Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞANN 10. maí árið 1940 var Ísland
hernumið af breska heimsveldinu.
Flestir Íslendingar kipptu sér ekki
upp við það og voru beinlínis
ánægðir með hersetuna, þar sem
hersetuliðið var breskt en ekki
þýskt. BNA (Bandaríki Norður-
Ameríku) tóku við af Bretunum og
undir stríðslok voru Íslendingar
frjálsir á ný (þó var Keflavíkurflug-
velli enn stjórnað af Bandaríkja-
her). Það var hins vegar hinn 30.
mars, 1949, að Ísland gekk í Atl-
antshafsbandalagið (NATO) og ár-
ið 1951 skrifuðu Íslendingar undir
ákveðinn herverndarsamning, sem
tryggði herliði BNA dvöl á landinu.
Ísland varð enn á ný hersetið.
Skilgreining á hersetu er „dvöl
erlends hers í landi“ og er það ein-
mitt staða Íslands í dag. Herlið
BNA er enn hér og það er svo
sannarlega ekki á förum. NATO,
hernaðarsamband sem BNA stofn-
uðu til að vernda sig og hagsmuni
sína, er úrelt! Kalda stríðinu er
lokið! Samt sem áður heldur NATO
áfram fasískum afskiptum sínum af
umheiminum, s.s. að umróta yfir-
borði Júgóslavíu með sprengju-
regni og láta Júgóslava borga
skemmdirnar. Ríkisstjórn Íslands
gerir sjálfa sig seka um fasisma
með því að samþykkja árásir BNA
á Afghanistan, samþykkja árásir
NATOs á fyrrverandi Júgóslavíu
og með aðgerðarleysi gagnvart
árásum Ísraels á íbúa Palestínu.
Ég vil ekki búa í veröld þar sem
sprengjuflugvélar minnka áhættu
landliða (en um leið auka hættu
óbreyttra borgara á að láta lífið),
til þess eins að vernda ríkisstjórnir
frá reiðum mæðrum fallinna her-
manna. Ég vil ekki búa í veröld þar
sem einstaklingar neyðast til þess
að fljúga á stórhýsi til þess eins að
stöðva yfirgang Vesturveldanna!
Ég vil ekki búa í veröld þar sem
óbreyttir borgarar, börn og full-
orðnir, eru teknir af lífi án dóms og
laga. Hvers konar veröld ætlið þið
að afhenda okkur, næstu kynslóð, í
hendurnar? Hersetið Ísland og
bullandi hatur milli trúarbragða?
Nei, ég vona ekki! Rómantískir
þjóðveldissinnar áttu sér draum
um sjálfstætt Ísland og ég vil að
þessi draumur rætist. Ég vil sjá
sjálfstæði Íslendinga.
Ég á mér draum um að mann-
kynið geti hætt að berjast og hafið
ást, gagnvart öllum. Freud sagði
að við byggjum yfir tveimur hvöt-
um, gereyðingar- og sköpunarhvöt-
inni. Er ekki kominn tími til að
skipta um ríkjandi hvöt?
JAKOB TÓMAS BULLERJAHN,
nemandi í MH.
NATO, fasismi og
Ísland á 21. öldinni
Frá Jakobi Tómasi Bullerjahn:
NÚ, ÞEGAR flestir merkilegustu
fornmunir þjóðarinnar hafa það
ömurlega hlutskipti að hírast í
kössum víðsvegar um Reykjavík-
urborg vegna viðhalds og viðgerða
á Þjóðminjasafninu, kemur upp í
hugann að tengja þessa fornmuni
betur ferðaþjónustunni. „Menning-
artengd ferðaþjónusta“ er tísku-
orð, sem æ fleiri taka sér í munn
við hátíðleg tækifæri. Öll ferða-
þjónusta er menningartengd, þótt
súlustaðir höfuðborgarinnar fylli
ef til vill ekki þann flokk, þar sem
um innflutta „menningu“ er að
ræða. Hvernig væri að afhenda
Háskóla Íslands húsnæði Þjóð-
minjasafnsins til afnota og flytja
öll menningarverðmæti okkar
dreifbýlismanna heim í hérað?
Með öðrum orðum, að nú þegar
verði hafinn undirbúningur að
flutningi fornmuna, sem Þjóð-
minjasafnið hefur verið með að
láni um árabil, til síns heima á
landsbyggðinni. Hús Þjóðminja-
safnsins er ekki hentugt fyrir þá
starfsemi sem hún á að hýsa, m.a.
vegna fjölda glugga. Betur væri að
byggja nýtt hús í samstarfi með
Reykjavíkurborg og koma þar fyr-
ir verðmætum sem tengjast beint
sögu Reykjavíkur og nágrennis og
lýðveldisstofnuninni.
Hvert bæjar- og sveitarfélag á,
eða er í samstarfi um rekstur
minjasafns. Húsnæði er til staðar
og starfsmaður (starfsmenn) eru á
launum við vörslu þeirra og muna
sem í þeim eru geymd. Til þess að
gera söfnin sérstök, er nauðsyn-
legt að einstaka verðmætir hlutir
séu í hverju safni, hlutur eða hlutir
sem fundist hafa í nágrenni safn-
anna og tengjast sögu svæðisins
órjúfanlegum böndum.
Stöðugt er verið að reyna að
finna leiðir til að „stöðva“ ferða-
manninn lengur á hverjum stað, og
af veikum mætti er verið að koma
upp ýmiskonar afþreyingu og m.a.
í því sambandi er verið að byggja
á sögutengdri ferðamennsku. Hér
eru því á ferðinni mjög brýn verk-
efni, sem gerðu svæðin mun
áhugaverðari en ella, auk þess sem
ekki er heppilegt að allir helstu
dýrgripir Íslandssögunnar séu á
einum stað.
Dæmin sanna, að Þjóðminja-
safnið hefur á að skipa misgóðum
geymslum. Allar gersemar þjóð-
arinnar geta horfið í jarðskjálfta
eða öðrum hamförum í einu vet-
fangi. Krafan okkar er því, að fá
Valþjófsstaðahurðina heim ásamt
Miðhúsasilfrinu og öllum öðrum
merkilegum minjum sem fundist
hafa á Austurlandi. Þeim skal
koma fyrir á því safni (söfnum),
sem staðsett er næst „heimaslóð“
gripsins.
BENEDIKT VILHJÁLMSSON
rafeindavirkjameistari,
Egilsstöðum.
Fornmunina
heim í hérað
Frá Benedikt Vilhjálmssyni: