Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is NÝVERIÐ urðu ráðherraskipti í rík- isstjórn þegar Akureyringurinn Tómas Ingi Olrich tók við af Birni Bjarnasyni. Það er svo sem allt í lagi að Akureyri eigi ráðherra. Með þessu fækkaði ráðherrum Reykjavíkur. Nú hefði mátt ætla að forsætisráð- herra gripi kjörið tækifæri til að jafna hlut Reykjavíkur með því að skipta út ráðherra frá landsbyggð- inni, Sturlu Böðvarssyni, sem hefur, að flestra áliti, reynst duglaus og hæfileikasnauður og skipað einn af þingmönnum flokks hans í Reykja- vík, t.d. Guðmund Hallvarðsson, í starf samgönguráðherra. Einnig er orðið tímabært að rjúfa þá furðulegu hefð að í embætti sam- gönguráðherra má aldrei skipa þing- mann frá höfuðborgarsvæðinu! Vert er að benda á hinn mikla mun á íbúa- fjöldanum og þar með framkvæmda- þörfum mikils meirihluta þjóðarinn- ar. Í nær tvo áratugi hafa landsbyggðarþingmenn, þar af þrír Þingeyingar, skipað þetta ráðherra- embætti og hafa þeir allir sýnt mikla sérhagsmunagæslu fyrir lands- byggðina á kostnað Reykjavíkur- svæðisins. Mest hefur borið á heimskulegri og óhagkvæmri for- gangsröðun. Ég geri ráð fyrir að flestir landsmanna hefðu kosið að jarðgöng undir Holtavörðuheiði hefðu komið á undan Vestfjarða- göngunum. Um það geta menn leitað álits þeirra þúsunda vegfarenda sem lenda í hrakningum og töfum á þess- ari mikilvægu samgönguleið, sem tengir Norðurland við Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Sömuleiðis hefði verið heppilegra að gera jarðgöng undir Öxnadalsheiði og/eða Vaðla- heiði frekar en göngin til Ólafsfjarð- ar. Og til að kóróna vitleysuna á nú að gera göng alla leið til Siglufjarðar, út- kjálkabæjar sem einu sinni var mik- ilvægur útgerðarstaður. Þetta eru dæmi um ömurlega for- gangsröðun. Nú er að sjá hvort for- sætisráðherra hefur hugrekki til slíkra ráðherraskipta. Allavega er hann nógu ráðríkur til að fram- kvæma þetta. Hann ætti nú að sýna að hann sé verðugur þess að vera þingmaður Reykjavíkur nr. 1. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari. Ætlar forsætisráð- herra að glutra niður gullnu tækifæri? Frá Jóni Otta Jónssyni: ÞAR sem ég undirritaður er nú á ní- ræðisaldri verður mér æ ljósara að hinsta kallið nálgast, þótt enn kunni að vera tímakorn í það. En til vonar og vara vil ég bera fram þrjár óskir til þeirra sem kynnu að vilja setja kveðjuorð til mín á blað og byggjast þær óskir, eins og augljóst er, á þeim miklu breytingum sem orðið hafa á eftirmælum upp á síðkastið. 1. Að enginn nákominn ættingi minn skrifi aukatekið orð um mig lát- inn. 2. Fari svo að einhver vilji endilega kveðja mig á prenti, bið ég hann eða hana að skrifa ekki „sendibréf til líks- ins“, þ.e. ekki ávarpa mig beint enda verð ég þá, eftir því sem ég veit best, ekki lengur lesandi neins fréttablaðs. 3. Að enginn beri við að hnoða sam- an kveðjuorðum í bundnu máli eða birta í ritsmíð sinni ljóð eða vers eftir aðra, sérstaklega ekki þau sem nú má heita að birtist oft á dag á eft- irmælasíðum Morgunblaðsins, hversu góð sem þau annars kunna að vera. Fyrstu tvær óskirnar byggjast auðvitað á því hversu tilfinninga- þrungin slík eftirmæli eru að jafnaði. Heitar tilfinningar eiga ekkert erindi fyrir augu almennings þótt þær séu sjálfsagðar og kærkomnar milli þeirra sem unnast. Hins vegar er mér ekki á móti skapi að sagðar verði skopsögur af mér ef til eru eða ein- hverjar þær sem ég hef sagt því mér hefur alltaf þótt gaman að koma fólki til að hlæja. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Óskir á ævikvöldi Frá Torfa Ólafssyni: VIÐ verkamennirnir óskum verk- fræðingafélaginu til hamingju með 90 ára afmælið en verðum þó að gera eina athugasemd. Listasafn Einars Jónssonar var tengt Hitaveitunni á fullveldisdaginn 1. desember 1943. Þetta með 17. júní byrjaði ekki fyrr en árið eftir. Við erum nú næstum al- veg sáttir við þetta val ykkar en hefðum þó viljað hafa Sundhöllina ofar. Þetta álit byggjum við á þeirri miklu vinnu sem við höfum haft við að lagfæra steypuskemmdir þarna í Sundhöllinni. Annars er það um- hugsunarefni hvar verkfræðin byrji og hvar hún endar. Við teljum til dæmis að það hafi verið heilmikið verkfræðiafrek þegar Möllerup mót- orinn var settur í árabátinn á Ísafirði þarna um árið. Eftir það þurftum við ekki að róa og gátum einbeitt okkur að veiðunum. Nú, þetta hafði þær af- leiðingar að fræðslulög voru sett og farið var að kenna fólki að lesa í stórum stíl. Þetta leiddi svo af sér að hægt var að stofna Morgunblaðið. Nú höfum við mikla vinnu við steypuviðgerðir í Þjóðminjasafninu og ekki neinn samdráttur þar. Straumþungi ferðamanna fer vax- andi. Þess vegna er það svolítið slæmt að hafa Þjóðminjasafnið stöð- ugt í viðgerð. Væri því ekki upplagt að safnið keypti keypti Perluna og hitaveitugeymunum yrði breytt í geymslur og sýningarsali? Það eru taldir kostir sýninga og geymslu- húsa þjóðminja að þau séu eldtraust, vatns- og vindheld, einnig að sólar- ljós eigi ekki greiðan aðgang. Þarna við Perluna er nóg af bílastæðum og gott svigrúm fyrir langferðabíla. Svo má ekki gleyma því að geymarnir eru úr stáli og þ.a.l. engin steypa til að gera við. Ef af þessu verður má ekki gleyma að aftengja geymana. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Möllerup-mótor Frá Gesti Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.