Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 43
Reykjavík var að breytast úr bæ í
borg. Hringbrautin umlukti bæinn,
en hluti hennar varð síðar Snorra-
braut og Þorfinnsgata. Innan Hring-
brautar skyldi Reykjavík vera eins
og Róm til forna, sem ekki skyldi
byggjast út fyrir múra sína. En múr-
ar bresta, veggir falla og götur missa
gildi sitt. Norðurmýrin var þegar í
byggingu fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina. Hún sprengdi bæjarmynstrið og
við sem fæddumst og ólumst upp í
því hverfi, börn landnemanna þar,
lifðum nýja sýn, ný viðhorf, við
bjuggum í fyrsta úthverfi Reykjavík-
ur. Við vorum Austurbæingar. Nátt-
úran óheft öðrum megin og handan
Hringbrautar bæjarlíf höfuðstaðar-
ins.
Þetta myndbrot kemur mér í hug
nú, þegar ég kveð Gylfa Reykdal,
jafnaldra minn, æskufélaga og skóla-
bróður frá barnsaldri til fullorðins-
ára. Túnin á Klömbrum og Sunnu-
hvoli voru leikvellir okkar, göturnar
nýttust fyrir boltaleiki, það var við-
burður, ef bifreið ók eftir þeim. Árin
í barnaskólanum liðu hratt og er við
hófum nám í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar vorum við í sama bekk og
sessunautar eitt árið. Fyrri hluta
þess vetrar var til þess tekið, hve illa
okkur kom saman. Ég sat vinstra
megin við hann, og þar sem hann
skrifaði með vinstri hendi en ég með
þeirri hægri rákumst við alltaf hvor í
annan. Þegar við uppgötvuðum það
skiptum við um sæti og allt féll í ljúfa
löð á ný! Gylfi var einstaklega fær
teiknari og voru teikningar hans og
skreytingar í skólanum ógleyman-
legar og sýndi hann þá þegar mikinn
þroska og augljóst var að hæfileikar
hans til myndskreytinga voru miklir.
Í Menntaskólanum í Reykjavík völd-
um við hvor sína leiðina, Gylfi valdi
máladeild og ég stærðfræðideild.
Alltaf héldum við sambandi og oft
vorum við félagarnir allir í Norður-
mýrinni samferða í og úr skóla. Áður
en varði stóðum við tveir saman á
tröppum skólans, 17. júní 1958, með
hvíta kolla og ræddum framtíðina.
Höfðum við báðir heyrt að nám í
arkitektúr á Ítalíu væri talið vera í
hæsta gæðaflokki og bundumst fast-
mælum á staðnum að láta reyna á
það strax um haustið.
Teningunum var kastað. Eftir æv-
intýralega ferð, með Gullfossi til
Leith, lestarferð til Lundúna og svo
nokkrum dögum síðar til Rómar í
einum áfanga, stigum við þar út í ull-
arfrökkunum okkar um miðjan októ-
ber í yfir 30 stiga hita. Við nutum
ómetanlegrar aðstoðar Hilmars
Kristjónssonar, deildarstjóra hjá
FAO, og hann kom okkur fyrir á
gistiheimili Dolo-fjölskyldunnar rétt
utan við hina fornu múra, og þar
deildum við herbergi í heilan vetur,
sóttum saman tíma í arkitektúrdeild
Rómarháskóla, skoðuðum Róm hátt
og lágt bæði á degi og nóttu. Jafn ná-
in samvera svo gerólíkra manna sem
við vorum hefði getað endað með
ósköpum, en við vorum báðir jafn
sammála um að útkljá strax öll
ágreiningsefni, ef upp kæmu, tíminn
væri of dýrmætur fyrir ósætti. Og
það var jafnlétt og sætaskiptin forð-
um. Latínukunnátta Gylfa kom sér
vel og var hann einstaklega fljótur að
ná ítölskunni og talaði hana vel. Um
vorið tók hann hæsta próf í fríhend-
isteikningu, sem útlendingur hafði
tekið við deildina, og voru myndir
hans teknar á sérstaka sýningu, svo
hann fékk þær því miður ekki allar
aftur.
Seinni veturinn okkar í Róm fjölg-
aði í þessari litlu Íslendinganýlendu.
Sigurjón Jóhannsson kom í arkitekt-
úrdeildina og Davíð Arnljótsson í
verkfræði og leigðum við allir saman
íbúð. Sú sambúð gekk prýðisvel, og
var námið stundað af kappi fram eft-
ir vetri, en eftir stóru gengisfelling-
arnar heima á Íslandi fór heldur að
losna um, þar sem fyrirsjáanlegt var
að peningarnir voru brunnir upp.
Um það leyti kynntumst við Doug.
Þessi ungi bandaríski hermaður var
staðsettur í Napólí og hafði brenn-
andi áhuga á menningararfleifð Ítala
og fór einn til Rómar til að skoða
hana. Í stuttu máli bjó hann hjá okk-
ur, þegar hann var í Róm, og við
skiptumst á eða fórum allir með hon-
um að skoða borgina, sem við þekkt-
um orðið betur en nokkra aðra borg.
Margt mætti fleira telja upp áhuga-
vert, en látið ógert hér.
Við kvöddum Borgina eilífu með
söknuði. Það voru forréttindi að mót-
ast á slíkum stað.
Við félagarnir frá Róm héldum
góðu sambandi heima á Íslandi og er
mér sérlega minnisstætt hóf, sem
þau, þá nýgift hjón, Ragnhildur og
Gylfi, héldu okkur og kærustum okk-
ar í kjallaranum á Guðrúnargötu 10,
það var ógleymanlegt kvöld og var
ljóst þá, að „heimþrá“ okkar til Róm-
ar var mikil.
Svo tvístraðist hópurinn til ann-
arra Evrópulanda, og þegar ég flutti
aftur heim til Íslands frétti ég af
Gylfa, sem mjög vinsælum myndlist-
arkennara í Lindargötuskólanum.
Leiðir okkar lágu síðan saman aftur í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
haustið 1981, þar sem hann kenndi
myndlist og ég tæknilega teikningu.
Hann kenndi við skólann í átta ár og
rifjuðum við oft upp gamla tíma.
Fyrir tveimur árum mátti lesa
auglýsingu í Morgunblaðinu frá
William nokkrum D. Buckwalter þar
sem hann auglýsti eftir gömlum fé-
lögum sínum frá Rómarborg árið
1960 og eina nafnið sem hann mundi
eftir var Gylfi Reykdal. Þarna var
hann Doug okkar á ferðinni,
sagnfræðiprófessor og aðstoðarrekt-
or Ohio-háskóla, nýkominn á eftir-
laun. Langaði hann til að endurnýja
kynnin og sýna Carri, konu sinni,
bestu sagnfræðikennarana sína! Það
var eins og hálf þjóðin hefði lesið
þessa auglýsingu og sá til þess að við
allir fimm gömlu félagarnir hittumst
aftur eftir fjörutíu ár, og þar urðu
fagnaðarfundir. Í Róm var Gylfi okk-
ar fremstur í ítalskri sagnfræði með
menntaskólalatínuna að bakhjarli.
Þess vegna mundi Doug best eftir
honum. Þessi heimsókn hristi okkur
saman aftur. Við erum þakklátir fyr-
ir að hafa fengið tækifæri til þess.
Minningarnar verða ekki teknar
frá okkur, þó að við verðum að sjá á
bak samferðamönnum yfir móðuna
miklu. Tíminn sem liðinn er kemur
ekki aftur, en ljúfa lífið í Róm gleym-
ist ekki. Þar héldu engir veggir.
Múrarnir fornu koma upp í huga mér
í hvert sinn, er ég ek Snorrabraut-
ina, sem eitt sinn hét Hringbraut.
Við Sigurveig vottum aðstandend-
um Gylfa dýpstu samúð okkar.
Pálmar Ólason.
Fleiri minningargreinar
um Gylfa Reykdal bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 43
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
husavik@huseignir.is
Páll Eiríksson,
hdl. lögg. fasteignasali
Glæsileg 176 fm efri hæð og ris ásamt
góðum bílskúr með kjallara. Aðalhæðin
skiptist í hol, 2 svherb., 2 stofur, eld-
hús og baðherb. Ris. Hol, 3 herb., bað-
herb. og geymsla. Fallegur arinn í
stofu, mjög rúmg. eldh., góðar suðaust-
ur svalir, litlar austursvalir í risi.
Mjög fallegt og vel byggt steinhús.
Verð 25,0 millj. Uppl. veitir Elías sölum.
í síma 898 2007.
Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá
Grenimelur
KÖTLUFELL Góð 83 fm íbúð með stórkostlegu útsýni í blokk
sem er nýklædd. Nýir gluggar, yfirb. svalir. Verð 9,6 millj. 1995
ARAHÓLAR - 2JA HERB. Rúmgóð 2ja herbergja íbúð, um 60
fm, á 3ju hæð í lyftuhúsi, STÓRGLÆSILEGT útsýni. Góðar yfi-
byggðar v-svalir, hús og sameign í góðu ástandi. Laus 20. júní.
Áhv. ca 3 millj. Verð 8,5 millj. 2014
BARMAHLÍÐ Rúmgóð 2ja herb. kj.íbúð í fjórbýli. Gott eldhús og
góð stofa. Góð fyrsta eign. Verð 7,9 millj. Áhv. 4,2 millj. 2039
AUSTURSTRÖND - SELTJN. Mjög góð 3ja herbergja endaíbúð
á 6. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli. Glæsilegt útsýni til Esj-
unnar, uppá Akranes og víðar. Ljóst parket á gólfi. Svalir út frá
stofu. Íbúð í góðu ástandi. Sameiginl. lóð. Verð 11,9 millj. 2000.
BLÁSALIR - KÓP. Nýleg fallega innréttuð og rúmgóð 3ja her-
bergja íbúð með sérinngangi á 1. hæð (jarðhæð) í tveggja hæða
húsi. Verð 13,5 millj. 2031
RAUÐALÆKUR Mjög falleg og rúmgóð 3 herb. íbúð á jarðhæð,
sérinng. Nýtt rafmagn, tvöf. gler, nýtt þak, nýjar tröppur m. hita.
Verð 11,6 millj. 2033
VESTURBERG - 3JA HERB. Hugguleg 3ja herb. íbúð á 4. hæð
með frábæru útsýni. Búið að klæða 3 hliðar hússins. Þvottahús
og búr innaf eldhúsi. Verð 9,3 millj. 2019
ÍRABAKKI Björt 4 herb. 83 fm íbúð á 3. hæð. Flísar, parket.
Tvennar svalir. Þrjú svefnh., gott útsýni. Verðlaunagarður. Nýmál-
uð, hiti í gangstétt. Verð 10,9 millj. 2035
HJALLAHLÍÐ - MOSFBÆR Glæsileg neðri hæð í tvíbýli. Hús
fullbúið. Íbúðin er 4ra herb. um 117 fm auk bílskúrs. Þvottah. sér
og góð gólfefni. Verð 16,9 millj. 2037
BARÐAVOGUR - EINBÝLI Einnar hæðar timburhús á góðum út-
sýnisstað innst í lokuðum botnlanga. Fimm svefnherbergi og
rúmgóð stofa. Falleg lóð með miklum gróðri. Bílskúrsréttur.
Verð 18,5 millj. 2008
KEILUFELL - EINBÝLI Timburhús, hæð og ris, rúmir 150 fm auk
þess bílsk. Hús í sérl. góðu ástandi. Möguleg skipti á 3-4 herb.
íb. m. bílsk. í Breiðh. eða bein sala. Verð 18,9 millj. 2036
jöreign ehf
Opið í dag, sunnudag frá kl. 12-14
Sími 533 4040
Opið í dag, sunnudag, l
www.kjoreign.is
Ármúla 21, Reykjavík
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali,
ESPIGERÐI Vorum að fá í einkasölu fal-
lega og rúmgóða 4ra herbergja enda-
íbúð á 8. hæð í þessu vinsæla húsi.
Glæsilegt útsýni, tvennar svali. Sér-
þvottahús í íbúð. 2034
GILJASEL - 2 ÍB. - BÍLSKÚR Vel stað-
sett og gott einbýlishús á mjög góðum
útsýnisstað og stendur innst í botn-
langa. Hægt að innrétta aukaíb. með
sérinngangi. 5 svefnherb. 3 stofur. Góð-
ar innréttingar. Þetta er eign sem hentar
fyrir 2-3 fjölskyldur. Allar nánari uppl. á
skrifst. 1661
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
Opin hús
Í dag, sunnud. 28. apríl, er opið hús
á eftirtöldum stöðum
SMÁRAGATA 14 - ÞINGHOLT Glæsileg hæð á frábærum
stað í Þingholtunum. Íbúðin er nýstandsett frá A-Ö, t.a.m. gólfefni, raf-
lagnir, pípulagnir, baðherbergi og eldhús er nýtt. Íbúðin skiptist í 2 stórar
stofur, gott eldhús, stórt baðherbergi og 2 svefnherbergi. Í kjallara er fal-
leg stúdíóíbúð sem hentar vel til útleigu eða fyrir ungling. Sérbílastæði
fylgir á lóð, komin bílskúrsplata. Eignin er sérlega glæsileg og á frábærum
stað. Verð 21,9 millj.
Þröstur sýnir eignina milli kl. 15 og 17.
NEÐSTALEITI 8 -
KRINGLUHVERFI Hér er um
að ræða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð
ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin skiptist
í 2 svefnherb., stofu, eldhús, bað og
þvottahús sem er innan íbúðar. Góðar
innréttingar. Vel staðsett eign í góðu
ástandi. Húsið er nýlega málað og yfirfarið. Stutt í alla þjónustu. Stórar
svalir. Mikið útsýni. Verð 13,5 millj.
Guðmundur og Gréta sýna eignina í dag milli kl. 15 og 17.
HULDULAND 1 - FOSS-
VOGI Mjög falleg 4ra herb. 97 fm
íbúð á 2. hæð á góðum útsýnisstað. Nýtt
gegnheilt parket er á öllum gólfum nema
á baði. Eldhúsið er algjörlega endurnýjað
með mjög góðum innréttingum. Rúmgóð
stofa, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Stórar suðursvalir. Góð staðsetn-
ing. Verð 12,9 millj.
Hallur og Ingibjörg taka á móti ykkur í dag milli kl. 15 og 17.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði SKÚTUVOGUR 2, RVÍK - TIL LEIGU
Skrifstofuhúsnæði. Um er að ræða glæsil., vandað nýtt lyftuhús (2. hæð) og 3. hæð (út-
sýnisturn). Tilvalin eign fyrir t.d. lögfræðing, verkfr., stofnanir, læknastofu o.fl. o.fl. Góð
aðkoma, næg bílastæði. Einstök staðsetning. Afh. strax. Ath. að 1. hæðin er öll leigð.