Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 27
S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k • S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r . i s
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
N
M
0
6
0
7
5
/
si
a.
is
Ítalíuveisla í mat og drykk
Heimsferðir bjóða einstaka menningar-, matar- og vínsmökkunar-
ferð til þessa fræga héraðs Ítalíu en í Parma er upprunnið flest það
sem hefur gert ítalska matarmenningu heimsfræga. Má þar nefna
hinn rómaða Parmesan ost, Parma skinku, ólívur, edik og vín. Að
auki fá gestir að upplifa hið ótrúlega fallega umhverfi Emilia
Romagna héraðsins, fornar borgir, heillandi hallir, vínekrur og
kastala og kynnast nýju andliti þessa fagra lands.
Palace Maria
Afar fallegt 4 stjörnu hótel í hjarta
Parma, í göngufæri við Piazza del
Duomo, veitingastaði, verslanir og söfn.
Öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma
og loftkælingu. Þekktur veitingastaður,
Maxim, er á hótelinu.
Dagur 1
Komið er til Parma um kl. 18.30 og ekið með
fararstjórum Heimsferða frá flugvelli til mið-
borgarinnar. Kvöldverður og gisting í Parma.
Dagur 2
Morgunverður á hóteli. Kynnisferð um miðborg
Parma, gamla bæinn sem er þekktur fyrir sögu-
fræg hús og minnismerki. Snæddur hádegis-
verður þar sem hin ítalska matarsmökkun hefst.
Frjáls eftirmiðdagur til að rölta um borgina.
Dagur 3
Að loknum morgunverði er haldið til Torre-
chiara og hinn frægi kastali heimsóttur, en hann er einn stærsti og best varðveitti
kastali Emilia Romagna héraðsins. Haldið er áfram í heimsókn til “prosciutti-
ficio”, þar sem hin fræga Parma skinka er framleidd og fylgst með hvernig
framleiðslunni er háttað. Að því loknu er farið í skinku- og salamismökkun og
bragðað á Malvasia vínum frá hæðunum í kring.
Um eftirmiðdaginn er haldið í sögufrægan vínkjallara, fræðst um framleiðslu
vínsins og smökkun haldið áfram. Ekið til hótels um eftirmiðdaginn.
Dagur 4
Hópurinn kynnist framleiðslu á hinum fræga Parmesanosti. Síðan er
ekið til Soragna, fallegs þorps í Parmahéraði, með Rocca Meli
Lupi frá 1385. Áfram er haldið til Fontanellato, miðaldaþorps
þar sem snæddur er hádegisverður í hjarta gamla bæjarins. Um
eftirmiðdaginn er ekið til Busseto, fæðingarstaðar Verdis.
Endað með vín- og ostasmökkun. Komið til hótels um
eftirmiðdaginn.
Dagur 5
Morgunverður. Frjáls dagur.
Dagur 6
Ekið að morgni til Bologna, höfuð-
borgar Emilia Romagna-héraðs.
Bologna er fræg fyrir gamla bæinn,
háskólann, hallir og kirkjur. Kynnisferð
um bæinn og hádegisverður í hjarta
borgarinnar. Eftir hádegi er ekið til
Maranello, og m.a. er Ferrari safnið
heimsótt. Áfram er ekið til Modena,
þar sem heimsótt er ein elsta ólívuolíu-
og edikverksmiðja svæðisins. Þaðan er
komið hið þekkta balsamik edik.
Dagur 7
Farið er að morgni til Piacenza og í
kynnisferð um gamla bæinn.
Hádegisverður á Locanda del Falco,
þekktum veitingastað í gömlu borginni
og Rivalta kastalinn heimsóttur. Á
leiðinni til baka er komið við í Castell’
Arquato, fallegum miðaldabæ.
Dagur 8
Brottför að morgni frá Parma og flogið beint
heim með flugi Heimsferða kl. 09.00 að morgni.
1. - 8. ágúst og 22.- 29. ágúst
Fararstjóri: Ólafur Gíslason
Verð á mann í tvíbýli: 99.550 kr.
Aukagjald fyrir einbýli: 29.000 kr.
Innifalið í verði: Flug, gisting, morgunverður,
4 hádegisverðir, 2 kvöldverðir, ferðir til og frá
flugvelli í Parma, kynnisferðir í Parma, Busetto,
Bologna og Piacenza, íslensk fararstjórn og
skattar.
Hótel Heimsferða
Hvað er innifalið
Gisting á 4ra stjörnu hóteli
Morgunverðarhlaðborð
4 hádegisverðir
2 kvöldverðir
Eftirtaldar kynnisferðir:
• Parma
• Torrechiara
• Soragna
• Fontanellato
• Castell´Arquato
• Bologna
• Modena
• Piacenza
• Busseto
www.europay.is
SKAGFIRSKA söngsveitin er
öflugur kór, hefur á að skipa góðum
söngröddum og nýtur leiðsagnar
dugandi söngstjóra, sem einnig er
vaxandi tónskáld. Fyrstu fjögur
lögin voru íslensk lög sem kórstjór-
inn hefur á smekklegan máta „lag-
fært“ hvað snertir raddsetningu og
bætt við sum þeirra „formála“, án
þess að hrófla nokkuð við lögunum
sjálfum. Þetta kom einkar vel út í
fyrsta laginu, Nú er sumar, eftir
Weyse, og einkum þó í hinu fallega
lagi Péturs Sigurðssonar, Erla,
góða Erla, og Lindinni eftir Eyþór
Stefánsson, en tvö síðarnefndu lög-
in voru ágætlega sungin af kamm-
erkór. Söngur kórsins var hressi-
legur í lagi Péturs Sigurðssonar
Ljómar heimur logafagur. Eins og
fyrr segir leggur kórstjórinn kórn-
um til tónsmíðar og að þessu sinni
Ó, fagra land, við texta eftir Bjarna
Stefán Konráðsson, hressilegt og
vel samið kórlag sem kórinn söng
með töluverðum tilþrifum. Smávinir
fagrir eftir Jón Nordal var fallega
sungið, en ítalskur fjallasöngur eft-
ir Ortelli er svolítið slitinn samsetn-
ingur þótt fluttur væri ágætlega af
ungri söngkonu, Láru Hrönn Pét-
ursdóttur. Útfærslan á Sofðu rótt
eftir Brahms, sungið af Guðmundi
Sigurðssyni og Láru H. Pétursdótt-
ur, og Silungnum eftir Schubert
var nokkuð utangátta. Þess má
geta að til er mjög góð þýðing á Sil-
ungnum, eftir Jakob Jóhannesson
Smára.
Í sjö atriðum úr Gloria eftir Viv-
aldi sýndi kórinn að hann getur
haft í fullu tré við erfið viðfangsefni
en í þessu verki reyndi einnig nokk-
uð á píanistann, Sigurð Marteins-
son, er gerði sínu ágæt skil. Hann
átti einnig nokkur tilþrif í Ástardú-
ett eftir söngstjórann, sem sunginn
var með töluverðum glæsibrag af
Kristínu R. Sigurðardóttur og ung-
um og efnilegum tenórsöngvara,
Magnúsi Sigurjónssyni. Þetta er
skemmtilegur smellur hjá Björgvini
Þ. Valdimarssyni, vel saminn og
söngvænn í góðum óperettustíl.
Óperetturnar voru lokaviðfangs-
efni tónleikanna og sungu Kristín
R. Sigurðardóttir og Guðmundur
Sigurðsson dúett úr Sardasfurst-
ynjunni eftir Kalmann og gerðu það
vel þótt Kristín „missti niður“ loka-
tóninn. Önnur lög úr söngleikjum
voru úr Leðurblökunni eftir Johann
Strauss og Kátu ekkjunni eftir
Lehár. Eins og fyrr segir er Skag-
firska söngsveitin öflugur kór og
kórstjórinn, Björgvin Þ. Valdimars-
son, sýnir sig að vera góður kór-
stjóri og það sem meira er vaxandi
tónskáld, sem er mikilvægur þáttur
í endurnýjun viðfangsefna.
Öflugur kór TÓNLIST Langholtskirkja Skagfirska söngsveitin undir stjórn
Björgvins Þ. Valdimarssonar flutti ís-
lensk og erlend söngverk. Einsöngvarar
voru Guðmundur Sigurðsson, Kristín R.
Sigurðardóttir, Lára H. Pétursdóttir,
Magnús Sigurjónsson og Ragna S.
Bjarnadóttir. Píanóleikari var Sigurður
Marteinsson.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
KARLAKÓRINN Þrestir heldur
þrenna vortónleika í Hafnarfirði á
næstu dögum og verða þeir fyrstu í
Hafnarborg á sunnudagskvöld kl.
20, aðrir í Víðistaðakirkju 1. maí kl.
16 og þeir þriðju í Hafnarborg
föstudaginn 3. maí kl. 20:30.
Söngár Þrasta hefur verið mjög
annasamt, enda fagnar þessi elsti
karlakór landsins 90 ára afmæli sínu
um þessar mundir. Söngmenn kórs-
ins eru rúmlega 60 og söngstjóri er
Jón Kristinn Cortez, sem nú er að
ljúka fimmta ári sínu með Þröstum.
Kórinn heldur í söngferð til Prag,
Búdapest og Vínar í ágúst og syng-
ur kórinn sömu efnisskrá á vortón-
leikunum og í söngförinni.
Miðar verða seldir við innganginn
og kosta 1.500 kr. Þar verður einnig
til sölu nýr geisladiskur með söng
Þrasta. Þá verður á tónleikunum
forsala aðgöngumiða að tónleikum
sænska karlakórsins Orphei Dräng-
ar, sem verða í Hallgrímskirkju 14.
og 15. júní í sumar, en kórinn er af
mörgum talinn besti karlakór í
heimi og heiðra þeir Þresti á 90 ára
afmælinu með komu sinni. Það ætla
einnig að gera karlakórar frá Finn-
landi og Noregi, ásamt Fóstbræðr-
um og Karlakór Reykjavíkur, sem
ætla að sameinast Þröstum á stór-
tónleikum í Kaplakrika í Hafnar-
firði laugardaginn 15. júní.
Karlakór-
inn Þrestir
syngur inn
sumarið
Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540
Ódýrari orðabækur
Hvalaskoðun við Ísland er eftir Ás-
björn Björgvinsson og Helmut
Lugmayr.
Í bókinni er sagt frá lífsháttum
hvala, atferli þeirra og hegðun. Einnig
er birt yfirlit yfir nokkrar fugla- og sela-
tegundir sem sjást í hvalaskoð-
unarferðum. Auk mikils fjölda litljós-
mynda prýða bókina myndskreytingar
af öllum hvölunum eftir Martin Camm.
Í bókinni eru upplýsingar um öll hvala-
skoðunarfyrirtæki á Íslandi.
Bókin er gefin út á þremur tungu-
málum: íslensku, ensku og þýsku
hvert í sinni bók.
Ásbjörn Björgvinsson er for-
stöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á
Húsavík. Hann hefur hlotið marg-
víslegar viðurkenningar fyrir störf sín í
þágu hvalaskoðunar, m.a. orðu hinn-
ar Gullnu Arkar frá prins Bernhard í
Hollandi og Global 500 verðlaunin frá
UNEP.
Helmut Lugmayr hefur unnið í mörg
ár sem leiðsögumaður á Íslandi og
Grænlandi.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
64 bls., í handhægu broti, prentuð í
Odda hf. Jón Ásgeir í Aðaldal hannaði
bók og kápu.
Dýralíf