Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 14

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 14
14 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Haukssoner sparisjóðsstjóri Spari-sjóðs Reykjavíkur og ná-grennis, SPRON, for- maður Sambands íslenskra sparisjóða og stjórnarformaður Kaupþings. Hann var tekinn tali í tilefni af 70 ára afmæli SPRON en fyrst var hann beðinn um að segja almennt frá sparisjóðunum. „Sparisjóðirnir eru fyrst og fremst staðbundin fyrirtæki sem stuðla að uppbyggingu á sínu starfs- svæði. Sparisjóðirnir eiga rætur í tiltölulega þröngu umhverfi í sínum uppvexti og þeir hafa á þeim grund- velli styrkt ýmis menningar- og líknarmál á sínu starfssvæði. Með þeim hætti hefur SPRON til dæmis komið að mjög mörgum málum hér í Reykjavík og þetta er einn af þeim þáttum sem sparisjóðirnir eru þekktir fyrir. Menn hafa oft velt því fyrir sér hverjir eigi sparisjóðina og ég tel óhætt að segja að svarið felist í því að ef til slita sparisjóðs kemur þá renna allar eignir hans til menn- ingar- og líknarmála á starfssvæði hans. Á þessum forsendum hafa þeir einmitt gert mikið af því að rækta upp sitt nánasta umhverfi.“ Nú er SPRON orðinn 70 ára, en hvernig voru fyrstu skrefin? „Starfsemi SPRON hefur verið afar farsæl í þessi 70 ár, en til hans var stofnað 1932, á tímum þegar kreppa og erfiðleikar voru í þjóð- félaginu. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að nýta sparnað Reyk- víkinga til uppbyggingar í sínu nán- asta umhverfi. Það hefur ætíð verið markmið sjóðsins að þjóna einstak- lingum og við munum hér eftir sem hingað til leggja megin áherslu á það. Helsti frumkvöðull að stofnun sjóðsins var Jón Þorláksson, fyrr- verandi forsætisráðherra og borg- arstjóri. Hann var mjög framsýnn maður á mörgum sviðum og spari- sjóðurinn naut þess. Síðan hafa tek- ið við af honum mætir menn og haldið um stjórnvölinn hér. Stjórn- arformaður síðastliðin 24 ár hefur verið Jón G. Tómasson og það hefur verið einstaklega gott að vinna að uppbyggingu sparisjóðsins með honum. Ég veit að ég tala þar einnig fyrir munn forvera míns, Baldvins Tryggvasonar, sem hafði mjög mikil áhrif á þróun og stöðu SPRON og sparisjóðanna í landinu í heild. SPRON hefur vaxið mjög hratt, eins og reyndar sparisjóðirnir allir, á undanförnum árum og áratugum og stöðugt verið að styrkja stöðu sína.“ Skráning á Verðbréfaþing í kjölfar hlutafjárvæðingar Nú eruð þið flutt í nýtt húsnæði, hefur það miklar breytingar í för með sér fyrir sparisjóðinn? „Sparisjóðurinn hóf starfsemi sína á Hverfisgötunni og var þar fyrstu áratugina. Síðan flutti hann árið 1968 á Skólavörðustíginn og var það eini afgreiðslustaðinn þar til 1983 að fyrsta útibúið var stofnað. Aðalskrifstofur sparisjóðsins voru síðan fluttar í Ármúla 13a í janúar síðast liðnum en við erum enn með öfluga starfsemi á Skólavörðustígn- um og það stendur ekki til að draga úr henni. Nýja húsnæðið við Ármúlann gef- ur okkur mikla möguleika á að hag- ræða í rekstri og að auka þjónustu við viðskiptavini okkar. Hér hafa því verið skapaðar betri aðstæður fyrir starfsmenn til að þjóna viðskiptavin- um okkar.“ Í tæpt ár hafa lög heimilað að sparisjóðum sé breytt í hlutafélög, en enginn hefur enn látið verða af því. SPRON virðist einna líklegast- ur til að ríða á vaðið, er eitthvað að frétta af þessu? „Í okkar huga er enginn vafi á því að hlutafélagsformið hentar miklu betur en önnur félagsform ef gefa á almenningi kost á að fjárfesta í fyr- irtækjum. Við höfum velt því fyrir okkur eftir að lögunum var breytt síðastliðið vor með hvaða hætti og hve hratt við ættum að fara inn á þessa braut og höfum skoðað ýmsa möguleika í þeim efnum. Niðurstaða síðasta aðalfundar var að stjórnin fékk óskorað umboð til að undirbúa þessa breytingu. Stjórnin hefur í framhaldi af því fal- ið mér að hefjast handa við þennan undirbúning. Það er hins vegar ekki ljóst hve hratt við förum í þessum efnum því að það þarf að taka tillit til margra þátta, bæði hér innan- húss hjá okkur og eins aðstæðna á markaði á hverjum tíma, en vonandi skýrast línur í þessu mjög fljótlega.“ Fylgir skráning á markað í kjöl- far formbreytingarinnar? „Já, ég tel að það sé eðlilegt fram- hald vegna þess að hlutafélagaform- ið er best til þess fallið að afla fyr- irtækjum eigin fjár. Þá er æskilegt að markviss verðmyndun sé á hinu skráða hlutafé og hún verður helst tryggð með skráningu á Verðbréfa- þing Íslands.“ Er ekki hætta á að sparisjóðirnir séu of litlir til að virk verðmyndun verði með þá á markaði, sér í lagi minni sjóðirnir? „Til að virk verðmyndun verði á Verðbréfaþingi þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni stærð. Það er ljóst að margir sparisjóðir eru of smáir til að svo verði. Hins vegar tel ég að stærstu sparisjóðirnir geti náð þess- ari stærð, og eins tel ég alveg víst að þegar sparisjóðir sameinist í fram- tíðinni þá muni þeir velja hluta- félagsformið. Það gefur þeim kost á að mynda sjálfseignarstofnun um þann hluta eigin fjár sem hefur myndast í tímans rás. Þannig tel ég að það verði mjög heppilegt við sameiningar að nota hlutafélags- formið. Um leið og sparisjóðirnir sameinast verða þeir stærri eining- ar og þar af leiðandi má gefa sér að allmargir muni komast í þá aðstöðu að geta nýtt sér skráningu á Verð- bréfaþing.“ Samstarf sparisjóðanna þarf að endurskoða Hagræðing í bankakerfinu hefur verið töluvert til umræðu á síðustu misserum og árum, en lítið hefur gerst í þeim efnum að undanförnu. Hvaða hlutverk, ef eitthvað, telurðu að sparisjóðirnir muni leika í þeirri hagræðingu sem hugsanlega er framundan? „Það hefur gengið mjög vel hjá sparisjóðunum á undanförnum ár- um. Þeir hafa vaxið mjög hratt hver fyrir sig en jafnframt þróað með sér öflugt samstarf. Við sjáum að mark- aðshlutdeild sparisjóðanna hefur aukist stöðugt í gegnum tíðina og samanlagt eru þeir með næstmesta hlutdeild í innlánum á landsvísu og þeir eru líka með næstmest eigið fé allra fjármálafyrirtækja. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Sparisjóðirnir hafa með sér mikið samstarf og byggja á neti dótturfyr- irtækja í því samstarfi. Þessi félög hafa öll staðið sig með afbrigðum vel og skilað sparisjóðunum gríð- arlega miklum verðmætum. Þar nægir að nefna fyrirtæki á borð við Kaupþing, SP-fjármögnun, Spari- sjóðabankann, Alþjóða líftrygginga- félagið og Tölvumiðstöð sparisjóð- anna. Öll þessi fyrirtæki hafa staðið sig mjög vel á sínum vettvangi og gert sparisjóðunum kleift að bjóða víðtækara vöruúrval en þeir hefðu getað gert hver fyrir sig. Þeir hafa einnig náð fram mikilli hagræðingu, til dæmis með rekstri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna og í markaðsmálum. Þetta umhverfi hef- ur verið að þróast mjög vel fyrir sparisjóðina. Hitt er jafn ljóst að þetta fyr- irkomulag hefur ákveðin vandamál í för með sér, sem felast fyrst og fremst í því að það eigið fé sem er bundið í þessum félögum dregst frá eiginfjárgrunni sparisjóðanna þegar eigið féð er reiknað út samkvæmt gildandi reglum þar um. Þetta tak- markar orðið möguleika einstakra sparisjóða til vaxtar. Þess vegna tel ég alveg víst að það form á sam- starfi sem sparisjóðirnir hafa haft með sér á undanförnum árum, og hefur reynst mjög vel, þurfi að koma til endurskoðunar. Samstarf á vettvangi Sambands sparisjóða hefur verið með miklum ágætum og skilað sparisjóðunum miklu.“ Ef litið er á hagræðingarmögu- leika í bankakerfinu sést að spari- sjóðirnir hafa fjölgað útibúum sín- um á undanförnum árum en aðrir bankar hafa fækkað þeim. Er hægt að lesa út úr þessu að eitthvað vanti upp á hagræðingu hjá sparisjóðun- um? „Það er rétt að afgreiðslum spari- sjóða hefur fjölgað og er það reynd- ar sama þróun og annars staðar í heiminum. Sparisjóðir erlendis hafa víðast hvar verið í sókn og hafa ver- ið að auka þjónustuna við viðskipta- vini sína og ná auknum viðskiptum út á það. Sparisjóðirnir hafa svo náð fram hagræðingu með samstarfi, eins og ég gat um áðan, og það er okkar aðferð til að hagræða. Ég held hins vegar að menn megi ekki einblína á útgjaldaþáttinn þeg- ar þeir eru að tala um hagkvæmni. Hagkvæmni stærðarinnar er nokk- uð sem allir skilja og hafa í huga þegar rætt er um sameiningu fyr- irtækja. Við megum hins vegar ekki gleyma öðru lögmáli, en það er sér- staða smæðarinnar, og það er ein- mitt hún sem hefur hvatt sparisjóð- ina til dáða. Þeir eru sjálfstæðir og þurfa að berjast hver um sig en ná sameiginlega fram hagkvæmni í ein- stökum rekstrarþáttum. Þetta skap- ar ákveðna sérstöðu sem hefur reynst sparisjóðunum farsæl. Við horfum hins vegar á hverjum tíma til þeirra möguleika sem fyrir hendi eru til hagræðingar og nýtum meðal annars tæknina í þeim efnum og höfum gengið lengra en aðrir. Í því sambandi má nefna að sparisjóðirn- ir hafa stofnað tvo netbanka þar sem fólki bjóðast betri vaxtakjör en hægt er að gera í bönkum sem byggjast á hefðbundinni bankastarf- semi.“ Þurfa að bæta aðgengi að lánsfé Á að lesa það út úr þessu að þið séuð ekki spenntir fyrir því að sam- einast öðrum, til að mynda Bún- aðarbanka eða Landsbanka þegar einkavæðing þeirra heldur áfram? „Ég útiloka ekki að sparisjóðirnir komi að einhverri uppstokkun í bankakerfinu, en það er alveg tært í okkar huga, að komi til þess þá verði það ekki til að breyta þjónust- unni gagnvart viðskiptavinum okk- ar, enda leggjum við mikið upp úr góðri þjónustu og höfum komið best út í könnun á þjónustu meðal við- skiptavina fjármálastofnana hér á landi. Við teljum að sú hagræðing sem snýr að okkur í bankakerfinu felist helst í því að efla eiginfjár- stöðu okkar eða eignarhaldsfélags í okkar eigu, sem fái síðan alþjóðlegt lánsfjárhæfismat sem veitir okkur aðgang að ódýrara lánsfé.“ Stærri bankar með lánsfjárhæf- ismat geta nú væntanlega nálgast ódýrara lánsfjármagn en sparisjóð- irnir og standa þá betur að vígi við endurlán þess. Hvernig meturðu stöðu sparisjóðanna að þessu leyti? „Það er rétt að þetta er þáttur í okkar starfsemi sem þarf að koma til endurmats, því að innlán munu í framtíðinni ekki verða sú upp- spretta útlánagetu hjá sparisjóðun- um sem hún hefur verið í fortíðinni. Það kemur aðallega til af því að möguleikar einstaklinga til að spara eru orðnir mun fleiri en verið hefur og við sjáum fram á að hefðbundin sparnaðarform munu ekki uppfylla væntingar viðskiptavina. Þetta mun þýða að við þurfum að hafa greiðari aðgang að lánsfé til að geta end- urlánað viðskiptavinum til að mæta þeim þjónustuþætti í rekstri okkar. Þeir aðilar sem eru skráðir á Verðbréfaþingi og hafa alþjóðlegt mat eru líklegri til að fá ódýrara lánsfé en hinir. Þessu þurfa spari- sjóðirnir að hyggja að og skapa sér hagstæðara samkeppnisumhverfi hvað þetta snertir.“ Er hugsanlegt að Sparisjóða- bankinn verði settur á markað og að hann fái lánsfjárhæfismat til að mæta þessu? „Það gæti komið til greina en áð- ur þurfa sparisjóðirnir að móta stefnu í þessum efnum. Sparisjóð- irnir eru vel fjármagnaðir í dag. Meirihluti útlána okkar byggir á innlánum. Það er ekkert á döfinni sem gjörbreytir þeirri stöðu, en hitt er ljóst að framundan er þróun sem við verðum að taka þátt í.“ Talandi um fjármögnun, þá hefur fjármögnun Kaupþings, sem er að stærstum hluta í eigu sparisjóð- anna, nokkuð verið til umræðu og þá vegna þess að það er að stórum hluta fjármagnað til mjög skamms tíma og til að mynda mjög ólíkt ykk- ur. Hvað viltu segja um þetta? „Kaupþing er allt öðruvísi fyrir- tæki en sparisjóðirnir. Við skulum hafa í huga að í upphafi var Kaup- þing verðbréfafyrirtæki sem tók ekki stöðu sjálft og veitti ekki lán. Síðan hefur starfsemi þess vaxið mikið og það er fjármagnað mikið með skammtímalánum. Þegar eignir og skuldir Kaupþings eru bornar saman sést hins vegar að þar er gott jafnvægi þar sem eignirnar eru fyrst og fremst auðseljanleg verð- bréf, svo fjármögnun þess er alls ekkert áhyggjuefni þótt hún sé ólík því sem er hjá okkur.“ SPRON hefur beitt sér fyrir nýrri greiðsluþjónustu bankanna Hvernig meturðu framtíðina í samstarfi Kaupþings og sparisjóð- anna? „Eignarhald okkar á Kaupþingi fer mjög vel saman við starfsemi þeirra annars vegar og okkar hins vegar. Kaupþing vinnur fyrst og fremst að sviðum á fjármálamark- aðnum þar sem sparisjóðirnir eru ekki þátttakendur, þannig að það er nánast engin samkeppni milli þess- ara tveggja aðila. Geti þeir unnið saman er það mjög hagstætt fyrir báða og við höfum ekkert annað í huga en að halda samstarfinu áfram.“ Guðmundur víkur í lokin að því að SPRON hafi verið að beita sér fyrir frekari þróun í greiðsluþjónustu til almennings og að þetta sé eitt af lykilhlutverkum bankakerfisins. Þessu sé vel sinnt hér á landi eins og þeir þekki sem verið hafi í banka- þjónustu erlendis. „Hitt er annað mál að það er einn þáttur í greiðslu- þjónustunni hér sem við getum gert miklu betur í og höfum verið að reyna að hvetja viðskiptabankana til samstarfs við okkur um á vettvangi Reiknistofu bankanna. Þetta snýst um að losna við heimsenda gíróseðla og láta bankana greiða reikninga fyrir ýmsa þjónustu viðskiptavina sinna með rafrænum hætti. Í stað þess að viðskiptavinirnir fái fjölda gíróseðla eða greiðsluseðla senda heim um hver mánaðamót fá þeir aðeins yfirlit frá bankanum sínum. Hagræðið af þessu hefur verið reiknað út og niðurstaðan var sú að þetta myndi spara yfir einn milljarð króna á ári. Þar að auki væri þetta mikil aukning í þjónustu við við- skiptavini sem slyppu við reikninga um mánaðamót með tilheyrandi ferðum í banka- eða sparisjóðsútibú. Þetta er þess vegna þáttur sem við getum gert miklu betur í, bæði til að auka þjónustuna og bæta afkom- una,“ sagði Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri að lokum. Sérstaða smæðarinnar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er 70 ára í ár. Höfuðstöðvar hans eru nýfluttar og hann hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar. Haraldur Johannessen ræddi við Guðmund Hauksson spari- sjóðsstjóra um sparisjóðinn, væntanlega hluta- fjárvæðingu og breytingar í fjármálaumhverfinu. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, fyrir utan nýjar höfuðstöðvar sparisjóðsins í Ármúlanum. Einar Magnússon, gjaldkeri SPRON, á upphafsárum sparisjóðsins. haraldurj@mbl.is ’ Hagræðið af þess-ari greiðsluþjónustu var reiknað út og niðurstaðan varð sú að þetta myndi spara yfir einn millj- arð króna á ári. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.