Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 22

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 22
22 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Á veggnum bak við sviðið var tjald og á því birtust myndskeið sem þeir Jón Þór, Georg og Orri settu saman. Á þeim birtist Skugga-Hrafn og ýmisleg kunnug- og framandleg minni sem juku við fornan og fjarrænan blæ tónlistarinnar. ÞAÐ VAR mikið um dýrðir í Barbic- an-tónleikahöllinni í Lundúnum síð- astliðinn sunnudag þegar þar var fluttur Hrafnagaldur, tónverk Hilm- ars Arnar Hilmarssonar, meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birg- issonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrason- ar, og Steindór Andersens við Eddu- kvæðið Hrafnagaldur Óðins. Kvæðið sjálft hefur verið að segja gleymt frá því undir lok nítjándu aldar þegar norskur fræðimaður komst að þeirri niðurstöðu að það væri seinni tíma tilbúningur, en undanfarið hafa menn leitt rök að því að svo sé ekki, Hrafna- galdur eigi sannarlega heima meðal Eddukvæðanna. Ill meðferð Hrafnagaldur hefur lengi verið Hilmari ofarlega í huga, hugsanlega vegna þeirrar illu meðferðar sem kvæðið fékk hjá Sophus Bugge sem lýsti það fölsun á hæpnum forsendum fyrir hálfri annarri öld eða þar um bil. Þegar Hilmar vann að tónlistinni við Engla alheimsins með Sigur Rós fyr- ir tveimur árum, en hljómsveitin á tvö lög í myndinni, snerust samræður þeirra mikið um Óðin og hrafna og ýmis teikn þeim tengd sem Hilmar segist hafa séð að væru merki frá goðunum. Hann sagði þeim félögum frá kvæðinu og fór yfir með það með þeim og í framhaldinu einsettu þeir sér að semja tónlist við það þegar tími gæfist. Síðan kom uppá hjá Sig- ur Rós heimsfrægð og Hilmar var ekki síður önnum kafinn við að semja kvikmyndatónlist. Það ýtti síðan við mönnum að ljúka verkinu þegar Listahátíð í Reykjavík, sem hafði frétt af pælingunni, óskaði eftir því að verkið yrði flutt á hátíðinni í sumar. Hilmar segir að það hafi verið kær- komið tækifæri til að ljúka við það og þrátt fyrir miklar annir manna, Sigur Rós að taka upp næstu breiðskífu sína og Hilmar að semja tónlist við nýja kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, gafst stund milli stríða til að spinna við verkið. Steindór And- ersen rímnamaður, sem hefur áður unnið með Sigur Rós, kom snemma að verkinu og lagði til sönglínuna að mestu, en hann hefur dálæti á kvæð- inu, segir það fallega ort og þróttmik- ið. Þegar þeir félagar síðan komust í steinhörpu Páls Guðmundssonar á Húsafelli var rétta áferðin komin. Til stóð að frumflytja verkið á Listahátíð í sumar, en þegar beiðni barst frá Barbican-tónlistarsetrinu í Lundúnum þótti mönnum það of gott tækifæri til að fá að prufukeyra verk- ið til að hægt væri að hafna því. Þegar við bættist að til aðstoðar yrðu fram- úrskarandi strengjasveit og einn besti kór í Evrópu var ekki hægt að segja nei; það er ekki á hverjum degi sem menn fá að halda generalprufu með annan eins mannskap í einum besta tónleikasal Bretlands og fyrir fullu húsi í kaupbæti, því það seldist upp á tónleikana á örskotsstundu, á þriðja þúsund miðar fóru víst á tveimur dögum. Lítið sofið Þótt menn hafi unnið af krafti og lítið sofið, Hilmar segir mér að hann hafi ekki sofið í þrjár vikur, voru mörg handtök eftir þegar Hilmar og Sigur Rós héldu út á fimmtudaginn fyrir viku. Við hittumst í Barbican- tónleikahöllinni uppúr hádegi á sunnudag þar sem Hilmar og félagar hafa verið frá því snemma um morg- uninn eftir að hafa unnið fram eftir kvöldi daginn áður. Kjartan lauk til að mynda ekki við að skrifa út streng- ina fyrr en á laugardagskvöld og komst því ekki á fyrstu æfinguna með kórnum sem var þann dag. Aðrir voru á þeirri æfingu og segja hana hafa gengið eins og í sögu; kórinn sé ótrúlega góður og æfingin hafi gengið glimrandi. Fyrsta æfing með strengjasveitinni er á sunnudag, fjór- um tímum áður en tónleikarnir eiga að hefjast. Strengjasveitin London Sinfon- ietta er þekkt fyrir að leika nútíma- tónlist, að vera opin fyrir tilrauna- og ævintýramennsku. Liðsmenn hennar voru líka fljótir að átta sig sínu hlut- verki, ekki síst fyrir leiðsögn Árna Harðarsonar sem hafði alla þræði í hendi sér, tryggði réttan hraða og hrynskipan. Eftir að búið var að renna í gegnum strengjaþætti verks- ins kom kórinn á svið og vinna hófst við að stilla saman Steindór og stuðn- ingsraddirnar. Steindór var sallaró- legur eins og jafnan og kórfélagar sungu eins og englar. The Sixteen er einn helsti miðaldakór heims og merkilegt út af fyrir sig að hann skuli fást til að taka þátt í annarri eins til- raunatónlist. Kórinn söng á tungu- máli sem Hilmar skrifaði út til að ná sem líkustum íslenskum hljóðum, enda enginn tími til að kenna mönn- um íslensku. Skemmst er frá því að segja að kórfélagar sungu eins og englar og sumar hendingarnar voru sem þær voru sungnar á íslensku, eða bjagaðri íslensku í það minnsta. Þeir láta líka vel af verkinu og þar sem nokkrir meðlimir London Sinfonietta eru á spjalli hefur einn fiðluleikarinn orð á því hve tónlistin sé falleg. Þrátt fyrir það eru margir endar óhnýttir, ýmislegt ógert og ekki laust við að maður beri kvíðboga fyrir kvöldinu, ekki síst þegar uppi verður fótur og fit því einhver hefur týnt slagverkspartinum. Í rennsli eftir kóræfinguna, þegar verkið er allt leikið, rennur þó smám saman upp fyrir manni að víst getur það heppn- ast, allt er til staðar sem þarf, tónlist- in þrungin spennu og fegurð, tónlist- armennirnir framúrskarandi og ef Óðinn lofar fer allt vel. Einna best heppnast þriðji þátturinn þar sem þeir Steindór og Jón Þór syngja sam- an undir lokin, Valdi Viðrir / vörð Bif- rastar/ Gjallar sunnu / gátt að frétta, / heims hvívetna / hvert er vissi/ Bragi og Loftur / báru kviðu. Margræður Hrafnagaldur Áheyrendur í Barbican á sunnu- dagskvöldið eru vísast flestir komnir til að sjá Sigur Rós, en hugsanlega leynast ævintýramenn inn á milli, fólk sem hefur gaman af að heyra og sjá eitthvað nýstárlegt og víst verður nóg slíkt í boði. Barbican-höllin er glæsilegt tónleikahús, hljómur allur til mikillar fyrirmyndar og hönnun og aðkoma með miklum ágætum aukin- heldur sem salurinn er hæfilega stór, rúmar rétt á þriðja þúsund áheyr- enda. Geri að tillögu minni að teikn- ingarnar að þeim sal verði fengnar hingað til lands og þá má spara sér vinnu, tíma og fé. Hafnagaldur er margræður að því leyti að enginn skilur kvæðið og því geta allir skilið það sínum skilningi. Þegar geysifallegt upphafsstef verksins hljómar, þrungið trega og spennu, fer ekki á milli mála hvern veg þeir félagar Hilmar, Steindór og Sigur Rósarlimir lesa kvæðið; þeir telja það frásögn af aðdraganda ragnaraka. Drunginn í kvæðinu skil- ar sér í tónlistina frá fyrstu hljómum, skemmtilega undistrikað af gítar- bjögun Jóns Þórs á öndverðri fjórðu mínútu fyrsta þáttar; strengjasveitin þagnar í fimm sekúndur og gítar- óreiðusuð fyllir salinn áður en hljóm- sveitin kemur aftur inn, enn trega- fyllri. Æ meira ber reyndar á gítarnum eftir því sem líður á verkið, ólgandi óreiðan kraumar undir niðri og speglar eirðarleysið og óvissuna í upphafserindum kvæðisins: Ætlun æsir / illa gátu / veður villtu / vættar rúnum. Upphafsorð kvæðisins, Al- föður orkar, verða eins konar leiði- stef, þau eiga eftir að birtast aftur, eins og til að hnýta það saman. Eins og getið er í upphafi samdi Steindór Andersen sönglínuna, en hann syngur eða sönglar kvæðið; kemur inn á áttundu mínútu eins og fræðaþulur úr fornöld. Hljómsveitin dregur sig nánast í hlé á meðan hann fer með fyrsta erindið og um tíma er gítarólgan aðalundirspilið, vel tempr- uð og lágstemmmd. Þegar Steindór síðan endurtekur upphafserindið sér kórinn um að gefa því hákirkjulegan blæ, háar kvenraddir og dimmir bassar og síðan fylla milliraddir uppí. Í þriðja erindi kvæðisins, þegar Steindór syngur þótti er Þráins / þunga draumur/ Dáins dulu / draum- ur þótti, syngur kórinn með honum og ekki er annað að heyra en hann sé að syngja íslensku með réttum áherslum og rétta hrynjandi; þar hljóta goðin að hafa gripið inní eða Hilmar um vélað. Steinharpan í aðalhlutverki Steinharpan hans Páls á Húsafelli er engin smásmíð, með 54 steina sem raðað er niður eftir stærð/hljómi. Einn steinn brotnaði víst á æfing- unni, f-steinn, en Páll var ekki lengi að kippa því í liðinn, var vitanlega með varastein með sér og braut af honum sem þurfti til að fá réttan hljóm. Annar þáttur verksins byggist einmitt á steinhörpuspili að mestu, framan af fléttukenndur taktur stein- hörpunnar en hljómi hennar verður seint lýst með orðum, þá komu strengirnir, brosandi í gegnum tárin, og síðan þeir Georg á bassa og Orri Páll á trommur sem gerðu verkið bráðlifandi og skemmtilegt þrátt fyr- ir allt, ekki síst þegar kórinn kom inn á fjórðu mínútu, um miðbik þáttarins. Síðan tók alvaran við að nýju, enda framundan mestu drungaþættir verksins: heimar / niður að Ginnungs / niði sökkva og: Stendur æva / strind né röðull, / lofti með lævi / linnir ei straumi. Enn er steinharpan í aðal- hlutverki en skömmu eftir að Iðunn Ívaldsdóttir er kynnt til sögunnar bregður fyrir raftónlistarstefi, hálf- gerðum óhljóðum sem glíma við kór- inn um hríð en láta svo undan síga, nasasjón af ragnarökum? Hér er komið að því að Jón Þór syngi með Steindóri, en hann á í einhverjum erf- iðleikum með hljóðsmalann og syng- ur því minna en á æfingunni. Eftir því tekur þó enginn sem ekki hefur séð verkið áður, en fyrir þeim sem það hafa gert verður þriðji þátturinn óneitanlega svipminni fyrir vikið. Meðal helstu viðburða á Listahátíð að þessu sinni verður flutningur á tónverki Hilmars Arnar Hilm- arssonar, Sigur Rósar og Steindórs Andersen við gleymt Eddukvæði. Árni Matthíasson eyddi síðast- liðnum sunnudegi í að rýna í Hrafnagaldur, tónverkið og kvæðið. Sannkallaður galdur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.