Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 45
✝ Sigurður Guð-mundsson var
fæddur á Kirkjubóli
20. apríl 1937. Hann
lést á heimili sínu 17.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Böðvars-
son, f. 1. 9. 1904, d. 3.
4. 1974, og Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 20.
4. 1911, d. 21. 5. 1971.
Sigurður ólst upp á
Kirkjubóli. Eftir
barnaskóla fór hann í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni og Héraðsskól-
ann í Reykholti. Seinna nam hann
orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkj-
unnar og Tónlistaskóla Akranes.
Hinn 30. ágúst 1958 kvæntist
Sigurður Erlu Ragnarsdóttur, f.
27.10. 1938 og tóku þau við búi af
Guðmundi 1. 6. 1959
og hafa búið þar alla
tíð síðan. Sigurður
starfaði sem organ-
isti í uppsveitum
Borgarfjarðar í tugi
ára. Börn Sigurðar
og Erlu eru: 1) Ingi-
björg, f. 2.10. 1958,
maki Guðjón Krist-
jánsson, og eiga þau
fjögur börn. 2) Ragn-
ar, f. 17.4. 1960, maki
Katrín Björnsdóttir
og eiga þau fimm börn. 3) Guð-
mundur Jón, f. 17.12. 1962, maki
Helga Jónína Kristjánsdóttir og
eiga þau tvö börn.
Útför Sigurður verður gerð frá
Reykholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í Akraneskirkjugarði.
Það er ótrúlegt að setjast niður og
ætla að skrifa um þig minningarorð
Pabbi minn. Þessir síðustu dagar
hafa verið skrítnir. En svona er bless-
að lífið. Það eina sem við getum geng-
ið að vísu í þessari veröld er að öll
deyjum við einhverntíma. Einskis er
hægt að óska sér annars betra en að
fá að kveðja þennan heim eins og þú,
við gegningar úti í húsum þegar kallið
kom skyndilega. Vissulega
högg fyrir okkur sem eftir
standa.
Margs er að minnast frá
bernskudögunum heima að
Kirkjubóli. Aldrei minnist ég
þess að þér hafi fallið verk úr
hendi, ef ekki við bústörfin, þá
spilandi á nikkuna þína, á
samkomum, syngjandi, spil-
andi á píanó eða orgel í góðra
vina hópi. Gamlárskvöldin
heima á Kirkjubóli voru ávallt
mikið tilhlökkunarefni hjá
okkur systkinunum, því þá
safnaðist saman stór hópur
sveitunga og vina. Þú tókst
fram nikkuna þína og dansinn
dunaði fram á morgun.
Þú hafðir mikið yndi af allri
tónlist, sérstaklega söng og
kirkjuorganisti varstu í tugi ára. Mik-
ið dáðist ég að þér, fyrir tíu árum,
þegar þú ákvaðst að rifja upp org-
elleikinn og fórst að læra á orgel úti á
Akranesi hjá henni „Fríðu minni“
eins og þú kallaðir kennarann þinn,
hana Fríðu Lárusdóttur. Þú lést þig
hafa það að keyra í hverri viku í alla
þessa vetur, nánast í hvaða veðri sem
var. Þetta sýndi og sannaði hvað tón-
listin var þér.
Þér var margt fleira til lista lagt.
Áttir m.a. auðvelt með að kasta fram
vísukorni ef þörf var á. Mér er minn-
isstætt þegar ég var 14 til 15 ára, þá
hafðir þú verið beðinn að yrkja gam-
anvísur fyrir Góugleði og fékkst mig
til að glamra undir á gítar. Mikið var
það gaman. Þú varst nikið náttúru-
barn og Arnarvatnsheiðin var þér
mjög kær. „Heiðina“ þekktir þú eins
og fingurna á þér, enda fórstu í ára-
tugi, hvert sumar, í girðingarviðgerð-
ir við hóp manna. Það var þitt líf og
yndi að fara um heiðina og taka klár-
ana þína til kostanna. Helst vildirðu
komast hratt yfir. Það var alltaf gam-
an að sjá þig umgangast hrossin þín,
þau voru þér svo mikils virði. Í góðra
vina hóp fékk ég að upplifa með þér
ógleymanlegar stundir á „Heiðinni“.
Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hve
hún var þér hjartfólgin. Ég held ég
geti fullyrt, að ég mæli fyrir munn
okkar allra sem vorum í þessum hópi,
„Hjartans þökk fyrir þessar stundir.“
Eitt í fari þínu verð ég að nefna. Ég
heyrði þig aldrei segja styggðaryrði
um nokkurn mann. Þú tókst ávallt
upp hanskann fyrir þann sem á var
hallað.
Þetta vísukorn varð einhvers stað-
ar á vegi mínum, man ekki hvar, en
það er eins og talað úr þínum munni.
Aldrei skalt að leiðum lesti
leita í fari annars manns.
Aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestu kostum hans
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini í dánarkrans.
Elsku pabbi minn, skarðið sem þú
skilur eftir verður aldrei fyllt og ég
gæti endalaust haldið áfram að rifja
upp, en læt þetta duga. Þér hefði
sjálfsagt þótt nóg um og ekki kært
þig um neinn fagurgala.
Við Guðjón og krakkarnir þökkum
fyrir allt sem þú varst okkur og lang-
ar okkur að kveðja þig með nokkrum
erindum úr undurfallegu kvæði eftir
hann afa á Kirkjubóli, sem heitir „Í
vor “
Í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum,
því gróðursins drottinn
kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt.
Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn
og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin
í nótt.
Þann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur
í blessun og friði,
stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straum
með jafn-háum rétti til vaxtar í vorinu bjarta,
frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu hjarta
þann draum.
Í dag strauk hún enn yfir enni mitt blæmjúkri hendi,
í ástúð og trega,
og rödd hennar var eins og hljóðlátt og huggandi lag:
Vertu rólegur, drengur minn, dagur og nótt skulu mætast,
því draumar þíns hjarta í nótt, ó, þeir skulu rætast
í dag.
Vertu kært kvaddur, þín dóttir
Ingibjörg.
Elsku Siggi.
Fréttirnar af skyndilegu og ótíma-
bæru fráfalli þínu voru mér, Gumma
og Sigmari Atla afar þungbærar.
Ekki grunaði okkur þegar við kvödd-
um þig í byrjun mars, er við fórum
hingað út til Bandaríkjana að það yrði
í síðasta skipti sem við sæjum þig.
Okkur finnst við vera óskaplega langt
frá Kirkjubóli. En við eigum ótal góð-
ar minningar og höfum gert mikið af
því undanfarna daga að rifja þær upp
og það hjálpar.
Ég man alltaf eftir góðum dögum
sem við áttum saman uppi á Arnar-
vatnsheiði í girðingarvinnunni. Þú
varst æðsta valdið og skilaðir þeirri
vinnu af sömu samviskusemi eins og í
allri annarri vinnu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú rakst okkur undir-
mennina á lappir kl. 6 á morgnanana
og hélst okkur við vinnuna alveg fram
að hádegi, þá var borðað og spjallað,
síðan var hvíldartími. Enginn í hópn-
um náði að nota þann tíma eins vel og
þú. Þú skelltir þér í fletið þitt og varst
óðara farinn að hrjóta, aðeins 6 mín-
útum síðar sprastu á fætur fullur af
orku og spurðir okkur hin með tví-
ræðu brosi á vör, hvort við ætluðum
að hanga í bælinu allan daginn, því nú
þyrftum við að fara út að vinna. Þetta
var fágætur eiginleiki hins sívinnandi
manns að geta náð sér í svona góða
hvíld á svona stuttum tíma, ég dáðist
að þér að geta þetta. Vinnan var erfið
en skemmtileg, þú slóst aldrei af og
við hin sem yngri vorum áttum fullt í
fangi með að fylgja þér eftir, svo mik-
ill var krafturinn í þér.
Kvöldin voru skemmtilegust, þá
var alltaf veisla, glænýr silungur eld-
aður að þínum hætti, með kartöflum
og smjöri sem við reiddum neðan úr
byggð, þá var slappað af og mikið
hlegið, þú miðlaðir til okkar hinna úr
viskubrunni þínum og sagðir okkur
margar og skemmtilegar sögur.
Mér er einnig ofarlega í huga þeg-
ar þú og Erla heimsóttuð okkur til
Noregs vorið 2000. Það fannst mér
virkilega ánægjuleg heimsókn, þú
svo uppfullur af ævintýraþrá, þig
langaði að sjá sem allra mest á sem
allra stystum tíma. Ég man hvað þú
varst ánægður þegar ég lánaði þér
hjólið mitt og gaf þér smá leiðbein-
ingar um það hvert þú gætir hjólað til
að skoða þig um.
Það var líka gaman að horfa á eftir
ykkur þremur, þér, Gumma og Sig-
mari Atla, öllum á hjólum að leggja
upp í stutta leiðangra. Þegar þið kom-
uð til baka mátti ekki á milli sjá hver
ykkar hafði haft mest gaman af túrn-
um. Sigmar Atli var svo stoltur af því
að geta hjólað jafn hratt og langt og
pabbi og afi og að fá að vera með. Við
höfum oft óskað þess að ferðirnar
ykkar til Noregs hefðu orðið fleiri og
við þá getað skoðað saman meira af
landinu sem þú varst svo heillaður af.
Ég veit líka að Sigmar Atli á eftir
að sakna sárt allra löngu og skemmti-
legu bréfana sem þú varst svo dug-
legur að skrifa og senda honum bæði
til Noregs og ekki síst hingað til okk-
ar á spítalann í Bandaríkjunum.
Mínar bestu minningar um þig eru
tvö síðustu símtöl sem ég fékk frá
þér. Þú hringdir í mig um leið og þú
vissir að ég væri orðin nógu hress eft-
ir aðgerðina til að tala í síma. Þú sem
ekki varst vanur að bera tilfinningar
þínar á torg, gast samt ekki leynt því
hversu miklar áhyggjur þú varst bú-
inn að hafa af mér og Sigmari Atla.
Þetta samtal yljaði mér um hjarta-
rætur.
Daginn eftir hringdir þú aftur til að
fullvissa þig um að allt væri í lagi með
okkur, það var svo gott að heyra frá
þér að þér var hreint ekki sama
hvernig mér leið, þessi samtöl mun ég
geyma en ekki gleyma.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
alltof stutt kynni, Siggi minn. Ég held
í mínar góðu minningar og ætla að
hjálpa Sigmari Atla að muna eftir afa
sínum.
Í sál þinni hljómaði söngur
við sólbráð, í landinu nyrzta,
og fannst þér ei heiðbláminn hækka,
er þú horfðir á brumknappinn fyrsta?
Hlæjandi hrópuðu til þín
úr hlíðinni straumarnir ungu.
Þá flugu yfir byggðina breiða
brimhvítar álftir og sungu.
Á hundrað hverfandi drauma
skín hádegissólin ríka.
Ég veit, að þú saknar vorsins,
vinur.
Það geri ég líka.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Elsku Erla og aðrir aðstandendur,
við eigum öll um sárt að binda núna
en við skulum muna Sigga eins og
hann var. Hið mesta ljúfmenni, sem
alltaf var til í að ýta öllu sínu til hliðar
til að hjálpa öðrum og lagði sig allan
fram við það og alltaf trúði hann á það
besta í öllum.
Elsku tengdapabbi, blessuð sé
minning þín, hvíl í guðs friði.
Helga.
Bóndinn á draum, sem kannski öðrum öllum
er einskis virði og laus við himinflug,
búmannsins draum er brýnir vinnudug
um bæ og hesta, tún og hjörð á fjöllum,
Styrkir hann eins og hvíld á dagsins harki,
hvetur hann þreyttan fram að settu marki.
(Guðm. Böðvarsson.)
Mér finnst þetta ljóð eiga vel við er
ég sest niður til að minnast örfáum
orðum elskulegs frænda míns og vin-
ar Sigurðar bónda á Kirkjubóli er lést
snögglega 17. þessa mánaðar. Hann
var fyrst og fremst bóndi og það góð-
ur bóndi. Á Kirkjubóli fæddist hann
og dvaldi alla ævi utan sína æsku-
skólagöngu. Hann ásamt Erlu konu
sinni tók við jörð og búi af foreldrum
sínum árið 1959. Kirkjuból er frekar
lítil jörð en notadrjúg og óvíða er feg-
urri fjallasýn en af heimahlaði, það
vita þeir sem þar hafa komið. For-
eldrar hans bjuggu og bættu jörð
sína og húsakost að þeirra tíðarhætti
og þegar ungu hjónin tóku við var
áfram haldið, byggt og ræktað svo nú
er allt undirlendi jarðarinnar fallegt
og grasgefið tún frá Kinnargili og
fram að landarmerkjum, sannkallað
stórbýli. Jafnframt fjölgaði bústofni.
Frændi gerði sér far um að rækta og
kynbæta skepnur sínar og var sann-
arlega ræktunar- og dýravinur, það
heyrði maður glöggt er hann talaði
við hundana og köttinn. Hestamaður
var hann ágætur. Átti góða og röska
hesta sem var líka eins gott því hann
reið oft hratt, það var sko engin
hreppakerlingareið er hann fór um
götur enda frændi minn ákafamaður
að hverju sem hann gekk. Ungur
lærði hann á orgel og var organisti í
kirkjum í héraðinu, var hann músík-
alskur í betra lagi. Á ég margar góðar
minningar um kórstarfið með honum,
var þá oft glatt á hjalla því maðurinn
var glettinn og gamansamur á góðum
stundum. Ég minnist heimilisins á
Kirkjubóli meðan foreldrar hans
bjuggu og börnin voru yngri. Þetta
voru alltaf okkar uppáhalds frænd-
systkini að öllum öðrum ólöstuðum.
Þau voru á líkum aldri og við krakk-
arnir í Selhaga enda var stundum
mikið á sig lagt til að hittast. Þessar
samverustundir hefðu gjarnan mátt
vera fleiri. Minnisstætt er mér þegar
pabbi og mamma lögðu upp í ferðalag
á útmánuðum ríðandi fram dal og yfir
fjallið með okkur krakkana, það
yngsta tveggja ára og það elsta níu
ára, þann yngsta reiddu þau fyrir
framan sig til skiptis en við hin áttum
að bjarga okkur sjálf og gekk þá á
ýmsu. En allt hafðist þetta og man ég
best eftir hvað gott var að koma að
Kirkjubóli og vel tekið á móti okkur
eins og alltaf fyrr og síðar. Og vel
gæti ég trúað að við hefðum öll ótrauð
lagt aftur af stað í slíkt ferðalag ef
tækifæri hefði gefist. Eftir að við
fluttum að Haukagili varð samgang-
urinn enn meiri, var þá oft hlaupið á
milli bæjanna og mynduðust tengsl
milli okkar sem aldrei bar skugga á
og átti Sigurður þar sinn stóra þátt
ásamt systkinum sínum Stínu og
Böðvari. Þetta voru yndislegar
stundir. Eftir að Sigurður og Erla
byrjuðu að búa á Kirkjubóli var
ennþá sama góða sambandið milli
fjölskyldnanna. Á seinni búskaparár-
um Sigurðar tók hann að sér viðhald
girðinga á Arnarvatnsheiði milli
byggða og jökla ásamt fleirum. Voru
þetta oft erfiðar og kaldsamar ferðir
sem farnar voru þrisvar til fjórum
sinnum á ári, samt hygg ég að þetta
hafi verið viss upplyfting frá daglegu
amstri og striti heimafyrir og hann
notið þeirra stunda í faðmi fjalla og
kyrrðar. Ég á ákaflega bágt með að
sætta mig við að hann sé farinn frá
okkur ekki eldri en hann var, aðeins
65 ára. Mér fannst hann ætti að eiga
skilið nokkur góð ár eftir að búskap
lauk þar sem hann gæti sinnt sínum
hugðarefnum betur. Veit ég vel að
hann átti gott með að koma hugsun-
um sínum í bundið mál og að semja
tónlist lét honum vel. Vil ég að lokum
ásamt Helgu systir minni og fjöl-
skyldum okkar þakka af hjarta allt
sem hann var okkur bæði á gleði- og
sorgarstundum, þakka honum inni-
lega fyrir umhyggju við foreldra okk-
ar og fjölskyldur fyrr og síðar, einnig
innilegar þakkir, elsku frændi, fyrir
alla hjálp og góðvild og ótal ánægju-
legar samverustundir sem hefðu svo
gjarnan mátt vera fleiri. Biðjum við
góðan guð að hugga og styðja Erlu
okkar og börnin hans, Ingu, Ragnar
og Gumma Jón og fjölskyldur þeirra,
systkini hans og fjölskyldur í þeirra
sáru sorg. Síðast og ekki síst biðjum
við algóðan guð að annast sonarson-
inn hann Sigmar litla sem berst við
alvarlegan sjúkdóm úti í Bandaríkj-
unum, megi honum auðnast að ná
góðum bata. Kveðjum svo elskulegan
frænda og óskum honum velfarnaðar
á eilífðarbrautum, þar verður vel tek-
ið á móti honum. Hvíldu í friði kæri
frændi minn.
Dæm svo mildan dauða, drottinn þínu barni,
er sem litlu laufi lyfti blær frá hjarni.
Eins og lítill lækur ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.
(M. Joch.)
Ingunn Ingvarsdóttir.
Ævintýri Sigurðar frænda míns á
Kirkjubóli er lokið. Snögglega varð
veröldin litlausari, nú geymir minn-
ingin hlýtt handtak og kímið bros
þessa snaggaralega manns sem unni
landi sínu og fólki ofar öðru, átti sér
ríka kímnigáfu og þrjósku af flottustu
gerð.
Það var gott að þekkja Sigga og
gott að koma að Kirkjubóli. Siggi bjó
yfir skemmtilegri frásagnargáfu,
sagði leiftrandi fyndnar sögur af
mönnum og málefnum og átti létt
með að krydda alla skapaða hluti með
spaugilegum athugasemdum. Í
hverri heimsókn töfrar Erla fram
veisluborð á einu augabragði.
Vetrarlangt sótti Hrefna dóttir
mín píanótíma til Sigga. Þessir tímar
tóku öllum öðrum kennslustundum
fram, með þolinmæði og gleði hlust-
aði hann, leiðrétti og hvatti til æfinga.
Við kennsluna naut hann liðsinnis
ósýnilegrar og ógurlegrar nagla-
spýtu sem þau gátu oft þráttað um
hvort ástæða væri til að nota. Þær
þrætur ristu auðvitað ekki djúpt og
spýtan sú arna varð aldrei sýnileg.
Fyrir þessa tíma og ótal aðrar
samverustundir er hér þakkað. Að
þekkja Sigga og eiga hann að frænda
var dýrmætt og skemmtilegt krydd
við tilveruna.
Hjartans Erla, við vottum þér og
þínu fólki einlæga samúð og biðjum
allar góðar vættir að vernda ykkur og
styrkja.
Embla Guðmundsdóttir.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Guðmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
(
%77 15*
* 89
( 0
&
)*
# +
,
!*
#
)--.
/ /$ #)#
/$ # #,(+# /$ #)#
1 #0! # 1- /$ #&$
'! $) # : &$
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-
*5
"*
; # #'
0' !
1# $ ( 0
/
#
!"
#
(
& + 0
-.
#).-.
1
+ 2
&
-
)3..
1# $ ) # '($)# 1 #0! # * 0 &$
1 '($)# 1 ! # $&$
$$ # " # '($&$ 2)0 <! $)#
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-