Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 31

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 31 GOSPELSYSTUR Reykjavíkur ásamt Bergþóri Pálssyni og söng- leikjadeild söngskólans Domus Vox flytja Perlukabarettinn „Mardi Gras“ í Íslensku óperunni á fjórum sýningum á næstunni. Tvær sýning- ar verða á sunnudagskvöld og þriðjudagskvöld, kl. 20 og 22, bæði kvöldin. Perlukabarettinn byggist á úrvali laga úr ýmsum söngleikjum ásamt öðrum söngperlum. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Kabarett- stjóri er Bryndís Petra Bragadóttir leikkona og um hljómsveitarstjórn sér Stefán S. Stefánsson. Auk flytjenda og stjórnanda koma fjölmargir aðilar að undirbúningi ka- barettsins svo sem danshöfundar, útlitshönnuðir og tæknimenn. Gospelsystur Reykjavíkur eru að ljúka sínu fimmta starfsári og hefur Margrét J. Pálmadóttir stjórnað þeim frá upphafi. Í kórnum eru rúm- lega 100 konur á öllum aldri og taka þær allflestar þátt í þessari upp- færslu bæði með söng og dansi. Margar kórkonur stunda söngnám við söngskólann Domus Vox. Miðar eru seldir í miðasölu Ís- lensku óperunnar og hjá Gosp- elsystrum Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þorkell Bryndís Petra Bragadóttir kabarettstjóri í fangi Bergþórs Pálssonar. Með þeim á myndinni eru þrjár Gospelsystur. Perlukabarettinn í Íslensku óperunni MINNINGARBROT og per- sónuleg lífsreynsla er viðfangs- efni sýningar á nýjustu seríu teikninga og málverka eftir kanadíska listamanninn, Aaron Mitchell sem opnuð verður á Mokka í dag, sunnudag. Málningarlímband, vatnslit- ir, olíulitir, vaxlitir, blýantur og húsamálning spila stórt hlut- verk í verkum listamannsins. Sérhvert efni sinnir sínu hlut- verki í að hjálpa áhorfandanum að skilja tilgang hvers verks. Stór hluti af bóklegu námi Aarons var ljóðlist og skapandi skriftir, þegar hann var við nám við The Ontario Collage of Art and Design. Aaron Mitchell lærði hjá hinu kunna skáldi Lillian Allen, þetta speglast í verkum Mitchells þar sem ljóð- brot og óbundið mál undir- strika hvert verk. Aaron Mitchell lauk námi ár- ið 1999 frá the Ontario College of Art and Design. Meðan á námi stóð, lærði Mitchell hjá og vann með mörgum af kunnustu samtímalistamönnum Kanada. Daniel Solomon, Nancy Pater- son og hið margrómaða skáld og rithöfundur Lillian Allen voru m.a. kennarar Aarons. Hann býr bæði í Toronto og á Íslandi og hefur undanfarið starfað sem gestakennari og ráðgjafi við Myndlistaskólann á Akureyri. Aaron Mitchell á Mokka Eitt verka Aaron Mitchell á Mokka. Forðafjör Líf og fjör Nýtt fjölvítamín sem gefur þér góðan forða af öllum vítamínum og steinefnum í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.