Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 41
gaman af að spila brids og Benni.
Það má segja að hann hafi spilað af
lífi og sál. Ég og kona mín fórum í
vetur á Íslandsmót í parasveita-
keppni með Benna og Önnu Láru.
Árangurinn var kannski ekki sá
besti, en það var ekki aðalatriðið,
það var farið til að skemmta sér og
sá Benni um þá hlið mála, þetta er
skemmtilegasta mótið sem ég hef
tekið þátt í og mun ég seint gleyma
þessari ferð.
Eftir parasveitakeppnina ákvað
Benni að slá til og fara á Evr-
ópumót í parakeppni ásamt fjölda
íslenskra spilara, sem haldið var í
Belgíu, þar var hann hrókur alls
fagnaðar, enginn naut þeirrar ferð-
ar betur en Benni.
Benni minn, ég þakka þér fyrir
allar þær stundir sem við höfum átt
saman í gegnum tíðina, þín verður
sárt saknað við spilaborðið.
Regínu og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð.
Ólafur Jónsson.
Kveðja frá félögum í
Bridgefélagi Siglufjarðar
Nú þegar okkar góði félagi Bene-
dikt Sigurjónsson hefur svo óvænt
verið brottkvaddur, setur okkur
spilafélaga hans í Bridgefélagi
Siglufjarðar hljóða.
Við minnumst Benna sem sér-
staklega skemmtilegs spilafélaga,
sem sífellt, hvort sem hann var við
spilaborðið eða annars staðar í
góðra vina hópi, var hrókur alls
fagnaðar.
Fáir höfðu þá frásagnarhæfi-
leika, sem honum voru í blóð born-
ir, og við minnumst hans bæði á
spilafundum og sérstaklega á okkar
árlega lokahófi, þar sem hann fór
oft á kostum.
Benni hafði gaman af að spila og
naut þess að spila bridge í góðra
vina hópi.
Auk þess að sækja bæði kjör-
dæmamót og Íslandsmót fór hann á
Evrópumótið í tvenndarkeppni,
sem haldið var í Brussel, og var
fyrir stuttu kominn heim úr þeirri
ferð.
Hann hafði fyrir brottför heitið
okkur félögum sínum í Bridgefélag-
inu að ferðasöguna myndum við fá
að heyra á lokahófinu í vor.
En nú er skarð fyrir skildi og fé-
lagi okkar fallinn frá , og ferðasag-
an sem við höfðum hlakkað til að
heyra af hans vörum verður nú
ekki sögð.
Við höfum það fyrir víst að í
þessari Evrópuferð eignaðist Benni
marga spilafélaga, sem minnast
skemmtilegra kynna við hann.
En þannig er gangur lífsins, eng-
inn veit hvenær kallið kemur, né
hver er næstur.
Við spilafélagar Benna í Bridge-
félagi Siglufjarðar munum sakna
vinar í stað, jafnframt sem við
minnumst margra skemmtilegra
samverustunda.
Við viljum með þessum fáu orð-
um senda Regínu konu hans og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hans.
✝ Zophonías Zoph-oníasson fæddist
á Blönduósi 24. febr-
úar 1931. Hann and-
aðist á Sjúkrahúsinu
á Blönduósi 21. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Guðrún Einarsdóttir,
f. 27. október 1900, d.
26. júní 1994, og
Zophonías Zophon-
íasson, bifreiðastjóri
á Blönduósi, f. 6. júlí
1906, d. 10.maí 1987.
Hinn 22. maí árið
1953 kvæntist Zoph-
onías eftirlifandi eiginkonu sinni
Gretu Björgu Arelíusdóttur, f. 11.
febrúar 1935. Foreldrar hennar:
Arelíus Sveinsson, f. 22. febrúar
1911, d. 29. maí 1972, og Fanney
Bjarnadóttir, f. 24. desember
1913. Zophonías og Greta eignuð-
ust þrjár dætur. 1) Fanney, f. 15.
mars 1953. Eiginmaður hennar er
Matthías L. Sigursteinsson, f. 19.
október 1950, og eiga þau þrjú
börn, sem eru: Greta, Brigitta og
Guðmundur Freyr. 2) Sigrún, f.
12. febrúar 1957. Eiginmaður
hennar er Lárus B. Jónsson, f. 12.
mars 1953, og eiga þau fimm
börn, sem eru: Zophonías Ari, Ey-
steinn Pétur, Kristín Ingibjörg,
Greta Björg og Grímur Rúnar. 3)
Sólveig, f. 5. júní
1965. Eiginmaður
hennar er Guðmund-
ur Engilbertsson, f.
8. apríl 1964 og eiga
þau þrjá syni sem
eru: Þeyr, Kolbeinn
Guðmundur og
Tumi. Barnabarna-
börnin eru fimm.
Zophonías bjó all-
an sinn aldur á
Blönduósi. Fyrri
hluta starfsævinnar
stundaði hann akst-
ur, var með vöru-
flutninga milli
Reykjavíkur og Blönduóss. Hann
rak umboðs- og heildverslun á
Blönduósi og á áttunda áratugn-
um stofnaði hann ásamt fleirum
ullarvörufyrirtækið Pólarprjón
og var framkvæmdastjóri þess um
árabil. Síðustu árin rak hann
ásamt eiginkonu sinni litla sauma-
stofu á heimili þeirra að Húna-
braut 6.
Fyrr á árum var Zophonías
mikill áhugamaður um laxveiðar
og laxarækt og sat um tíma í
stjórn Stangveiðifélags A-Hún. Þá
var hann félagi í Lionsklúbbi
Blönduóss allt til dauðadags.
Útför Zophoníasar verður gerð
frá Blönduósskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Löngum var greiðfær leið mín að þessum
dyrum
sem lokið var upp áður en hönd mín
snerilinn fann.
Heima var jafnan hann, sem ég ennþá
spyr um
hvíslandi rómi. Enginn mér svara kann.
Tómt er það hús sem hýsti áður minn
fögnuð,
hljóðnuð sú rödd er fyrrum mér gleði bar.
Samt staldra ég við og drep á hurðina
hnúum
í hlustandi spurn. Bíð stundarkorn.
Ekkert svar.
(Jón Dan.)
Elskulegur bróðir er horfinn á
braut, farinn frá okkur svo allt of
fljótt. Eftir sitjum við, fjölskyldan,
ástvinirnir sem honum þótti svo und-
ur vænt um, og syrgjum góðan
dreng.
Dússi bróðir minn fæddist hér á
Blönduósi, hér bjó hann alla tíð og
lifði athafnasömu lífi. Á yngri árum
stundaði hann akstur, og fetaði þar í
fótspor föður okkar, Zophoníasar
Zophoníassonar. Hann var árum
saman með vöruflutninga milli
Reykjavíkur og Blönduóss og jafn-
hliða því umboðssölu og verslun. Þá
rak hann heildverslun um tíma og
flutti inn aðallega útvarps- og hljóm-
flutningstæki.
Á árunum kringum 1970 stofnaði
hann, ásamt fleirum, prjóna- og
saumastofuna Pólarprjón og varð
þar framkvæmdastjóri. Hafði hann
þá byggt stórhýsi við Húnabraut 13,
þar sem hann hafði verslun og vöru-
afgreiðslu. Inn í það húsnæði flutti
þetta nýstofnaða fyrirtæki, sem
stækkaði og dafnaði með ótrúlegum
hraða. Hann hafði árum saman
keypt ull af bændum fyrir Álafoss og
sá möguleikana sem fólust í því að
flytja síðan Álafossbandið hingað
norður og skapa hér atvinnu við að
framleiða fatnað úr íslenskri ull. Átt-
undi áratugurinn var uppgangstími
þessa iðnaðar í landinu, sem hrundi
síðan með sorglegum afleiðingum
fyrir mörg minni bæjarfélög.
Bróðir minn gafst þó ekki upp,
heldur stofnaði litla saumastofu á
heimili sínu með Gretu eiginkonu
sinni. Við hana vann hann meðan
kraftarnir entust.
Þegar sorgin knýr dyra og ástvin-
ir hverfa úr þessum heimi leita minn-
ingar á hugann. Í mínu tilviki eru
þær minningar bjartar og góðar um
bróður, sem aldrei sýndi mér og mín-
um annað en elskusemi. Hann var tíu
árum eldri en ég og enginn gæti ósk-
að sér betri stóra bróður. Er við ux-
um úr grasi og stofnuðum hvort okk-
ar heimili, vorum við svo lánsöm að
búa það nærri hvort öðru að sam-
gangur var mikill. Greta eiginkona
hans og dæturnar þrjár hafa alla tíð
verið mér sem systur.
Ég veit hvað fjölskylda hans var
honum mikils virði og eftir að barna-
börnin og síðan barnabarnabörnin
komu áttu þau hug hans allan. Hann
var einstaklega barngóður og gat
helst engri bón þeirra neitað.
Fyrir um tíu árum fór að bera á
heilsubresti hjá Dússa bróður mín-
um. Þótt við sem stóðum honum
næst höfum séð kraftinn dvína og út-
haldið minnka kvartaði hann ekki og
hugurinn var ávallt hinn sami.
Eftir áramótin í vetur greindist
hann svo með krabbamein, sem eng-
in lyf fengu stöðvað. Stríðið varð
stutt en snarpt, og þessar vikur
heyrði ég hann aldrei kvarta eða
æðrast yfir orðnum hlut.
Við Guðjón eigum eftir að sakna
hans. Sakna kvöldanna, þegar hann
leit inn til að spjalla, sakna sólríkra
daga í fallega garðinum þeirra
Gretu, þar sem honum þótti svo gott
að sitja í góða veðrinu.
Ég þakka öll árin sem ég átti með
bróður mínum og bið Guð að blessa
minningu hans og milda söknuð ást-
vinanna allra.
Kolbrún
Zophoníasdóttir.
Elsku afi.
Við kveðjum þig í dag með miklum
söknuði í hjarta okkar og erfitt er að
trúa því og sætta sig við það að þú
sért farinn frá okkur svona fljótt.
En minningarnar um yndislegan
afa eru dýrmætar og þær góðu
stundir sem við áttum saman, þær
munum við geyma í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Það verður skrítið að koma til
ömmu á Húnabrautina og enginn afi
þar lengur, en samt sem áður vitum
við innst inni að þú munt fylgjast
með okkur og við munum gæta
ömmu fyrir þig.
Elsku afi, vonandi líður þér vel á
þeim stað sem þú ert núna og við
munum aldrei gleyma þér.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig í þessari miklu sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Zophonías Ari, Eysteinn
Pétur, Kristín Ingibjörg,
Greta Björg, Grímur Rúnar.
Dýrðlegt kemur sumar með sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm,
vængjaþytur heyrist í himingeim,
hýrnar yfir landi af þeim fuglasveim.
Þannig kveður séra Friðrik Frið-
riksson um vorið og sumarið. Það er
sú árstíð, sem íslensk þjóð hefur
hlakkað til marga langa veturna í oft
harðbýlu landi stórhríða með fann-
fergi og hafís, ekki síst hér áður fyrr.
Þessa sögu þekkjum við vel, við
þekkjum að þrautseigju og þolgæði
þurfti til þess að þreyja þorrann og
góuna. Þá hjálpaði að horfa fram til
vors og verðandi, vitandi það, að aft-
ur kemur vor í dal með ísabrot árinn-
ar, blóm í haga og syngjandi fugla
um loftin blá.
Það var eitt vorið fyrir nákvæm-
lega hálfri öld, að ungur maður var á
leiðinni í jeppa sínum frá Akureyri til
Blönduóss. Með honum í för var
systir hans, sem var í Menntaskól-
anum á Akureyri og hann hafði verið
að sækja þangað. Á Öxnadalsheiði
var allt á kafi í snjó og færið hafði
versnað. Þau systkinin voru því lengi
dags að komast yfir heiðina, því veg-
urinn var öðruvísi þá en nú og snjór-
inn á veginum látinn bíða vorhlýinda.
Ungi bílstjórinn lét þetta ekki hamla
för þeirra yfir heiðina og sýndi að
hér var enginn veifiskati á ferðinni.
Þessi ungi maður var Zophonías
Zophoníasson yngri frá Blönduósi.
Hann var alinn upp við þróun bíla-
menningar á þeim slóðum, því að fað-
ir hans Zophonías Zophoníasson var
einn af fyrstu mönnunum sem óku
um þessa gömlu vegi. Þannig drakk
sonurinn í sig áhrifin frá föður sínum
varðandi allt það sem heyrði bílum
til. Snemma eignaðist Zophonías bíl
sjálfur og vildi þannig standa á eigin
fótum og vera sjálfum sér og sínum
nógur í hvívetna. Zophonías bjó yfir
dugnaði og kjarki, ekki aðeins til
þess að brjótast yfir ófæra heiði,
heldur til þess að standa fyrir at-
vinnustarfsemi á Blönduósi, fyrst
með vörubílaútgerð, flytjandi varn-
ing milli Blönduóss og Reykjavíkur.
Að þessu gekk hann með áræði og
krafti. Undirritaður fékk stundum
far með honum í þessum ferðum. Allt
fór honum eðlilega úr hendi, með ör-
yggi þess manns, sem veit hvað hann
er að gera. Í þessu starfi sínu hafði
Zophonías kynnst mörgum bændum
í sveitunum í nágrenni Blönduóss.
Margan ullarfarminn hafði hann
flutt frá bændunum suður til vinnslu
þar. Fékk hann fljótlega áhuga á því,
að hægt væri að vinna úr þessari
framleiðslu bændanna heima í hér-
aði. Átti hann sinn þátt í því, að
prjónastofu var komið á fót á
Blönduósi. Hann hætti því að flytja
ullina suður, en varð forstjóri í mörg
ár fyrir þessu verkefni. Þetta veitti
mörgum atvinnu á heimaslóðum
hans. En allt á sitt upphaf og sinn
endi. Síðustu árin rak Zophonías lítið
fyrirtæki, ásamt konu sinni Gretu
Arilíusdóttur, sem jafnan stóð þétt
við hlið hans hvort heldur þau óku
beinan eða krókóttan veg.
Þannig stóðu málin er Zophonías
veiktist í byrjun þessa árs af þeim
sjúkdómi, sem dró hann til dauða,
núna einn vordaginn, þegar hið dýrð-
lega sumar kemur með hinum fögru
blómum sínum, hjalandi lækjunum,
og fuglunum sem syngja skaparan-
um til lofs og þakkar. En þrátt fyrir
það eru vorhretin enn fyrir hendi.
Maðurinn vill ráða sinni för og sínu
farartæki, hann þenkir en það er
Drottinn sem ræður. Enginn maður,
hvort heldur hann er duglegur eða
voldugur, ræður örlögum sínum. Allt
okkar ráð er í hendi hans, sem er
upphafið og endirinn. Hann ryður
brautina fram til sigurs vors og verð-
andi, fram til himneskra dala, þar
sem söngur fuglana bergmálar milli
fjallanna. Þar trúi ég að Zophonías
Zophoníasson aki sínum eilífðar-
vagni, með föður sínum og þeim öðr-
um, sem ruddu brautina hér til góðs
fyrir okkur hin sem eftir stöndum.
Nú við þessi leiðarlokin flytjum
við hjónin og fólk okkar Zophoníasi
þakkir fyrir samfylgdina og biðjum
góðan Guð að blessa eiginkonu hans
og afkomendur alla.
Með samúðarkveðjum og innilegri
hluttekningu,
Einar Þ. Þorsteinsson.
Það var þriðjudagurinn í nýliðinni
dymbilviku. Ég var lagður inn á Hér-
aðssjúkrahúsið á Blönduósi vegna
sýkingar í fæti svo ég ætti þess kost
að vinna bug á sýkingunni, en ekki
sýkingin á mér. Félagi minn á stofu
var Zophonías Zophoníasson. Ég
hafði áður þekkt Zophonías sem at-
vinnurekanda og framkvæmdastjóra
stórfyrirtækis á vísu okkar Hún-
vetninga. En kannski meira áður
sem bifreiðastjóra, en hann stofnaði
og rak um 25 ára skeið vöruflutn-
ingafyrirtæki sem sá um flutninga á
milli Blönduóss og Reykjavíkur. Á
þeim árum verslaði Zophonías við
okkur bændurna. Keypti t.d. ull og
folaldakjöt svo eitthvað sé nefnt og
sendi okkur fóðurvörur og fleira. Ég
var ungur þá að byrja búskap og átti
ég ágæt viðskipti við Zophonías. Allt
stóð sem hann sagði rétt, eins og
brúsapallurinn heima. Zophonías
virtist hafa óhemju gott minni. Ekki
held ég því að pennarnir hafi mikið
verið notaðir, en þó eilíft verið að
biðja um þetta eða hitt. Með róleg-
heitum en samt með festu skilaði
Zophonías því er um hafði verið tal-
að. Hann reisti ásamt konu sinni og
fjölskyldu fyrirtækið Pólarprjón frá
grunni en það var um árabil eitt öfl-
ugasta fyrirtækið á Blönduósi og á
Norðurlandi öllu í sinni grein, langt á
undan sinni samtíð og framtíð líka.
Grunnurinn að þessari starfsemi var
að gera verðmæti, já útflutnings-
verðmæti, úr afurðum okkar
bændanna, ullinni. Sterkar rætur
Zophoníasar til sveitanna og þess
fólks sem þar lifir og starfar, voru at-
hafnamanninum afl og þor til stór-
framkvæmda. Við ræddum margt
þarna í dymbilvikunni, við Zophon-
ías. Meðal annars vanda byggðar
okkar og annarra landsbyggðar-
svæða. Zophonías sagði að það sem
mest vantaði hér um slóðir núna
væri fólk. Fólk sem sæi fyrir sér af
áhuga og krafti, fyrirtæki sem risu
frá grunni af alls konar stærðum og
gerðum. Fyrirtæki þar sem eigend-
ur og forráðamenn hefðu hönd á
púlsi og væru tilbúnir að sinna hlut-
unum af alúð og nærgætni án stimp-
ilklukku. Séu leikreglur samfélags-
ins í lagi þá ganga hlutirnir best án
utanaðkomandi afskiptasemi. En af-
skiptasemisstarfsemi er að verða
einn af viðurkenndum atvinnuvegum
þjóðarinnar.
Á þeim 15 dögum sem ég dvaldi á
sjúkrahúsinu á Blönduósi vorum við
Zophonías stofufélagar. Alltaf var
hann ljúfur og glaðlegur, sagði alltaf
allt gott.
En hratt var hans undanhald und-
an illvígum sjúkdómum. Greta stóð
eins og klettur í hafinu við hlið
manns síns og öll hans samhenta
fjölskylda. Það var honum ómetan-
legur styrkur. En hann rólegur og
yfirvegaður miðlaði öðrum, ekki síst
barnabörnum þeirra hjóna.
Þegar ég kvaddi hann síðast sagði
hann: „Það er gott veður núna,
Maggi, þú ert að fara, já fara út í vor-
ið.“ Svo bætti hann við: „Mér er
heldur að batna og ég fer bráðum
heim.“
Ég lokaði dyrunum og hélt út í
vorið með eitthvað svo viðkvæmt
geðið.
Við Halla sendum Gretu og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Magnús Pétursson, Miðhúsum.
ZOPHONÍAS
ZOPHONÍASSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minningar-
greina