Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 37 Í GÆR voru opnað- ar sýningar í 13 leik- skólum í vesturbænum í Reykjavík sem bera yfirskriftina: ,,Vestur- bærinn okkar.“ Munu þær standa yfir í tæp- ar tvær vikur. Mark- miðið er að efla sam- starf leikskólanna í vesturbæ og að vekja athygli á þeirri frjóu listsköpun sem blómstrar í leikskólum þar. Hver leikskóli hefur valið sér eitt þema tengt umhverfi leikskólans. Leikskólinn Sæborg hefur sett þau aðalmarkmið í skóla- námskrá að vinna með skapandi starf. Við vinnum eftir aðalnámskrá leikskóla, en einnig höfum við valið að vinna í anda stefnu sem kennir sig við bæ á Norður-Ítalíu, Reggio Emilia. Í Reggio er litið á barnið sem hæfileikaríkan og virkan einstak- ling sem hefur mikið fram að færa. Lögð er áhersla á að barnið noti öll skilningarvit sín eða málin sín hundrað. „Barn hefur 100 mál en er svipt 99“ er heiti á ljóði eftir Loris Malaguzzi sem var forsvarmaður Reggio-stefnunnar. Mikil virðing er einnig borin fyrir barninu, vinnu þess og verkum. Kennarinn þarf að taka þátt í samræðum með börnunum og vera góður í að grípa hugmyndir barnanna og skrá. Hann þarf einnig að vera skapandi í hugsun og forvit- inn. Í Reggio er talað um umhverfið sem þriðja kennarann. Það á að vera síbreytilegt og bjóða upp á marga valkosti. Leikskólar í Reggio eru líkastir ævintýrahöllum. Þar er unnið markvisst með liti, skugga og ljós. Barnið hefur ótal möguleika á að gera tilraunir og leika með al- vöru hluti en ekki eftirlíkingar. Í tengslum við leikskólana í Reggio hefur verið opnuð sér- stök þjónustumiðstöð „Re Mida“ sem þjónar öllum skólastigum með efni sem fengið er frá hinum og þessum fyr- irtækjum og verk- smiðjum. Þessi þjón- ustumiðstöð er verslun með afgangshluti sem henta vel til sköpunar og til að leika með (al- vöru hlutir). Það væri mjög gleðilegt og til stórra úrbóta fyrir leikskóla og aðra ef Sorpa á Íslandi gæti komið upp svona stöð. Mikið af hlutum sem koma frá verk- stæðum og fyrirtækjum eru fullnýt- anlegir áfram. Það þarf ekki að mylja allt og pressa eins og t.d lit- ríkar flísar sem enginn vill lengur eða pípulagnaafganga svo eitthvað sé nefnt. Í leikskólanum er tekið fyrir ákveðið þema, sem getur staðið yfir frá einum mánuði upp í eitt ár. Við setjum okkur markmið og vinnum síðan samkvæmt ákveðnu ferli sem kallast „könnunarferli“. Það flokk- ast niður í þrjú stig. Á fyrsta stiginu er viðfangsefnið afmarkað og spurningum varpað fram. Á öðru stigi er leitað svara, athugað og skráð, farið í vettvangsferðir út í náttúruna og heimsóknir til sér- fræðinga. Á þriðja stiginu er vinnu komið á framfæri við aðra, endur- skoðað og ákveðnir þættir valdir til kynningar. Í vesturbæjarverkefninu tók einn hópur barna fyrir hús í vesturbæn- um. Markmiðið með verkefninu var að vekja börnin til umhugsunar um hús og byggingar. Stefnt var að því að skoða húsin í kringum okkur og velta fyrir okkur hvernig hús eru byggð. Kynnast vesturbænum bet- ur og efla umræðu um vesturbæinn og borgina okkar, endað var á Al- þingishúsinu. Við tjáðum upplifanir okkar með ólíkum efnivið, skráðum hugmyndir í vef sem var svo not- aður í gegnum allt verkefnið og bættum inn í hann reglulega þegar nýjar hugmyndir bættust við. Þegar unnið er með ákveðið þema þá reynum við að teygja það inn í alla starfsemi leikskólans. Börnin hafa byggt húsin sín með kubbum og einnig leikið þau. Nokkur börn bjuggu til ljóð um húsið sitt. Í vesturbæ er hús Garðar nefnist það. Eðluhópur í húsið fór og skoðaði það Útsýnið er yndislegt fjaran blastir við. Út úr húsi hlaupum við því í Sæborg búum við (Unnur, Geir Elías, Sigmundur, Sylvía, Bensi, Ragnheiður, Margrét og Teitur.) Það að fyllast löngun til að for- vitnast og sökkva sér niður í verk- efni með börnum veitir árangur í starfinu. Það skiptir líka máli að börn hafi úr miklu og fjölbreyttu efni að moða og að það sé við hend- ina þegar á þarf að halda. Ef þessir hlutir eru í lagi ásamt opnum hug og gleði þá ætti sköpunarferlið að ganga vel fyrir sig. „Í vesturbænum þar sem barna- hallir skína“ Soffía Þorsteinsdóttir Leikskólar Hver leikskóli hefur valið sér eitt þema, segir Soffía Þorsteins- dóttir, tengt umhverfi leikskólans. Höfundur er leikskólastjóri Sæborgar. F-LISTI frjáls- lyndra og óháðra er eina framboðið í Reykjavík sem er and- vígt þátttöku Reykja- víkurborgar í Kára- hnjúkavirkjun. Með því að taka þátt í þessari 118 milljarða króna framkvæmd er Reykja- víkurborg að skuld- setja sig umfram heild- areignir borgarinnar. Ábyrgð Reykvíkinga í þessari framkvæmd, sem augljóslega mun hafa stórtap í för með sér, nemur einni millj- ón króna á hvern íbúa borgarinnar. Almenningi og þá eink- um Reykvíkingum er ætlað að borga með þeim hrikalegu náttúruspjöllum sem hlytust af þessari framkvæmd, sem á sér enga líka í vestanverðri Evrópu. Leita þarf austur á bóginn og aftur í tímann til Sovétríkjanna sálugu til að finna dæmi um viðlíka risastíflur og vatnaflutninga í okkar heimsálfu. Það eru ekki aðeins ráðamenn þjóðarinnar sem styðja þessa tap- framkvæmd. Það sama gera báðar stóru fylkingarnar í borgarstjórn, D- listi og R-listi. Þær hafa staðið sam- einaðar gegn tillögum mínum í borg- arstjórn Reykjavíkur um að borgin taki ekki þátt í Kára- hnjúkavirkjun. Þess vegna undrast ég skrif sumra frambjóðenda R-listans, þar sem þeir berja sér á brjóst og hneykslast á fram- göngu Sjálfstæðis- flokksins í þessu afleita máli. Þeir steinþegja hins vegar um fram- göngu R-listans í Kára- hnjúkamálinu, sem er engu betri en hjá D- listanum. Andstæðing- ar sóunar almannafjár og hrikalegra náttúru- spjalla vegna Kára- hnjúkavirkjunar hljóta að styðja F-listann í borgarstjórnar- kosningunum. Annað væri skortur á einlægni eða hrein sýndarmennska. Þjóðin hefur nýlega horft upp á blekkingar og jafnvel lygar hátt- settra talsmanna Kárahnjúkavirkj- unar og Noralverkefnisins. Það má ekki leyfa þessum fulltrúum póli- tískra hagsmuna og annarra þröngra sérhagsmuna að hafa al- menning að leiksoppi um leið og þeir bera víurnar í lífeyrissjóði lands- manna og vilja láta íslenskan al- menning vera í ábyrgð fyrir fjárfest- ingum, sem aðrir eiga að hirða hagnaðinn af, ef svo ólíklega vildi til að einhver yrði. F-listinn styður aðra umhverfis- vænni og hagkvæmari valkosti í virkjanamálum, t.d. jarðvarmavirkj- anir á Hellisheiði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, enda um miklu minni og viðráðanlegri verkefni að ræða sem ekki hefðu aukaverkanir Kára- hnjúkavirkjunar í för með sér. Á meðan Reykjavíkurborg er enn eignaraðili að Landsvirkjun á borgin að beita sér fyrir því að ráðist sé í skynsamlegri virkjanir hjá Lands- virkjun en Kárahnjúkavirkjun og að höfð verði hliðsjón af rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, þar sem virkjanakostum er for- gangsraðað með tilliti til hagkvæmni þeirra og fórnarkostnaðar náttúr- unnar. Það er einfalt reikningsdæmi að sýna fram á óhagkvæmni Kára- hnjúkavirkjunar. Þessi framkvæmd, sem sögð er kosta 118 milljarða króna, gæti skilað um 5.600 gíga- wattstunda orkusölu að jafnaði, ef allar áætlanir ganga eftir, sem telja verður ólíklegt. Fyrstu kostnað- aráætlanir vegna Kárahnjúka- virkjunar reyndust nefnilega allt of lágar og líklegt má telja að kostn- aðurinn eigi eftir að hækka í allt að 140 milljarða króna. Árlega þurfa að nást inn 10% stofnkostnaðarins til að virkjunin geti staðið undir sér, jafnvel þó að hrikaleg umhverfis- röskun vegna virkjunarinnar yrði í engu bætt. Með því að deila 5.600 gígawattstundum upp í 14 milljarða króna fæst að kostnaður við að framleiða orku Kárahnjúkavirkj- unar er tvær krónur og fimmtíu aurar hver kílówattstund. Þetta er tvisvar sinnum hærri upphæð en fengist hefur fyrir raforkusölu til stóriðju á undanförnum árum. Mismuninn eiga Reykvíkingar og aðrir landsmenn að greiða með hærra raforkuverði og mikilli skuld- setningu. Þessum úreltu og óheiðar- legu vinnubrögðum verður því að- eins hafnað, ef kjósendur í Reykjavík svara fyrir sig með því að kjósa F-listann í kosningunum 25. maí nk. F-listinn er vörn gegn Kárahnjúkavirkjun Ólafur F. Magnússon Reykjavík F-listinn, segir Ólafur F. Magnússon, er eina framboðið í Reykjavík, sem er andvígt þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun. Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi og skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík. FRÓÐLEGT er að bera saman kosninga- loforð ráðandi afla í borgarstjórn Reykja- víkur á síðustu tveim- ur áratugum. Fyrir kosningar 1982, 1986 og 1990 gáfu sjálf- stæðismenn borgarbú- um ákveðin kosninga- loforð og hétu því að við þau yrði staðið. Sjálfstæðismenn gættu sín á því að lofa ekki of mörgu enda kom í ljós að Reykvík- ingar gátu treyst á efndirnar. Heilindi og trúnaður? Það framboð, sem tók við völdum 1994, hafði gerólíka stefnu að þessu leyti. Borgarstjóraefni listans, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fór mikinn í kosningabaráttunni 1994 og gaf mun fleiri loforð í þeirri baráttu einni en sjálfstæðismenn gáfu sam- anlagt fyrir kosningarnar 1982, 1986 og 1990. Til að sannfæra kjós- endur um að við loforðin yrði stað- ið, hélt hún gjarnan hjartfólgnar ræður um að heilindi og trúnaður gagnvart kjósendum væri það sem skipti hana mestu máli í starfi sínu sem stjórnmálamaður. Margir kjós- endur héldu að þar talaði stjórn- málamaður sem væri sérstaklega umhugað að standa við gefin loforð. Hér er ómögulegt að telja upp öll kosningaloforð Ingibjargar Sólrún- ar vegna reglna þeirra sem Morg- unblaðið setur um hámarkslengd aðsendra greina en nokkur skulu þó nefnd:  Loforð um að skattar hækki ekki. Þetta var eitt heilagasta lof- orð R-listans fyrir kosningarnar 1994 og sennilega var spurningin um skattahækkanir sú sem Ingi- björg Sólrún fékk oftast í þeirri kosningabaráttu. Allir Reykvíking- ar hafa fengið að kynnast efndum þessa loforðs en R-listinn hefur lagt á nýja skatta og hækkað aðra á nánast hverju ári síðan hann komst til valda. Fyrir kosn- ingar 1998 lofuðu frambjóðendur R-list- ans því að á yfirstand- andi kjörtímabili yrði áhersla lögð á að lækka álögur á Reyk- víkinga. Þetta loforð var einnig svikið enda hafa skattar og aðrar álögur R-listans hækk- að sem aldrei fyrr undanfarin fjögur ár.  Loforð um að greiða niður skuldir borgarinnar. Fram- bjóðendur R-listans töldu skuldir borgar- innar vera orðnar allt of háar og hétu því að lækka þær. Undir stjórn R-listans hafa hreinar skuldir borgarinnar hins vegar átt- faldast og nema þær nú 32 millj- örðum króna.  Öll börn, eins árs og eldri, fá dagvistun eftir óskum foreldra inn- an fjögurra ára. Ekki var staðið við þetta fyrir árið 1998 eins og lofað var en þá var loforðið bara end- urnýtt. Ekki hefur enn verið staðið við loforðið og í nýútkominni stefnuskrá R-listans er loforðið gef- ið í þriðja sinn en á nú reyndar að- eins að gilda fyrir börn átján mán- aða og eldri.  Loforð um að gera stórátak á vegum borgarinnar við að fjölga hjúkrunarrýmum aldraðra. Þetta loforð hefur R-listinn svikið eins og svo mörg önnur. Síðustu átta árin sem sjálfstæðismenn stjórnuðu borginni (1986-94) var 3.649 millj- ónum varið til uppbyggingar í þágu aldraðra en á sl. átta árum hefur R- listinn aðeins varið 672 milljónum til þessara mála. Hafa biðlistar aldraðra eftir hjúkrunarrými aldrei verið lengri.  Loforð um að einfalda stjórn- kerfi borgarinnar. Stjórnkerfi borg- arinnar hefur þanist út og kostn- aður við það aukist gífurlega síðan R-listinn komst til valda. Loforð um að auglýsa allar stöður hjá borginni hefur einnig margoft verið svikið.  Sérstök áhersla á umhverfis- mál. Verkin tala. R-listinn er að sprengja Geldinganesið í sundur og ætlar að flytja stóran hluta þess, með tilheyrandi mengun, vestur í bæ til að búa til nýtt land mót norðri. Óefnd loforð alls staðar Fyrir síðustu kosningar viður- kenndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að við mörg kosningaloforðin frá 1994 hefði R-listinn ekki staðið. Hún sagði þá að hún þyrfti aðeins lengri tíma til að efna þau og nefndi að það tæki langan tíma að snúa stóru skipi. Það þarf ekki snilling til að sjá að flest loforðin eru enn óefnd. R-listinn hefur nú kynnt stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Þegar Reykvíkingar kynna sér öll þau kosningaloforð, sem þar eru gefin, hljóta þeir að taka mið af því hvernig R-listinn hefur staðið við þau loforð sem hann gaf fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1994 og 1998. Út frá því má síðan meta hvort líklegt sé að R-listinn standi við þann loforða- flaum, sem kemur frá frambjóð- endum hans um þessar mundir. Miðað við fengna reynslu sl. átta ár sjá Reykvíkingar að borgarstjóri telur eigin kosningaloforð ekki pappírsins virði. Loforð skulu standa – eða hvað? Kjartan Magnússon Kosningaloforð Miðað við fengna reynslu, segir Kjartan Magnússon, sjá Reykvíkingar að borgarstjóri telur eigin kosningaloforð ekki pappírsins virði. Höfundur er borgarfulltrúi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.