Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 49
Símar: 515 1735 og 515 1731
Bréfasími: 515 1739
Farsími: 898 1720
Netfang: oskar@xd.is
Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna
sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin.
Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt.
Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30.
Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar
og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar.
Utankjörsta›askrifstofa
Sjálfstæ›isflokksins
Sjálfstæ›isfólk!
Láti› okkur vita um stu›ningsmenn
sem ekki ver›a heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík
RAÐGREIÐSLUR
Sölusýning -
Sölusýning
10% staðgreiðsluafsláttur Sími 861 4883
á nýjum og gömlum handhnýttum
austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli
við Sigtún, Reykjavík,
í dag, sunnudag, 28. apríl frá kl. 13-19
Glæsileg teppi
á mjög góðu verði
! " #$$#%#$$&
' (
)(%
* * + * '%
, *
- . . ..
(
..
%
' - /.
.
" /
+ - 0012$
*3# , 004&$$
5 - .
/. 6 * """!
# ! / ''
) . ''
. 7 %
/ 7
. ''
, ** 31$ 431#
"'
.
$
# !
/ 7 * ##
''
. . 8
*
. / .
Fermingarnáttföt
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Náttskyrtur - Sloppar
Mikið úrval
GUNNAR Marel endurvakti forn-
an sið Íslendinga, smíðaði skip og
lagði í haf. Já, í kjölfar forvera
okkar. Sigldi til Ameríku með
glæsibrag og skilaði fleyinu yfir
hafið og ávann sér hrifningu allrar
þjóðarinnar. Í Ameríku vakti þessi
atburður mikla athygli og varð
mikil landkynning.
Nú virðist sem þessi nútímavík-
ingur verði að kosta þennan þátt í
sögu okkar úr eigin vasa. Allri
þjóðinni til skammar. Víkingaskip-
ið Íslendingur er orðinn myllu-
steinn um háls höfundar síns.
Þarna sýnist mér mörlandans
forni dragbítur kominn ljóslifandi.
Nú er ekki eins og við Íslendingar
séum að tapa á þessu framtaki
Gunnars Marels, heldur höfum við
þarna minnisvarða úr sögu okkar
sem styrkir þjóðarstoltið. Ég sé
fyrir mér skipið Íslending á hafn-
arbakkanum sem fyrstu sjón gesta
er hér koma að landi og hafa ít-
arlega sögu af landafundum okkar
í vesturvegi.
Mér dettur fyrst í hug að höfða
til forsætisráðherra að taka af
skarið og láta til sín taka og koma
Íslendingi heim, þangað sem hann
á heima, og þar með undirstrika
þann sannleik að við vorum þarna
á ferð, á þeim slóðum sem sagan
segir okkur. Ég held að hann sé sá
maður sem væri vísastur til að af-
greiða þetta réttlætismál án þess
að spyrja kóng né prest. Þarna
kæmi til sögunnar þáttur sem
óbornir Íslendingar munu virða
við þá er styrktu þennan minn-
isvarða sem víkingaskipið Íslend-
ingur er.
Ég var eitt sinn á ferð í London
og skoðaði hið fræga seglskip
Cutty Sark, þar sem því hefur ver-
ið komið fyrir í þurrkví við Tham-
esfljót, og er nánast eins og þegar
það kom úr síðustu ferð sinni frá
Austurlöndum. Skipið er talandi
tákn úr sögu Bretaveldis á þessum
tíma. Þarna eru Bretar að koma í
veg fyrir að þessi þáttur úr sögu
þeirra fyrnist. Mikil örtröð ferða-
manna var við skipið og greiddi
aðgangseyri til að komast að því.
Hvað gerum við?
EINAR SVEINN
ERLINGSSON,
Kópavogsbraut 11, Kópavogi.
Víkinga-
skipið Ís-
lendingur
Frá Einari Sveini Erlingssyni:
ÉG GLADDIST þegar ég fletti
sunnudagsmogganum (21.4.) og rak
augun í grein um þig undir formerkj-
unum „hvar eru þau nú“. Umfjöllun
um þrautseiga
brautryðjendur
er alltaf vel þegin
og víst er að þú
hefur ekki alltaf
fetað troðnar
slóðir. En mér
sárnaði svolítið
þegar leið á lest-
urinn og þú
nefndir til sög-
unnar merkilega
teiknimynd sem
þú gerðir um djáknann á Myrká. Á
þessum tíma var ég viðriðinn kvik-
myndagerð, einkum hljóð og tónlist.
Þú hafðir nefnt við mig þessa teikni-
mynd og beðið mig að skálda nokkur
stef sem nota mætti í hana. Þú hafðir
á orði að ekkert tal yrði í myndinni,
bara tónlist, til að gera markaðssetn-
ingu erlendis einfaldari. Þegar nær
dró ræddir þú við mig hvort góð hug-
mynd væri að fá Hilmar Örn í lið með
okkur og við myndum gera þetta
saman. Ég tók að sjálfsögðu strax
vel í það, þekkti Hilmar að góðu einu
en hafði aldrei unnið með honum,
enda við svosem að fást við svipaða
hluti. Samvinna okkar Hilmars var
með miklum ágætum og í heila viku
fyrir frumsýningu teiknimyndarinn-
ar gerðum við ekkert annað en að
semja og spila tónlist og hljóðef-
fekta. Með okkur var Scott nokkur
MacKenzie, vinur Hilmars, og sá var
betri en enginn. Hreinn snillingur í
öllu sem viðkemur hljóðsöfnun og
endurvinnslu eða sampling á út-
lensku. Reyndin varð líka sú að
hljóðmynd Djáknans var, þegar upp
var staðið, hrein tónstef til helminga
á móti óræðum hljóðeffektum. Og þá
kem ég að sárindum mínum. Við
Hilmar höfðum sett okkur í samband
við Jórunni Viðar til að fá leyfi til að
styðjast við gamalt stef sem við töld-
um að væri eftir hana. Hún sagði það
sjálfsagt en bætti við að hún hefði
ekki samið stefið heldur væri það
gömul þjóðvísa sem hún hefði útfært
í verki fyrir selló. Okkur væri því
frjálst að nýta stefið að vild. Við
gerðum það en sá hluti er aðeins brot
af þessu nær hálftíma langa tón- og
hljóðverki sem við púsluðum saman
fyrir þig. Ég samdi að auki ein fjögur
stef, sem eru mitt höfundarverk frá
grunni, og kom ég með þau fullmót-
uð til leiks. Hilmar gerði stórkost-
lega hluti með rytma og „sömpl“ og
saman mynda þessir bútar okkar,
ásamt og með stefjum sem urðu til í
okkar samvinnu, afar merkilegt,
samfellt tónverk sem við nefndum
einfaldlega „Djáknann“. Ég man að
það stóð tæpt að við næðum að klára
fyrir tilskilinn tíma. Myndin hafði
verið sett á dagskrá hinn 6. janúar, á
þrettándanum, en við fórum ekki í
stúdíó fyrr en um áramótin. Við
sluppum fyrir horn en gerðum grín
að því, hvor við annan, að ekkert ætti
nú eftir að fara úrskeiðis, nema þá ef
þú yrðir fyrir bíl á leið þinni upp á
Laugaveg í Sjónvarpshúsið. En
þetta blessaðist allt, myndin var
sýnd á áður auglýstum tíma og vakti
athygli. Við vorum stoltir af verki
okkar og töluðum um að réttast væri
að gefa það út á diski með einhverj-
um smávægilegum breytingum þó.
Við Hilmar erum í kreditlista mynd-
arinnar báðir nefndir höfundar og
samkomulag okkar þar um að við
ættum þetta saman. Tillegg okkar
var nær jafnt þegar allt er talið og
því sárnaði mér að þú skyldir fara
rangt með í frásögn þinni í greininni
góðu. Rétt skal vera rétt og ég er
ósáttur við að vera ekki nefndur á
nafn þegar rætt er um tónverk sem
ég sannanlega á helming í. Einkum
og sér í lagi þegar um er að ræða
verk sem við höfundarnir tveir erum
ákaflega ánægðir með. Einhvern
tíma fáum við svo kannski líka greitt
fyrir þessa vinnu okkar við Djákn-
ann og þá verðum við enn ánægðari.
Bestu kveðjur,
HJÖRTUR HOWSER,
tónskáld, kvikmyndagerðar- og
hljómlistarmaður.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Frá Hirti Howser:
Hjörtur
Howser
MJÖG villandi fyrirsögn birtist í
Mbl. síðasta vetrardag á bls. 9, en
þar segir, að dómari hafi vísað frá
dómi kröfum tveggja ermskra
kvenna, sem synjað var um póli-
tískt hæli á Íslandi, og hafa höfðað
mál til að fá úrskurði Útlendinga-
eftirlitsins hnekkt. Hið sanna er,
að ríkið krafðist þess, að málinu
yrði vísað frá dómi, þar sem það
var búið að færa konurnar með
valdi úr landinu, og þar með væri
brostinn grundvöllur málsins.
Þessari kröfu ríkisins var hafnað,
og mun málið sæta efnismeðferð.
Dómarinn taldi, að konurnar hefðu
lögvarða hagsmuni af því að fá
dæmt, hvort Útlendingaeftirlitið
hefði staðið rétt að úrskurði sínum.
Þá var einnig synjað þess að vísa
frá dómi varakröfu um bann við
endurkomu til landsins í þrjú ár, og
gilti þetta bann einnig um önnur
Norðurlönd.
Aðeins var vísað frá varakröfu
um, að dómurinn dæmdi konunum
rétt til að fá hæli af mannúðar-
ástæðum og almennt dvalarleyfi,
og á þeim forsendum, að dómurinn
hefði ekki slíkt vald. Nú verður það
borið undir dómstóla, hvort kon-
unum hafi með ólögmætum hætti
verið synjað dvalar með þessum
hætti, og sýnist því eðlilegt að gera
megi dómkröfu um, að þær eigi
þennan rétt. Þá má einnig deila
um, hvort vísa megi varakröfu frá
dómi, áður en tekin er efnisafstaða
til aðalkröfu, því að varakrafan
kemur því aðeins til skoðunar, að
synjað sé um aðalkröfuna.
Hefur úrskurðurinn því verið
kærður til Hæstaréttar.
Raunar kemur fram í fréttinni,
að máli kvennanna var ekki vísað
frá dómi, heldur aðeins varakröf-
um, eins og rakið er hér að ofan.
Er því óskiljanlegt, hvernig blaða-
manninum datt í hug að gera auka-
atriði málsins að höfuðfyrirsögn.
HARALDUR BLÖNDAL hrl.
Kröfum ermskra kvenna
ekki vísað frá dómi
Frá Haraldi Blöndal: