Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónas Larssonfæddist á Út-
stekk við Reyðar-
fjörð 26. ágúst 1907.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Kumbara-
vogi á Stokkseyri
18. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Halldórsdóttir, f.
1885 d. 16. janúar
1908, og Lars Sören
Jónasson, f. 30.
október 1873, d. 6.
október 1952. Guð-
rún og Lars giftu
sig 27. desember 1907. Lars
kvæntist 4. nóvember 1911 seinni
konu sinni Ólöfu Stefánsdóttur, f.
22. apríl 1883, d. 12. desember
1968. Systkini Jónasar samfeðra
voru Sara Larsína, f. 26. júlí
1894, d. 14. júní 1967, Málfríður,
f. 13. mars 1912, d. 7. júlí 1996,
Gunnar, f. 13. október 1913, d. 29.
desember 1978, Jónína Guðný, f.
17. júlí 1915 d. 7. nóvember 1997,
Oddný, f. 2. október 1916, Stefán,
f. 6. maí 1918 d. 15. júlí 1996, Jón,
f. 1. maí 1919 d. 24. mars 1989,
Helgi, f. 2. janúar 1922, d. 14. júlí
1982, og Halla Geirlaug, f. 7.
ágúst 1923, d. 15. janúar 1988.
Hinn 21. desember 1940 kvæntist
1946, barn þeirra Guðrún Jóna, f.
28. apríl 1973. 5) Helga, f. 30. júní
1946, gift Elfari Guðna Þórðar-
syni, f. 17. október 1943, dætur
þeirra Valgerður Þóra, f. 18. júní
1965, og Elfa Sandra f. 28. nóv-
ember 1970. 6) Jenný, f. 24. ágúst
1954, börn hennar Jónas Geir, f.
2. apríl 1976, og Helena Sif, f. 12.
september 1978. 7) Sigrún Anný,
f. 29. október 1957, gift Björgvini
Þór Steinssyni, f. 10. ágúst 1960,
börn þeirra Þórdís Björg, f. 27.
september 1984, og Stefanía
Fanndís, f. 9. júlí 1991. Barna-
barnabörn Jónasar og Aðalbjarg-
ar eru orðin tuttugu og eitt.
Jónas ólst upp á Útstekk hjá
föður sínum og stjúpmóður Ólöfu.
Um tvítugt fer hann til Vest-
mannaeyja og starfaði þar við
sjómennsku og ýmis verka-
mannastörf. Árið 1939 fluttist
Jónas til Stokkseyrar ásamt eig-
inkonu sinni og hófu þau búskap
þar fyrst að Vinaminni og síðar í
Nýja-Kastala. Eftir að Jónas
flutti til Stokkseyrar vann hann
við bretavinnu og ýmist störf er
til féllu. Frá 1960 stundaði Jónas
verslunarstörf fyrst við Pöntun-
arfélag verkamanna og síðar sem
útibússtjóri við Kaupfélag Árnes-
inga og Kaupfélagið Höfn þar til
hann lét af störfum sökum aldurs.
Síðastliðin 10 ár hefur Jónas
verið búsettur á Dvalarheimilinu
Kumbaravogi.
Útför Jónasar fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jónas Aðalbjörgu
Oddgeirsdóttur frá
Sandfelli á Stokks-
eyri, f. 13. ágúst
1918. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalbjörg Jónsdóttir,
f. 22. október 1889, d.
6. október 1976, og
Oddgeir Magnússon,
f. 8. október 1884, d.
29. september 1948.
Börn Jónasar og Að-
albjargar eru: 1)
Geir, f. 14. júní 1940,
d. 18. janúar 1970,
kvæntur Mörtu Bíbí
Guðmundsdóttur, f. 9. nóvember
1932, barn þeirra Geirný Ósk, f.
26. ágúst 1970. Fósturdætur
Geirs, dætur Mörtu Bíbíar, eru
Hjördís Erlingsdóttir, f. 24. októ-
ber 1959, og Jóhanna Erlings-
dóttir, f. 14. desember 1962. 2)
Guðrún, f. 24. ágúst 1941, gift
Jens Arne Petersen, f. 15. mars
1943, börn þeirra eru Aðalbjörg,
f. 3. júlí 1963, og Guðmundur, f. 3.
febrúar 1969. 3) Ingibjörg, f. 23.
ágúst 1943, gift Henning Frede-
riksen, f. 2. desember 1939, synir
þeirra eru Jónas, f. 1. september
1963, og Vilhelm f. 6. júní 1966. 4)
Bára, f. 29. apríl 1945, gift Sæ-
mundi Guðmundssyni, f. 30. júní
Elsku pabbi, nú þegar komið er
að leiðarlokum langar okkur að
minnast þín með nokkrum orðum.
Við vorum sjö systkinin, sex
dætur og einn sonur, Geir, sem
drukknaði tæplega þrítugur að
aldri. Okkar æska einkenndist af
þeim tíðaranda sem þá ríkti,
mamma heima að sinna börnum og
búi en pabbi útivinnandi. Heim-
ilislífið var gott og notalegt og allt-
af var pláss fyrir vini okkar bæði í
leik og starfi.
Þú varst samviskusamur og
áreiðanlegur í hverju því sem þú
tókst þér fyrir hendur. Félagslynd-
ur varstu og hafðir gaman af því að
umgangast ættingja og vini. Þú
varst framsýnn maður og opinn
fyrir öllum nýjungum og breyt-
ingum í þjóðfélaginu. Þegar við
vildum fá að takast á við eitthvað í
lífinu var þitt sjónarmið það að
„heimskt væri heimaalið barn“. Þú
hvattir okkur og leiðbeindir til að
fara þá leiðir sem við töldum best-
ar. Þennan stuðning fengu einnig
barnabörnin þegar þau bættust í
hópinn.
Barnabörnin ykkar mömmu eru
orðin fjórtán og langafabörnin tutt-
ugu og eitt. Þrátt fyrir þennan
fjölda og háan aldur hjá þér hafðir
þú góða yfirsýn yfir hópinn og
fylgdist vel með hvað fólkið þitt
var að gera hverju sinni.
Það ber að þakka langa og góða
ævi og það gerðir þú, þér fannst
mikils vert að vera klár í kollinum,
eins og þú sagðir gjarnan, og þeim
eiginleika hélstu þar til yfir lauk.
Það verður tómlegt hjá mömmu
og okkur hinum án þín þar sem þú
hefur verið svo stór þáttur í lífi
okkar allt til síðasta dags. Við
munum ylja okkur við minning-
arnar um góðan föður, afa og lang-
afa sem alltaf var til staðar fyrir
okkur.
Elsku pabbi, við biðjum Guð að
blessa þig og varðveita og veita
móður okkar og okkur öllum styrk
í sorginni.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Guðrún, Ingibjörg, Bára,
Helga, Jenný, Anný og
fjölskyldur.
Nú hefur minn elskulegi tengda-
faðir Jónas Larsson, Nýja-Kastala,
Stokkseyri, kvatt þennan heim
saddur lífdaga á 95. aldursári.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að giftast einkasyni hans Geir
Jónassyni, en hjónaband okkar
varði stutt, þar sem hann fórst
þremur vikum síðar við störf í inn-
siglingunni til Stokkseyrar ásamt
tveim öðrum skipstjórum frá
Stokkseyri. Þetta var hörmulegt
slys, sem skildi eftir óuppfyllt
skarð í þetta litla sjávarþorp.
Á þessum tíma kom glöggt í ljós
hversu hlýr og elskulegur tengda-
faðir minn var, þrátt fyrir þennan
mikla missi var hann óþreytandi að
fylgjast með mínum hag og tveggja
dætra minna sem ég átti fyrir, það
leið varla sá dagur sem hann ekki
leit við að gæta hvort ekki væri
hægt að aðstoða okkur, alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd, ekki síst
eftir að í ljós kom að ég átti von á
barni, sem síðar fæddist á afmæl-
isdegi hans. Mér hefur ávallt fund-
ist ég standa í þakkarskuld við
hann tengdaföður minn hversu vel
hann hugsaði um mig og dætur
mínar á þessum erfiða tíma. Son-
ardóttir hans fékk sinn skerf af
hlýju hans og umhyggju fyrstu sex
ár ævi sinnar, þar sem við bjugg-
um þá á Stokkseyri, en alltaf hefur
verið mjög kært milli þeirra þótt
langt hafi verið milli staða þar sem
hún hefur búið í Osló síðustu 10 ár-
in. Það er eins með eldri dætur
mínar í þeirra augum er hann
einnig þeirra afi og hefur alltaf
verið ekta afi og langafi barna
þeirra. Hafi tengdafaðir minn þökk
fyrir elsku sína í þeirra garð.
Jónas var Austfirðingur og stolt-
ur af uppruna sínum, það leyndi
sér heldur ekki í málfari hans og
var oft unun að hlusta á austfirsk-
una hans. Hann hafði yndi af að
ræða um heimaslóðir sínar við
Eskifjörð og dásama austfirskt
landslag, fjöllin háu og hrikalegu,
sem veita skjól niðri á fjörðunum
en geta verið erfiðir tálmar í för á
vetrum.
Jónas hafði gaman af að ræða
dægurmál líðandi stundar, hafði
ákveðnar skoðanir á málum og stóð
fast á sínu, hann var trúr sínum
stjórnmálaflokki og hafði gaman af
að skiptast á skoðunum í hópi vina.
Um tvítugt fór Jónas suður til
vinnu og vann um áratug í Vest-
mannaeyjum bæði til sjós og lands,
lengst af hjá útgerð Sighvats
Bjarnasonar.
Á árinu 1940 settist Jónas að á
Stokkseyri og kvæntist 21.12. 1940
eftirlifandi eiginkonu sinni Aðal-
björgu Oddgeirsdóttur frá Sand-
felli á Stokkseyri. Þau bjuggu
lengst af í Nýja-Kastala á Stokks-
eyri eða tæp 60 ár. Þau eignuðust
sjö börn, einn son og sex dætur,
stór barnahópur sem þurfti mik-
illar vinnu bæði utan heimilis sem
innan en þau voru samhent hjón og
tókust á við þann vanda að sjá vel
fyrir börnum sínum og koma þeim
vel til manns.
Á Stokkseyri vann Jónas fyrstu
árin almenna verkamannavinnu en
tók síðar við Pöntunarfél. verka-
lýðsfél. Bjarma og síðustu starfs-
árin eða um áratug sá hann um að
reka Kaupfél. Höfn á Stokkseyri.
Eftir starfslokin fór heilsuleysi
að hrjá hann, var hann rúmfastur
um tíma en eftir stutta sjúkra-
húsvist komst hann á fætur aftur,
en nú var kjarkurinn farinn að bila
og taldi hann sjálfur sig best kom-
inn þar sem hann gæti fengið
umönnun fagfólks allan sólarhring-
inn.
Síðustu árin hefur hann dvalið á
Kumbaravogi við Stokkseyri. Hann
virtist una hag sínum vel, hann
hafði konu sína, dætur og fjöl-
skyldur þeirra á næstu grösum
sem ávallt voru reiðubúin ef eitt-
hvað var hægt að gera fyrir hann.
Jónasi var hlýtt til alls starfs-
fólks á Kumbaravogi, hafði oft orð
á hversu vel um hann væri hugsað
og var alltaf jákvæður með veru
sína þar. Starfsfólki Kumbaravogs
er þökkuð umhyggja og vinátta í
hans garð.
Þegar kær vinur er kvaddur er
margs að minnast. Það var gott að
koma í Nýja-Kastala, hjónin bæði
ákaflega þægileg og gestrisin. Þar
var líka mjög gestkvæmt enda fjöl-
skyldan stór. Börnin mín og barna-
börn minnast góðra stunda þar og
þakka góðar móttökur hjá ömmu
og afa og óska ömmu alls hins
besta á komandi árum, þrátt fyrir
að afi sé horfinn úr lífi hennar.
Eiginmaður minn þakkar Jónasi
fyrir góða viðkynningu og vináttu
frá fyrstu kynnum. Samúðarkveðj-
ur sendum við hjónin eiginkonu og
dætrum.
Blessuð sé minning Jónasar
Larssonar.
Marta Bíbí Guðmundsdóttir.
Nú er Jónas afi allur. Við syst-
urnar vorum svo lánsamar að alast
upp í skjóli Löllu ömmu og Jón-
asar afa á Stokkseyri.
Við vorum 10 og 7 ára gamlar
þegar mamma og Geir pabbi giftu
sig og fengum við ömmu og afa í
brúðkaupsgjöf. Þær eru óteljandi
minningarnar sem við eigum úr
Nýja Kastala: afi á sínum stað við
eldhúsborðið, við á eldhúsbekkn-
um; afi að borða saltfisk með sultu.
Við munum eftir afa í Kaupfé-
laginu Höfn og hversu stoltar við
vorum yfir því að afi okkar var
kaupfélagsstjórinn; við minnumst
þess þegar við heimsóttum hann í
kaupfélagið og fengum að fara á
bakvið.
Við munum eftir afa þegar Geir
pabbi dó og hversu mikil sorgin
var. Við vorum öll í Nýja Kastala
og biðum, við stelpurnar vorum í
eldhúsinu hjá ömmu. Þennan dag
gerðist eitthvað, við bundumst
sterkari böndum í sorginni.
Við munum einnig eftir afa þeg-
ar Geirný Ósk fæddist á afmæl-
isdegi hans og hversu stoltur hann
varð.
Við fluttum frá Stokkseyri sem
unglingar en höfum alltaf haldið
sambandi við ömmu og afa – mis-
miklu auðvitað eftir því á hvaða
tímabili lífsins við vorum. Hlýjan
hefur alltaf verið stór hluti af þeim
báðum, bæði í Nýja Kastala og eft-
ir að þau fluttu.
Í minningunni breyttist Jónas
afi aldrei, viðmót hans var alltaf
hlýlegt. Hann brosti þegar við
komum í dyragættina í Nýja Kast-
ala, þannig brosti hann líka þegar
við komum í heimsókn á Kumb-
aravog. En það skipti engu máli
hversu oft við heimsóttum afa,
hann var alltaf jafn innilegur þegar
við létum sjá okkur.
Minningar okkar um Jónas afa
eru mýmargar. Við höfum alltaf
álitið hann afa okkar enda fyllti
hann allar þær kröfur sem maður
gerir til afa. Það var ómetanlegt að
eiga hann að.
Elsku Lalla amma, og stórfjöl-
skylda, við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Hjördís og Jóhanna.
JÓNAS
LARSSON
✝ Gunnar Karlssonfæddist í Gauta-
vík á Berufjarðar-
strönd 22. des. 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum 13. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Eiríkur Karl
Guðjónsson og Björg
Ólafsdóttir. Þau
eignuðust fjóra syni.
Þeir eru: Arnór elst-
ur, sem nú er látinn,
Berg bónda á Gils-
árstekk, Gunnar og
Ólaf bifreiðarstjóra
á Akureyri. Árið 1947 fluttist
fjölskyldan í Skarð í Norðurdal í
Breiðdalshreppi. Hann var
heima fram á 17 ára aldur, hlaut
hefðbundna menntun í sveitinni,
en fór 1955 á vertíð einn vetur í
Vestmannaeyjum. Um tvítugt
fluttist hann í Egilsstaði og hóf
störf og nám í húsasmíðum hjá
Páli Lárussyni, byggingameist-
ara og lauk prófi í húsasmíðum
frá Iðnskólanum á
Sauðárkróki. Að
loknu námi starfaði
Gunnar við húsa-
smíðar víða um
Austurland. Þá
starfaði hann um
árabil hjá Brúnás á
Egilsstöðum.
Gunnar eignaðist
dóttur árið 1969,
Sigríði Hörpu, með
Guðrúnu Einars-
dóttur.
Árið 1969 kvænt-
ist Gunnar Guðrúnu
Margréti Jónsdótt-
ur Kérúlf og þau eignuðust eina
dóttur, Láru Björgu, árið 1970.
Gunnar og Guðrún bjuggu hjú-
skaparár sín á Egilsstöðum, en
þau slitu samvistum eftir tíu ára
sambúð. Árið 1980 fluttist Gunn-
ar á Patreksfjörð.
Minningarathöfn um Gunnar
Karlsson fer fram í Patreksfjarð-
arkirkju á Patreksfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Það eru alltaf sorgartíðindi þegar
kær samstarfsmaður fellur frá, sér-
staklega þegar okkur finnst enn
langt eftir af ævinni, en Gunnar
Karlsson hefur nú kvatt þennan
heim aðeins 64 ára gamall og fór út-
för hans fram að Heydölum í Breið-
dal á æskuslóðum hans þann 20. apríl
sl.
Gunnar lést eftir skamma baráttu
við krabbamein. Hann hafði átt við
veikindi að stríða, þar sem hann var
veill fyrir hjarta, en hafði þrátt fyrir
það ávallt stundað vinnu eins og
heilsa leyfði.
Hann hóf störf hjá Odda hf. á Pat-
reksfirði í janúar árið 1980 þegar
hann flutti til Patreksfjarðar. Hann
vann á þessum langa tíma ýmis störf
hjá Odda hf., fyrst aðallega sem
vörubílstjóri og smiður. Síðan sinnti
hann öllum störfum sem til féllu,
hvort sem var að flaka fisk, brýna
hnífa eða stjórna lyftara. Hann var
hæfur til allra verka og vann þau af
samviskusemi og yfirvegun. Hans er
saknað bæði af konunum á snyrtilín-
unni, þar sem hann hélt m.a. biti í
hnífum þeirra og ekki síður af körl-
unum sem stóðu með honum í flök-
uninni. Ekki voru þau öll störfin eins
létt og að brýna hnífa því á fyrstu ár-
unum þurfti oft að leggja á sig erf-
iðisvinnu s.s. við smíði á skreiðar-
hjöllum og að aka í snjó og ófærð upp
á hjalla með fisk. Öllu þessu tók
Gunnar með jafnaðargeði og sem
sjálfsögðum hlut. Ég kynntist Gunn-
ari strax þegar hann kom til Patreks-
fjarðar þar sem við störfuðum hjá
sama fyrirtækinu. Ég minnist Gunn-
ars sem hægláts manns sem ekki lét
mikið fyrir sér fara og hafði mikið
langlundargeð. Hann var viðræðu-
góður og þá frekar í þrengri hópi og
raunar hvers manns hugljúfi. Gunn-
ar eignaðist tvær dætur og dvaldi sú
yngri Lára Björg hjá honum mörg
sumur á Patreksfirði og flutti síðan
til hans og átti heima hér í mörg ár.
Ég vissi að Gunnari þótti vænt um að
hafa hana hjá sér hér fyrir vestan og
sá tími jók lífsfyllingu hans.
Eftir 22 ára samstarf er margs að
minnast innan og utan vinnunnar.
Ég minnist ferðalags til Portúgals
fyrir 10 árum þegar stór hluti starfs-
manna fyrirtækisins fór, ásamt fjöl-
skyldum sínum á sólarströnd og að
sjálfsögðu fór Gunnar og Lára í þá
ferð. Þar þjappaðist hópurinn saman
og lifa margar minningar frá þeirri
ferð í hugum samstarfsmanna hans
sem kveðja nú Gunnar Karlsson.
Mig langar fyrir mína hönd, sam-
starfsmanna og stjórnenda Odda að
kveðja þenna ágæta starfsmann með
kærri þökk fyrir gengin ár og senda
dætrum hans, tengdasonum og
barnabörnum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður Viggósson.
GUNNAR
KARLSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.