Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 54
DAGBÓK
54 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Gud-
run, Ásbjörn, Queen T
og Ottó N. Þorláksson
koma í dag. Atlas fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Obsana kom í gær.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga á föstudögum kl
11. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ á Hlað-
hömrum fimmtudaga kl.
17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586 8014,
kl. 13–16. Uppl. um fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og fót-
anudd, s. 566 8060 kl. 8–
16.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli
Morgungangan verður í
dag kl. 10 frá Hraunseli.
Á mánudag púttað í
bæjarútgerð kl. 10–
11.30, félagsvist kl
13.30. Framboðsfundur
um bæjarmál verður 2.
maí kl 14 á vegum FEB
, á fundinn mæta
fulltrúar allra flokka og
svara spurningum.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ, Flatahrauni 3.
Sunnud: Félagsvist kl.
13.30. Dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánud: brids kl.
13. Þriðjud: Skák kl. 13.
Miðvikud: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Hlemmi kl. 9.45. Sögu-
slóðir á Snæfellsnesi og
þjóðgarðurinn Snæfells-
jökull 3 daga ferð 6.–8.
maí gisting á Snjófelli á
Arnarstapa, farið verð-
ur á Snæfellsjökul, leið-
sögn Valgarð Runólfs-
son. Skráning hafin á
skrifstofu FEB. Baldvin
Tryggvason verður til
viðtals miðvikudaginn 8.
maí nk. um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB,
panta þarf tíma. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá kl.
10–12 f.h. í síma
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama símanúmer
og áður. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf,
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug á veg-
um ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og á föstudögum
kl. 9.30, umsjón Óla
Kristín Freysteins-
dóttir. Í dag kl. 13–16
myndlistasýning Huga
Jóhannessonar opin,
listamaðurinn á staðn-
um, veitingar í Kaffi
Berg.
Hvassaleiti 56–58. Leik-
húsferð: föstudaginn 5.
maí verður farið að sjá
Kryddlegin hjörtu í
Borgarleikhúsinu.
Skráning á skrifstofunni
og í síma:
588 9335.Þriðjud: kl.
10:30 Söngstund við pí-
anóið, kl. 13:30 Helgi-
stund. Þorvaldur Hall-
dórsson kemur í
heimsókn og syngur.
Vesturgata 7. Hand-
verksýning verður 10.
11. og13. maí frá kl. 13–
17 alla dagana.
Meðal annars verður
sýnt hannyrðir, postu-
línsmálun, myndmennt
tréútskuður og leir-
mótun. Ragnar Páll
Einarsson leikur á
hljómborð alla dagana.
Kl. 15 10. og l1. maí
sýna nemendur Sig-
valda dans. 13. maí kl 15
syngja Hvannirnar und-
ir stjórn Sigurbjargar
Petru Hólmgríms-
dóttur. Hálfsdagsferð.
Þriðjud. 30.apríl kl.13:
Farið verður á mynd-
listarsýningu, Erlu Sig-
urðardóttur á Listasetr-
inu Kirkjuhvoli,
Akranesi. Kaffiveit-
ingar, skoðunarferð um
Akranesbæ undir leið-
sögn Bjarnfríðar
Leósdóttur. Skráning í
s. 562 7077. Athugið tak-
markaður sætafjöldi.
Allir velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópavogi
alla laugardagsmorgna.
Krummakaffi kl. 9. Allir
velkomnir.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, óvissu-
ferð með Kristjáni Guð-
mundssyni.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Aðalfundur Kl. 14
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA Síðumúla 3–5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Samtökin gegn fátækt
halda opinn fund laug-
ardaginn 27. apríl kl.
14.30 í Hallgrímskirkju.
Umræður: Frambjóð-
endur borgarstjórn-
arkosninganna mæta.
Allir velkomnir.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Árlegur fjáröfl-
unardagur verður
sunnudaginn 5. maí
í Safnaðarheimilinu.
Kaffisala félagsins með
kökuhlaðborði og hluta-
veltu. Húsið opið frá kl.
14. Lifandi tónlist. Tek-
ið á móti kökum frá kl.
11 sunnudaginn 5. maí.
Allir velkomnir.
Svarfdælingar í
Reykjavík og nágrenni,
vorkaffi verður í safn-
aðarheimili Háteigs-
kirkju sunnud. 28. apríl
kl.15, kór Svarfdæla
sunnan heiða tekur lag-
ið.
Lífeyrisþega deild Sfr.
Aðalfundur inn veður í
dag laugardag 27. kl. 14.
í félagsmiðstöðinni
Grettisgötu 89, 4. hæð
venuleg aðalfundarstörf
og önnur mál.
Átthagafélag Sandara
Aðalfundurinn og kynn-
ing á þjóðgarðinum
Snæfellsjökull verður
haldið í Litlu-Brekku
(hús á bak við veitinga-
húsið Lækjarbrekku í
Bankastræti) sunnud.
28 apríl kl. 14. Að lokn-
um venjulegum aðal-
fundastörfum mun fara
fram kynning á þjóð-
garðinum Snæfellsjök-
ull. Um kynninguna
munu sjá Guðbjörg
Gunnarsdóttir þjóð-
garðsvörður og Skúli
Alexandersson. Árshá-
tíð félagsins 4. maí,
kynnt.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Á vegum
nefndarinnar verða
farnar tvær ferðir á
þessu sumri: að Kirkju-
bæjarklaustri13.–15.
júní, í Skagafjörð 22.–
24. ágúst. Hvíldar- og
hressingardvöl að Laug-
arvatni 24.–30. júní.
Þær konur sem ekki
hafa notið orlofs síðast-
liðin 2–3 ár ganga fyrir
um rými. Innr í s.
554 0388 Ólöf , s.
554 2199 Birna frá 18.
apríl–10. maí.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Sambandið ver
ágóðanum af þessu til
boðunar- og hjálp-
arverkefna í Eþíópíu og
Kenýu. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak.
Breiðfirðingafélagið.
Sumarfagnaðurinn
verður í kvöld í Breið-
firðingabúð, Faxafeni
kl. 22 í kvöld. Breið-
bandið og Arna Þor-
steins sjá um fjörið.
Kvennadeild Barð-
strendingafélagsins.
Sumarfagnaðurinn
verður sunnudaginn 28.
apríl kl. 14 í Breiðfirð-
ingabúð Faxafeni 14,
fyrir 65 ára og eldri úr
Barðastrandasýslu.
Í dag er laugardagur 27. apríl, 117.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og
þótt þér gjörið þeim gott, sem yður
gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyr-
ir það? Syndarar gjöra og hið sama.
(Lúk. 6, 33.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 drekkur, 4 hagvirkum,
7 upptökum, 8 urr, 9 fita,
11 hluta, 13 klína, 14
furða, 15 vegg, 17 galdra-
kvendi, 20 garmur, 22
lágfótur, 23 vatnsfall, 24
víðar, 25 rannsaka.
LÓÐRÉTT:
1 hákarlshúð, 2 hænur, 3
sterk, 4 heitur, 5 ham-
ingja, 6 lítill silungur, 10
bárur, 12 nöldur, 13
ambátt, 15 megnar, 16
sprungum, 18 krafturinn,
19 gabba, 20 ósoðinn, 21
frábrugðin.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fornöldin, 8 lubbi, 9 kylfa, 10 tík, 11 tuðra, 13
senna, 15 flesk, 18 sussa, 21 ólm, 22 feigð, 23 eirum, 24
gleðskaps.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 neita, 4 lokks, 5 iglan, 6 slít, 7 rata, 12
rós, 14 eru, 15 fífa, 16 Egill, 17 kóðið, 18 smeyk, 19
skróp, 20 aumt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Óðaverðbólga í ís-
lenskum brauðum
ÞEGAR gengið er inn í ís-
lenskt bakarí til að kaupa
sér brauð eða eina vesæla
köku með bleikum glassúr,
verður mikið gengisfall á
íslensku krónunni – hún
ekki bara fellur í verði – nei
hún hrapar beinlínis niður
og neðar. Brauð eru svo
miklu dýrari hérlendis en
gerist og gengur í öðrum
Evrópulöndum, stundum
margfalt dýrari – þrisvar
sinnun, fjórum sinnum er
ekki óalgengt. En neyt-
endasamtökin íslensku
hafa hreint ekkert um
þessa óðaverðbólgu í ís-
lenskum brauðum og kök-
um að segja: Þaðan heyrist
hvorki hósti né stuna, þótt
okrið á brauðvörum sé nán-
ast ævintýralegt og með
öllu taumlaust og hafi stað-
ið í áratugi. Ekki virðast
stjórnvöld landsins heldur
hafa neitt við þau verðlags-
mál að athuga. Það ein-
kennilega er að hráefnið,
hveiti, mjöl og sykur er yf-
irleitt selt hérlendis á
nokkru lægra verði en í ná-
grannalöndunum, svo ekki
getur dýrt hráefni verið
skýringin. Það vakti
hneykslan alþjóðar þegar í
ljós kom að um verðlagn-
ingu grænmetis var samið
á spássertúrum í Öskuhlíð
– til að verðleggja brauð-
vörur hittast menn kannski
í Bakarabrekkunni?
Njáll.
Fyrirspurn
til Framsóknarfélags
Reykjanesbæjar
KÆRA stjórn Framsókn-
arfélags Reykjanesbæjar.
Nú fer að styttast í bæj-
arstjórnakosningar hér í
bæjarfélaginu og ég geri
ráð fyrir því að það verði
harður kosningaslagur á
milli flokkanna. Því er ég
mjög hissa á að búið sé að
leggja niður starfandi félag
hér, Framsóknarfélag
Njarðvíkur, en það virtist
fara mjög í taugarnar á
mönnum hér að þetta litla
félag skyldi vera til.
Menn virtust ekki skilja
það að þetta litla félag hafði
mikinn stuðning í Njarð-
víkum, en nú er sá stuðn-
ingur farinn til annarra
flokka. Hvar er nú sam-
heldnin? Hvar er samstað-
an, kæru Framsóknar-
menn?
Þetta voru stór mistök
og afleiðingarnar geta ver-
ið þær að ekki fáist maður
inn í kosningunum í vor.
Það munar um alla.
Vonast ég eftir skýring-
um um þessi mál.
Munið að kosningar snú-
ast um fólkið í byggðarlag-
inu en ekki um persónur,
eða persónulegar skoðanir
á Framsóknarfélagi Njarð-
víkur.
Kær kveðja – og vona ég
að ykkur gangi sem allra
best í kosningunum í vor.
Ingigerður Guðmunds-
dóttir, Njarðvík.
Tapað/fundið
Átekin filma
týndist
24 mynda kodak filma átek-
in í hulstri týndist 5.–10.
mars á höfuðborgarsvæð-
inu. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 555 0206.
Dýrahald
Köttur í óskilum
SVARTUR og hvítur kött-
ur, ólarlaus, er í óskilum á
Suðurnesjum. Kötturinn
hefur hugsanlega komist
þangað í bíl því hann var út-
ataður í olíu. Upplýsingar
hjá Jóni í síma 847 8267.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
BETRI helmingur Víkverjagegnir starfi formanns hús-
félagsins í stigaganginum þar sem
Víkverji býr. Af þeim sökum barst
inn á heimilið á dögunum bréf frá
dreifingarstjóra Íslandspósts þar
sem bent var á að póstkassar í and-
dyri stigagangsins uppfylltu ekki
skilyrði reglugerðar um grunnþjón-
ustu nr. 505/1997. Var farið fram á
að úr þessu yrði bætt fyrir 15. júní
næstkomandi.
Ekki var tilgreint í bréfi dreifing-
arstjórans hverju væri ábótavant
við póstkassana en hins vegar
fylgdi með ljósrit úr fyrrnefndri
reglugerð og var sérstaklega merkt
við 12. grein sem ber yfirskriftina
„Bréfakassar og bréfarifur“.
Í þessu merka plaggi mátti lesa
ýmislegt markvert um það hvernig
póstkassar skuli vera úr garði gerð-
ir. Meðal annars kom fram að
bréfarifur skulu vera minnst 25x260
mm að stærð. Við hverja bréfarifu
og/eða á hverjum kassa í kassasam-
stæðu skal vera skilti eða gluggi,
minnst 26x100 mm að stærð, þar
sem tilgreint er með stóru og skýru
letri fullt nafn húsráðanda og ann-
arra sem hjá honum búa.
Innbyrðis staðsetning kassanna
skal vera sem eðlilegust, t.d. kassi
fyrir íbúð á fyrstu hæð neðstur til
vinstri í samstæðunni o.s.frv.
Fleira markvert má lesa í reglu-
gerð um grunnþjónustu, sem lætur
fátt fram hjá sér fara. Víkverji er
t.d. ekki viss um að hundaeigendur
séu upplýstir um að þar sem hund-
ur er á heimili viðtakanda getur
póstþjónustuaðili krafist þess að
bréfakassi sé staðsettur gangstétt-
armegin við lóðarmörk.
x x x
NÚ ER betri helmingur Vík-verja allur af vilja gerður en
átti þó í hinu mesta basli með að
finna út hvað væri athugavert við
póstkassana í anddyri blokkarinn-
ar. Gat t.d. verið að gluggarnir á
póstkössunum, þar sem nöfn íbú-
anna eru skráð, væru ekki af réttri
stærð? Eða var innbyrðis staðsetn-
ing kassanna óeðlileg? Brá hann því
á það ráð að senda tölvupóst til
dreifingarstjórans þar sem hann
óskaði eftir að það yrði nánar til-
greint hvað væri að kössunum.
Svar kom um hæl eftir að dreif-
ingarstjórinn hafði persónulega
gert sér ferð í blokkina með bréf-
beranum til að gera úttekt á póst-
kössunum. Og útkoman var sláandi:
„Niðurstaðan er sú að hæð frá gólfi
að efri jaðri bréfarifu er um 1.800
mm en samkvæmt reglum má hæð-
in ekki fara yfir 1.750 mm.“
x x x
LIGGUR því fyrir að til að upp-fylla kröfur póstþjónustunnar
þarf að rífa alla póstkassasamstæð-
una af veggnum í anddyri blokkar
Víkverja, sem líklega mun kalla á
að anddyrið þurfi málunar við eftir
á. Síðan yrðu kassarnir festir aftur
upp og þess gætt að þeir væru inn-
an réttra hæðarmarka (og ekki of
lágt þannig að neðri jaðar neðstu
bréfarifu færi ekki undir 700 mm)
og eðlilega staðsettir innbyrðis.
Þetta myndi vissulega allt kosta
sitt fyrir fátækt húsfélagið en Vík-
verji hefur verið að velta því fyrir
sér hvort ekki megi leysa málið með
því að útvega bréfberanum skemil,
sem jafnvel gæti verið hærri en þeir
fimm sentímetrar sem munar, ef
hann er svo lágvaxinn að hann eigi í
erfiðleikum með að ná upp í efri
bréfarifurnar í blokk Víkverja.