Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 11
tölur yfir haldlögð efni á síðustu fjórum árum, 1998, 1999, 2000 og 2001. Alls náðust um 6,8 kíló af marijuana samtals á þessum árum, rúm 130 kíló af hassi, rúm 18,3 kíló af amfetamíni, tæp 3,6 kíló af kók- aíni, um 665 skammtar af LSD og tæp 44 þúsund stykki af e-töflu. Reyndar var lagt hald á hátt í 68 þúsund e-töflur til viðbótar í fyrra og 14 þúsund til viðbótar árið 2000, en í þeim tilvikum voru smyglararn- ir á leið til Bandaríkjanna með pill- urnar og þær reiknast því ekki með efnum á íslenskum fíkniefnamark- aði. Götusöluverðmæti um 2 milljarðar á ári Götusöluverð efnanna, sem hald var lagt á undanfarin fjögur ár, nam hundruðum milljóna. Götuverðmæti 6,8 kílóa af marijuana er um 13,6 milljónir króna, 130 kíló af hassi væri hægt að selja fyrir 325 millj- ónir króna, verðmæti 18,3 kílóa af amfetamíni nemur rúmum 82 millj- ónum króna, tæp 3,6 kíló af kókaíni kosta tæpar 43 milljónir á götunni, 665 skammtar af LSD um eina millj- ón og fyrir 44 þúsund e-töflur, sem kosta nú um 2.000 krónur hver, þarf að greiða 88 milljónir króna. Alls voru því haldlögð efni hér á landi að verðmæti um 552 milljónir króna síðastliðin 4 ár. Ef gert er ráð fyrir að þessi hald- lögðu efni séu 10% af öllum efnum sem berast hingað til lands, eins og lögreglan vill gjarnan miða við, þýð- ir það að hingað var smyglað efnum fyrir 5,5 milljarða króna síðastliðin fjögur ár og þar af komust efni fyrir um 5 milljarða á markað, eða fyrir 1,250 milljarða á ári. Ef reiknað er með að aðeins náist um 3% efna á markaði, eins og sum- ir halda fram, þá voru flutt hingað efni að verðmæti 18,4 milljarðar í götusölu og þar af komust efni fyrir hátt í 18 milljarða á markað. Það þýðir að götusöluverðmæti fíkni- efna hér á landi á ári hverju nemur um 4,5 milljörðum króna. Til að fara milliveginn er hér reiknað með að lögreglan nái um 6,5% af efnum á markaði, sem þýðir að flutt voru til landsins efni að verðmæti 8,5 milljarðar króna þessi fjögur ár og þar af komust efni fyrir um 8 milljarða í götusölu. Það þýðir götusöluverðmæti upp á 2 milljarða á ári að meðaltali. Tveir milljarðar eru sama upp- hæð og öll heildarlaun 100 verslun- armanna í sjö ár. Þá má benda á, að Landspítala – háskólasjúkrahús vantaði um 650 milljónir króna til að endar næðu saman á síðasta ári, eða þriðjung af áætluðu söluverðmæti fíkniefnanna. Hærra verð en í nágrannalöndunum Verð á fíkniefnum er miklu hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. Í viðauka við ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra 1997 til 1998 kemur fram, að áratuginn á undan höfðu flest fíkniefni lækkað veru- lega í verði í götusölu í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum. Kókaín hafði t.d. fallið í verði um 45–50% á tímabilinu. „Verð á kannabisefnum, amfetamíni og kókaíni í götusölu á Íslandi er nú svipað í krónum talið og það var fyrir tíu árum. Lækkun efna í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum hefur þannig kannski ekki skilað sér að sama skapi í lægra verði til neytenda hér á landi,“ segir í skýrslunni frá 1998. Frá því að hún var rituð hafa hins vegar orðið tölu- verðar sviptingar, sérstaklega hefur hass hækkað verulega í verði og er komið upp í um 2.500 krónur grammið, en var lengi í 1.500 krón- um. Marijuana hefur fylgt í kjölfarið og grammið af því kostar nú um 2.000 krónur. 1998 sagði einnig: „Hér á landi var verðið hæst á hassi árið 1994, en þá var það fjórðungi hærra en það er nú. E-taflan var dýrust í upphafi, þ.e. árið 1992, en lækkaði mikið á árinu 1996. Götuverð hennar hækk- aði síðan á ný um þriðjung á árunum 1997 og 1998, trúlega vegna hertra aðgerða lögreglu og þungra dóma sem kveðnir voru upp þessi ár í e- töflumálum,“ segir í skýrslunni. Fæliáhrif hertra aðgerða og þungra dóma virðast fara þverr- andi, því e-taflan er nú seld á um 2.000 krónur stykkið að meðaltali, en algengt verð til skamms tíma var 3.500 krónur. Verðið hefur farið allt niður í 1.600 krónur að undanförnu, en gæði taflnanna eru þá lítil. Æði misjafnt kaupverð erlendis Verð fíkniefna ræðst af mörgum þáttum, bæði hér á landi og erlend- is. Styrkur og gæði efnisins ráða til dæmis miklu, sem og hið sígilda markaðslögmál að aukin eftirspurn og/eða minna framboð hækkar verðið. Kaupverð fíkniefnanna er- lendis er því áreiðanlega æði mis- jafnt. Áhættan við að flytja efnið hingað til lands, þar sem langflestir þurfa að fara um Keflavíkurflugvöll og yfirvöld þekkja líklega betur til þeirra sem lifa og hrærast í þessum heimi en víða annars staðar, bætir svo enn á verðið. Þótt varasamt sé að tilgreina kaupverð erlendis og söluverð hér á landi, enda fara fíkniefnasmyglarar víða til kaupa, þá er hægt að fá nokkra hugmynd um það með því að líta á götusöluverð í Bretlandi. Gramm af amfetamíni þar í landi kostaði um 1.200 krónur á síðasta ári, en hér á landi um 4.500 krónur að meðaltali. E-pillan kostar um 970 krónur í Bretlandi, en 2.000 krónur hér. Skammtur af LSD kostar um 490 krónur í Bretlandi, en 1.500 krónur hér, en taka skal fram að efnið sést varla á markaði hér leng- ur. Í magnkaupum erlendis fæst lægra verð, til dæmis gefur Indep- endent Drug Monitoring Unit (IDMU) í Bretlandi upp götusölu- verð 100 e-pilla sem rúmar 38 þús- und krónur á síðasta ári, en í smá- sölu hér fengjust um 200 þúsund krónur fyrir 100 pillur. IDMU birtir einnig tölur um hassverð á heima- síðu sinni og þar kemur fram að kíló af hassi frá Marokkó kostar um 169 þúsund krónur í Bretlandi, en hér á landi fengjust 2,5 milljónir fyrir það í götusölu. 100 skammtar af LSD kosta rúmar 20 þúsund krónur í Bretlandi, en götusöluverðmæti hérlendis væri 150 þúsund krónur. Svipuð velta og í ferðaþjónustu í heiminum Háar tölur um veltuna á íslensk- um fíkniefnamarkaði eru í samræmi við áætlaða veltu á þessum markaði í heiminum öllum. Í skýrslu Fíkni- efnastofnunar Sameinuðu þjóðanna (United Nations International Drug Control Programme) frá 1995, sem ber heitið Efnahagslegar og fé- lagslegar afleiðingar fíkniefnamis- notkunar og ólöglegrar fíkniefna- sölu, kemur fram að velta fíkniefnasölu í heiminum er áætluð á bilinu eitt hundrað til eitt þúsund milljarðar bandaríkjadala árlega, eða 9,6 til 96 billjarðar króna. Oftast er miðað við að veltan sé á bilinu 300–500 milljarðar dala, eða 28,8 til 48 billjarðar króna. Sameinuðu þjóðirnar fara milliveginn og áætla veltuna 400 milljarða dala, eða 38,4 billjarða króna, sem er sama tala og Interpol styðst við. Það er hvorki meira né minna en fjórðungur alls útflutningsverðmætis ríkja heims árið 1995, nær tvöfalt meira en bein erlend fjárfesting ríkja var á því sama ári og nær sexfalt meira en öll þróunaraðstoð það árið. Og svo enn sé haldið áfram með samanburð: Velta í ferðaþjónustu í heiminum er nærri því að vera hin sama og í fíkniefnasölu, en járn- og stáliðnaður heimsins er ekki einu sinni hálfdrættingur. Öll heimsins bílasala slagaði hátt í 300 milljarða dala veltu árið 1995 og sala á fatnaði og vefnaðarvöru var ríflega 350 milljarðar dala. Ekkert af þessu komst því jafnfætis veltunni í fíkni- efnaheiminum. Auðvitað eru einnig dæmi af at- vinnuvegum, sem skáka myrkum heimi fíkniefnanna. Velta í olíu og gasi árið 1995 var hærri en fíkni- efnanna, sem og velta í matvöru-, drykkjar- og áfengisframleiðslu, en þó munaði aðeins um þremur tugum milljarða dala á þessum greinum og fíkniefnunum. Efna- og lyfjaiðnað- urinn komst örlítið hærra, eða í um 440 milljarða dala. Þótt fíkniefna sé neytt um allan heim hefur neysla þeirra á Vestur- löndum langmest áhrif á þessar töl- ur, enda verð þar miklu hærra en í fátækari löndum. Tugir milljóna í fíkniefnagróða Upplýsingar um gróða af fíkni- efnasölu hér á landi er helst að finna í dómsskjölum. Þekkt dæmi er „Stóra fíkniefnamálið“ svokallaða, en dómur Hæstaréttar í því féll í febrúar árið 2001. Í því máli lagði lögreglan hald á um 24 kíló af hassi, fjögur kíló af amfetamíni, 680 grömm af kókaíni og tæplega 5.500 e-töflur. Ákæruvaldið fór fram á upptöku tæplega 350 milljóna króna, sem það taldi ávinning fíkni- efnaviðskipta, en Héraðsdómur féllst á upptöku um 52 milljóna og Hæstiréttur taldi sannanir nægar til upptöku 45 milljóna. Fjárstreymi fíkniefna bjagar hagstjórn Gríðarlegt fjárstreymi í neðan- jarðarhagkerfi fíkniefnanna hefur áhrif á hagstjórn ríkja. Í fyrrnefndri skýrslu Fíkniefnastofnunar SÞ frá 1995 segir m.a., að ef háar fjárhæð- ir, sem aflað sé ólöglega með sölu fíkniefna, séu í umferð í efnahags- kerfinu verði hagstjórn mjög flókin. Hagstjórn sé ávallt erfitt viðfangs- efni, en þegar háar fjárhæðir fíkni- efnaheimsins bætist við sé hún nán- ast ógjörleg. Þetta eigi sérstaklega við þegar þörf sé á stefnubreytingu í hagstjórn, til dæmis þegar beita eigi aðhaldi í ríkisrekstri, m.a. til að draga úr verðbólgu. Í slíkum tilvik- um vinni fíkniefnafjármunirnir gegn aðgerðum ríkisins, ýmist vegna þess að þessir fjármunir komi í veg fyrir að ætlaðar aðgerðir nái fram að ganga, dragi breytingar verulega á langinn, eða þvingi rík- isvaldið til að grípa til mun harðari aðgerða en ella, sem geti leitt til at- vinnuleysis og óróleika í þjóðfélag- inu. Í skýrslunni er vísað til Rann- sóknarstofnunar SÞ í þjóð- félagsþróun (United Nations Re- search Institute for Social Development), sem hefur sýnt fram á að peningar sem eiga rætur að rekja til fíkniefnaviðskipta hafa bjagað stefnu margra ríkja í efna- hags- og gjaldeyrismálum. Þegar mikið peningastreymi frá fíkniefna- heiminum rennur saman við eðlilegt fjármunastreymi þjóðfélagsins veldur það oft fleiri truflunum en seðlabankar viðkomandi ríkja fá við ráðið. Þessi áhrif hafa komið fram í viðskiptum við útlönd, heildar- neyslu þjóðfélagsins og verðbólgu og hafa raunar áhrif á hagvöxtinn í heild. Mikill kostnaður samfélagsins Áhrif fíkniefnaviðskipta á hag- kerfið verða ekki eingöngu metin út frá ætlaðri veltu í þeim viðskiptum, heldur þarf einnig að líta á kostnað samfélagsins vegna fíkniefnaneyslu. Þar þarf að taka tillit til margra þátta, t.d. kostnaðar við tollgæslu, löggæslu, meðferðarheimili og sjúkrastofnanir, auk kostnaðar samfélagsins vegna afbrota, sem fylgja fíkniefnanotkun, bæði beint tjón vegna innbrota og þjófnaðar, sem og kostnað við rekstur dóm- stóla og fangelsa. Hér á landi hefur ekki verið gerð úttekt á áhrifum fjárstreymis í fíkniefnaheiminum á þjóðarhag, samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. Sömu svör fengust hjá Hagfræðistofnun, en þar sögðust menn ekki vilja tjá sig um málið, þar sem engar rannsóknir lægju fyrir. Tölur um kostnað þjóðfélagsins vegna fíkniefnaneyslu liggja heldur ekki á lausu. Erlendis hefur verið reynt að fá nokkra mynd af þeim kostnaði. Í fyrrnefndri skýrslu Fíkniefnastofnunar Sameinuðu þjóðanna kemur t.d. fram, að árleg- ur kostnaður Breta vegna fíkniefna- smygls og fíkniefnamisnotkunar telst vera um 5.800 krónur á íbúa, eða um 280 milljarðar króna (töl- urnar eru frá 1988, en reiknaðar á gengi dagsins). Bretum reiknast svo til að um 85% þeirrar upphæðar séu tjón þjóðfélagsins vegna þjófnaðar og innbrota, sem sýnir svart á hvítu að glæpir eru einn helsti fylgifiskur fíkniefnamisnotkunar. Aðrir kostn- aðarliðir voru t.d. starf fíkniefnalög- reglu, fangelsiskostnaður og þær upphæðir sem runnu til forvarna og meðferðar. Árið 1995 reiknaðist Þjóðverjum svo til, að kostnaður þjóðfélagsins vegna fíkniefnamisnotkunar næmi um 922 milljörðum króna, eða um 11.500 krónum á íbúa. Þjóðverjar fóru m.a. þá leið að reikna með tap- aðri framleiðni vegna sjúkleika og ótímabærs andláts fíklanna, auk þess að líta til tjóns vegna þjófnaðar og innbrota, kostnaðar vegna lög- gæslu, dómstóla og fangelsa og kostnaðar vegna forvarnar- og með- ferðarstarfs. Árið 1992 reiknuðu Kanadamenn kostnaðinn hjá sér um 3.800 krónur á íbúa og Ástralir töldu hann 6.700 krónur. Ef tekið er meðaltal þess- ara kostnaðartalna Breta, Þjóð- verja, Ástrala og Kanadamanna, þá kostar fíkniefnaneysla þjóðfélagið um 7.000 krónur á íbúa. Hér á landi myndi það þýða um 1,9 milljarða á ári. Það skal tekið fram að erfitt er að yfirfæra útreikninga þessara ríkja á íslenskt samfélag, þar sem fíkni- efnaneysla í þessum löndum er um margt frábrugðin neyslunni hér, t.d. er heróínneysla nær algjörlega óþekkt hérlendis. Rannsókna þörf Ljóst er, að hér á landi er þörf á rannsóknum á umfangi fíkniefna- viðskipta og þeim áhrifum sem þau hafa á þjóðarhag. Vissulega er ekki auðvelt að greina umfang málsins, en það ætti að vera hagfræðingum verðugt viðfangsefni.                     ! "#     $ %  " #   &#'            #  # #  2 22 22 "22 422 '22 (  '      ) * *  *+    )  * %  &#'     6  ’ Velta fíkniefnasöluí heiminum er áætl- uð á bilinu eitt hundrað til eitt þús- und milljarðar bandaríkjadala ár- lega, eða 9,6 til 96 billjarðar króna. ‘ rsv@mbl.is ’ Ef háar fjárhæðir,sem aflað er ólöglega með sölu fíkniefna, eru í um- ferð í efnahagskerf- inu verður hagstjórn mjög flókin. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 11  Fíkniefnaneytendur mynda þol gagnvart mörgum þeirra efna sem neytt er. Þá þarf meira magn efnis til að ná sömu áhrifum, sem eykur kostnað neytandans.  Sá sem reykir kannabisefni daglega eyðir í það um 60 þúsund krónum á mánuði.  Fjórar e-töflur um helgar kosta neytandann um 32 þúsund krónur á mánuði.  Sá sem notar vikulega um eitt gramm af kókaíni, t.d. um helg- ar, greiðir fyrir það um 50 þúsund krónur á mánuði.  Neysla fíkniefna leiðir því auðveldlega af sér fleiri og alvar- legri afbrot.  Fíklar fjármagna oft neyslu sína með innbrotum í bíla, á heim- ili og í fyrirtæki. Þýfið er hið fjölbreytilegasta, hljómtæki, skart- gripir, tölvubúnaður og nánast allt steini léttara. Fíkillinn reynir svo að koma þýfinu í verð til að eiga fyrir næsta skammti.  Til að gefa mynd af þeim kostnaði, sem þjóðfélagið ber af þjófnaði og innbrotum, sem oft eru framin af fíklum, má taka dæmi af tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum. Markaðshlutdeild fé- lagsins er rúmur þriðjungur. Tjónskostnaður þess í fyrra vegna þjófnaða og innbrota nam 88 milljónum króna, en inni í þeirri tölu eru t.d. 283 innbrot á heimili á síðasta ári og 230 innbrot í fyrirtæki. Hins vegar taka þessar upphæðir ekki til innbrota í bíla, sem eru algeng, enda ganga hljómtæki í bíla kaupum og söl- um í fíkniefnaheiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.