá og sleppum þeim svo lausum. Blásum þá burt! Þóra Karítas Árnadóttir  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Íslands, Miðborgarstarf KFUM og K og þjóðkirkjunnar, Rauða kross Íslands, Samtökin 7́8 og Öryrkjabandalag Íslands Heilsan í brennidepli Sleppum fordómum Fordómar eru ótti við tilfinningar Bandaríkjunum rann- sökuðu hóp karl- manna, sem búa í út- hverfum Boston í Massachusetts-ríki, og komust að þeirri niðurstöðu að karlar, sem höfðu snúið sér að heimilisstörfum, áttu frekar á hættu að fá hjartaslag. Rannsóknin stóð í tíu ár og náði til 2.682 manna á aldrinum 18 til 77 ára. Dánartíðni karla, sem kváðust vinna við heimilis- störf, var 82% hærri en hjá útivinnandi körlum. Þessi niður- staða breyttist ekki þótt einnig væru bornir saman þætt- ir á borð við kólesterólmagn, aldur og blóðþrýstingur. Fá ekki sama stuðning hjá vinum og ættingjum Elaine Eaker hjá Eaker-farald- ursfræðistofnuninni í Wisconsin sagði í samtali við BBC að lykillinn að vandanum væri að sumir menn, sem ynnu við heimilisstörf, yrðu mjög stressaðir vegna þess að þeir væru í hlutverki, sem ekki væri hefð fyrir að karlar gegndu í þjóðfélag- inu. Karlar, sem væru heima við og litu eftir fjölskyldunni, fengju ekki sama stuðning frá vinum og ættingj- um og konur, sem gerðu slíkt hið sama. BBC hefur eftir Jack O’Sullivan hjá samtökunum Fathers Direct að feður, sem helgi sig heimilinu, geti verið mjög einangraðir: „Samfélagið gerir ráð fyrir því að umönnunin sé einkum í höndum konu og samfélag- ið er byggt í kringum það. Í leikskól- anum er talað um „mæðra- og barna- hópa“ og sumum körlum finnst ÞAÐ er viðtekið viðhorf að álagið í lífsgæðakapphlaupinu sé slíkt að það geti stefnt heilsu karlmanna í voða að steypa sér út í það af of miklum ákafa. Niðurstöður nýlegra rann- sókna sýna hins vegar að því geta ekki síður fylgt hættur fyrir karl- menn að draga sig út úr lífsgæða- kapphlaupinu. Vísindamenn í ankannalegt að vera í slíkum hóp- um.“ Cary Cooper, prófessor í atvinnu- sálfræði við Manchester-háskóla, segir að karlar vanmeti oft hvað sé fólgið í að annast fjölskyldu. „Flestir karlar halda að það að vera „hús- faðir“ feli í sér pínulítinn þvott, koma börnunum í skólann og setjast síðan með fæturna upp í loft og kaffibolla í hendi. Þessir menn eru úti að aka. Húsmæður þurfa að flétta saman fleiri verkefni í einu en nokkur mað- ur þarf nokkru sinni að gera í vinnunni.“ Á fréttavef BBC segir að talið sé að nú sé svo komið að karlar hafi tek- ið yfir helstu skyldurnar í að annast heimilið á einu heimili af hverjum sjö og þar sé konan helsta fyrirvinnan. Rannsóknin sýndi einnig að konur í valdastöðum voru líklegri til að þjást af hjartveiki en konur í lægri stöðum. Hjá körlum var því öfugt farið. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru lagðar fram á fundi hjá banda- rísku hjartasamtökunum. Aukin hætta á hjartaslagi hjá körlum í heimilisstörfum Teikning/Andrés

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.