Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 29 FRAMHALDSMYNDIN um Vampírubanann Blade tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri myndinni. Þannig hefst frá- sögnin þar sem Blade (Wesley Snipes) ferðast um heiminn og eyðir blóðsugum samhliða því sem hann leitar að læriföður sínum Whistler (Kris Kristofferson) sem drepinn var í lok fyrri myndarinn- ar. Eins og ofurhetjumyndum sæmir er Whistler síðan vakinn til lífsins með aðferð, sem ekki er einu sinni reynt að gefa röklega skýr- ingu á, og taka þeir félagar síðan til óspilltra málanna við að útrýma nýrri tegund af vampírum sem eru svo hættulegar að gamaldags vampírur ganga í lið með þeim í herferðinni. Fyrri myndin um vampíurban- ann svartklædda vakti fremur litla athygli þegar hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum, en hefur síðan verið að ávinna sér fylgi meðal aðdáenda sæber- og fantasíu- mynda. Hér hafa Blade-menn bætt um betur í framhaldsmynd þar sem skrímslgerving nýju vampíruteg- undarinnar tekst einstaklega vel. Þar er blandað saman áhrifum frá geimverunum hans Ridleys Scotts og áhrifum frá skordýraríkinu. Þá er sérstaklega skemmtilegt hvern- ig myndin vinnur úr vampírumýt- unni með því að flétta hana saman við systurmýtuna um Franken- stein-skrímslið sem eltir uppi skap- ara sinn í hefndarskyni fyrir tilvist sína. Þá er jafnvel meiri Rambó í söguhetjunni núna en í fyrri mynd- inni en í henni átti hann það til að opna munninn lengur en í þær sek- úndur sem það tekur að spýta út úr sér stuttum brandara, líkt og ein- kennir tjáskipti Blade nú. Skemmtileg tengsl eru mynduð við Rambó í stílfærðum hægmyndum sem sýna blóðsugubanann vígbú- ast. Það eina sem vantar er svita- bandið góða til að ímynda sér að þarna sé svartur Rambó lifandi dauður kominn. Greinilegt er að meira fjármagni er varið í framhaldsmyndina en þá fyrri og allar tæknibrellur eftir því framúrskarandi góðar. Blade II er sömuleiðis ljómandi góður vitnis- burður um hversu mjög kvik- myndatækninni, þá sérstaklega tölvugrafík, hefur fleygt fram síðan 1998 þegar fyrri myndin var gerð. Sem sagt, Blade II er eitthvert besta þrjúbíó sem lengi hefur borið fyrir íslenska kvikmyndahúsagesti sem gaman hafa af óheftu hug- myndaflugi afþreyingarmenning- arinnar. Dæmið snýst viðKVIKMYNDIRLaugarásbíó, Regnboginn Leikstjóri: Guillermo Del Toro Handrit: David S. Goyer. Kvikmyndataka: Gabriel Beristain. Aðalhlutverk: Weslyy Snipes, Kris Kristofferson, Ron Pearlman. Sýn- ingartími: 94 mín. Bandaríkin. New Line Cinema, 2002. Blade II (Vampírubaninn II)  Heiða Jóhannsdóttir Út er komin ljóðabókin Hjarta þitt er stjarna sem skín í heila mínum eftir Gunnar Randversson og Lukas Moo- dysson. Í bókinni eru frumsamin ljóð eftir Gunnar og ljóðaþýðingar hans á ljóðum Lukasar. Ljóðin eru um 30 talsins og skiptast ljóð Gunnars í þrjá hluta. Þetta er fyrsta ljóðabók Gunn- ars en Lukas er þekktur kvikmynda- leikstjóri í Svíþjóð og hefur m.a. gert kvikmyndirnar Fucking Amal og Til- sammans sem báðar hafa verið sýndar hérlendis. Bókin er 44 bls. að stærð. Kápu hannaði Eva Hrönn Haf- steinsdóttir og útgefandi er PP forlag. Leiðbeinandi verð er 1.790 kr. Ljóð Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir Hefðbundin leiðsögn verður um sýningar safnsins kl. 15, auk þess verður táknmálstúlkur með í för. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga frá kl. 10-17, miðvikudaga 10-19. Salurinn Tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands halda tónleika kl. 20:30. Flutt verða verk eftir Gest Guðnason, Inga Garðar Erlendsson, Ólaf Björn Ólafsson, Þóru Gerði Guðrúnardóttur og Önnu Þorvalds- dóttur. MÍR, Vatnsstíg 10 Næstsíðasta sunnudagssýning í vetrardagskrá MÍR er kl. 15. Þá verður sýnd heim- ildarkvikmynd sem fjallar um hetju- lega vörn Leníngradborgar 1941-44, þegar Þjóðverjar héldu borginni í herkví í nær tvö og hálft ár. Myndin er sýnd óþýdd með rússneskum texta. Tvær aðrar heimildarmyndir verða sýndar í dag: Önnur frá 1952 um við- gerð á Péturs-Páls virkinu í Péturs- borg. Hin, gerð árið 1983, um fjórðu úkraínsku vígstöðvarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Skýringar með þessum tveimur kvikmyndum eru á ensku. Friðrikskapella við Hlíðarenda Hinir árlegu vortónleikar Valskórs- ins verða kl. 20. Flutt verða íslensk og erlend lög af ýmsum toga undir stjórn Guðjóns Steinars Þorláks- sonar við undirleik Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur. Aðgangur er ókeypis. Þjóðmenningarhús Ókeypis er á sýningar alla sunnudaga framvegis. Í húsinu eru sýningar helgaðar kristnitöku og landafundum. Mánudagur Listaklúbbur Leikhúskjallarans Verðlaunahafar í Stóru upplestrar- keppninni í 7. bekk lesa úr verkum Halldórs Laxness kl. 20.30. Lesið verður úr verkum þar sem börn og unglingar koma við sögu, þar sem æska og unglingsár mætast, lífið knýr dyra og ástin kviknar. Baldur Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdótt- ir völdu efnið en flytjendur eru Ásdís Arna Björnsdóttir, Friðrik Már Jónsson, Grímur Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Bragi Árnason, Ingi- björg Friðriksdóttir, Jórunn Steins- son, Kristjana Fenger, Óli Ágústs- son, Sandra Dögg Friðriksdóttir. Einnig leika Jón Ágúst Eyjólfsson og Eiríkur Már Reynisson á gítar. Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Egils R.Friðleifssonar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FASTEIGNIR mbl.is Sunnudagur Þjóðmenningarhúsið kl. 13: Les- ið verður úr barnabókum. Rithöf- undarnir Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, Kristín Steinsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa úr verk- um sínum og nýútkominni bók sem nefnist Töfrataflið og aðrar sögur. Bókin er gjafabók Félags íslenskra bókaútgefenda í tilefni af viku bókarinnar. Laxnesshátíð í Mosfellsbæ Mosfellskirkju kl. 11: Messa helg- uð Halldóri Laxness. Séra Jón Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófast- ur á Reynivöllum, prédikar. Kirkjukórinn flytur ljóð Halldórs Laxness og Sigrún Hjálmtýsdótt- ir syngur. Sigurður I. Snorrason leikur á klarinett. Blóm frá íbúum bæjarins lögð á leiði skáldsins að lokinni messu. Bæjarleikhúsið við Þverholt kl. 17: Endurtekin dagskrá frá 25. apríl. Vika bókarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.