Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DANSLEIKHÚSIÐ hef-ur formlega starfsemiá morgun en morgun-dagurinn er jafnframtalþjóðlegur dagur
dansins sem haldinn er hátíðlegur
um allan heim. Formleg opnun
Dansleikhússins hefst með nýrri
sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem
frumsýnd verða verk eftir þrjá ís-
lenska danshöfunda.
Það er Jassballettskóli Báru sem
stendur að stofnun dansleikhússins
og segir Bára Magnúsdóttir skóla-
stjóri að um sé að ræða þróun-
arverkefni þar sem vakið sé til lífs-
ins lifandi, skemmtilegt og
skapandi leikhús þar sem dansinn
er í aðalhlutverki. En hver var að-
dragandinn að stofnun Dansleik-
hússins ?
„Aðdragandi að stofnun Dans-
leikhússins hefur lengi blundað
undir yfirborðinu. Við höfum fundið
fyrir því að það hefur sárlega vant-
að vettvang fyrir dansara og dans-
höfunda. Nú er mikill uppgangur
og dansáhugi og vonum við að með
tilkomu Dansleikhússins verði til
breiðari starfsgrundvöllur fyrir
danslistamenn,“ segir Bára.
600 manns við nám í skólanum
Irma Gunnarsdóttir er fram-
kvæmdastjóri verkefnisins og kenn-
ari og deildarstjóri hjá JSB. Hún
segir þörfina fyrir þennan vettvang
vera mjög brýna. „Í dag er mjög
mikill fjöldi í dansnámi. Hjá Jass-
ballettskóla Báru eru nemendur nú
um 600 talsins. Dansleikhúsið veitir
þeim framtíðarsýn og eitthvað til
að stefna að en það hefur verið allt
of algengt að efnilegir og hæfi-
leikaríkir einstaklingar hafi hætt í
dansi vegna þess að verkefnin og
tækifærin hafa verið af skornum
skammti. Vonandi geta komandi
kynslóðir dansnemenda átt atvinnu-
grundvöll sem dansarar eða dans-
höfundar í framtíðinni,“ segir Irma.
Þær Bára og Irma segja að
stefnt sé að því að danshöfundar,
dansarar og aðrir listamenn sem
starfi fyrir Dansleikhúsið fái greitt
fyrir vinnu sína.
„Jassballettskóli Báru lítur á
Dansleikhúsið sem þróunarverkefni
en skólinn hefur alfarið styrkt
þessa fyrstu listdanssýningu. Við
vonum hins vegar að Dansleikhúsið
geti fengið opinbera styrki í nán-
ustu framtíð,“ segir Bára og bætir
við að húsnæðisskortur sé farinn að
segja til sín hjá skólanum með allan
þennan fjölda nemenda og nú nýtt
dansleikhús.
Fjölbreytt efnisskrá
Irma segir að allir dansarar og
danshöfundar sem hafa langt dans-
nám að baki og hafa hæfileika og
metnað til að ná langt eigi mögu-
leika á að starfa með Dansleikhús-
inu. En hverjir taka þátt í þessari
fyrstu uppfærslu?
„Það eru þrír danshöfundar sem
hafa margvíslega reynslu að baki
og sextán dansarar, fjórtán frá
Jassballettskóla Báru og tveir frá
danshópnum Götustrákarnir,“ segir
Bára. Hún segir að verkin séu afar
ólík og fjölbreytt og í þeim komi
nútímadans, klassískur listdans og
jassdans við sögu.
Annað kvöld verða semsagt
frumsýnd þrjú ný dansverk. Það
fyrsta er eftir Irmu Gunnarsdóttur,
danshöfund og kennara til margra
ára hjá Jassballettskóla Báru og
framkvæmdastjóra Dansleikhúss-
ins. „Verkið sem ég hef samið fyrir
sýninguna heitir Dulúð. Það fjallar
um lífið sjálft og leyndardóma þess
en verkið spannar sólarhring í lífi
mismunandi einstaklinga. Hug-
myndin að mínu verki gengur ekki
upp nema að hafa bæði kynin. Ég
nældi mér í tvo karldansara úr
danshópnum Götustrákarnir en
þeir eru strákar sem vilja skapa sér
tækifæri á sviði dansins og það er
virkilega gaman að hafa þá með,“
segir Irma.
Jóhann Freyr Björgvinsson,
fyrrum dansari hjá Íslenska dans-
flokknum til margra ára, á einnig
verk á sýningunni. Jóhann hefur
jafnframt fengist við kennslu og
samið nokkur verk undanfarin ár.
Nýjasta verkið hans heitir 8Villt og
segir hann að það fjalli um ákveðið
augnablik sem flestir standa
frammi fyrir einhvern tímann á lífs-
leiðinni. „Í verkinu er ég að kljást
við augnablikið rétt áður en maður
heldur að maður sé að taka stærstu
ákvörðun í lífi sínu. Það sem gerist
er að maður týnist, meira get ég
ekki sagt,“ segir Jóhann.
Síðasta verkið sem flutt verður
er eftir Katrínu Ingvadóttur, dans-
ara hjá Íslenska dansflokknum og
kennara hjá Jassballettskóla Báru
til margra ára. Um verkið sitt Brot
segir hún: „Brot fjallar um fólk
sem er búið að missa sjónar á sjálfu
sér og er komið í heim sem er því
ókunnugur.“
Mikil hvatning fyrir unga dansara
Danshöfundarnir segja að mikil
hvatning felist í Dansleikhúsinu.
„Það hefur verið mikill skortur á
tækifærum fyrir dansara og dans-
höfunda hérlendis. Dansleikhúsið
hvetur danslistafólk til að halda
áfram og skapa sér tækifæri,“ segir
Jóhann.
Katrín segir að dansararnir séu
ungir en mjög metnaðargjarnir:
„Það er mjög gaman og gefandi að
vinna með þessum dönsurum. Þeir
hafa æft dans frá unga aldri og
langar virkilega til að sýna hvað í
þeim býr, en þeir eru á aldrinum 17
– 25 ára,“ segir Katrín og Irma
tekur við: „Já, það er kominn tími
til að gefa þeim meira krefjandi
vettvang en almennar nemendasýn-
ingar, atvinnumennska ætti að
verða þeirra næsta skref,“ segir
hún að lokum.
Ný tækifæri
fyrir dansara
Morgunblaðið/Þorkell
Nýtt dansleikhús, sem skapar ný tækifæri fyrir
þann fjölda dansara og danshöfunda, sem búa hér
á landi, hefur starfsemi með sýningu í Borgarleik-
húsinu á morgun. Ragna Sara Jónsdóttir heyrði í
bjartsýnum og kraftmiklum aðstandendum þess.
„Það er mjög gaman
og gefandi að vinna
með þessum döns-
urum. Þeir hafa æft
dans frá unga aldri og
langar virkilega til að
sýna hvað í þeim býr.“ rsj@mbl.is
Þau Irma Gunnarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson og Katrín Ingvadóttir ríða
á vaðið sem danshöfundar hjá hinu nýstofnaða Dansleikhúsi. Verk eftir þau
verða frumsýnd annað kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins.
Einbeitnin skín úr andliti Sigríðar
Soffíu Níelsdóttur, eins af dönsurum í
verki Jóhanns Freys Björgvinssonar,
8Villt, á æfingu í vikunni.
ÉG hef oft hugsað til þess hversu Ís-lendingar til sjávar og sveita hafiverið einangraðir og afskiptir fyrrá öldum. Fólk bjó yst á annesjumeða inn til dala, í verulegri fjar-
lægð frá öðrum bæjum eða byggðu bóli.
Samgöngutækin voru hestar eða tveir jafn-
fljótir. Ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, eng-
inn sími, engin önnur afþreying nema hús-
lestrar og jafnvel bækur voru af skornum
skammti. Í mesta lagi sálmabók og
Vídalínspostilla.
Samkomur og samneyti
við aðra voru helstar við
jarðarfarir eða kaup-
staðaferðir. Hvað hafði fólk
fyrir stafni, hvað gerði það
sér til dægrastyttingar í fá-
breytninni? Einhvern veg-
inn þraukaði þetta fólk og ekki má gleyma
því að það var fjölmennt á heimilunum,
vinnufólk og sveitarómagar, börnin fóru ekki
að heiman og afar og ömmur sátu áfram í
baðstofunni. Skyldu það hafa verið samræð-
urnar og þetta litla samfélag í lágreistu
kotinu, sem bjargaði þessum kynslóðum frá
þunglyndi myrkurs, kulda og fátæktar? Og
fábreytni.
Það stóð saman. Hafði félagsskap hvert af
öðru.
Nú eru breyttir tímar að því leyti að við
búum flest í margmenni og njótum nálægðar
við annað fólk. Við höfum ljós í híbýlum, síma
og tölvur, fjölmiðla til að stytta okkur stund-
ir, afþreyingu í menningu, íþróttum og
skemmtunum hverskonar. Veitingahús,
dansstaði, vídeóleigur og svo vinnum við,
flest hver, á fjölmennum vinnstöðum eða eig-
um aðild að félagsskap af einni eða annarri
gerðinni. En þrátt fyrir allt þetta áreiti, alla
þessa valkosti og fjölbreytilegu möguleika á
lífsháttum, er kannski alvarlegasta vanda-
málið fyrir núlifandi Íslendinga, að bægja frá
sér einsemdinni. Og reyndar erum við ekki
einir um þá einsemd. Fólk út um víða veröld,
hverfur í mannhafinu, týnist, gleymist, liggur
kannski dáið dögum saman, af því ættingjar
og vinir eru víðs fjarri. Eða eru ekki til.
Þegar ég tala um einsemd, er það ekki í
þeim skilningi að sitja einhversstaðar einn og
yfirgefinn, sambandslaus við umheiminn.
Það gera fæstir. En við getum samt verið
alein og afskipt í þeirri merkingu að líða
áfram í önnum dagsins án þess að eiga neinn
að, án þess að eiga tjáskipti nema á yfirborð-
inu, án þess aðskipta neinn svo miklu máli, að
hann hafi hug á því að rækta samband. Má
ekki vera að því.
Leikskólar og leikskólapláss eru eitt helsta
kosningamálið í Reykjavík. Það vantar gæslu
fyrir börnin. Hversvegna skyldi það nú vera?
Er það ekki vegna þess að foreldrarnir eru
svo uppteknir við að mæta í vinnuna og hafa í
sig og á, að þeir mega ekki lengur vera að því
að fóstra börnin sín á yngsta aldri? Og svo
koma árin, þar sem unglingarnir hamast við
að fylgja tísku og straumum og sogast inn í
hringiðu freistinga og forboðinna ávaxta og
foreldrarnir þekkja ekki og skilja ekki þá
hröðu og hörðu veröld sem unglingar nú-
tímans verða að berjast við. Það þarf sterkan
einstakling til að standa sjálfstætt til hliðar
og einangra sig frá fjöldanum og straumnum
og vera samt með. Og svo koma vímuefnin og
hvar skyldi einsemdin vera meiri en þar sem
unglingar eru á flótta og í felum með sitt
bitra leyndarmál?
Á hinum kanti vegarins situr gamla fólkið,
oftast búið að koma því fyrir á gamalmenna-
heimilum og nútíma stofufangelsum og heim-
sóknartímarnir líða og dagurinn að kveldi
kemur, án þess að nokkur maður líti inn eða
kasti á þessar vofur fortíðarinnar svo mikið
sem minnstu kveðju. Þar er beðið eftir sím-
hringingu eða óboðnum gesti. En enginn
kemur. Enginn má vera að.
Á milli unglingsáranna og ellinnar, liggja
vegir okkar í mismunandi áttir, unga fólkið
giftir sig og skilur og eftir sitja, hvor í sínu
lagi, einstæðir foreldrar, einstæðingar, ein-
semdarfólk. Hver situr í sínu skoti, með fólk í
blokkinni, með sjónvarpið á fullu, með tölv-
una í gangi. En lítið sem ekkert mannlegt
samneyti. Gömlu æskufélagarnir týndir og
tröllum gefnir, aðrir í fjölskyldunni eiga nóg
með sig og svo leyfir fjárhagurinn engar leik-
húsferðir eða forvitnilegar mataruppskriftir,
ekkert svigrúm til veisluhalda eða vellyst-
inga. Í vinnuna, úr vinnunni, engin upplyft-
ing, engar samræður eða samskipti, nema þá
við afgreiðslufólkið í videóleigunni.
Nýlega voru stjórnvöld að skrifa undir
samning um sex milljarða tónlistarhús. Ekki
mun þetta fólk, sauðsvartur almenningurinn,
sækja það hús, jafnvel þótt hann feginn vildi.
Hefði nú ekki verið nær að leyfa okkur skatt-
borgurunum að leggja fram sex milljarða til
betra mannlífs, til öryrkjanna, til gamla
fólksins, til einstæðinganna, sem flestir
hverjir lifa í einsemd sinnar eigin fátæktar.
Hvers vegna erum við alltaf að snobba fyrir
menningunni, ef fáir geta notið hennar, eða
velferðinni, þegar fæstir hafa aðgang að
henni?
Einsemd nútímans stafar ekki af stopulum
samgöngum eða frumstæðum fjarskiptum.
Hún á rætur sínar að rekja til þeirrar firr-
ingar, sem hrjáir samfélagið, kapphlaupsins,
sem ætlar okkur lifandi að drepa í svoköll-
uðum þægindum, hún er afsprengi þess mis-
kunnarleysis, þegar við gerumst sjálflæg og
eigingjörn.
Það er svosum við engan að sakast og hver
er sinnar gæfu smiður. En hvað kostar eitt
bros í nærveru sálar? Eða til hvers var okkar
starf í sexhundruð sumur, ef árangurinn og
framfarirnar frá því fyrr á öldum, blasir við í
vaxandi einsemd í miðju mannhafinu?
Einsemdin í
mannhafinu
Teikning/Andrés
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
ebs@isholf.is