Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 29
EIGNIR ÓSKAST TIL KAUPS ÁKVEÐNIR KAUPENDUR EINBÝLISHÚS Á SJÁVARLÓÐ ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Traustur kaupandi óskar eftir 300-500 fm einbýlishúsi á sjávarlóð. Staðsetning: Seltjarnarnes, Skerjafjörður, Arnarnes. Einnig kæmi Ægisíða til greina. EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Höfum kaupendur að góðum einbýlishúsum á Seltjarnarnesi. Mjög góðar greiðslur í boði. TVÍBÝLISHÚS ÓSKAST Tveggja íbúða hús með rúmgóðri aukaíbúð óskast strax. Staðsetning vestan Elliðaáa. Verðbil 25-40 millj. EINBÝLI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Æskileg staðsetning: Stigahlíð - Hlíðar (t.d. Háahlíð) - Stóragerðissvæðið - Norðurmýri - Þingholt. Traustur viðskiptavinur óskar eftir 280-400 fm einbýlishúsi á einhverjum af ofangreindum stöðum. Staðgreiðsla í boði. RAÐHÚS VIÐ VESTURBRÚN, HVASSALEITI EÐA Í FOSSVOGI ÓSKAST Traustir kaupendur óskar eftir raðhúsum við Vesturbrún, Hvassaleiti og í Fossvogi. RAÐHÚS Í FOSSVOGI OG HVASSALEITI ÓSKAST Höfum verið beðnir að útvega góð raðhús í Fossvogi og Hvassaleiti. HÆÐ Í HLÍÐUNUM Höfum kaupanda að 110-140 fm hæð í Hlíðunum. EINBÝLISHÚS Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST Fjársterkur kaupandi óskar eftir góðu 250-400 fm einbýlishúsi í Þingholtunum. HÆÐ Á TEIGUM, LÆKJUM EÐA HEIMUM ÓSKAST Höfum kaupanda að 5 herb. hæð í einhverju af ofangreindum svæðum. ÍBÚÐ Í KÓPAVOGI ÓSKAST - 4RA HERB. Traustur kaupandi óskar eftir 110-120 fm 4ra herb. íbúð í nýlegri blokk í Kópavogi. Íbúð í stórri lyftublokk í Reykjavík kemur vel til greina. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST Höfum kaupanda að 2ja herbergja íbúð á 1. eða 2. hæð. Svæði: Háaleiti, Fossvogur, Smáíbúðahverfi eða Heimar. GARÐABÆR Gott raðhús í Garðabæ, gjarnan á einni hæð m. fjórum herbergjum og góðum stofum, óskast. KOLBEINSSTAÐAMÝRI Traustur kaupandi óskar eftir góðu raðhúsi eða parhúsi í Kolbeinsstaðamýri. EINBÝLISHÚS Í SMÁÍBÚÐAHVERFI, STIGAHLÍÐ EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Höfum trausta kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum á þessum svæðum. SÉRHÆÐIR ÓSKAST 120-160 fm sérhæðir óskast. Æskileg staðsetning: Vesturbær, Hlíðar, Þingholt, Fossvogur eða Kringlusvæðið. 120-160 FM ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSI ÓSKAST Æskileg staðsetning: Klapparstígur, Skúlagata eða Kirkjusandur. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Höfum kaupendur að ýmiss konar atvinnuhúsnæði, t.d. 100-200 fm skrifstofu- og verslunarplássum. Einnig höfum við sterka fjárfesta sem óska eftir stórum eignum sem eru í útleigu. 150 FM SKRIFSTOFUHÆÐ (PLÁSS) ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm skrifstofuhæð (rými). Staðgreiðsla í boði.500-700 FM SKRIFSTOFUHÆÐ Í REYKJAVÍK ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 500-700 fm skrifstofuhúsnæði. Staðgreiðsla. Plássið mætti gjarnan vera í austurborginni. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 29 SIGNÝ Sæmundsdóttir sópransöng- kona syngur á Sunnudagsmatinée í Ými kl. 16.00 á morgun. Meðleikari hennar á píanó verður Gerrit Schuil. Efnisskráin verður mjög fjöl- breytt og áherslan verður á tónlist frá fyrri hluta 20. aldarinnar, en Signý flytur sönglög eftir Richard Strauss og Arnold Schönberg, söngva úr „Peter Pan“ eftir Leonard Bernstein, og auk þess nokkur bresk lög, þar sem öll alvara er látin lönd og leið og söngkonan og píanóleik- arinn slá á gamansama strengi. „Þetta verða hefðbundnir ljóða- tónleikar að hluta til,“ segir Signý. „Ljóðakransinn eftir Richard Strauss samanstendur af mjög fal- legum og angurværum lögum, en líka djúpum, um sorgina, ástina, þrána og fegurðina, og þar eru bæði lög sem heyrast oft og önnur sem eru sjaldnar flutt, en ljóðskáldin eru öll mjög þekkt. Það sama er uppi á ten- ingnum í lögum Schönbergs. Þetta eru æskuverk, og standa nálægt síð- rómantíkinni. Við flytjum fyrst einn söng úr Sieben frühe Lieder við ljóð sem heitir Waldesnacht. Þar svipar Schönberg mjög til Richard Strauss. Við syngjum svo ljóðaflokk op.2, en þótt lögin séu samin snemma á ferli hans er hann samt farinn að teygja sig aðeins yfir í nútímalegri og ex- pressjónískari stíl, án þess að lögin séu atónal. Þarna hefur laglínan al- gjörlega yfirhöndina, en þó ögrar hann áheyrendum líka í mjög spenn- andi hljómagangi. Allt eru þetta mjög falleg lög og krefjandi. Þetta er mjög skemmtilegur ljóðaflokkur; ég kynntist honum fyrir mörgum árum og hann er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er mjög spennandi hvað túlkun varðar, fer yfir breitt svið bæði í túlkun og tónsviði. Ljóðaflokkurinn eftir Bernstein er lítill og sætur. Þetta eru þrjú lög sem hann samdi við söguna um Pétur Pan. lögin er lögð í munn Vöndu, vin- konu Péturs og eru mjög skemmti- leg. Bernstein samdi þetta á sínum tíma við látbragðsleik sem var svo aldrei sýndur – ekki fyrr en löngu seinna. Við ljúkum dagskránni svo með enskum gamansöngvum sem Roger Vigonles píanóleikari útsetti. Þetta eru skrýtin og skondin lög með óvæntum endalokum. Þetta er eitt- hvað sem allir geta skemmt sér við. Það er gaman að koma með svolítið annan tón í tónleikana og þessi lög eru gjörólík ljóðakrönsunum í fyrri hlutanum. Eitt laganna fjallar til dæmis um söngkonu sem á við mjög sérkennilegt vandamál að glíma.“ Signý og Gerrit Schuil hafa unnið mikið saman á síðustu árum og settu meðal annars upp einmenningsóper- una Mannsröddina sem sýnd var í Ís- lensku óperunni fyrir tveimur árum. „Við erum farin að þekkja vel inn á músíkina hvort hjá öðru og samstarf- ið gengur afskaplega vel. Svo er virkilega gaman að þessi tónleikaröð skuli vera að festast í sessi í þessu flotta húsi. Ýmir er mjög söngvænt tónlistarhús og hljóðfærið alveg frá- bært. Það er hátt til lofts og bjart og maður kemst í mjög góða tengingu bæði við húsið og áheyrendur, því þeir eru svo nálægt manni. Það skiptir miklu máli að ná góðu sam- bandi við áheyrendur á svona tón- leikum, ljóðatónlistin er þannig.“ Signý Sæmundsdóttir er ein mik- ilvirkasta tónlistarkona landsins og hefur komið fram við fjölda tækifæra bæði heima og erlendis, haldið ein- söngstónleika og komið fram með kórum og hljómsveitum og á sviði Ís- lensku óperunnar. Signý Sæmundsdóttir og Gerrit Schuil á Sunnudagsmatinée Ljóðatónlistin krefst nálægðar Morgunblaðið/Golli Signý Sæmundsdóttir og Gerrit Schuil við Ými. LEIKHÓPURINN Á senunni hefur tekið saman dagskrá úr verk- um Halldórs Laxness sem flutt er í Kaffileikhúsinu um þessar mundir. Það eru leikararnir Felix Bergsson og Jakob Þór Einarsson sem flytja dagskrána og á þeirri sýningu sem ég sá nutu þeir aðstoðar píanóleik- arans Agnars Más Magnússonar. Dagskráin samanstendur af kvæðum og textabrotum úr verkum Laxness og eru kvæðin ýmist sungin eða lesin, auk þess sem nokkur textabrot úr skáldverkum Laxness eru leiklesin. Þeir Felix og Jakob Þór tengja atriðin saman á skemmti- legan hátt með stuttum sögum af skáldinu og viðbrögðum við verkum hans. Í kynningu á dagskránni lofa þeir félagar gestum hugljúfri stund og við þau fyrirheit er staðið. Meðal þeirra kvæða sem sungin voru má nefna Vögguljóð á Hörpu og Hvert örstutt spor, sem flestir Ís- lendingar þekkja. Þá fluttu þeir nokkur af minna þekktum kvæðum Laxness, svo sem hin „súrrealísku“ kvæði Rodymedia Palmata og S. S. St. Clarie, svo og hið alþekkta Ung- lingurinn í skóginum. Flutningur Jakob Þórs á kvæði Bjarts í sumarhúsum sem hann orti til Ástu Sóllilju, og hefur að geyma ljóðlínurnar: „… hvað er auður, ást og hús / ef engin urt vex í þinni krús?“, kallaði fram tár í augnkrók- ana, en aftur á móti veltust gestir um af hlátri þegar þeir félagar leik- lásu kaflann úr Heimsljósi þar sem Nasi, „útgerðarmaður og fjáreig- andi“, þvingar Ólaf Kárason til þess að yrkja fyrir sig bónorðskvæðið fræga: „Líneik veit eg langt af öðr- um bera / létta hryssu í hópi staðra mera.“ Í heild var þessi dagskrá bæði skáldinu og flytjendum til mikils sóma og er óhætt að hvetja menn til að missa ekki af þessari skemmtun. Kaffileikhúsið hentar einstaklega vel fyrir dagskrár af þessu tagi, gestir sitja við borð og dreypa á kaffi eða öðrum veigum meðan á dagskránni stendur (einnig er hægt að mæta snemma og fá sér kvöld- verð). Vel færi á að bjóða upp á fleiri dagskrár af svipuðu tagi og væri til- valið að halda upp á stórafmæli ým- issa skálda og rithöfunda með þess- um hætti (minna má á sjötugsafmæli Guðbergs í október næstkomandi). Sælustund í Kaffileikhúsinu Soffía Auður Birgisdóttir LEIKLIST Kaffileikhúsið Dagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Flytjendur: Felix Bergsson og Jakob Þór Einarsson. Píanóleikari: Agnar Már Magnússon. Fimmtudagur 24. apríl. ÉG BÝÐ ÞÉR DÚS MÍN ELSKULEGA ÞJÓÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.