Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALA FAXAFENI 5 SÍMI 533 1080 FAX 533 1085 KÓPAVOGUR – LJÓSALIND 6 - OPIÐ HÚS Stór og björt 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli. Stofan er parketlögð, stórir gluggar og útgengi út á suð-vestursvalir með út- sýni yfir Kópavogsdal. Eldhúsið er rúmgott með U-innréttingu og sérborðkrók. Svefnherbergi og barnaherbergi með skápum. Baðher- bergi er flísalagt með baðkari og góðum sturtuklefa. Góð eign á vinsælum stað. Nonni og Jóna Magga eru með opið hús í Ljósulind 6 milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Allir velkomnir. Byggingadagar í Hafnarfirði! Í dag milli kl. 14 og 16 er opið á skrifstofu okkar í Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði. Við erum með á skrá yfir 40 eignir í byggingu í Áslandinu í Hafnarfirði og víðar, raðhús, parhús, einbýlishús og fjölbýli. Kíktu við! Kaffi á könnunni og með því. Sýnishorn úr söluskrá: • NÝTT Á SKRÁ! Einbýlishús á einni hæð á glæsilegri lóð við Keilisvöllinn. Gott verð! • Raðhús á tveimur hæðum efst í Þrastarásnum með glæsilegu útsýni. • Parhús á tveimur hæðum við Svöluás. Útsýni svo langt sem augað eygir • Lítil raðhús á tveimur hæðum við Svöluás og Erluás. • Raðhús efst í suðurhlíðinni í Áslandinu. Tilbúin til afh.strax. Toppeign!! Bæjarhrauni 22 Hafnarfirði Sími 565 8000 • www.hofdi.is EINBÝLI  Eyktarás Mjög fallegt u.þ.b. 240 fm tvílyft einbýli með innbyggðum bílskúr og sérhönn- uðum glæsilegum garði. Eignin skiptist m.a. í fimm herbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og sjónvarps- stofu. Fallegt útsýni. V. 27,5 m. 2345 Lindarsel - nýtt á skrá - glæsilegt Vorum að fá um 300 fm glæsilegt tvílyft einbýlishús með tvöföldum innb. 55 fm bílskúr. Á efri hæðinni eru m.a. stórar stofur með arni, þrjú herb., eldhús, þvottah., sjónvarpshol, bað o.fl. Gengið er beint út á aflokaða stóra timburver- önd sem er með heitum potti. Á jarð- hæðinni eru 2-3 herb., baðh., sjónvarps- hol og stór geymsla. Möguleiki er á sér- íb. á jarðhæð. Garðurinn er mjög fallegur og er óbyggt svæði sunnan hússins. Fallegt útsýni. V. 33,0 m. 2338 HÆÐIR  Gnoðarvogur - efri sérhæð + bílskúr Mjög falleg 5-6 herbergja neðri sérhæð við Gnoðarvog. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú herbergi og baðherbergi. Húsið lítur vel út að utan. Búið er að endurnýja raf- magn, töflu, nýjar lagnir og endurnýja Danfoss. Falleg eign. V. 17,3 m. 2072 OPIÐ HÚS - Eskihlíð 10 3. hæð t.h. - 131 fm Mjög falleg og björt 6 herb. endaíbúð á 3. hæð sem skiptist í tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og kalda geymslu. Torfi og Guð- björg sýna íbúðina í dag (sunnudag) milli kl. 13.oo og 17.oo. V. 13,9 m. 2031 Sumarbústaður - Þingvallavatn - í landi þjóðgarðsins Vorum að fá þennan fallega sumar- bústað í einkasölu. Bústaðurinn er um 40 fm, auk 7 fm geymsluskúrs og stendur á 5.600 fm grónu landi (úr Kárastaða-landi). Töluverður trjágróður. Fagurt útsýni yfir Þing- vallavatn. Sumarbústaðurinn er í landi þjóðgarðsins. Bústaðurinn er með rafmagni og heitu og köldu vatni. V. 7,0 m. 2088 Urðarhæð - Garðabæ Miðbraut 21 - Seltjarnarnesi OPIÐ HÚS Í DAG Síðumúla 27 - Sími 588 4477 - Fax 588 4479 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Í einkasölu þetta fallega 200 fm einbýlishús sem er á einni hæð m. innb.41 fm tvöf.bílskúr. Húsið er fullb. að utan sem innan á afar vandaðan hátt. Vandað eldhús og tvö baðherb. Glæsil. garð- ur, heitur pottur. Fallegt útsýni. Staðsetningin er einstök með bæjarlækinn við lóðarmörkin. Verð 29 millj. Í dag milli kl.15 og 17 verður miðhæðin í þessu fallega húsi til sýnis og sölu. Hæðin er um 120 fm og er öll í mjög góðu standi. M.a. ný- standsett baðherbergi. Rúmg. eldhús. Sérþvotta- hús og sérinng. Parket. Áhv. hagst. lán við Byggingarsj. ríkisins og húsbréf ca 6,3 m. Skapti og Sigrún taka á móti áhugasömum. Verð 15,5 millj. SUMARMÁLAVAKA Líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin miðvikudaginn 1. maí í Hamrahlíð 17, kl. 16. Gestur fundarins verður Hjálm- ar Jónsson dómkirkjuprestur. Fjöldasöngur undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, meðleikari er Sólveig Jónsson. Matur borinn fram kl. 17. Bergmál með sumar- málavöku Í DAG, sunnudag, kl. 14, stendur Átthagafélag Sandara fyrir kynn- ingu á þjóðgarðinum Snæfellsjökli í Litlu Brekku (hús á bak við veitinga- húsið Lækjarbrekku). Hefst dag- skráin með stuttum aðalfundi félags- ins og síðan tekur við kynning á þjóðgarðinum. Um hana sjá Guð- björg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörð- ur og Skúli Alexandersson hótel- og ferðamálastjóri á Hellissandi. Kynning á þjóðgarðinum Snæfellsjökli FLUGLEIÐAHLAUPIÐ verður haldið í 8. sinn fimmtudaginn 2. maí kl. 19. Ræst er hjá Hótel Loftleiðum. Skráning á www.hlaup.is fram að keppnisdag og á Hótel Loftleiðum frá kl. 17 á keppnisdag. Hlaupið fer að venju fram í kring- um Reykjavíkurflugvöll. Vegalengd- in er 7,0 km. Skráningargjaldið er kr. 700 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening og bol auk þess sem þátttaka í hlaupinu gefur punkta í Vildarklúbbi Flugleiða. Boðið verður uppá sex manna sveita- keppni. Dregið verður um flatböku- veislu meðal sveitanna. Sérverðlaun eru fyrir 3 fyrstu sætin í öllum flokk- um. Tímataka, markklukka, kíló- metramerkingar, löglega mæld vegalengd, brautarvarsla, drykkjar- stöðvar og sjúkragæsla, segir í fréttatilkynningu. Flugleiðahlaup AÐALFUNDUR SÍBS deildarinnar á Vífilsstöðum verður haldinn fimmtudaginn 2. maí kl. 20 á Land- spítala, Vífilsstöðum, dagstofu, 1. hæð. Venjuleg aðalfundastörf. Fundarstjóri verður Jóna Val- gerður Höskuldsdóttir. Erindi halda: Þórarinn Gíslason yfirlæknir og Sigurður Guðmundsson land- læknir. Tónlistarflutningur, Kristín Sigtryggsdóttir óperusöngkona. Kaffiveitingar. Verð 500 kr. Aðalfundur SÍBS á Vífils- stöðum SVAVAR Sigmundsson nafnfræð- ingur heldur fyrirlestur í Sjó- minjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 2. maí kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir Svavar „Örnefni til sjávar“ og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands. Skráning fiskimiða hefur verið hluti af örnefnasöfnun þeirri sem fram hefur farið í landinu síðustu 90 árin eða svo. Nokkur leynd hvíldi yfir miðum og sumir íslensk- ir sjósóknarar áttu miðabækur sem þeir létu ekki aðra sjá. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um örnefni til sjávar Nafn féll niður Í frétt vegna andláts Hjálmars Blomquist Júlíussonar í Morgun- blaðinu í gær féll nafn einnar systur Hjálmars, Kristínar Júlíusdóttur, niður. Er beðist velvirðingar á mis- tökunum. Orð féll niður Í frétt Morgunblaðsins í gær af miðstöð fyrir neytendur morfín- skyldra lyfja féll niður eitt orð í greininni sem gerði það að verkum að tilvitnun í Sigurð Guðmundsson landlækni varð röng og snerist merking hennar við. Átti setningin að hljóða svo: „Aðgerðir okkar til að stemma stigu við misnotkun lyfjanna mega ekki verða til þess að þeir sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda, einkum krabbameinssjúklingar, hafi ekki gott aðgengi að þessari nauð- synlegu þjónustu.“ Er beðist velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT sæti og Óskar Gunnarsson í öðru sæti, voru einnig í þeim sætum síðast en að öðru leyti er listinn þannig skipaður: 3. Marinó Þorsteinsson, 4. Valgerður María Jóhannsdóttir, 5. Nína Hrönn Gunnarsdóttir, 6. Trausti Þórisson, 7. Rannveig Hjaltadóttir, 8. Ólafur Ingi Steinars- son, 9. Elín Björk Unnarsdóttir, 10. Albert Gunnlaugsson, 11. Ingibjörg Hjartardóttir. LISTI Sameiningar í Dalvíkurbyggð var lagður fram nýlega. Sameining bauð fram fyrir fjórum árum undir bókstafnum S en nú munu þeir trú- lega nota bókstafinn I. Fulltrúar Sameiningar í bæjar- stjórn hafa verið tveir og skipað meirihluta ásamt Framsóknarmönn- um. Þau sömu og nú skipa efstu tvö sætin, Ingileif Ástvaldsdóttir í fyrsta Listi Sameiningar í Dalvíkurbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.