Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 44
✝ Brynhildur Ey-steinsdóttir
fæddist í Meðalheimi
á Ásum í Húnavatns-
sýslu hinn 4. febrúar
1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi hinn 13. apríl
2002. Foreldrar
hennar voru Ey-
steinn Björnsson frá
Skárastöðum í V-
Húnavatnssýslu (f.
1895, d. 1978) og
Guðrún Gestsdóttir
frá Björnólfsstöðum
í Langadal í Húnavatnssýslu (f.
1892, d. 1970). Systkini Brynhild-
ar eru: Helga Sigríður (f. 1916),
Hólmfríður (f. 1919, d. 1984),
Björn (f. 1920), Svanhildur (f.
1921, d. 1983), Gestur (f. 1923, d.
1997), Kári (f. 1925) og Ásdís (f.
1927).
Brynhildur giftist Karli Þor-
lákssyni (f. 1915, d. 1995), bónda
á Hrauni í Ölfusi, hinn 25. maí
1946. Foreldrar hans voru Þor-
lákur Jónsson frá Hrauni og Vig-
dís Sæmundsdóttir frá Vind-
heimum. Börn Brynhildar eru: 1)
Gunnar Steinn (f. 1943), kvæntur
Ingunni Guðmundsdóttur, búsett
í Kópavogi. Börn: Sindri Örn (f.
1994, d. 1994), Daníel Þór (f.
1994) og Vigdís Rut (f. 1996); og
með fyrri konu sinni, Hildi Hilm-
arsdóttur, Brynhildur (f. 1967),
Hilmar (f. 1971) og Jón Gunnar
(f. 1975). 2) Vigdís (f. 1948) gift
Gunnari Inga Birgissyni, búsett í
Kópavogi. Börn: Brynhildur (f.
1968) og Auðbjörg Agnes (f.
1976). 3) Hrafnkell (f. 1949),
kvæntur Sigríði Gestsdóttur, bú-
sett á Hrauni í Ölfusi. Börn:
Steinunn (f. 1972), Kolbrún (f.
1974) og Brynja (f. 1982). 4) Guð-
mundur Ingi (f. 1952), búsettur í
Reykjavík. Börn með fyrrverandi
konu sinni, Hjördísi
Þorfinnsdóttur:
Karl (f. 1974),
Magnea Þóra (f.
1978) og Elín (f.
1984); og með
Ragnheiði Gunnars-
dóttur: Arnar Ingi
(f. 1993). 5) Þorlák-
ur (f. 1954) kvæntur
Kristjönu Skúladótt-
ur, búsett í Reykja-
vík. Börn: Karl (f.
1993) og Skúli (f.
1995); og með fyrri
konu sinni, Maríu
Ólafsdóttur: Davíð
(f. 1980). 6) Inga Þóra (f. 1960),
gift Garðari Gestssyni, búsett á
Selfossi. Börn: Vignir Már (f.
1979), Hafdís Ösp (f. 1983) og
Kári (f. 1990).
Fjölskylda Brynhildar bjó í
Meðalheimi á Ásum 1915–1928
og á Hafursstöðum í Vindhæl-
ishreppi 1928–1936 en þá slitu
foreldrar hennar samvistum.
Brynhildur flutti fimmtán ára
gömul til Reykjavíkur og vann
við ýmis störf í nokkur ár. Hún
var tvo vetur á Laugarvatns-
skóla við nám árin 1937–1939.
Brynhildur flutti að Hrauni í Ölf-
usi árið 1945 og bjó hún þar í 50
ár eða þar til maður hennar lést
árið 1995. Þá var hún á dval-
arheimilinu á Blesastöðum á
Skeiðum um fjögurra ára skeið
og síðan í rúm tvö ár á hjúkr-
unarheimilinu Ljósheimum á Sel-
fossi.
Áhugamál Brynhildar var
helst hestamennska og einnig
var hún mikill ljóðaunnandi. Þá
starfaði hún lengi í Kvenfélaginu
Bergþóru í Ölfusi.
Útför Brynhildar fer fram frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30. Jarðsett verður í Hjalla-
kirkjugarði í Ölfusi.
Brynhildir Eysteinsdóttir er látin,
þar er genginn höfðingi og hetja.
Brynhildur var fædd og uppalin í
Húnaþingi. Hún var ættstór og var
stór í sniðum að hætti forfeðra sinna.
Brynhildur giftist Karli Þorláks-
syni bónda á Hrauni í Ölfusi og eiga
þau sex mannvænleg börn.
Brynhildur var kona bæði ljúf og
skapstór í senn. Ef einhver átti um
sárt að binda í lífinu var hún boðin og
búin til að hjálpa viðkomandi. Heimili
þeirra hjóna var opið öllum, ekki var
spurt um orður né gráður. Hjarta-
rými var nægt og margir nutu þess-
arar miklu gestrisni. Þau hjónin
hjálpuðu mörgum manninum að
komast á réttan kúrs í lífinu eftir að
hafa rekið af réttri leið.
Hún hafði mikla réttlætiskennd og
hafði mikinn ímugust á ósannindum
og falsi. Hún var hrein og bein og
kenndi börnum sínum slíkt hið sama
og varð vel ágengt.
Hún var hamhleypa til verka og
var í raun margra manna maki. Hún
vann við útiverkin, eldaði, saumaði
föt á börnin. Þegar stund gafst fór
hún í útreiðartúra en hún hafði afar
gaman af hestamennsku og átti góða
hesta og viljuga.
Í pólitík voru þau hjónin ekki sam-
mála. Hún vinstrisinnuð rauðsokka
en Karl var á hægri vængnum. Hún
vildi verja hlut þess fólks sem höll-
ustum fæti stóð í lífinu og pólitísk
skoðun hennar mótaðist af því. Þá var
hún mikil áhugakona um jafnrétti og
að konan stæði jafnfætis karlmann-
inum í öllu tilliti.
Kynni okkar Brynhildar hófust
fyrir rúmum hálfum fjórða áratug er
ég gerði hosur mínar grænar fyrir
dóttur hennar, Vigdísi. Hún tók mér
hlýlega og kenndi mér að ganga rétt
upp og niður stigann upp á loft, en
þar varð að fara með mikilli varúð til
að marr og brak heyrðist ekki, en
húsbóndinn var afar svefnstyggur og
ekki vildi maður efna til ófriðar við
hann. Hún var alltaf tilbúin með
heimabakað brauð og bakkelsi þegar
maður kom í heimsókn.
Báðar dætur okkar Vigdísar
dvöldu langdvölum hjá afa sínum og
ömmu á Hrauni og nutu þess besta
sem sveitalífið bauð upp á og einnig
umönnunar og kennslu þeirra hjóna
sem hefur reynst þeim notadrjúgt
þegar alvara lífsins tók við.
Ég þakka henni fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig í gegnum okkar kynni.
Síðustu árin voru henni erfið, heils-
an farin að bila og búin að missa maka
sinn. Hún þoldi illa líkamlegt ástand
sitt og talaði oft um að fá að samein-
ast eiginmanni sínum aftur. Guð
blessi minningu hennar.
Gunnar Birgisson.
Elsku Binna mín. Ég finn hjá mér
þörf að kveðja þig og þakka þér fyrir
öll gömlu góðu árin og skemmtilegu
stundirnar sem við áttum saman
heima á Hrauni. Mér verður alltaf
minnisstætt þegar ég kom fyrst
þangað mjög ung að árum, þá unn-
usta Gunnars frumburðar þíns. Með
okkur tókst strax góður vinskapur,
við höfðum báðar yndi af að syngja,
ekki síst lögin hans Fúsa. Þú varst
alltaf miðlandi lífsvisku til mín og
sagðir gjarnan við mig „blessað barn“
enda var ég varla miklu meira.
Seinna þegar ég eignaðist börnin
mín varst þú einstök amma, þú
kenndir þeim til verka, til dæmis að
skipta á rúmunum, stoppa í sokka og
síðast en ekki síst að segja alltaf satt.
Þið Jón Gunnar minn voruð sérstakir
vinir, honum fannst gaman að snúast
fyrir þig í kjallaranum. Þegar ég
vegna veikinda þurfti að vera á spít-
ala kom ekki annað til greina en að
börnin væru hjá þér. Þú varst mér og
þeim alla tíð sérlega góð og fyrir það
þakka ég þér innilega. Gestrisni þín
var rómuð, góði maturinn, kökurnar
og heimabakað brauð sem alltaf var
reitt fram fyrir gesti.
Að lokum votta ég systkinunum og
þeirra fjölskyldum innilega samúð,
minningu þína mun ég ætíð geyma í
hjarta mér. Góða ferð, Binna mín, til
Guðsríkis.
Þín
Hildur Hilmarsdóttir.
Amma mín Brynhildur Eysteins-
dóttir frá Hrauni í Ölfusi er látin.
Nú þegar amma er fallin frá reikar
hugurinn aftur í tímann til áranna á
Hrauni í Ölfusi þar sem ég ólst upp
hjá afa og ömmu, Karli Þorlákssyni
og Brynhildi Eysteinsdóttur. Mínar
ljúfustu bernskuminningar tengjast
ömmu minni sem var fádæma hlýr og
gefandi persónuleiki. Hún gekk mér í
móðurstað og tengdumst við órjúfan-
legum böndum.
Í eldhúsinu á Hrauni áttum við
margar góðar stundir saman. Oft sát-
um við yfir kaffibolla á kvöldin og
stundum langt fram eftir nóttu spjall-
andi um liðna tíma, hlustandi á klass-
íska tónlist eða yfir ljóðalestri, en hún
var með eindæmun ljóðelsk kona og
las af mikilli innlifun kvæði eftir
uppáhaldsskáldin sín þá Jónas Hall-
grímsson og Einar Benediktsson.
Sögurnar hennar ömmu voru ein-
stakar eins og hún sjálf. Það var gam-
an að hlusta á hana lýsa uppvaxtarár-
um sínum í Vatnsdal, frá reynslu
ungrar konu í vist í Reykjavík, frá
ánægjustundum sem hún átti á Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni, upplifun
hennar á þeim breytingum sem urðu
á mannlífinu í kjölfar seinni heims-
styrjaldarinnar, frá vistinni í Reyk-
holti og fyrstu kynnum hennar af afa
mínum og hjúskaparárum þeirra.
Ekki er hægt að minnast ömmu
öðruvísi en að tala um áhuga hennar á
hestum. Hún var mikil hestakona og
naut hún sín aldrei betur en á hest-
baki. Kvæðið Fákar eftir Einar Ben.
var í miklu uppáhaldi hjá henni og er
lýsandi fyrir upplifun hennar á hesta-
mennsku.
Amma dró enga dul á skoðanir sín-
ar og voru réttindi kvenna henni mik-
ið hjartans mál og er mér það minn-
isstætt þegar við gerðum okkur
sérstaka ferð til Reykjavíkur til að
fagna kvennafrídeginum 24. október
1975.
Það nutu margir gestrisni og góðr-
ar nærveru ömmu, hún tók vel á móti
öllu fólki, háum sem lágum þrátt fyrir
miklar annir á stóru heimili. Hún
mátti aldrei neitt aumt sjá og hélt
ávallt með minnimáttar.
Ég er þakklát fyrir þau heilræði
sem hún gaf mér í veganesti út í lífið
og allar minningarnar sem ég á um
hana. Guð blessi ömmu mína.
Brynhildur Gunnarsdóttir.
Við Binna systir mín erum búnar
að vera samferða að mestu leyti í
gegnum lífið, má segja alla ævi að
fáum árum undanskildum, við vorum
elstar af systkinunum.
Við vorum giftar bræðrum, kom-
um sem kaupakonur að Hrauni í Ölf-
usi. Börnin okkar 12 voru sem systk-
ini. Það var gott að eiga hana að ef á
bjátaði, sérstakar þakkir þegar ég
var spítalamatur um árabil, alltaf var
Binna til staðar. Ég man hana sem
barn með gyllt, hrokkið hár sem
seinna varð fallega rautt. Ung varð
hún hrifin af hestum. Eitt sinn þegar
hún var u.þ.b. fjögurra til fimm ára
var ungmannafélagsfundur heima,
hross voru laus á túninu. Einn mann-
anna sá út um gluggann að Binna var
á spretti um túnið á einum hestinum,
hann bað Guð að hjálpa sér, því þetta
var hálftaminn foli, allir þustu út, en
allt fór vel. Þetta sýnir hvað hún var
dugleg og kjarkmikil. Henni óx ekk-
ert í augum. Hún átti alltaf góða reið-
hesta og var drottning á hestbaki.
Ellin fellir alla, en gott er að fá
hvíldina þegar hún er búin að fella
mann í glímunni.
Þig nú leiði drottins hönd,
um daga að lífsins vori.
Þegar að lokum bresta bönd,
eru blóm í hverju spori.
Hittumst heilar í eilífðinni.
Þín systir,
Helga.
Mig langar að minnast ömmu
minnar í nokkrum orðum eins og ég
man eftir henni. Amma bjó fyrstu ár
ævi sinnar að Meðalheimi á Ásum í
Austur-Húnavatnssýslu og leitaði
hugur hennar oft norður þegar hún
minntist uppvaxtarára sinna þar með
hlýhug.
Ég var mjög heppin að fá að vera í
sveit í tíu sumur og það hjá ömmu
minni og afa á Hrauni í Ölfusi. Amma
var mikil rauðsokka og einkenndi það
hana í einu og öllu. Eins og Karli afa
mínum var einum lagið náði hann að
nýta sér það út í ystu æsar með því að
stríða henni. Stundum náði afi að æsa
ömmu upp með vísum sem féllu ekki í
góðan jarðveg hjá kvenréttindakon-
unni Brynhildi Eysteinsdóttur, en
það hélt nú bara lífi í þeim og var
aldrei lognmolla í kringum þau.
Hestamennska var hennar líf og
yndi og náði hún að smita mig svo um
munaði. Hennar uppáhaldshestur
alla tíð var Þytur og síðar var það hin
vakra Ör og Sóti. Amma sagði mér
oft sögur frá því í gamla daga og voru
margar frá því á stríðsárunum, en
hún vann þá í þvottahúsinu í Reykja-
vík. Mig hryllti við þegar hún lýsti því
þegar nærfatnaður Bretanna var
settur í bleyti og í kjölfarið flutu lýsn-
ar upp á vatnsyfirborðið. Svo hló hún
þegar hún sá svipinn á mér.
Ég vil þakka þér, amma mín, fyrir
þær góðu stundir sem ég fékk að
njóta með þér, inni í eldhúsi og úti í
náttúrunni á hestbaki.
Guð blessi þig og afa.
Ég vil votta mömmu og systkinum
hennar mína dýpstu samúð.
Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir.
Húnavatnssýsla er sýslan mín.
Þar sá ég dagsljósið fyrst.
Þessvegna er hún mér ávallt svo kær
og ávallt sólgeislum kysst.
ég veit að þar hefir þoka og hríð
þrásinnis geisað um hlein,
en í sérhverri minningu ávallt hún er
svo ylrík og fögur og hrein.
Hvergi er vorið jafn viðkvæmt og blítt
eða vötnin jafn fallega blá.
Og fuglarnir syngja þar fegurri róm,
er þeir fara við hreiðrin að stjá.
Jafnvel lyngið og mosinn er mýkra þar
og moldin angar það bezt.
Regnið er hlýrra og roðinn frá sól
er svo rauður, þegar hún sezt.
(Katrín Jósepsdóttir.)
Í dag er við kveðjum heiðurskon-
una Brynhildi Eysteinsdóttur eða
Binnu eins og hún var ætíð kölluð
hrannast upp minningar liðinna ára.
Árið 1956 þá kynntist ég fjölskyld-
unum á Hrauni í Ölfusi þegar mín
fjölskylda flutti í austurbæinn. Strax
þá urðum við Vigdís dóttir Binnu og
Kalla vinkonur og varir sú vinátta
enn.
Árin liðu og ég fór í kaupavinnu til
þeirra hjóna, í huganum er þetta æv-
intýratími með góðu veðri og mörg-
um útreiðartúrum því hvert tækifæri
var notað til að fara á hestbak. Binna
var mikil hestakona og naut þess að
þeysa úti í guðsgrænni náttúrunni.
Hún átti oftast mjög góða hesta en
árið 1965 varð hún fyrir því að detta
af baki og handleggsbrotna mjög illa.
Varð hún aldrei söm í hendinni eftir
það.
Hún var stórbrotin persóna, vík-
ingur til vinnu á meðan heilsan leyfði.
Man ég hana m.a. hlúa að lömbum í
sauðburði, við heyskap á sumrin og í
smalamennsku á haustin. Stórt var
alla jafna heimilið á Hrauni og gesta-
gangur mikill, þar var ávallt tekið vel
á móti öllum og alltaf var nægur mat-
ur á borðum.
Binna var Húnvetningur, alin upp
á fyrri hluta síðustu aldar við töluvert
aðrar aðstæður en nú þekkist en hún
minntist þess tíma með hlýju og
ánægju. Binna rifjaði oft upp árin
sem hún var í Reykjavík og minntist
þeirra vina sem hún eignaðist þar og
vinnurnar, en lengi starfaði hún í
þvottahúsi og voru margir viðskipta-
vinanna hermenn og sagði hún okkur
margar sögur frá þeim tíma, t.d. böll-
unum á Hótel Borg sem í þá daga var
aðalskemmtistaðurinn.
Binna réðst sem kaupakona að
Hrauni með son sinn Gunnar, þá var
Helga systir hennar flutt þangað en
þær systur giftust bræðrunum Ólafi
og Karli og hafa búið allan sinn bú-
skap á sama hlaðinu. Helga og Óli
eiga sex dætur en Binna og Kalli
tvær dætur og fjóra syni svo oft var
mikill gauragangur og fjör í kringum
þennan barnaskara og maður talar
nú ekki um þegar við bættust sum-
arbörn og kaupafólk.
Vigdís móðir Kalla bjó með þeim
allt til að hún lést árið 1965. Hún gekk
mjög inn í verkin ásamt því að hafa
hænur, og lengi var hjá þeim á sumr-
in í húsverkum Arndís Jónsdóttir,
fyrrverandi húsfreyja á Hjalla í Ölf-
usi. Þetta voru mætar konur og unnu
þær verk sín af kostgæfni.
Sumarið 1972 vorum við hjónin,
ásamt syni okkar, húsnæðislaus. Þá
stóð ekki á því að Binna og Kalli buðu
okkur að vera hjá sér, ekkert var
sjálfsagðra.
Ég hef átt dásamlegan tíma á
Hrauni. Binna, Kalli og börn þeirra
Gunnar, Vigdís, Hrafnkell, Ingi, Þor-
lákur og Inga Þóra hafa verið mér
sem önnur fjölskylda og fæ ég það
seint fullþakkað.
Binnu kveð ég með söknuði og
sendi börnum hennar, tengdabörn-
um, barnabörnum, langömmubörn-
um, Helgu og Óla innilegar samúðar-
kveðjur.
Nú birtir yfir bláum austurfjöllum,
og blómin glitra um dal og hól.
Það fer að rjúka á bændabýlum öllum,
og byggðir ljóma í morgunsól.
Í grænu lyngi lindir bláar hjala,
en laufin skjálfa í mjúkum sunnanblæ,
og nú er sól og söngur fram til dala
og sumargleði í hverjum bæ.
(Davíð Stef.)
Hafðu þökk fyrir allt, kæra vin-
kona,
Magnea Ásdís.
BRYNHILDUR
EYSTEINSDÓTTIR
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
!"
#
"#$$ %$$&$
#' # "#$&$ ( $)#
* ) $ "#$)# $ (+#$ ,#&$
$ - "#$)# $$ .# / 0$,#&$
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-
$
12*
*"3 4567
% &
!'
#
.#)0 1( ! #)#
$$ # * #0 1( ! #)#
$ (+#$ 1( ! #&$ #$( .&# ))#
1( ! # 1( ! #&$ ',(+#
)#
)0 "#0$ )#-