Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN þriðji stúlknasveitarinnar heimsfrægu TLC, Lisa Lopes, gjarnan kennd við vinstra augað, lést í bílslysi í Hondúras á fimmtu- dag. Lopes, sem var í fríi, var ein sjö farþega í bifreiðinni en sú eina sem lét lífið. Lopes var rappari og uppreisn- arseggurinn í TLC, einhverri far- sælustu og um leið skrautlegustu hljómsveit síðasta áratugar, og vann til fjölda verðlauna með sveit- inni þ.á m. Grammy-verðlauna. Meðal laga sem hún gerði vinsæl með TLC eru „Creep“, „Waterfall“ og „No Scrubs“ og hafa plötur þeirra þrjár, Ooooooohhh...On the TLC Tip frá 1992, CrazySexyCool frá 1994 og FanMail frá 1999 sam- anlagt selst í vel á annan tug millj- óna eintaka. Stormasöm ævi Þótt Lopes hafi einungis staðið á þrítugu þegar hún lést hafði hún átt stormasama ævi. Hún komst í frétt- ir 1994 þegar hún var handtekin fyrir að kveikja í húsi þáverandi kærasta síns, ruðningsstjörnunnar Andre Rison. Hún var fundinn sek og dæmd til hárrar fjársektar og í 5 ára skilorðsbundið fangelsi. Einnig skipaði dómari henni að fara í með- ferð til þess að vinna bug á áfeng- isvanda sínum. Sambandi þeirra Rison var þó síður en svo lokið. Þau voru sundur og saman allt fram á síðasta ár að þau tilkynntu að þau ætluðu loksins að láta pússa sig saman, en því höfðu þau ekki látið verða af er Lopes hvarf yfir móð- una miklu. Í september á síðasta ári komst Lopes enn eina ferðina í fréttir er hún hvarf sporlaust. Eftir tveggja vikna þrotlausa leit fann lögregla hana á hóteli í New Orleans þar sem hún dvaldi grandalaus á heimili vina sinna. Eins og systur LA Reid, lærifaðir og yfirmaður útgáfufyrirtækis hennar Arista, var harmi sleginn yfir fregnunum. „Það fá engin orð lýst sorginni sem þessi missir veldur í brjósti mér. Lisa var ekki einasta hæfileikaríkur tónlist- armaður heldur var hún mér einnig sem dóttir. Framlag hennar til tón- listarinnar mun varðveitast um ald- ur og ævi.“ Vinkonur hennar í TLC, þær Tionne „T-Boz“ Watkins og Roz- onda „Chilli“ Thomas segja í frétta- tilkynningu sem þær hafa sent sameiginlega frá sér að þær hafi verið „eins nánar og fjölskylda“ og að þær hafi „í raun orðið fyrir syst- urmissi“. „Systrakærleikurinn“ hefur samt ekki alltaf verið jafnmikill. Oft hef- ur samstarfið hangið á bláþræði eins og t.d. þegar þær neyddust til að lýsa sig gjaldþrota, um miðbik síðasta áratugar, þrátt fyrir rífandi sölu. Lopes hótaði síðan að slíta samstarfinu á meðan gerð FanMail stóð sökum þess að ekkert laganna sem hún hafði samið náði inn á plötuna. Sólóferill á ís Eftir gott gengi FanMail ákváðu þremenningarnir að gera hlé á samstarfinu og sinna langþráðum sólóþörfum. Lopes gerði þá sína fyrstu plötu, ein síns liðs. Hét hún Supernova og kom út í Evrópu í fyrra en sökum áhugaleysis út- varpsstöðva vestra var útgáfa plöt- unnar þar snarlega sett á ís, þar sem hún hefur verið síðan. Hins vegar var Lopes ekki af baki dottin og gerði fyrir fáeinum mánuðum útgáfusamning við Death Row-fyr- irtæki Suge Knight um að hann myndi gefa út efni með henni undir dulnefninu N.I.N.A. Fyrir skömmu bárust síðan fregnir af því að „systurnar“ hefðu enn og aftur sæst með faðmlagi og kossum. Ekki nóg með það heldur voru þær farnar að vinna að næstu TLC-plötu sem koma átti út síðar á árinu. En eftir hið sviplega fráfall Lopes hljóta örlög þeirrar plötu að vera óviss. Lisa „Left Eye“ Lopes, sem var 30 ára, verður jarðsungin í Atl- anta síðar í þessum mánuði. Reuters TLC er skráð á spjöld sögunnar sem farsælasta stúlknasveit sögunnar. TLC-stúlknatríóið er orðið að dúett skarpi@mbl.is Lisa „Left Eye“ Lopes fórst í bílslysi Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit nr. 337. Sýnd í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16.  kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 367 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Vit 367. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. B.i.12 ára Vit 375. Sýnd. kl. 2. Ísl. tal. Vit 338  kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 2, 4 og 6. E. tal. Vit 368 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 ½ SG DV Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. FRUMSÝNING Frá framleiðendum The Mummy Returns. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 335. ANNAR PIRRAÐUR. HINN ATHYGLISSJÚKUR. SAMAN EIGA ÞEIR AÐ BJARGA ÍMYND LÖGREGLUNNAR JOHN Q. DENZEL WASHINGTON Hér er hinn nýkrýndi Ósk- arsverðlaunahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð.  MBL kvikmyndir.is Sýnd kl. 4.45.Síðustu sýn. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV SG DV MYND EFTIR DAVID LYNCH Ævintýrið um Harry Potter og viskustein- inn er nú komið aftur í bíó í örfáa daga. Sýnd Kl. 5. Enskt tal. 2 FYRIR 1 Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 3. Ísl. tal. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl „Meistarastykki“ BÖS Fbl Sýnd kl. 3. Síðustu sýn. MULHOLLAND DRIVE Hér er hinn ný- krýndi Óskarsverð- launahafi Denzel Washington kom- inn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föð- ur sem tekur málin í sínar hendur þeg- ar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Frá framleiðendum The Mummy Returns. Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. FRUMSÝNING LOKASÝNING Á reykjavík guesthouse sunnudag kl. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.