Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 47
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI,
Flatahrauni 12, 220 Hafnarfirði,
sími 585 3600, fax 585 3601.
Framhaldsskólakennarar
Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsóknar
fyrir næsta skólaár:
- Rafiðngreinar bæði veik- og sterkstraums, verkl.
og bókl., 3 stöður.
- Málmgreinar bæði verkl. og bókl. ásamt stærðfræði,
teikningu og raungreinum, 2 stöður.
- Tréiðngreinar bæði verkl. og bókl., 2 stöður.
- Hönnunargreinar, grunnteikning o.fl., 2 stöður.
- Tölvufræði og tölvuteikning, 1 staða.
- Enska, 1 staða.
- Hársnyrting, ½ staða
- Steinaslípun og glervinnsla, ½ til 1 staða.
Launakjör samkvæmt kjarasamningum KÍ.
Allar nánari upplýsingar gefur skólameistari
í síma 585 3600 og skulu umsóknir hafa borist
undirrituðum fyrir 11. maí nk.
Jóhannes Einarsson, skólameistari.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Hafnarfjörður
Sjálfstæðiskvennafélagið
Vorboði
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn
29. apríl nk. kl. 20.00.
Fundurinn er haldinn í tilefni 65 ára afmæli
félagsins en félagið var stofnað þann
29. apríl 1937.
Gestir fundarins:
Helga Guðrún Jónasdóttir, form. L.S.
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri.
Þórunn Helgadóttir kemur með stjörnukort fyrir
10 efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.
Fleira verður til skemmtunar.
Glæsilegar kaffiveitingar.
Konur — fjölmennum og tökum með okkur
gesti!
Stjórnin.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Neskirkja
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn
sunnudaginn 5. maí í safnaðarheimili kirkjunnar
að lokinni messu sem hefst kl. 11.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.
Hluthafafundur
Vesturgötu 3 ehf.
verður haldinn í sal Hlaðvarpans laugardaginn
11. maí kl. 14.00.
Fundarefni: Framtíð Hlaðvarpans — hvað á að
gera við húsin?
Mætum allar!
Stjórnin.
Aðalfundur
Heilsuhringsins
verður haldinn í Norræna húsinu
laugardaginn 27. apríl kl. 13.00.
Að loknum aðalfundarstörfum kl. 14.00 verða
flutt þessi erindin:
Lífsleikni — Gunnar Eyjólfsson leikari.
Samstilltir hormónar með réttu mataræði
— Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþera-
pisti.
Hvað er náttúrulegt prógesteron? — Ævar
Jóhannesson.
Öllum velkomið að koma og hlusta á erindin.
Stjórnin.
Aðalfundur
Málarafélags Reykjavíkur
Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður
haldinn á Suðurlandsbraut 30, 2. hæð, miðviku-
daginn 8. maí 2002 kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Mætum vel og stundvíslega. Léttar veitingar.
Stjórnin.
Hjallasókn
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar verður hald-
inn sunnudaginn 28. apríl nk. að lokinni messu
sem hefst kl. 11.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál,
löglega fram borin samkvæmt samþykktum
Hjallasóknar.
Sóknarnefnd.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum í Bolungarvík verður
háð á þeim sjálfum, sem hér segir:
Hafnargata 53-59, þingl. eig. Vélsmiðjan Bolungarvík ehf., gerðarbeið-
endur sýslumaðurinn í Bolungarvík og Tryggingamiðstöðin hf.,
þriðjudaginn 30. apríl 2002 kl. 15.00.
Hjallastræti 24, eigandi samkv. þinglýstum kaupsamningi Katrín
Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30.
apríl kl. 14.00.
Hólsvegur 6, þingl. eig. Gunnar Sigurðsson og Hlédís Hálfdánardóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl kl. 14.30.
Hólsvegur 7, þingl. eig. Hjálmar Gunnarsson, gerðarbeiðendur Íbúða-
lánasjóður og Vátryggingafélag Íslands, þriðjudaginn 30. apríl 2002
kl. 14.45.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
26. apríl 2002,
Jónas Guðmundsson.
STYRKIR
Öldrunarráð Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Rann-
sóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands.
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
„Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í
öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni
sem stjórn sjóðsins ákveður“.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí og skulu umsóknir
sendar Öldrunarráði Íslands, Sætúni 1,
105 Reykjavík. Upplýsingar veitir Þórunn
Sveinbjörnsdóttir í síma 510 7500.
Stjórn Öldrunarráðs Íslands.
TILKYNNINGAR
Hrófbjargastaðaættin
Ættarmót verður haldið helgina 14.—16. júní
að Laugargerði, Snæfellsnesi. Þeir, sem vilja
taka þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins
og einnig þeir sem ætla að mæta, hafi samband
við: Hrönn, s. 557 6811, Guðbjörgu, s. 865 3316/
421 2723 og Sólveigu, s. 424 6770/660 5176.
this.is/eldborg
Bessastaðahreppur
Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga
í Bessastaðahreppi rennur út kl. 12 á hádegi,
laugardaginn 4. maí nk.
Þann dag milli kl. 11 og 12 veitir kjörstjórn við-
töku framboðslistum í fundarherbergi á skrif-
stofu Bessastaðahrepps (á Loftinu) að Bjarna-
stöðum.
Kjörstjórnin í Bessastaðahreppi,
Sigurður G. Thoroddsen,
Auður Þorbergsdóttir,
Einar Ólafsson.
Snjóflóðavarnir í Bolung-
arvík — Traðarhyrna
Ný gögn og framlenging athugasemdafrests
um mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipu-
lagsstofnunar.
Kynningartími tillögu að ofangreindri fram-
kvæmd og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum
hennar hefur verið framlengdur til 14. maí
2002. Líkan af snjóflóðavarnarvirkjum hefur
verið búið til og er til sýnis á skrifstofu Bolung-
arvíkurkaupstaðar. Matsskýrslan, ásamt nýju
myndefni, liggur frammi á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, bóka-
safni Bolungarvíkur, einnig í Þjóðarbókhlöð-
unni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Mats-
skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúru-
stofu Vestfjarða: www.snerpa.is/nv/ .
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
14. maí 2002 til Skipulagsstofnunar, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfis-
áhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
UPPBOÐ
Uppboð á
óskilamunum
Að beiðni Lögreglustjórans í Reykjavík fer fram
uppboð á ýmsum óskilamunum, m.a. reiðhjól-
um, kerrum, úrum, fatnaði og fleiri munum.
Uppboðið fer fram í uppboðssal Vöku hf., Elds-
höfða 4, Reykjavík, laugardaginn 4. maí 2002
og hefst það kl. 13.30.
Eigendum glataðra muna er bent á að hafa
samband við skrifstofu óskilamuna hjá Lög-
reglustjóranum í Reykjavík, Borgartúni 33, kl.
10—12 og 14—16 virka daga fram að uppboði.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
Lagerútsala — bílskúrssala
Í dag, laugardaginn 27. apríl, frá kl. 11—15 selj-
um við allt af lagernum.
Seldir verða borðar frá Sopp, 60 mm, 40 mm
og 25 mm á 20 m — 25 m rúllum.
Tilbúnar slaufur. Krullubönd 5 mm og 10 mm.
Viðarbönd 10 mm. Umbúðapappír 200 m.
Pappírspokar m. haldi.
Silkivörur: Peysur, bolir, toppar, slæður, nátt-
föt, náttkjólar og náttsloppar.
Nú er um að gera að koma og gera góð kaup
— allt á að seljast.
Tilvalið fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Staðgreiðslusala.
Toja,
Skógarhjalla 19, 200 Kópavogi,
sími 898 5111.
TIL SÖLU