Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 23
Mótuð rafhljóð
Í upphafi fjórða þáttar eru rafhljóð
enn á ferð, að þessu sinni mótaðri,
ekki bara óhljóð, og takturinn býsna
nútímalegur og hann gengur að segja
í gegnum allan þáttinn. Hann verður
þó æ ógreinilegri sem líður á og
hljómsveit og síðar kór taka völdin,
gera stemmninguna upphafna og há-
tíðlega, sérstaklega söngkonur kórs-
ins sem renna sér upp tónstigann
eins og ekkert sé, svífa upp á háa c-ið
og halda sig þar sem þeim sýnist. Því-
líkt einvalalið!
Steinharpan snýr aftur í fimmta og
næstsíðasta þætti verksins, ágengur
síbyljutaktur og ofan á hann kyrjar
Steindór næstu erindi þegar Heim-
dallur, útsendari alföðurs, innir Iðuni
eftir því hvað sé á seyði: hlýrnis, helj-
ar, / heims ef vissi / ártíð, æfi, / ald-
urtila. Smám saman eykst þunginn í
tónlistinni eftir því sem erindið sæk-
ist verr; mun þó miður / mælgi dugði.
Vindur svo fram að Heimdallur og
ferðafélagar eru krafðir sagna í
veislu en undir lok þáttarins kyrjar
Steindór aftur ellefta erindi kvæðis-
ins eftir stuttan strengjakafla rétt
eins og til að undirstrika hve mikið
var í húfi og hve slyppur Heimdallur
sneri aftur.
Oflítilfræg erindisleysa
Lokaþáttur verksins hefst á
heillandi upphafsstefi þar sem tilfinn-
ingaríkur strengja- og síðar blásara-
söngur rennur saman við einsöng
ónefndar söngkonu úr kórnum sem
syngur snilldarlega. Síðan tók Stein-
dór upp þráðinn þar sem frá var horf-
ið, goð sitja veislu til heiðurs Heim-
dalli og inna hann eftir orðum
Iðunnar allan þann dag unz nam
húma. Þegar ljóst er að hann hefur
farið erindisleysu / oflítilfræga er ráð
Óðins að gengið verði til rekkju því
Nótt skal nema / nýræða til.
Þegar hér er er komið hefði hugs-
anlega mátt skjóta á sjöunda kafla,
enda verður áherslubreyting í verk-
inu, en gítarólga er notuð smekklega
til að brúa ólíkar stemmningar. Í takt
við það að gýgjar og þursar, / náir,
dvergar / og dökkálfar taka á sig náð-
ir verður hrynskipan hægari og
strengir myrkari, gítarhljómar Jóns
Þórs gefa fyrirheit um það sem koma
mun á hinum síðasta degi sem hefst
brátt.
Blásið til heimsendis
Það er mál fræðimanna að Hrafna-
galdur sé brotakennt kvæði, vísur
hafi líkastil afbakast, hugsanlega
vanti framan á kvæðið og örugglega
aftan á það. Eins og þeir Hilmar Örn,
meðlimir Sigur Rósar og Steindór
Andersen skilja kvæðið, ef marka má
tónlistina sem þeir hafa samið við
það, er það þó býsna heillegt og lítið
eða ekkert vantar aftan við, því þegar
Heimdallur blæs í horn sitt næsta
morgun er hann ekki að kveða goðin
til þings, hann er að blása til heims-
endis. Aðdragandi lokaerindis
Hrafnagaldurs er mjög tilkomumikill
í verkinu sem og ekki varð komist hjá
gæsahúð þegar Steindór hóf síðasta
erindið; Risu raknar, / rann álfröðull,
/ norður að Niflheim / njóla sótti; /
upp nam Árgjöll / Úlfrúnar niður, /
hornþytvaldur / Himinbjarga. Eftir
að hann lauk við erindið hóf kórinn
síðan að syngja Alföður orkar í sífellu
og smám saman jókst stígandin í tón-
listinni þar til rafvædd Sigur Rós
kom inn af fullum þunga á nítjándu
mínútu, ragnarök.
Sannkallaður galdur
Óhætt er að segja að sannkallaður
galdur hafi verið upp magnaður á
sviðinu í Barbican þetta sunnudags-
kvöld; flutningurinn tókst framúr-
skarandi vel. Verkið sjálft er tilkomu-
mikið, helst að meira hefði mátt vera
af Sigur Rós, þ.e. þeim þunga sem
rafmagnaður leikur hljómsveitarinn-
ar gefur, en það stendur víst til að
auka hlutverk hennar til muna í
Laugardalshöllinni 24. maí næstkom-
andi; eftir generalprufuna verður
verkið enn betra ef að líkum lætur.
Kemur ekki á óvart að fleiri hafa fal-
ast eftir að fá að heyra verkið, en að
sögn hefur borist ósk um að það verði
flutt austur í Japan.
Tilvitnanir í Hrafnagaldur eru af
vefsetri þeirra Eysteins Björnssonar
og Williams P. Reaves sem helgað er
kvæðinu; sjá: www.hi.is/~eybjorn/
ugm/hrg/main.html
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 23
Viltu kynnast því fegursta í EVRÓPU í einstakri ferð?
Listatöfrar Ítalíu á fegursta tíma 27. júní-9. júlí
Florens við Arno,
höfuðborg lista.
Við Gardavatn
Óperusýning í Arenunni, Verona
Hnattreisa Ingólfs 2002 - nýr heimur!
„Einn dagur
sem þúsund ár“
Hnattreisur Heimsklúbbsins eru mestu ferðaviðburðir Íslandssögunnar.
Minningarnar lifa í vitund fólks sem fór þær, meðan það lifir. Margir
hafa vitnað um þær á opinberum vettvangi, t.d. í tímaritinu ÚRVAL
1. tbl. 2001. Fólk sér heiminn, líf sitt og umhverfi í nýju ljósi eftir slíka
reynslu. Ótrúlegt en satt, fólk undrast eftir á, hve ódýrt ævintýri hnatt-
reisan er, enda hefur verið leitað allra hugsanlegra leiða til að gera hana
í senn ódýra og þægilega. Ummælin eru á þá leið, að Hnattreisan, ferð
ævinnar, hefði ekki getað verið betur úr garði gerð. Hver dagur hennar
getur orðið sem þúsund ár í huga þér. Aðeins 30 geta komist með, og
ekki seinna vænna að tryggja sér þátttöku, því nú eru 4 sæti laus. Ná-
kvæm lýsing ferðar liggur fyrir. Staðfestingargj. 50 þús. Leiðin liggur
um fegurstu lönd jarðar á suðurhveli, sem flestum Íslendingum eru enn
ókunn.
Ferðatilhögun í stórum dráttum:
Viðskiptafarrými gegn aukagreiðslu!
1) Flogið til London með Flugleiðum og
áfram samdægurs með British Airways til
Suður-Afríku. Þar er dvalist og ferðast um í
viku, ekið hina rómuðu „Blómaleið“ frá Port
Elizabeth til Cape Town en þaðan farið í
skoðunarferðir á Góðrarvonarhöfða og um
hið frjósama og undurfagra Cape hérað.
2) Flogið frá Cape Town til Jóhannesarborg-
ar með BA en þaðan með ástralska flugfé-
laginu Qantas til Sydney. Dvalist í Sydney 3
daga og farið í skoðunarferðir um borgina,
nágrennið og upp í Bláfjöll. Flogið til Auck-
land, stærstu borgar Nýja-Sjálands. Kynnis-
ferðir þaðan og til höfuðstöðva frumbyggj-
anna, Maori í Rotorua. Samtals 5 dagar á
Nýja-Sjálandi.
3) Ekið frá Rotorua til flugvallar Auckland
og flogið til Papeete á Tahiti, þar sem lent er
um kvöldið og einum degi bætt inn í tímatal-
ið, því að farið er austur yfir daglínu. Dvalist
4 daga á hinum undurfögru eyjum Tahiti,
sem eru jarðnesk paradís, og gist á einu besta
hóteli Tahiti.
4) Flogið frá Papeete til Santiago, höfuðborg-
ar Chile, með millilendingu á Páskaey. Flogið
áfram til hinnar fögru heimsborgar Buenos
Aires og dvalist þar í 3 daga. Borg tangósins
er full af lífi og töfrum þess lífsstíls, sem er
horfinn annars staðar.
5) Flogið frá Buenos Aires til Iguassu, þar sem
er mesta fossasvæði heimsins, gist á 5* hóteli,
og morguninn eftir er fossasvæðið með um 270
fossum skoðað, eitt af undrum heimsins og
ógleymanleg sjón, áður en haldið er áfram til
Rio de Janeiro.
6) Dvalist við frægustu strönd heimsins, Copa-
cabana, á fyrsta flokks hóteli, 3 daga í fegurstu
borg heimsins, vegna hins óviðjafnanlega borgar-
stæðis milli hárra fjalla með hitabeltisbaðströnd
við húsdyrnar. Rio er borg lífsgleðinnar, þar sem
léttleikinn birtist t.d. í ólgandi sveiflu sömbunnar.
7) Í ferðalok er flogið með British Airways yfir
nótt til London, og ferðinni haldið áfram til
Keflavíkur síðdegis, nema óskað sé að framlengja
í Rio eða London. VERÐ í tvíbýli: kr. 699.800-,
sem er aðeins um 1/3 raunvirðis. Hækkun frá ár-
inu 2000 aðeins um 15%. Reikningsglöggur mað-
ur í síðustu hnattreisu komst að þeirri niðurstöðu
að allur ferðakostnaður með hótelum, öllum
flutningum og fararstjórn innifalinni kostaði að-
eins um kr. 10 á km í ferðinni, sem mun vera
eitthvert lægsta fargjald, sem um getur, enda væri
strætisvagnagjald í Reykjavík um 10-15 sinnum
hærra á km með engu inniföldu.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Ævintýraferðin
„Einn dagur sem þúsund ár“
hefst 3. nóv. árið 2002
og stendur í einn mánuð
með heimkomu 2. des.
Ferðin þræðir fegurstu leiðir Ítalíu frá norðri með megináherslu á TOSCANA hérað,
þar sem dvalist er 4 daga í FLORENS, og PISA og SIENA heimsóttar. Annað eins
tækifæri hefur ekki boðist fyrr að kynnast háborinni list Ítalíu í fegurstu borgum
hennar með heillandi sögu og hrífandi listum, myndlist í málverki og höggmyndum,
arkitektúr, bókmenntum og tónlist. Ingólfur Guðbrandsson stýrir ferðinni og tengir
listir landsins saman á ótrúlega lifandi og áhrifaríkan hátt. Ferðin er samfelld lista-
veisla og unaður, ferðast með lúxusfarartæki um landið í 12 daga, búið á frábærum
gististöðum í miðju helstu menningarborga heims. Fegurðin gleður hjarta manns að
innstu rótum, og létt er yfir ferðinni, þar sem gælt er við skilningarvitin með sannri
lífsnautn í þessu ólýsanlega leikhúsi heimsins, sem Ítalía er, en enginn ókunnugur
ætti að ímynda sér, að hann sé þess umkominn að kalla slíka töfra fram á eigin spýt-
ur. Góð leiðsögn kunnugs manns er ómetanleg. Ummæli um Ítalíuferðir Ingólfs eru
mjög samhljóma: „Besta háskólanámskeið í listum, sem ég hef komist í kynni við.“
„Við hlustuðum gagntekin sem í akademíu á orð leiðsögu-, lista- og fræðimanns.
Honum verður aldrei fullþakkað fyrir frábæra leiðsögn og höfðingslund.“ - „Hver
stund var nýtt til fulls án þess að nokkrum væri ofgert, og áhugi Ingólfs hlaut að hrífa
alla með sér. Við erum ríkari eftir, og ferðin verður sífellt undrunar- og ánægjuefni.“
Allur þessi munaður, flug, akstur, valin gisting með morgunverði, fararstjórn Ingólfs
fyrir aðeins rúmar 12 þús. kr. á dag - og í lokin stærsta óperusýning heims,
sjálf AIDA Verdis í Arenunni í VERONA í boði HEIMSKLÚBBS INGÓLFS.
Staðfestar símapantanir
56 20 400
í dag frá kl. 13-15
Sydney
Tahiti
Iguassufossar
Samba í Ríó