Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 43
✝ Árni S. Ólasonfæddist í Þránd-
heimi 11. mars 1926.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 19. apríl sl.
Árni var Norðmaður
og hét Arne Sanne-
rud uns hann gerðist
íslenskur ríkisborg-
ari. Foreldrar hans
voru Olea Sannerud,
fædd Hegvold, og
Ole Sannerud, sem
vann við lagningu
járnbrauta. Þau
bjuggu í útjaðri bæj-
arins þar sem fjöl-
skyldan hafði einnig framfæri af
smábúskap. Þarna ólst Árni upp,
næstyngstur í hópi sex systkina, og
lærði snemma að taka til hendinni á
erfiðum tímum heimskreppunnar.
Árni var nýorðinn 14 ára er
Þjóðverjar hernámu Noreg. Heim-
ilisfaðirinn og elsti bróðirinn hurfu
þá til herþjónustu meðan yngri
börnin hjálpuðu móður sinni að
afla fjölskyldunni viðurværis.
Fimmtán ára var Árni orðinn virk-
ur liðsmaður í andspyrnuhreyfing-
unni og af þeim sökum varð hann
Víðivöllum í Fnjóskadal, sem verið
hafði nemandi í skólanum veturinn
áður. Þau bjuggu sér heimili á
skólastaðnum og unnu bæði við
skólann uns þau fluttu til Íslands
sumarið 1961 og stofnuðu nýbýlið
Víðifell á hluta af landi Víðivalla.
Þar bjuggu þau æ síðan. Börn
þeirra eru: 1) Björg, f. 1.5. 1963,
leikskólastjóri í Aurland í Sogni,
gift Gunnari Skahjem sem nú
stundar háskólanám. Börn þeirra
eru tvö, Kristín og Brynjar. 2) Jón
Ole, f. 14.10. 1968, vélvirki í Ul-
steinvik, skammt sunnan Álasunds.
Kona hans er Mildrid Flö og eru
dætur þeirra Olea og Bryndís. 3)
Kristján, f. 10.7. 1971, sjúkrabíl-
stjóri og sjúkraliði í Aurland í
Sogni. Sambýliskona hans er Sus-
anne Tolvanen og eru börn þeirra
Jenni Amalie og Jonas, en fyrir átti
Susanne soninn Jesse.
Í Víðifelli stundaði Árni svínabú-
skap lengst af starfsævinni en vann
jafnframt utan heimilis, þar af
mörg ár hjá Skógrækt ríkisins í
Vaglaskógi. Einnig sinnti hann
smíða- og viðgerðavinnu af ýmsu
tagi. Hann hafði lært stillingu olíu-
kynditækja í Noregi og jók við þá
þekkingu á námskeiðum hérlendis.
Gerði hann við, hreinsaði og stillti
kynditæki víða um land mörg hin
síðari ár meðan heilsa hans leyfði.
Útför Árna verður gerð frá Háls-
kirkju í Fnjóskadal í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
að flýja að heiman
undan Gestapo ári síð-
ar. Var hann alllanga
hríð nánast á skóg-
gangi með félögum
sínum í baráttunni
gegn Þjóðverjum.
Hópurinn varð loks að
flýja til Svíþjóðar eftir
stærstu aðgerð sína en
nokkrir voru fallnir
þegar landamærum
var náð. Í Svíþjóð
dvaldi Árni í æfinga-
búðum Norðmanna
uns leið að stríðslok-
um. Þá fylgdu hann og
landar hans Sovét-
mönnum inn í Finnmörku til að
reka flótta Þjóðverja og afvopna
þá.
Að stríðinu loknu vann Árni ýmis
störf sem til féllu, t.d. við búskap og
viðgerðir á vélum, fyrst í heima-
byggð sinni en síðar á Hringaríki,
norðvestan Óslóar. Árið 1955 gerð-
ist hann umsjónarmaður við
Ringerike Folkehögskole og jafn-
framt því varð hann stundakennari
í málmsmíði við skólann.
Hinn 14. nóvember 1959 kvænt-
ist Árni Álfhildi Jónsdóttur frá
Síminn hringir á síðkvöldi og mér
er færð fregn sem ekki kemur að
óvörum: mágur minn, Árni í Víði-
felli, var að kveðja okkur eftir erfið
veikindi nokkrar síðustu vikur. Þótt
hann næði ekki háum aldri á nútíma-
vísu átti hann í ýmsum skilningi
langa ævi sem var sérstæð og blæ-
brigðarík, einkum þegar litið er til
æskuára. Reyndar var hann löngu
fulltíða maður þegar hann kom inn í
líf mitt seint á unglingsárum mínum.
Systir mín, einkadóttir foreldra
minna, hafði haldið til Noregs á
lýðháskóla haustið 1958, og á
miðjum vetri berst bréf frá henni
með óvæntum tíðindum; hún var
trúlofuð Norðmanni, umsjónar-
manni skólans. Með honum ætlaði
hún að eyða ævinni, væntanlega
fjarri foreldrum og ættjörð. Eflaust
var margt hugsað af þeim nánustu,
en minna rætt, og tilfinningar ekki
bornar á torg.
Myndin af þessum væntanlega
fjölskyldumeðlim skýrðist svo smám
saman, enda fleiri til frásagnar:
Arne Sannerud, sem var 12 árum
eldri en systir mín, hafði starfað við
skólann um árabil, vinsæll maður og
glaðvær, mesti hagleiksmaður og
naut almennrar hylli, jafnt stjórn-
enda skólans og nemenda. Hann
hafði tekið þátt í stríðinu kornungur
svo að mjög reyndi á heilsu hans;
það hlaut að vera áhyggjuefni.
Svo birtist hann okkur í eigin per-
sónu þegar hann kom í heimsókn í
fylgd systur minnar, lágvaxinn og
grannleitur maður, þunnhærður
með há kollvik og gleraugu í þykkri
umgjörð. – Ekki beint hermannleg-
ur, hugsaði ég og minntist æsilegra
frásagna af frelsisbaráttu þjóðar
hans á stríðsárunum.
Í upphafi hefur hann trúlega verið
sumum nokkuð framandi, en það var
fljótt að breytast. Að vísu var mál-
farið mörgum torskilið í fyrstu, enda
samræmdist það ekki einu sinni
þeirri heimabökuðu skandinavísku
sem Íslendingar hafa löngum notað í
samskiptum við frændþjóðirnar.
Þetta olli þó engum erfiðleikum
heima fyrir þar sem hann vann sér
brátt allra hylli fyrir ljúfmennsku,
lipurð og greiðasemi. Gamansamur
var hann og ofurlítill prakkari í eðl-
inu og átti til að sýna leikræna til-
burði, öðrum að óvörum. Út á við
háði málleysi honum í samskiptum
framan af, og raunar að nokkru alla
tíð eins og síðar er að vikið. Þó var
bót í máli að hann var mannblendinn
og hafði gaman af að spjalla við fólk
þegar hann komst á lag með það
smám saman. Hann var skynugur
og eftirtektarsamur og skildi fljótt
mun meira en ókunnugir ætluðu.
Þannig fór hann með heimafólki
mínu á aðra bæi, hljóður og málvana
útlendingur, en var fróðari en menn
hugðu þegar heim kom. Við eitt slíkt
tækifæri sagði hann t.d. að hann
hefði fengið „inntrykk av“ að hús-
ráðanda þætti gott að fá sér neðan í
því. Lítið hafði nú verið minnst á
slíkt, en ekki þótti okkur tilgátan
fráleit. Maðurinn gat sem sagt verið
dálítið varasamur; fór mállaus á
aðra bæi og kom svo heim með „inn-
trykk“.
Árið 1961 fluttist Árni hingað til
lands ásamt systur minni og var þá
hafist handa við stofnun nýbýlis og
byggingu á íbúðarhúsi, fjölskyldunni
til óblandinnar ánægju, ekki síst for-
eldrum mínum sem höfðu endur-
heimt dóttur sína.
Brátt var það staðfest hve Árni
var liðtækur við margt, þótt ekki
væri hann þrek- eða burðamaður.
Viðgerðir á margvíslegum tækjum
og tólum léku í höndum hans og
smíði og frágangur ýmissa hluta bar
vott um hagleik og snyrtimennsku.
Þá var hann einkar lipur bílstjóri og
virðing stóru bræðra minna hefur
eflaust vaxið enn þegar hann settist
upp í vörubílinn og ók annan þeirra
hreinlega af sér á leið í útheyskap.
Við nánari kynni af Árna hlutum
við sem honum tengdust að verða
nokkru fróðari um ævi hans í heima-
landinu. Þá vakti athygli okkar að
hann virtist hafa alist upp við öllu
krappari kjör en jafnaldrar hans hér
heima, m.a. sagðist hann hafa borð-
að brauð sem drýgt var með muld-
um trjáberki vegna skorts á mjöli.
Kannski voru borðsiðir hans
gleggsti vitnisburðurinn því að eng-
an mann hef ég séð hreinsa diskinn
sinn af meiri natni. Þrátt fyrir þetta
hefur hann verið léttvígur og þolinn
á yngri árum, t.d. var hann mjög
góður skíðamaður og vann alloft til
verðlauna, bæði fyrir stökk og
göngu. Tóneyra hafði hann gott,
enda spilaði hann árum saman í
lúðrasveit á Hringaríki.
Stríðið var sá þáttur í lífi Árna
sem hann ræddi sjaldan, en þó skrif-
aði hann um það ítarlega frásögn
með aðstoð föður míns, og birtist
hún í tímaritinu „Heima er best.“
[Árni S. Ólason: Minningar frá her-
námsárum Noregs; Heima er best,
31. árg., apríl 1981.] Þar segir m.a.:
„Í stríði er enginn maður að fullu
með mannlegu eðli og verður aldrei
samur aftur.“ Þarna er greint að
nokkru frá þeim ótrúlegu þrekraun-
um og hörmungum sem urðu hlut-
skipti þessa unga drengs og svo
margra annarra. Reyndar var það
undarleg tilfinning að eiga í fjöl-
skyldu sinni mann á besta aldri sem
staðið hafði í fremstu víglínu á þeirri
ógnaröld, sem um leið virtist svo
fjarlæg. Jafnframt vakti það undrun
okkar sem kynntumst Árna hve laus
hann var við beiskju í garð Þjóð-
verja sem leikið höfðu nána frænd-
ur, vini og þjóð hans alla svo
grimmilega.
Sjálfur var Árni markaður dýpra
af þessari raun en mörgum var ljóst.
Undir lok stríðsins lenti hann t.d. í
mikilli sprengingu og við það áfall
skertist hann á heyrn og missti al-
veg málið í u.þ.b. mánuð. Því náði
hann aftur með þrautseigju og að-
stoð talkennara. Mátti hann teljast
lánsamur að ná aftur valdi á móð-
urmáli sínu, og er þarna e.t.v. að
finna nokkra skýringu á erfiðleikum
hans í máli og málnotkun síðar á æv-
inni.
Þegar breytingar urðu á högum
foreldra minna um 1970 buðu Árni
og systir mín þeim að innrétta hús-
næði á rishæðinni í Víðifelli. Þar áttu
þau síðan langt og heillaríkt ævi-
kvöld sem seint verður fullþakkað. Í
daglegu tali kallaði Árni þau „far
“og „mor ;“ það segir sína sögu.
Sjálfur hafði ég verið heimagangur
frá fyrstu tíð hjá systur minni og
Árna, og þegar foreldrar mínir voru
horfnir þangað átti ég þar heimili að
hálfu eða öllu, og ætíð síðan í orlofi
frá námi og störfum eftir að ég sett-
ist að sunnan heiða. Þar fann ég mig
ævinlega velkominn þegar Árni
heilsaði mér brosandi með hlýju
handtaki. Gestrisni og drengskapur
hans og systur minnar var mér
ómetanlegt og sú þakkarskuld verð-
ur aldrei að fullu greidd.
Árin liðu í Víðifelli við búskap og
vinnu utan heimilis. Börnin uxu úr
grasi og þegar þau urðu fulltíða urðu
það örlög þeirra allra að setjast að í
Noregi og eignast þar maka og
börn. Þannig hefur mágur minn
goldið ættjörð sinni drjúg fósturlaun
með hópi mannvænlegra afkom-
enda, auk fórna í hennar þágu á
æskuárum.
Á útfarardegi er hljótt yfir húsum
í Víðifelli og þar blaktir norski fán-
inn við hálfa stöng.
Kæri Árni, mágur og vinur, hafðu
heila þökk fyrir samfylgdina.
Völundur Jónsson.
Það hafa örugglega blaktað
norskir og íslenskir fánar í hálfa
stöng þegar það fréttist að Árni
væri allur. Eftir mikil veikindi í vet-
ur og sífellt hrakandi heilsu gafst
gamli maðurinn upp. Heilsunni var
þannig komið að þegar dauðinn kom
var hann honum líkn. Árni var fædd-
ur í Noregi fyrir 76 árum og var allt-
af stoltur af uppruna sínum. Hann
var þó orðinn íslenskur ríkisborgari
fyrir mörgum árum og af því var
hann ekki minna stoltur. Þegar það
var rætt við hann að gott væri að
búa og lifa í Noregi, þá játti hann því
en sagði alltaf að það væri ekki
verra að búa á Íslandi. Hann rök-
studdi það með því að segja að hon-
um hafi verið svo einstaklega vel
tekið af fjölskyldu konu sinnar, vin-
um og sveitungum í Fnjóskadal svo
og öllum þeim fjölmörgu Íslending-
um sem hann hefði kynnst.
Ég hef þekkt Árna lengi, en alveg
sérstaklega eftir að fjölskylda mín
eignaðist sumarhús í landi Árna og
Álfhildar í Víðifellslandi. Ég man
þegar við komum fyrst til að skoða
landið og Árni fór með okkur um
það land sem í boði var. Hann ráð-
lagði okkur að byggja okkar hús ná-
kvæmlega á þeim stað sem það
stendur. Síðan átti hann eftir að gefa
okkur mörg ráð við byggingu húss-
ins og ekki síður í skógræktarmál-
um.
Hann var ekki langskólagenginn
en hann hafði tekið vel eftir í tímum
í skóla lífsins því það var nánast
sama um hvað hann var spurður,
hann kunni ráð við öllu.
Hann var mikill áhugamaður um
skógrækt og er það vel sýnilegt í
Fnjóskadalnum. Hann gerði þó oft
lítið úr dugnaði sínum á því sviði og
sagði það hafa verið tengdamamma
sem hefði verið mesti drifkrafturinn
í því. Þó var greinilegt að hann vildi
koma upp skógi eins og hann var
vanur að hafa hjá sér í Noregi. Árni
fór reglulega í heimsókn til vina og
vandamanna í Noregi, og þá sér-
staklega nú síðari árin eftir að börn-
in hans þrjú að tölu settust þar að.
Ég fann að hann saknaði návistar
þeirra en undir niðri var hann
ánægður með þeirra val að gerast
norskir þegnar. Norski fáninn var
oft við hún að Víðifelli og þá sér-
staklega 17. maí á þjóðhátíðardegi
Norðmanna. Árni tók þátt í því í síð-
ari heimsstyrjöldinni að vera í
norsku andspyrnuhreyfingunni og
þar upplifði hann ýmislegt sem al-
menningur í dag vildi ekki gera. Á
góðum stundum sagði hann okkur
sögur frá þeim tímum en almennt
var hann dulur um þau störf sem
hann þar innti af hendi. Árni var
mikill vinur okkar sumarhúsaeig-
anda að Hamragili. Hann kom oft til
okkar í kaffi og spjall. Hann lánaði
okkur áhöld sem okkur vantaði og
hann gaf okkur góð ráð. Hann gaf
okkur einnig trjáplöntur sem hann
hafði ræktað og hann leit reglulega
eftir sumarhúsi okkar. Fyrir þetta
og margt fleira erum við þakklát, en
þó sérstaklega fyrir þá góðu við-
kynningu sem við fengum af honum
og þá einlægu vináttu og traust sem
á milli okkar ríkti. Álfhildi, börnum,
og fjölskyldum þeirra vottum við
samúð okkar, og biðjum hinn hæsta
að vaka yfir velferð þeirra í framtíð-
inni. Far þú í friði kæri vinur.
Ólafur Ásgeirsson.
Vinir berast burt með tímans
straumi. Skyndilega erum við í
þöglu tómarúmi og hugurinn reikar
til baka. Minningar verða bjartar og
ljóslifandi. Gleði yfir því liðna og
söknuður takast á. Ég kynntist Árna
S. Ólasyni bónda og hagleiksmanni í
Víðifelli í Fnjóskadal á árunum eftir
1980. Þá vann ég að því að koma mér
upp svínabúi og leitaði ráða hjá
Árna. Hann bjó yfir mikilli þekkingu
á því sviði. Ekki stóð á liðveislunni.
Hann og Álfhildur opnuðu strax
heimili sitt fyrir mér og mínum og
urðum við fljótlega mestu mátar.
Við fyrstu kynni mín af Árna áttaði
ég mig á að þar fór meira en með-
almaður. Í huga mínum var Árni
strax hafinn yfir allar efasemdir um
þá mannkosti sem eftirsóknarverð-
astir eru í fari hvers manns. Hann
var hreinn og beinn. Strangheiðar-
legur. Hann hafði skömm á hvers-
konar yfirborðsmennsku. Árni
kunni afar glögg skil á öllu varðandi
búskap og áttum við allnokkur sam-
skipti tengd því sameiginlega
áhugamáli. Árni hafði brennandi
áhuga á hverskonar ræktun og vann
m.a. mikið að skógrækt og var
vinnusamur með afbrigðum. Hann
var vel að sér um þjóðfélagsmál og
réttsýnn í afstöðu sinni. Það er gæfa
að verða þess aðnjótandi að verða
samferða slíkum manni, þó að ekki
sé nema stuttan spöl á lífsleiðinni.
Árni var Norðmaður og flutti til
Íslands eftir stríð. Hann var virkur í
norsku andspyrnuhreyfingunni og
barðist við þýska hernámsliðið í
Noregi í styrjöldinni.
Hann sagði mér margt af þeim
hildarleik. Hann hataði styrjaldir.
Árni fór að heiman frá sér án þess
að hafa orð á hvert hann ætlaði. Bað
einungis um nokkuð vel útilátið nesti
og skjólgóðan fatnað. Það var óvíst
hvenær hann kæmi heim aftur.
Um erindið, sem á hann vestur
yfir fjöllin, þessi gestur,
mun hann verða seinn til svara,
sínar eigin leiðir fara.
Svo segir í kvæði Davíðs frá
Fagraskógi um framgöngu norskra
andspyrnumanna í stríðinu. Árni
gekk hiklaust til liðs við þá sem
frelsuðu ættjörð sína frá grimmustu
glæpaöld síðari tíma.
Í auðmýkt og lotning, sem orð mín fá ekki tjáð,
til yðar ég huganum sný yfir líðandi stundir.
Það er hollt fyrir íslenzkan mann, sem þess
nýtur af náð,
að næg er vinnan hjá Bretum um þessar
mundir.
Það fannst þó að lokum ein þjóð, er ei sjálfa sig
sveik
né sáttfús og bljúg gat við kúgarans harð-
stjórn unað.
Vér litum í þögulli undrun hinn ójafna leik:
Á einum stað var þó barizt svo lengi skal
munað.
Á eylandi norður við heimskaut ég hljóðlátur
stend,
og mitt hjarta er stolt af þeim dáðum, sem þér
hafið unnið.
Þótt fánýtu hlutleysi felist mín skoðun og
kennd,
þá finnst mér það stundum mitt blóð, sem til
jarðar er runnið.
Og sigurinn vannst, þó að loks væri í fjötra lögð
hin líðandi þjóð og brenndur til ösku hver
staður.
Hin týnda speki var heiminum sýnd og sögð:
Sjá það er eitt sem gildir, að vera maður.
(Steinn Steinarr.)
Ég kveð vin minn með söknuði.
Hafi hann hjartans þökk fyrir góð
kynni.
Ámundi Loftsson.
ÁRNI S.
ÓLASON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta