Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Fjóla Jónsdóttirfæddist í Stykk-
ishólmi 23. apríl
1915. Hún andaðist í
St. Fransiskus-
sjúkrahúsinu 22.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Margrét
Andrésdóttir frá
Búðanesi við Stykk-
ishólm, f. 15. júlí
1877, d. 1963, og
Jón Gísli Jónasson
frá Helgafelli í
Helgafellssveit, f. 1.
nóvember 1879, d.
1957. Systkini Fjólu voru 12,
sem öll eru nú látin. Fjóla eign-
aðist með Jens Jenssyni, f. 19.
júlí 1900, d. 6. marz 1970, tvö
börn. Þau bjuggu saman á heim-
ili Árþóru Friðriksdóttur og
Bærings Elíssonar. Börn þeirra
eru: 1) Guðný Jensdóttir, f 15.
maí 1938, gift Steinari A. Ragn-
arssyni, f. 21. september 1935.
Börn þeirra eru: Árþóra, f.
1960, Einar Örn, f. 1961, Elvar
Þór, f. 1965, og Jenný, f. 1974.
2) Svavar Jensson, f. 7. júní
1953, kvæntur Alvildu Þóru El-
ísdóttur, f. 21. jan-
úar 1957. Börn
þeirra eru Fjóla
Borg, f. 1976, Elís
f. 1988, Emil, f.
1992, og Sif, f.
1996. Barnabarna-
börn Fjólu og Jens
eru sex.
Ung fór Fjóla að
Kóngsbakka í
Helgafellssveit til
hjónanna Þorleifar
K. Sigurðardóttur
ljósmóður og Þor-
steins Jónassonar,
en hann var föður-
bróðir hennar. Var hún hjá
þeim til tvítugs. Þá gerðist hún
vinnukona í Bjarnarhöfn í
Helgafellssveit hjá þeim hjónum
Árþóru Friðriksdóttur og Bær-
ingi Elíssyni. Árið 1951 flytja
Árþóra og Bæring að Borg í
Stykkishólmi og flytur Fjóla þá
með þeim og bjó hún hjá þeim
alla tíð þar til hún flutti á Dval-
arheimilið í Stykkishólmi árið
1988.
Útför Fjólu fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Hjartans kæra Fjóla okkar er bú-
in að fá hvíldina, biðin er búin að
vera löng eftir að hitta vini sína sem
farnir voru á undan.
Tvítug ung stúlka komstu í vist til
tengdaforeldra minna í Bjarnar-
höfn, það var þinn og ekki síður
þeirra stóri vinningur, eftir það var
ekki aftur snúið, hjá þeim var síðan
heimili þitt, lengst af á Borg, allt til
að heilsan fór að gefa sig og þið fór-
uð öll saman til dvalar, á Dvalar-
heimilinu hérna í Hólminum, saman
hélduð þið þar, en Árþóra féll frá og
þú hlúðir að Bæring þar til hann
fékk hvíldina. Þá varst þú orðin
þreytt, en söknuður þinn var mikill.
Áfram var Dvalarheimilið þitt skjól
næstu árin við gott atlæti, uns leiðin
lá á Sjúkrahúsið þar sem þú naust
hjúkrunar til hinstu stundar. Það
var alveg ótrúlegt hvað þú Fjóla
mín varst létt á fæti og fljót til allra
verka. Já þú gekkst til allra verka
jafn inni jafnt sem úti, það var ekk-
ert vesen þegar verið var að baka
pönnukökur fyrir hópinn þegar
hann kom í heimsókn á sunnudög-
um inná Borg. Því það leið enginn
sunnudagur án þess að einhver eða
öll systkinin og fjölskyldur kæmu í
heimsókn, það var því ævinlega fjöl-
mennt á Borginni og hávaðinn, mað-
ur lifandi, alveg ótrúlegt hvað ein
fjölskylda gat haft hátt, enda þurftu
allir að láta í ljós skoðanir sínar,
hvert sem umræðuefnið var. Á að-
fangadagskvöld jóla var ætíð sann-
kölluð fjölskylduhátíð á Borginni,
langborð eftir endilangri stofunni,
auðvitað mæddi ýmislegt á þér þeg-
ar svo mikið stóð til, en aldrei var
kvartað. Þegar ég kom í fjölskyld-
una og giftist Bergi fann ég strax að
hann átti ekki bara eina mömmu
heldur tvær, hann var ótrúlega lán-
samur að eiga þig að.
Það var bara ekkert sem þú vildir
ekki gera fyrir hann, þegar við
komum í heimsókn inná Borg eða
þið komuð í heimsókn til okkar, þá
ljómaðir þú af væntumþykju. Systk-
inin á Borg og börnin ykkar Jenna
ólust upp saman og nutu umhyggju
þinnar, en kæra vina, það var bara
til einn Bergur og hann var þinn
drengur. Börnunum okkar reyndist
þú sem besta amma, Fjóla amma
sögðu þau og það var engin ástæða
til að leiðrétta það, þú varst þeim
yndislega góð. Jóla- og afmælis-
pakkarnir frá þér voru líka þeir
mest spennandi og af því hafði ég
spurnir að það sem börnin hans
Bergs fengju það hefði forgang. Ég
átti líka hauk í horni þar sem þú
varst Fjóla mín, það hvarflar að
mér að þú hafir haft næma tilfinn-
ingu fyrir því hversu langyngst ég
var í hópnum og að ég hafi notið
þess hjá þér, þú treystir mér líka
fyrir drengnum þínum og það
gladdi mig að finna, og þegar börnin
uxu úr grasi og við ræddum ættir
og fjölskyldubönd, gat ég montin
sagt að Fjóla væri meira skyld mér
en sumum öðrum, það þótti nú
skondið, hvernig Fjóla amma gat
verið meiri frænka mín úr því að
hún var mamma hans pabba þeirra.
En allt skýrðist þetta með tíð og
tíma, en breytti engu um kærleik-
ann milli okkar allra. Minningarnar
eru ótalmargar, hlýjar og ljúfar,
Jenni og Guðrún sem sáu um kýrn-
ar og kindurnar með Bæring, þú um
inniverkin með Árþóru, allir voru sí-
starfandi, það var sannarlega mikið
að gera á mannmörgu og gest-
kvæmu heimili. Þú varst með af-
brigðum draumspök, og þú sagðir
strax að börnin okkar Bergs yrðu
fjögur og réðst það af draumum
þínum og það reyndist sannarlega
rétt, ýmsu öðru hafðir þú orð á sem
rétt reyndist.
Kæra Fjóla, þegar við nú kveðj-
um þig getum við aldrei nógsamlega
þakkað þér kærleika þinn, vináttu
og alla hjálp sem þú auðsýndir for-
eldum okkar og okkur öllum.
Bergur þinn á minningar sem
hann einn á, geymir og mun aldrei
gleyma. Við biðjum Guð að blessa
þig og varðveita Fjóla mín.
Þinn einlægur,
Bergur og Sesselja.
Þú hefur fengið friðinn blíða
fróun harms það getur veitt.
Sárt var það að sjá þig líða
sárt að geta ekki neitt.
(JH.)
Hægt og hljótt eru fyrstu orðin
sem koma upp í hugann þegar við
minnumst ömmu Fjólu. Þessi orð
lýsa ömmu mjög vel, hún var hæg-
lát, róleg kona sem byrsti sig aldrei
við nokkurn mann og vann verkin
sín vel. Hún kvaddi þennan heim
hægt og hljótt eftir langa sjúkdóms-
legu á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Þegar við hugsum til baka sjáum
ömmu fyrir okkur með prjónahúf-
una á leið í hænsnakofann að huga
að eggjum og til þess að eiga stutt
spjall við hænurnar. Hún hugsaði
svo vel um þær að þær þýddust nær
engan nema hana. En svona var
amma, hún hugsaði vel um allt og
alla. Með sínum vinnulúnu höndum
hélt hún heimili með Árþóru ömmu
og Bæring afa en með þeim fluttu
hún og Jens afi á Borg frá Bjarn-
arhöfn í Helgafellssveit. Eftir að
hann féll frá bjó hún þar áfram og
flutti síðar með þeim á Dvalarheim-
ilið í Stykkishólmi.
Menntun var ömmu mikið kapps-
mál og hún var hlynnt því að ungt
fólk nýtti sér þau tækifæri til náms
sem bjóðast. Henni varð að orði
þegar eitt af barnabörnum hennar
setti upp hvíta kollinn, sem var gjöf
frá henni: ,,Svona húfu hefði ég vilj-
að eignast.“
Amma var einstaklega hrifin af
börnum og þegar Árþóra amma og
Bæring afi voru látin fannst henni
fátt skemmtilegra en þegar barna-
börnin, einkum þau yngstu og lang-
ömmubörnin, komu í heimsókn, þá
var yfirleitt stutt í hláturinn og
brosið. Hún átti líka alltaf gott í dós
sem hún bauð upp á og aldrei mátti
dósin tæmast. Þeirra minning af
þessari fullorðnu konu er minningin
um ömmu og langömmu sem átti
alltaf brjóstsykur í dós.
Fyrir nokkrum árum fór heilsan
að gefa sig og þá fækkaði ferðum
þeirra til langömmu en það var
sama hversu veik hún var og hvað
yfir hana dundi, hún kvartaði aldrei
heldur bar harm sinn í hljóði.
Síðustu árum ævi sinnar eyddi
amma á sjúkrahúsinu þar sem hún
naut góðrar umönnunar hjúkrunar-
og starfsfólks og á það þakkir skild-
ar.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virzt mig að þér taka,
Mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S.E.)
Minningin um ömmu mun lifa í
hjarta okkar um ókomna tíð og við
biðjum Guð að geyma hana.
Árþóra, Einar Örn, Elvar
Þór og Jenný.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Þegar ég hugsa til ömmu Fjólu
kemur margt upp í hugann. Hún
var orðin gömul, hefði orðið 87 ára
daginn eftir að hún kvaddi þennan
heim. Mér finnst einhvern veginn
eins og hún hafi alltaf verið gömul,
enda 61 aldursár á milli okkar. Þeg-
ar ég var lítil stelpa var það ferða-
lag að fara til ömmu í Hólminn. Hún
bjó á Borg í Stykkishólmi hjá Ár-
þóru og Bæring, það var sannkölluð
sveit í bænum. Ég man eftir því að
hafa fengið að fara með henni að
tína egg í hænsnakofanum, ekki var
mér nú sérlega vel við hænurnar en
með ömmu varð þetta ekkert mál,
þær vissu greinilega að ekki þurfti
að hafa áhyggjur af þessum manna-
ferðum. Ekki man ég eftir því að við
höfum spjallað mikið en það þurfti
einhvern veginn ekki, amma var
bara þannig. Hún var bara þarna
hógvær og lágvær. Það var sérstakt
að koma á Borg og húsið ævintýri
út af fyrir sig, þar voru brattir
spennandi stigar og einstaklega
skemmtilegur hringur sem gaman
var að hlaupa; úr eldhúsinu í borð-
stofuna, þaðan í sparistofuna yfir í
forstofuna og aftur í eldhúsið. Aldr-
ei minnist ég þess að amma hafi
hastað á mig heldur brosað góðlát-
lega og haldið áfram að sinna eld-
hússtörfunum. Herbergið hennar
var alltaf sérstakara en annað á
Borg því það var hennar. Þegar
þangað var komið dró hún fram það
sem hún var að föndra, hún málaði
á dúka, styttur, koddaver og fleira.
Hún kom þessu haganlega fyrir öllu
saman í þessu litla herbergi. Hún
amma var sælgætisgrís og það er
ég líka. Þegar kom að því að kveðja
á Borginni var undantekningarlaust
laumað til mín nammipoka, þá hafði
ég eitthvað til að maula á leiðinni
heim. Þetta varð til þess, eins und-
arlega og það kann að hljóma, að
það var jafngaman að fara eins og
það var gaman að koma.
Hún flutti frá Borg á dvalarheim-
ilið í Stykkishólmi þar sem hún bjó
meðan heilsan leyfði. Síðasta eina
og hálfa árið dvaldi hún á St. Franc-
iskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Ég er stolt af því að bera nafnið
hennar ömmu, það mun fylgja mér
alla tíð og minna mig og aðra á
hana.
Fjóla Borg Svavarsdóttir.
FJÓLA
JÓNSDÓTTIR
4 &
&
&
1
%4
# 1& #+$)
5
!*
#
)"..
6 +
&
$ # - 1 )#&$ * ##= "- #' #)#
1#,&# 1- 1 )#)# 1#' # .&##&$
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-
7
5
635 >
1( #' # $)
? $ !
!"
#
4 &
8
1 "#- /$ #&$-
9
>% />"
*+#$$ @
( 0
+
:
+
!*
#)--.
1+ ) # 1 ## &$ $$ #$ $ #)#
& , #$ ,+#$
$ ) $$ .#' #)#-
5
/%75 ;-
%67
,# AB
+
!3
#
4 &
8
# -
&$
$$ * ##=
)# $ 7&#)
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-
;
0
8
+
+
&
&
&
777 -
*7
"? &,# 8
' # ! 2 9A-
'($ /- &$
$0$ - '($)# $$ $$
#' # - '($&$ , "#( $)#
&# '($&$ 1# $ ) # 1 )#
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-
5
0
8
8
+
&
&
&
1%/7
767
- +# ,0 (#
#
'! ! 8C
( 0-
0
&
/
#
+
/
: 9 &
'#:$ #0' # .&#$)#
1 $$ ' $$ 1 $&$ ' 2: .&# )#
/# '#:$ 1 $)# #' # $$&$
1+#' # .# 1 $&$ '#:$ # $))#
1 # 1 $&$
, #$ ,+#$ & , #$ , #$ ,+#$-