Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í INNGANGI þessarar bókar skýrir höfundur frá því að hann hafi oft orðið þess var, að sögu- áhugamenn á Norðurlöndum vildu gjarnan eiga þess kost að geta lesið sér til um sögu Færeyja, og þó einkum færeyska nútímasögu, á öðru máli en færeysku. Bókin var að nokkru leyti samin til þess að verða við þessum óskum, en hún getur þó vart talist eiginleg saga Færeyja, a.m.k. ekki ef litið er til uppbyggingar hennar og efnisskip- unar. Sagan er ekki rakin í tímaröð, miklu frekar er hér um að ræða umræðu um einstaka þætti fær- eyskrar 20. aldar og sögulegan að- draganda þeirra mála, sem helst hafa mótað sögu og líf færeysku þjóðarinnar síðustu eitt hundrað ár- in eða svo. Höfundur skiptir bókinni í þrjá meginhluta. Í hinum fyrsta rekur hann höfuðþætti færeyskrar stjórn- málasögu á 20. öld, leggur áherslu á þróun skólamála og þátt þeirra í sjálfstæðisbaráttunni, greinir frá áhrifum heimsstyrjaldanna tveggja á mannlíf í Færeyjum, færeysk stjórnmál og stöðu eyjanna í danska ríkinu. Í öðrum hluta hverf- ur hann aftur í aldir og rekur meg- inþætti sögunnar á fyrri öldum, og þó einkum á 19. öldinni. Þar leggur hann m.a. áherslu á þróun og sögu færeyskrar tungu og þýðingu henn- ar fyrir mótun þjóðernisvitundar Færeyinga. Þriðji og síðasti hlutinn fjallar svo um sögu sjálfstæðisbar- áttu Færeyinga frá því á ofanverðri 19. öld og fram undir lok 20. aldar. Margt er gott um þessa bók. Eins og vænta mátti frá hendi Hans Jacobs Debes, er hún ljóm- andi vel skrifuð og hefur að geyma margan fróðleik. Formið, sem höf- undur hefur valið sér er hins vegar vandmeðfarið og á köflum verða bókarhlutarnir meira í ætt við sjálf- stæðar ritgerðir en samfelldan texta. Nokkuð ber einnig á end- urtekningum, sem geta í sjálfu sér verið gagnlegar, en eru oftast óþarfar. Í bókarlok, á eftir meginmáli höf- undar, er að finna stutta grein- argerð fyrir haffræði og jarðfræði Færeyja. Sá kafli hefði að mínu viti átt betur heima í upphafi bókar, en kannski er hér fremur við ritstjór- ana að sakast en höfundinn, og sama á við um ýmsa stutta sérkafla um einstök málefni (þemu) og ein- staklinga, sem sett hafa svip á sögu Færeyja. Sumir þessara kafla eru heldur illa samdir og ekki lausir við ónákvæmni, sem ólíklegt er að Hans Jacob hefði gert sig sekan um. Bókarhöfundur, Hans Jacob Debes, er mörgum íslenskum sagn- fræðingum að góðu kunnur. Hann varði doktorsritgerð sína um sögu færeyskrar þjóðfrelsisbaráttu við Háskóla Íslands árið 1984 og var síðan lektor og prófessor í sagn- fræði við Fróðskaparsetur Færeyja um árabil. Hann er mikilvirkur rit- höfundur og hefur m.a. samið fyrstu þrjú bindin í Sögu Færeyja, og ævisögu Jóhannesar Patursson- ar, auk fjölmargra annarra bóka og tímaritsgreina. Allur frágangur þessarar bókar er smekklegur. Hún er prýdd sögu- legum ljósmyndum og listaverkum og kápuna prýðir ljósmynd af mál- verki Frimodt Joensen af fæðing- arstað höfundar, Gjógv, á sumar- degi 1984. LEIKLIST Sagnfræði - Historien om den færöske nutids oprind- else eftir Hans Jacob Debes. Útgefandi Steen A. Cold og Kristian Hvidt. Multi- vers 2001. 307 bls., myndir. FÆRINGERNES LAND Þættir úr færeyskri nútíma- sögu Jón Þ. Þór KVENNAKÓR Reykjavíkur og Senjorítur Kvennakórs Reykjavík- ur, sem er kór eldri félaga, halda tónleika í Langholtskirkju í dag, sunnudag. Senjoríturnar syngja kl. 14 og Kvennakórinn kl. 17. Gestur Senjorítanna er Kvennakór Reykjavíkur. Þær syngja létt sum- arlög, söngleikjalög og gospel. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdótt- ir. Undirleikari á píanó er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Kvennakór Reykjavíkur syngur íslensk þjóðlög sænsk sumarlög, lög eftir Brahms, Schubert létt söngleikjalög o.fl. Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Sig- rún Þorgeirsdóttir. Píanóleikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Gestur tónleikanna er Soffía Stefánsdótt- ir, mezzósópransöngkona Í júní- byrjun fer kórinn til Tékklands í tónleika- og keppnisferð. Tveir kórar í Lang- holtskirkju GUK+ Sýningu dönsku listakonunnar Nönnu Gro Henningsen í GUK+ lýkur á sunnudag. Verkið sem Nanna gerði fyrir þessa sýningu tengist eyjunni Tiree sem er 736 mílur frá sýningarstöð- unum þremur á Selfossi, Lejre í Dan- mörku og Hannover í Þýskalandi. Sýningin er opin milli kl. 16 og 18, að staðartíma. Hægt er að skoða myndir af sýningunni á slóðinni http://www.simnet.is/guk. Sýning framlengd Sýning Rebekku Rán Samper „Curriculum vitae“ í Gallerí Sævars Karls er framlengd til 2. maí. Þjóðmenningarhúsið Sýningin úr sögu kristni á Íslandi, sem sett var upp sumarið 2000 til að minnast þess að 1000 ár voru frá kristnitöku, lýkur 1. maí. Um 30.000 þúsund manns hafa séð sýninguna þau tæpu tvö ár sem hún hefur staðið. Sýningarlok ERLA Sigurðardóttir opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Listasetr- inu Kirkjuhvoli, Akranesi, kl. 14 í dag, laugardag. Sýninguna nefnir Erla „Samtíningur og sitthvað“ og sýnir á aðalhæð um 30 vatnslita- myndir. Á efri hæð sýnir hún frum- myndir úr þremur bókum, Nílar- prinsessunni eftir Guðjón Sveins- son, allar myndirnar, og svo hluta mynda úr tveimur bókum eftir Sig- urð Thorlacius, Um loftin blá og Sumardagar. Erla lauk prófi úr máladeild MHÍ og nam við lista- skóla í Trier í Þýskalandi sumarið 1991. Hún hefur starfað við mynd- list frá því hún lauk námi. Hún hef- ur myndskreytt hátt á annan tug barnabóka, auk þess starfar hún sem kennari við Myndlistarskóla Kópavogs. Sýningunni lýkur 12. maí. Lista- setrið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 15-18. Samtíningur og sitthvað ÞAÐ var að heita má húsfyllir á tónleikunum þótt þeir hefðu lítið verið auglýstir. Tónleikarnir hófust á tveimur ljúfum og vel þekktum lögum, Sveinar kátir syngið og Nú máttu hægt um heiminn líða. Þótt þessi lög geri útaf fyrir sig ekki miklar kröfur mátti strax heyra að hér var reyndur og samstilltur hóp- ur á ferð. Næstu lög voru negra- sálmarnir, My Lord og Soon a will be done. Í þessum lögum fór veru- lega að reyna á kórinn. Að mati undirritaðrar var flutningur þess- ara laga einstaklega góður. Ekki varð annað séð en stjórnanda tæk- ist hér að ná fram því sem hann vildi, og kórinn fylgdi honum í einu og öllu. – Lagið Nocturne eftir Evert Taube var næst á söng- skránni. Þetta lag þekkir undirrit- uð ekki, en það er gullfallegt og var vel flutt. Hér (í bassasólóinni) kom mýkt bassanna í þessum kór glöggt í ljós. – Næst komu þrjú rússnesk lög sem öll voru skemmtilega flutt. Í einu þeirra söng einn kórfélaginn, Guðmundur Gíslason, einsöng. Síð- ustu tvö lögin fyrir hlé voru Nor- röna folket og Landkjenning eftir Edvard Grieg við ljóð Bjørnstjerne Bjørnson. Flutningurinn á báðum þessum lögum var kór, píanóleik- ara og stjórnanda til mikils sóma. Í báðum þessum þekktu kórverkum sungu félagar úr kórnum, þeir Björgvin Þórðarson og Guðmundur Gíslason, einsöng. Eftir hlé voru eingöngu íslensk lög á efnisskrá kórsins. Fyrstu tvö lögin voru Hornbjarg við lag Páls Halldórssonar og ljóð Þorsteins Gíslasonar, og Ingólfs minni við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og ljóð séra Matthíasar. Næsta lag, Kópavogsbær eftir fyrrverandi stjórnanda kórsins, Jón S. Jónsson, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar, er afar fallegt og var vel flutt af kórnum. Þá kom lag Friðriks Bjarnasonar, Hóladans, við ljóð Jónasar Guðlaugssonar. Þetta ágæta lag heyrist ekki oft á tón- leikum karlakóra. Það var vel flutt af kórnum og einsöngvaranum Guðmundi Gíslasyni. Í næstu tveimur lögum var kórinn virkilega kominn á kunnuglegar slóðir. Þetta voru lögin Landnemar eftir Sigurð Þórðarson, fyrsta stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur, og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson, en bæði ljóðið eru eftir Davíð Stef- ánsson. Flutningur þessara laga var sem vænta mátti kröftugur og áhrifamikill. Í Brennið þið vitar naut kórinn traustrar aðstoðar Bjarna Þórs. Síðast flutti kórinn syrpu laga eftir Árna Thorsteins- son við ljóð Hannesar Hafsteins og Jónasar Hallgrímssonar. Í þessu verki var hlutur píanóleikarans, Bjarna Þórs Jónatanssonar, stór og var leikur hans öruggur og glæsi- legur. Í heildina voru þessir tónleikar mjög góðir. Styrkur kórsins er m.a. þéttleiki og mýkt í raddbeitingu, og einnig er gott jafnvægi og samstill- ing milli radda. Áheyrendur klöpp- uðu líka flytjendum óspart lof í lófa og þakkaði kórinn fyrir sig með nokkrum aukalögum. Kórinn held- ur nú í tónleikaferð til Svíþjóðar þar sem hann mun flytja sömu efn- isskrá. – Í söngskrá, sem tónleika- gestir fengu í hendur, kemur fram að kórinn mun syngja með karla- kórnum Göta Par Bricoles Sångkör og Íslenska kórnum í Gautaborg. Það má telja til fyrirmyndar að í hinni prentuðu söngskrá eru heiti laganna og skýringar við ljóðin þýdd á sænsku. Þannig er áheyr- endum þar í landi gefin hugmynd um innihald og „anda“ laganna. – Ástæða er til að óska stjórnanda og flytjendum til hamingju með þessa tónleika og afrakstur vetrarstarfs- ins. Kórnum er hér að lokum óskað góðs gengis í söngferðinni til Sví- þjóðar. TÓNLIST Ýmir Karlakór Reykjavíkur – eldri félagar. Stjórnandi: Kjartan Sigurjónsson Einsöngvarar: Guðmundur Þ. Gíslason og Björgvin Þórðarson. Píanóleikur: Bjarni Þór Jónatansson. Sunnudagur 21. apríl. KÓRTÓNLEIKAR Þéttar og mjúkar karlaraddir Jónína Gísladóttir Á TÓNLEIKUM í Salnum á morg- un, sunnudag, kl. 16, leika þau Hjörleifur Valsson fiðluleikari, gríski víóluleikarinn Ilias Sdoukos og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verk eftir Mozart, Franz Schubert og César Franck. Á efnisskránni eru Dúó fyrir fiðlu og víólu í G-dúr eftir W.A. Mozart KV 423, sem hann samdi í Salzburg árið 1783, Sónata í a- moll „Arpeggione“ D 821 eftir Franz Schubert og hin þekkta són- ata César Franck í A-dúr sem hef- ur verið fiðluleikurum kærkomið viðfangsefni frá því að hún var samin árið 1886. Hjörleifur hefur nú verið búsett- ur á Íslandi í eitt og hálft ár og starfað sem fiðluleikari og kenn- ari, auk þess að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra tónlistarskóla Garðabæjar. Hann stundaði m.a. nám við Tónlistarháskólann í Ósló, Konservatoríuna í Prag og Folk- wang-Hochschule í Essen í Þýska- landi. Í Essen kynntist hann gríska víóluleikaranum Ilias Sdoukos þar sem hann var við nám. Sdoukos er meðlimur í hin- um ýmsu kammerhópum í Grikk- landi og Þýskalandi og hefur kom- ið víða fram á tónleikum þar sem og í Kanada, Ástralíu, Afríku og Kýpur, en hann starfar nú sem leiðari víóludeildar grísku þjóð- aróperunnar. Nína Margrét hefur verið virk í tónlistarlífi landsins um langt skeið. Hún var m.a. tilnefnd til ís- lensku tónlistarverðlaunanna fyrr á árinu og til Menningarverðlauna DV fyrir hljóðritun sína á píanó- verkum Páls Ísólfssonar. Verk þriggja tón- skálda í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Nína Margrét Grímsdóttir, Ilias Sdoukos og Hjörleifur Valsson. Gallerí Ófeigs Hadda Fjóla Reyk- dal opnar fyrstu einkasýningu sína í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg kl. 16. Þar sýnir hún vatnslitaverk sem öll eru unnin á þessu ári en mynd- efnið er sótt til náttúrunnar. Hadda Fjóla lauk prófi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1998. Sýningin er opin virka daga kl. 10– 18 og laugardaga kl. 11–16 og stendur til 15. maí. Ráðhús Reykjavíkur Stórsveitar- veisla á vegum Stórsveitar Reykjavíkur verður kl. 14 og býð- ur sveitin æskunni til leiks eins og undanfarin ár á þessum árstíma og koma fram Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Léttsveit Tónlistar- skóla Keflavíkur, Samvinnustór- sveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Garðabæjar. Grafarvogskirkja Söngskemmtun á vegum Söngseturs Estherar Helgu verður kl. 17. Kórarnir eru Regnbogakórinn, Raddir regnbog- ans, Sólskinskórinn, Rauða kross kórinn og byrjendur Söngsetursins. Seljakirkja Vortónleikar Kvenna- kórsins Seljanna, undir stjórn Ingi- bjargar Guðjónsdóttur, verða kl. 16. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög. Undirleikari á píanó er Val- gerður Andrésdóttir. Menningarmiðstöðin, Gerðu- bergi Sýning útskriftarnema Fjöl- brautaskólans í Breiðholti verður opnuð kl. 14. Ýmsar uppákomur á vegum nemendanna verða við opn- unina og einnig verður ljóðaflutn- ingur. Sýningin er samstarfsverk- efni FB og Gerðubergs og stendur til 26. maí. Kirsuberjatréð, Vesturgötu Brúðkaupsdagar hefjast kl. 11 og stendur kynningin fram til fimmu- dagsins 2. maí. Opið er virka daga kl. 12-18 og 11-15 laugardaga. Næsti bar, Ingólfsstræti 1a Birg- ir Rafn Friðriksson – Biurf, opnar einkasýningu kl. 16. Sýningin ber heitið „Lottó í Næsta bar“. Sýningin stendur til 25. maí. Gallerí Tukt, Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3-5 Elitsa Georgieva, ung listakona frá Búlgaríu, opnar einkasýningu kl. 16. Á sýningunni eru olíumálverk og myndir unnar með blandaðri tækni og eru verkin öll unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 12. maí. Höllinni, Vestmannaeyjum Vor- tónleikar Karlakórs Hreppamanna verða kl. 17 og eru þeir haldnir í til- efni þess að kórinn fagnar nú fimm ára afmæli sínu. Stjórnandi er Edit Molnár og undirleikari Miklós Dalmay. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.