Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 4

Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORDÓMAR hafa áhrif á heilsu, bæði líkamlega og andlega. For- dómar eru hleypidómar, oft byggðir á vanþekkingu og skiln- ingsleysi. Fordómum verður aldrei útrýmt en nauðsynlegt er að vekja athygli á þeim. Þetta segir Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri Geð- ræktar. Undir orð hans tekur vel á annan tug íslenskra félagasam- taka og stofnana sem hvetja lands- menn með átaki gegn fordómum til að líta í eigin barm, skoða eigin fordóma og sleppa þeim síðan. Þetta verður gert með táknrænum hætti, en frá 1. maí verður 35 þús- und blöðrum sem tákna fordóma og póstkortum er bera boðskap sem ætlað er að vekja fólk til um- hugsunar, dreift um allt land og síðla dags 18. maí verður blöðr- unum sleppt á níu stöðum um land- ið. Þá verða fulltrúar allra þeirra sem að verkefninu standa áber- andi í fjölmiðlum á næstu dögum til að vekja athygli á málstaðnum. Hversu öðruvísi er öðruvísi? „Hugmyndin að átakinu kvikn- aði hjá mér er ég var á fundi í Evr- ópu fyrir um einu ári síðan,“ segir Héðinn. „Þar kynntist ég belgísku verkefni sem bar yfirskriftina Hversu öðruvísi er öðruvísi? Fyrst hafði ég hugsað mér að átakið tengdist fyrst og fremst Geðrækt- arverkefninu en það varð úr að all- ur þessi hópur kemur að því og er því um að ræða vakningu um for- dóma í víðum skilningi.“ Að vitundarvakningunni standa Landlæknisembættið og Geðrækt í samstarfi við Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Heilsueflingu í skólum, Hitt Húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Íslands, Mið- borgarstarf KFUM og K og Þjóð- kirkjunnar, Rauða kross Íslands, Samtökin 7́8 og Öryrkjabandalag Íslands. „Við byrjuðum á því að reyna að skilgreina fordóma,“ segir Héðinn um undirbúningsvinnu átaksins. „Eru til meiðandi fordómar og eru til fordómar sem ekki meiða er meðal þess sem við veltum fyrir okkur. Við enduðum á því að sætt- ast á þá skilgreiningu að í þjóð- félaginu eru til margar stað- almyndir sem við köllum „norm“ og eru drifkraftur fordóma. Um leið og einstaklingur stendur utan normsins reynir þjóðfélagið með öllum ráðum að draga hann aftur inn í normið. Það veltur síðan á sjálfstrausti þeirra sem standa ut- an normsins hvort þeir brotna nið- ur.“ Átak um allt land Héðinn segir að lögð sé áhersla á að vekja athygli á því að for- dómar hafi áhrif á heilsu. „For- dómar hafa mikil áhrif á að fólk nær ekki bata eftir hver kyns veik- indi. Við vitum að við getum ekki útrýmt fordómum, þeir eru stór þáttur í daglegu lífi en það sem við viljum gera með vitundarvakning- unni er að veita fordómum athygli, fá fólk til að hugsa hvað veldur þeim, hvernig þeir birtast og hverjar eru afleiðingar þeirra.“ Vakningin er þegar hafin í ýms- um fjölmiðlum og verður á dag- skrá fram í júní, en meginþungi hennar stendur frá 1. maí til 18. maí. Miðvikudaginn 1. maí hefst dreifing meðal landsmanna á blöðrum og póstkortum á höf- uðborgarsvæðinu, á Akranesi, Ísa- firði, Sauðárkróki, Akureyri, Eg- ilsstöðum, Selfossi, í Vestmanna- eyjum og Reykjanesbæ og stendur til 18. maí. Vitundarvakning Landlæknisemb- ættisins og Geðræktar um fordóma Morgunblaðið/Jim Smart Undirbúningur að verkefninu hefur verið í höndum margra aðila. Hér eru þau Konráð Kristjánsson frá Rauða krossi Íslands, Þórdís Rúnars- dóttir frá Hinu húsinu og Héðinn Unnsteinsson frá Geðrækt. Fordómar hafa áhrif á heilsu PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi síðastliðið miðvikudags- kvöld, að þær hugmyndir væru frá- leitar að hagsmunum Íslands gæti verið betur borgið innan Evrópu- sambandsins. Páll vék undir lok ræðu sinnar að þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og sagði: „Okkur hefur tekist með sameinuðu þjóðar- átaki að koma böndum á verðbólg- una. Aðilar vinnumarkaðarins, og þá sérstaklega Alþýðusamband Ís- lands, eiga miklar þakkir skildar fyrir sína framgöngu í þeirri bar- áttu. En það sem gerði okkur mögulegt að ráða við verðbólguna var að við höfum okkar eigin mynt og getum því brugðist við áföllum og ráðum okkar málum sjálfir. Þró- unin í vetur sýnir okkur glögglega hversu fráleitar þær hugmyndir eru að hagsmunum Íslands gæti verið betur borgið innan Evrópusam- bandsins,“ sagði Páll. Félagsmálaráðherra um ESB Fráleitt að hagsmun- um yrði betur borgið 48 NEMENDUR Lögregluskóla ríkisins eru að hefja starfsþjálfun á höfuðborgarsvæðinu og hefur aldrei áður jafn stór hópur verið við nám í skólanum. Hópurinn hef- ur nú lokið fjögra mánaða bóklegu námi og mun næstu fjóra mán- uðina vera í starfsþjálfun á höf- uðborgarsvæðinu. Þá taka aðrir fjórir mánuðir í skólanum við áður en hópurinn útskrifast. „Við breyttum náminu lítillega í haust frá því sem áður var, styttum starfsþjálfunina úr einu ári í fjóra mánuði en í staðinn erum við með alla nemendur í þjálfun á höfuð- borgarsvæðinu og getum fylgst betur með þeim,“ segir Gunnlaug- ur V. Snævarr yfirlögregluþjónn. „Þessar breytingar virðast vera að skila sér, það hefur vantað menntaða lögreglumenn og því gripum við til þessara aðgerða. Núna eru eingöngu menntaðir lög- reglumenn á landsbyggðinni en hér á Suðvesturhorninu eru enn starfandi einhverjir ómenntaðir menn og því viljum við breyta með þessu. Þetta eru þó aðeins tíma- bundnar aðgerðir og við ætlum okkur að lengja aftur starfsþjálf- unina þegar jafnvægi er náð.“ Í fyrra útskrifuðust frá skólan- um 39 lögreglumenn. Í hópnum sem er nú að hefja starfsnám eru 12 stúlkur og 36 piltar og segir Gunnlaugur fjölda stúlkna aldrei hafa verið meiri, svo þar slái hópurinn annað met. 48 nemendur Lögregluskólans hefja starfsþjálfun Morgunblaðið/Kristinn 48 nemendur eru nú að hefja starfsþjálfun og er þetta stærsti hópur sem hefur verið við nám í skólanum. Styttra starfsnám til að fjölga menntuðum lögreglumönnum Kemur fram í könnuninni að for- ráðamenn íslenskra fyrirtækja telja skattaumhverfi fyrirtækjanna ekki hindra vöxt atvinnulífsins. Að auki eru stjórnendur ánægðir með menntakerfið og telja það styrkja at- vinnulífið. „Það eru einkum háir óbeinir skattar, hár fjármagns- kostnaður, mikill vaxtamunur inn- og útlána og tregða hins opinbera til að leyfa fjárfestingar erlendra aðila sem veikja stöðu Íslands í þessum flokki.“ Notum kreditkort mest allra Umhverfi viðskipta er hins vegar óbreytt milli ára og lendir Ísland í fjórða sæti eins og áður. Kemur m.a. fram í samanburðinum að Íslending- ar noti kreditkort mest allra og að atvinnuþátttaka kvenna sé mest á Íslandi sem stuðlar að betra við- skiptaumhverfi. „Auk þessa er menntunarstig vinnuaflsins gott að mati stjórnenda og lítil hætta á að hæfileikafólk flytjist af landi brott, svo fátt eitt sé talið upp.“ Segir að á móti komi að aukinn fjöldi verkfalla hafi haft neikvæð áhrif á stöðu Íslands og sömuleiðis mikill fjöldi vinnustunda launafólks. „Enn fremur er það mat stjórnenda að ófullkominn fjármálamarkaður og takmarkað framboð áhættufjár- magns dagi úr möguleikum íslensks viðskiptalífs.“ Sé litið til innviða þjóðfélagsins er staðan óbreytt frá árunum 1999 og 2000 eða fjórða sæti. „Í þessum flokki er staða Íslands sterk hvað varðar tölvueign á íbúa, mikla Int- ernetnotkun, vaxandi framlag Ís- lendinga til rannsókna og vísinda, svo fátt eitt sé upp talið,“ segir í frétt Þjóðhagsstofnunar. ÍSLAND er í 12. sæti í könnun um samkeppnishæfni landa árið 2002 en það er IMD (International Institute for Management Development) sem stendur fyrir könnuninni. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhags- stofnun. Skýrsla IMD metur samkeppnis- hæfi landa út frá þeirri umgjörð sem fyrirtækjunum er búin og hefur Ís- land verið þátttakandi frá árinu 1995. Alls eru 49 lönd þátttakendur í þessari könnun en Þjóðhagsstofnun hefur annast gagnasöfnun varðandi íslenska hluta rannsóknarinnar. Framfærslukostnaður með því hæsta sem gerist Samkvæmt niðurstöðunum hækk- ar Ísland um eitt sæti frá árinu 2001, eða úr 13. sæti í það 12. Sé hins vegar litið til framgöngu efnahagslífsins er Ísland nú í 43. sæti en var í42. sæti árið á undan. Segir í fréttinni að Ís- land gjaldi þess ávallt í þessum sam- anburði hvað það er lítið. „Allir markaðir hér eru smáir, hvort sem litið er til fjölda þátttakenda eða veltu fjármagns. Heildarverðmæti landsframleiðslu, útflutnings og inn- flutnings er alltaf lágt metið í banda- rískum dollurum.“ Þó eru tilgreindir þættir sem við getum haft áhrif á og eru okkur ekki til framdráttar en þeir eru m.a. mikil verðbólga á síðasta ári, hár fram- færslukostnaður, sem er með því hæsta sem gerist, og óhagstæður viðskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað varðar aðra flokka skipar þáttur hins opinbera Íslandi í 11. sæti samanborið við 9. sæti árið 2001 og er það einkum lakari staða rík- issjóðs sem veldur þeirri lækkun. Könnun IMD um samkeppnishæfni Atvinnuþátttaka kvenna mest á Íslandi Framkvæmdastjóri Atlantsskipa Sáttin gerð til að hindra samkeppni STEFÁN Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir ljóst að sú sátt, sem myndast hafi milli útgerðarfélaga og Sjómanna- félags Reykjavíkur um áætlunarsigl- ingar til og frá Íslandi, sé til komin til að hindra samkeppni í flutninga- starfsemi. Hann segist fagna þeim orðum formanns Sjómannafélagsins að þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til gegn Atlantsskipum, séu „sjálfsagt ekki löglegar.“ Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón- as Garðarsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, að sátt hefði ver- ið um það milli íslenskra útgerða og Sjómannafélagsins að skip, sem stunduðu reglulegar áætlunar- siglngar milli Íslands og annarra landa væru mönnuð íslenskum sjó- mönnum sem fengju greitt eftir ís- lenskum kjarasamningum. Stefán segir þessa sátt ganga út á að hindra samkeppni í flutninga- starfsemi. „Það hlýtur að stríða gegn hagsmunum meirihluta félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur og þjóðarinnar allrar að þeir séu að hindra að ný félög festi sig í sessi hérna“ segir hann. Þá fagnar Stefán þeim ummælum Jónasar að þær aðgerðir sem félagið hyggst grípa til gegn Atlantsskipum séu „sjálfsagt ekki löglegar“. Hann segir að með þeim hafi hið rétta komið í ljós. „Hann staðfestir þarna að við erum að fara eftir lögum ólíkt því sem hann hefur haldið fram síð- ustu þrjú ár. Þessar aðgerðir sem hann hyggst fara í eru ólöglegar og hann veit það sjálfur ólíkt því sem hann hefur áður sagt.“ Segir Stefán Atlantsskip hyggjast bregðast við slíkum aðgerðum með því að fá lögbann á þær eins og áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.