Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                     !"            !" #  $% "& "' ( $ )& (  * + '() # ",  ( -. + " $ () "" /! "0           !" ($& $/! " # ,, ' ( *  "" 1  )&2 3"" &3&"  %" (" /", MEÐ GÆÐIN Í STAFNI Laugavegur 1 • Sími 561 7760 Velkomin um borð Nú er gatan grýtt! Vegna endurbóta efst í Bankastræti er ekki eins auðvelt og áður að komast til okkar. Þess vegna greiðum við þér leið og veitum 15% afslátt af öllum vörum á meðan á framkvæmdum stendur. BORGARKÓRINN er einn margra áhugakóra, sem vel má fylgjast með, sérstaklega vegna þess, að söngstjórinn, Sigvaldi Snær Kaldalóns, leggur kór sínum til frumsamin viðfangsefni. Borgarkór- inn hélt sína vortónleika í Fríkirkj- unni sl. þriðjudagskvöld og byggði söngskrána á söngverkum, sem samin hafa verið við ljóð eftir Hall- dór Laxness og Stein Steinarr. Fyrstu fimm lögin voru Vorvísa, Hjá lygnri móðu og Maríukvæði Atla Heimis, sem kórinn söng af þokka, þá Íslenskt vögguljóð á Hörpu, Jóns Þórarinssonar, og Unglingurinn í skóginum, eftir Jórunni Viðar, sem Þórunn Guðmundsdóttir mjög vel við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Í þeim hluta söngskrár sem tilheyrði Steini Steinarr var Gömul vísa um vorið, fallegt lag eftir Gunn- stein Ólafsson, sem kórinn söng af þokka og einsöngslagið Hljóð streymir lindin í haga, eftir Jón Þór- arinsson, sem Þórunn og Ólafur Vignir fluttu. Þessi lög mætti flokka sem hefðbundin viðfangsefni á kór- tónleikum og voru þau um margt best flutt af kór og einsöngvara. Önnur viðfangsefni voru dægurlög eftir Magnús Eiríksson, Ragnar Bjarnason og Guðmund Árnason, ýmist flutt að tríói eða kórnum. Fimm lög eftir kórstjórann, Sig- valda Snæ, voru flutt af kórnum, tvö við kvæði eftir Halldór Laxness, Tveir fuglar og Vor hinsti dagur og þrjú við kværði Steins; Í draumi sér- hvers manns, Flóttinn og Elín Hel- ena en í tveimur þeim síðastnefndu söng Þórunn Guðmundsdóttir ein- söng og Bryndís Hákonardóttir með henni í lokalaginu. Borgarkórinn söng margt af þokka, sérstaklega fystu lögin og lag Gunnsteins en í dægurlögin vantaði þann kraft sem slík lög lifa á. Sig- valdi Snær átti fimm lög á þessum tónleikum og var eitt þeirra, Flótt- inn, við kvæði Steins, frumflutt. Tón- mál laganna eftir Sigvalda Snæ er skýrt og á köflum vel fellt að texta ljóðanna, með tölverðum tilfærslum hljóma en það vantar þónokkuð á að raddfærslan og lagferlið sé losað úr viðjum hljómanna. Hljómsetning er sem sagt einkennandi fyrir út- færslur Sigvalda. En þrátt fyrir þetta var margt gott að heyra í lög- um Sigvalda, sérstaklega Í draumi sérhvers manns og Elínu Helenu. Eins og fyrr segir söng kórinn margt af þokka en líður fyrir fá- menni karlaraddanna, sérstaklega í hljómmeiri viðfangsefnum. Þokkafullur söngur TÓNLIST Fríkirkjan Borgarkórinn flutti söngverk við kvæði eftir Halldór Laxness og Stein Steinarr. Stjórnandi: Sigvaldi Snær Kaldalóns. Ein- söngvari: Þórunn Guðmundsdóttir. Píanó- leikari: Ólafur Vignir Albertsson. Þriðju- dagurinn 23. apríl. 2002. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson ÁRNI Björn Árnason píanóleikari tekur ein- leikarapróf frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20:00. Á efnis- skrá eru verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Rachmaninoff og Prokofieff. Þeir nemendur í Tón- listarskólanum í Reykjavík sem taka ein- leikarapróf koma fram á tvennum tónleikum, annars vegar sem ein- leikarar með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og hins vegar á einleiks- tónleikum. Árni Björn var ein- leikari í Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofíeff á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 6. febrúar sl. undir stjórn Bernharðs Wilk- insonar en mun ljúka einleik- araprófi á tónleikunum í kvöld. Þegar Árni Björn er spurður hvernig einleikstónleikarnir legg- ist í hann í samanburði við Sin- fóníutónleikana segir hann um tvö ólík og jafn krefjandi verk- efni að ræða. „Maður er í raun naktari á einleikstónleikum, þar sem maður stend- ur aleinn á svið- inu. En um leið er maður frjálsari til að fara sínar eigin leiðir. Þetta verð- ur því stór áfangi að takast á við, ekki síður en tón- leikarnir í Há- skólabíói.“ Árni Björn hefur hug á að sækja framhaldsnám við Síbelíusarakadem- íuna í Helsinki í Finnlandi og held- ur hann út í inn- tökupróf strax í maí. „Þannig verður nóg að gera eftir einleikaraprófið en ég mun þó geta notað flest verkin sem ég hef æft fyrir tónleikana í kvöld. En það verður fínt að ljúka þess- um áfanga,“ segir Árni að lokum. Árni Björn Árnason fæddist 1982. Hann hóf píanónám árið 1990 í Nýja Tónlistarskólanum hjá Brynju Tryggvadóttur. Árið 1993 lærði hann hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni við sama skóla og áfram hjá honum næsta vetur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Síðan 1995 hefur hann haldið áfram píanónámi sínu þar hjá Halldóri Haraldssyni og tekið þátt í Masterclass-námskeiðum hérlendis og erlendis. Árni Björn tók einnig þátt í píanókeppni EPTA árið 2000 og Norrænu pí- anókeppninni í Nyborg í Dan- mörku árið 2001 og sótti í kjöl- farið píanótíma hjá Anne Øland í Kaupmannahöfn á haustönn 2001. „Verður fínt að ljúka þessum áfanga“ Árni Björn Árnason píanóleikari. sjúkrahúsa, skóla og menningarstofn- ana. Það er þessi síðarnefnda um- ræða, en ekki hin sem er ómálga, laus úr viðjum orðanna og hafin yfir öll marktæk landamæri gildis og tíma. Hví ættum við til dæmis að hanga yfir illskiljanlegum matseðli og enn óskiljanlegri vínlista á rándýrri greiðasölu þegar við getum fengið okkur hamborgara og kók við hliðina á mun hagstæðara verði? Eða hví skyldum við að hanga frammi fyrir ill- skiljanlegri list í gallerí@hlemmur.is ÞJÓÐLEGAR áherslur hafa ætíð skipað Ólöfu Nordal nokkra sérstöðu meðal kollega sinna. Hún hefur aldrei skirrst við að höfða til þjóðsagna, nokkurs sem ekki verður sagt að sé beinlínis sjóðheitt meðal íslenskra listamanna sem flestir telja sig hafna yfir öll slík svæðisbundin og söguleg landamæri. Ef marka má textann sem fylgir sýningu Ólafar varar hún okkur þó eindregið við því að taka tilbúning fyrir marktækan veruleik. Reyndar erum við vöruð við allri merkingar- áráttu vegna þess hve heftandi hún reynist. Séu þessi skrif í samræmi við skoðanir Ólafar þá fer hún hættulega nærri þeim nóminalisma – nafn- hyggju – og afstæðishyggju sem ein- kennir íslenska listnormið um þessar mundir. Í nafni frelsisins er varasamt að álykta því það getur slegið á marg- ræðni hlutanna og fengið okkur til að halda að þeir séu háðir ákveðinni merkingu. Vandinn við textann er sá að þar er barninu borið á brýn frelsisþrá í nafni markleysunnar, sem er miklu nær að ætla okkur fullorðnum, því það erum við en ekki þau sem höfum óstöðvandi þörf fyrir að rýja hlutina merkingu sinni. Þegar buddan kallar fórnum við trúnni á jólasveininn; ævintýrið; ósnortna náttúru; frið og sátt manna í milli; að ógleymdri trúnni á að listin sé einhvers virði, en veljum í staðinn umræður um mikilvægi aukinnar orkuframleiðslu; hagkvæmari nýt- ingu auðlinda og hagræðingu í rekstri þegar við getum fullt eins farið til ein- hvers listsalans og fengið okkur eitt- hvað skemmtilegt, eða sætt á veggina fyrir mun minni pening? Af þessu má sjá að ég vil ekki sleppa Ólöfu með það að myndir hennar séu rúnar merkingu, svo full- ar af óvæntri skírskotun í þjóðsögur – gamlar og nýjar – hjátrú og hug- myndaríka barna- og alþýðuspeki. Hvort sem um samsettar höggmynd- ir er að ræða sem hún ljósmyndar eft- ir á, eða tölvutvinnaðar stafrænur, þá glata verk hennar engu af fyndni sinni þótt úr þeim megi lesa ákveðin minni. Skoffín og skuggabaldur, Ríki Móri eða Tilberaminnið eru sögur, sömuleiðis uppfullar af kímni og óheftu ímyndunarafli þótt þær séu frá tímum sem sumir núlifandi menn telja að hafi verið snöggtum hug- myndasnauðari en öldin okkar. Verði þeim bara að góðu í sinni sjálfsblekk- ingu. Skoffín og skuggabaldur MYNDLIST galleri@hlemmur.is, Þverholti 5 Til 28. apríl. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. LJÓSMYNDAVERK ÓLÖF NORDAL Halldór Björn Runólfsson Fingur, eitt af verkum Ólafar Nordal í galleri@hlemmur.is. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.