Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNASALA
FAXAFENI 5
SÍMI 533 1080 FAX 533 1085
KÓPAVOGUR – LJÓSALIND 6 - OPIÐ HÚS
Stór og björt 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli. Stofan er
parketlögð, stórir gluggar og útgengi út á suð-vestursvalir með út-
sýni yfir Kópavogsdal. Eldhúsið er rúmgott með U-innréttingu og
sérborðkrók. Svefnherbergi og barnaherbergi með skápum. Baðher-
bergi er flísalagt með baðkari og góðum sturtuklefa. Góð eign á
vinsælum stað. Nonni og Jóna Magga eru með opið hús í
Ljósulind 6 milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Allir velkomnir.
Byggingadagar í Hafnarfirði!
Í dag milli kl. 14 og 16 er opið á skrifstofu okkar í
Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði. Við erum með á skrá
yfir 40 eignir í byggingu í Áslandinu í Hafnarfirði
og víðar, raðhús, parhús, einbýlishús og fjölbýli.
Kíktu við! Kaffi á könnunni og með því.
Sýnishorn úr söluskrá:
• NÝTT Á SKRÁ! Einbýlishús á einni hæð á
glæsilegri lóð við Keilisvöllinn. Gott verð!
• Raðhús á tveimur hæðum efst í Þrastarásnum með
glæsilegu útsýni.
• Parhús á tveimur hæðum við Svöluás.
Útsýni svo langt sem augað eygir
• Lítil raðhús á tveimur hæðum við Svöluás og Erluás.
• Raðhús efst í suðurhlíðinni í Áslandinu. Tilbúin til afh.strax.
Toppeign!!
Bæjarhrauni 22 Hafnarfirði
Sími 565 8000 • www.hofdi.is
EINBÝLI
Eyktarás
Mjög fallegt u.þ.b. 240 fm tvílyft einbýli
með innbyggðum bílskúr og sérhönn-
uðum glæsilegum garði. Eignin skiptist
m.a. í fimm herbergi, tvö baðherbergi,
eldhús, stofu, borðstofu og sjónvarps-
stofu. Fallegt útsýni. V. 27,5 m. 2345
Lindarsel -
nýtt á skrá - glæsilegt
Vorum að fá um 300 fm glæsilegt tvílyft
einbýlishús með tvöföldum innb. 55 fm
bílskúr. Á efri hæðinni eru m.a. stórar
stofur með arni, þrjú herb., eldhús,
þvottah., sjónvarpshol, bað o.fl. Gengið
er beint út á aflokaða stóra timburver-
önd sem er með heitum potti. Á jarð-
hæðinni eru 2-3 herb., baðh., sjónvarps-
hol og stór geymsla. Möguleiki er á sér-
íb. á jarðhæð. Garðurinn er mjög fallegur
og er óbyggt svæði sunnan hússins.
Fallegt útsýni. V. 33,0 m. 2338
HÆÐIR
Gnoðarvogur -
efri sérhæð + bílskúr
Mjög falleg 5-6 herbergja neðri sérhæð
við Gnoðarvog. Eignin skiptist í forstofu,
sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús,
þrjú herbergi og baðherbergi. Húsið lítur
vel út að utan. Búið er að endurnýja raf-
magn, töflu, nýjar lagnir og endurnýja
Danfoss. Falleg eign. V. 17,3 m. 2072
OPIÐ HÚS - Eskihlíð 10
3. hæð t.h. - 131 fm
Mjög falleg og björt 6 herb. endaíbúð á
3. hæð sem skiptist í tvær samliggjandi
stofur, 4 svefnherbergi, baðherbergi,
eldhús og kalda geymslu. Torfi og Guð-
björg sýna íbúðina í dag (sunnudag) milli
kl. 13.oo og 17.oo. V. 13,9 m. 2031
Sumarbústaður - Þingvallavatn -
í landi þjóðgarðsins
Vorum að fá þennan fallega sumar-
bústað í einkasölu. Bústaðurinn er
um 40 fm, auk 7 fm geymsluskúrs
og stendur á 5.600 fm grónu landi
(úr Kárastaða-landi). Töluverður
trjágróður. Fagurt útsýni yfir Þing-
vallavatn. Sumarbústaðurinn er í
landi þjóðgarðsins. Bústaðurinn er
með rafmagni og heitu og köldu
vatni. V. 7,0 m. 2088
Urðarhæð - Garðabæ
Miðbraut 21 - Seltjarnarnesi
OPIÐ HÚS Í DAG
Síðumúla 27 - Sími 588 4477 - Fax 588 4479
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Í einkasölu þetta fallega
200 fm einbýlishús sem er
á einni hæð m. innb.41 fm
tvöf.bílskúr. Húsið er
fullb. að utan sem innan á
afar vandaðan hátt. Vandað eldhús og tvö baðherb. Glæsil. garð-
ur, heitur pottur. Fallegt útsýni. Staðsetningin er einstök með
bæjarlækinn við lóðarmörkin. Verð 29 millj.
Í dag milli kl.15 og 17 verður
miðhæðin í þessu fallega
húsi til sýnis og sölu. Hæðin
er um 120 fm og er öll í
mjög góðu standi. M.a. ný-
standsett baðherbergi.
Rúmg. eldhús. Sérþvotta-
hús og sérinng. Parket. Áhv.
hagst. lán við Byggingarsj. ríkisins og húsbréf ca 6,3 m.
Skapti og Sigrún taka á móti áhugasömum. Verð 15,5 millj.
SUMARMÁLAVAKA Líknar- og
vinafélagsins Bergmáls verður
haldin miðvikudaginn 1. maí í
Hamrahlíð 17, kl. 16.
Gestur fundarins verður Hjálm-
ar Jónsson dómkirkjuprestur.
Fjöldasöngur undir stjórn Jóns
Hjörleifs Jónssonar, meðleikari er
Sólveig Jónsson. Matur borinn
fram kl. 17.
Bergmál
með sumar-
málavöku
Í DAG, sunnudag, kl. 14, stendur
Átthagafélag Sandara fyrir kynn-
ingu á þjóðgarðinum Snæfellsjökli í
Litlu Brekku (hús á bak við veitinga-
húsið Lækjarbrekku). Hefst dag-
skráin með stuttum aðalfundi félags-
ins og síðan tekur við kynning á
þjóðgarðinum. Um hana sjá Guð-
björg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörð-
ur og Skúli Alexandersson hótel- og
ferðamálastjóri á Hellissandi.
Kynning á
þjóðgarðinum
Snæfellsjökli
FLUGLEIÐAHLAUPIÐ verður
haldið í 8. sinn fimmtudaginn 2. maí
kl. 19. Ræst er hjá Hótel Loftleiðum.
Skráning á www.hlaup.is fram að
keppnisdag og á Hótel Loftleiðum
frá kl. 17 á keppnisdag.
Hlaupið fer að venju fram í kring-
um Reykjavíkurflugvöll. Vegalengd-
in er 7,0 km. Skráningargjaldið er
kr. 700 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir
börn. Allir sem ljúka hlaupinu fá
verðlaunapening og bol auk þess
sem þátttaka í hlaupinu gefur
punkta í Vildarklúbbi Flugleiða.
Boðið verður uppá sex manna sveita-
keppni. Dregið verður um flatböku-
veislu meðal sveitanna. Sérverðlaun
eru fyrir 3 fyrstu sætin í öllum flokk-
um.
Tímataka, markklukka, kíló-
metramerkingar, löglega mæld
vegalengd, brautarvarsla, drykkjar-
stöðvar og sjúkragæsla, segir í
fréttatilkynningu.
Flugleiðahlaup
AÐALFUNDUR SÍBS deildarinnar
á Vífilsstöðum verður haldinn
fimmtudaginn 2. maí kl. 20 á Land-
spítala, Vífilsstöðum, dagstofu, 1.
hæð.
Venjuleg aðalfundastörf.
Fundarstjóri verður Jóna Val-
gerður Höskuldsdóttir. Erindi
halda: Þórarinn Gíslason yfirlæknir
og Sigurður Guðmundsson land-
læknir. Tónlistarflutningur, Kristín
Sigtryggsdóttir óperusöngkona.
Kaffiveitingar. Verð 500 kr.
Aðalfundur
SÍBS á Vífils-
stöðum
SVAVAR Sigmundsson nafnfræð-
ingur heldur fyrirlestur í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í
Hafnarfirði, fimmtudaginn 2. maí
kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir
Svavar „Örnefni til sjávar“ og er
hann í boði Rannsóknarseturs í
sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns
Íslands.
Skráning fiskimiða hefur verið
hluti af örnefnasöfnun þeirri sem
fram hefur farið í landinu síðustu
90 árin eða svo. Nokkur leynd
hvíldi yfir miðum og sumir íslensk-
ir sjósóknarar áttu miðabækur
sem þeir létu ekki aðra sjá.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um örnefni
til sjávar
Nafn féll niður
Í frétt vegna andláts Hjálmars
Blomquist Júlíussonar í Morgun-
blaðinu í gær féll nafn einnar systur
Hjálmars, Kristínar Júlíusdóttur,
niður. Er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.
Orð féll niður
Í frétt Morgunblaðsins í gær af
miðstöð fyrir neytendur morfín-
skyldra lyfja féll niður eitt orð í
greininni sem gerði það að verkum
að tilvitnun í Sigurð Guðmundsson
landlækni varð röng og snerist
merking hennar við. Átti setningin
að hljóða svo: „Aðgerðir okkar til að
stemma stigu við misnotkun lyfjanna
mega ekki verða til þess að þeir sem
þurfa virkilega á lyfjunum að halda,
einkum krabbameinssjúklingar, hafi
ekki gott aðgengi að þessari nauð-
synlegu þjónustu.“ Er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
sæti og Óskar Gunnarsson í öðru
sæti, voru einnig í þeim sætum síðast
en að öðru leyti er listinn þannig
skipaður: 3. Marinó Þorsteinsson, 4.
Valgerður María Jóhannsdóttir, 5.
Nína Hrönn Gunnarsdóttir, 6.
Trausti Þórisson, 7. Rannveig
Hjaltadóttir, 8. Ólafur Ingi Steinars-
son, 9. Elín Björk Unnarsdóttir, 10.
Albert Gunnlaugsson, 11. Ingibjörg
Hjartardóttir.
LISTI Sameiningar í Dalvíkurbyggð
var lagður fram nýlega. Sameining
bauð fram fyrir fjórum árum undir
bókstafnum S en nú munu þeir trú-
lega nota bókstafinn I.
Fulltrúar Sameiningar í bæjar-
stjórn hafa verið tveir og skipað
meirihluta ásamt Framsóknarmönn-
um.
Þau sömu og nú skipa efstu tvö
sætin, Ingileif Ástvaldsdóttir í fyrsta
Listi Sameiningar
í Dalvíkurbyggð