Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ný kynslóð grenningarefna! „Það er ekki um að villast að Biosculpt er áhrifarík aðferð til að koma líkamanum í form. Ég finn strax á 4. viku að mittismál mitt hefur minnkað og sætindalöngun er mun minni. Neglur og hár hafa styrkst og mér líður mjög vel og mæli því eindregið með Biosculpt!“ Ásta Sigvaldadóttir „Biosculpt kom mér þægilega á óvart. Eftir aðeins 3 vikur hefur ummál minnkað og heil 2 kíló farin! Mér líður mjög vel, hef meiri orku, melting er betri, sætindalöngun er alveg horfin og ég sef betur og vakna endurnærð. Ég mæli hiklaust með Biosculpt og hlakka til að halda áfram!“ Unnur Teits Halldórsdóttir Næturmegrun Biosculpt inniheldur ekki örvandi efni sem skaðað geta líkamann - með Biosculpt  Fitubrennsla í svefni  Viðhald vöðva  Eykur orku og úthald  Bætir meltingu  Dregur úr sykurlöngun Frábær árangur! www.lyfja.is - netverslun BÍLSKÚRSROKKIÐ banda-ríska er í milli sókn, sjá tilað mynda velgengni Strokesog vel heppnaða tónleika þeirrar sveitar hér á landi fyrir skemmstu. Aðrar sveitir eru fram- arlega í slíku rokki, til að mynda White Stripes, sem væntanleg er hingað til lands í haust, BRMC, Von Bondies og svo má nefna. Ekki eru aðeins bandarískar rokksveitir á kafi í bílskúrsrokkinu því ein sú ötulasta á því sviði er sænska sveitin The Hives, sem er víst einnig væntanleg hingað til lands með haustinu. Dularfullur höfuðpaur Eitt af því sem þeir Hives-félagar hafa nýtt til að vekja á sér athygli er að halda því fram að dularfullur maður, Randy Fitzsimmons, sé höf- uðpaur sveitarinnar, hann hafi kall- að þá félaga saman með bréfi fyrir níu árum, semji öll lög og ákveði út- litið. Þeir félagar spila með sögunni, segjast ekki mega tala um Fitzsimmons, sem sé vissulega til, en menn hafa gert því skóna að ann- aðhvort sé hann einskær tilbúningur eða einhver liðsmanna skýli sér á bak við þetta dulnefni. Hives-félagar gæta líka að því að vera eins til fara, nánast í einkenn- isbúningum eins og sjá má á með- fylgjandi mynd, að sögn til að undir- strika að allir stefni þeir að því sama. „Það er gaman að klæða sig upp, að vera í einkennisfötum, og það gerðu líka allir grunge-gaurarnir, þótt þeir hafi þóst vera frumlegir.“ Það er svo í takt við annað að allir hafa þeir dulnefni; Howlin’ Pelle syngur, Nicholaus Arson leikur á gítar, dr. Destruction á bassa, Chris Dangerous á trommur og Vigilante á gítar, en þess má geta að breskir poppblaðamenn hallast að því að Nicholaus Arson sé Randy Fitzsim- mons. 12.000 íbúar og pylsuvagn Þeir lýsa því svo að Randy Fitz- simmons hafi sent hverjum fyrir sig bréf þar sem hann lagði til að þeir stofnuðu hljómsveit sem heita ætti The Hives. Í bréfunum stóð að þeir ættu að hittast á ákveðnum stað og stund og þar sem þeir höfðu ekkert annað að gera slógu þeir til. „Við náðum strax vel saman,“ segir Howlin’ Pelle, „en það tók okkur nokkurn tíma að verða nógu góðir því við höfðum góðan smekk en vor- um slappir í að skila þeim smekk í tónlistina.“ Hvernig sem uppruna sveit- arinnar er háttað þá vakti hún fyrst athygli í heimabænum, Fagersta í Svíþjóð, fyrir sjö árum og í kjölfarið bauðst henni útgáfusamningur. Fyrsta smáskífan, Oh Lord! When? How? kom út 1996 og ári síðar breið- skífan Barely Legal sem náði mikilli hylli í Svíþjóð og vakti einnig athygli utan landsteinanna sem fylgt var eftir með tónleikahaldi víða í Evrópu og einni ferð til Bandaríkjanna. Stuttskífa númer tvö, a.k.a. I-D-I- O-T, kom út 1998 með fjórum nýjum lögum, en eins og sagan er rakin á vefsetri sveitarinnar slitnaði sam- band þeirra félaga við hinn dul- arfulla hr. Fitzsimmons og um tíma voru þeir í fjötrum kvíða og óörygg- is. Þá tóku að berast lagabútar víða að úr heiminum sem þeir púsluðu saman og úr varð efni á næstu breið- skífu, Veni, Vidi, Vicious! sem barst loks til landsins fyrir helgi. Fagersta er smábær í Mið- Svíþjóð, „12.000 íbúar og pylsu- vagn“, eins og þeir félagar lýsa heimabæ sínum. Þeir segja að fá- mennið hafi haft sitt að segja með af- stöðu þeirra til tónlistarinnar; þeir búist ekki við neinu. „Þegar maður er að koma saman rokksveit í bæ þar sem eru kannski 20 rokkáhugamenn býst maður ekki við neinu, við hugs- um bara um það að gera okkur sjálf- um til hæfis. Fyrir vikið held ég að við séum að ná þessum árangri sem er þegar orðinn mun meiri en okkur hefði rennt í grun.“ Svíar hræðast ekki rokkið The Hives hafa verið lengi að og breyst nokkuð í gegnum árin, lést og hægt eilítið ferðina eins og heyra má á eldri plötum. Margir hafa orðið til að gagnrýna sveitina fyrir að vera ekki raunveruleg bílskúrssveit, segja að liðsmenn hennar hafi aldrei leikið í bílskúr eða í það minnsta fyr- ir svo löngu að ekkert af þeirri stemningu sitji eftir í tónlistinni. Þegar gengið er á þá með áhrifa- valda kemur varla á óvart að The Sonics séu þar á meðal, enda eft- irminnilega groddaleg bílskúrssveit og frumherji í þeirri gerð tónlistar sem ofangreindar sveitir, og the Hi- ves, eru að fást við í dag. Hives- félagar leggja og jafnan áherslu á að innblástur þeirra koma vestan yfir Atlantshaf, ekkert komi frá Bret- landi enda kunni menn þar ekki að leika rokk. Þeir segja að Svíar hafi alla tíð verið óhræddir við að rokka ólíkt öðrum þjóðum. „Frakkar eru til að mynda skíthræddir við að rokka og Kanadamenn eru meira að segja hræddir við að sleppa sér í villtu rokki.“ The Hives leika eins konar rokk- pönk, ekki eins lagrænir (laglegir) og Strokes og ekki eins hráir og White Stripes svo dæmi séu tekin. Bílskúrsrokkið gengur ekki síst út á það að láta hlutina vaða, að sleppa sér og hamast sem mest menn mega. Fátt er skemmtilegra en tónleikar þar sem slík tónlist er í algleymingi og ef nógu hátt er stillt skiptir kannski ekki höfuðmáli hvort sveitin á sviðinu sé alvöru bílskúrsrokkarar eða bara menn sem eru í þykjustu- leik. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sænskir villimenn Bílskúrsrokkið leggur undir sig heiminn eins og sannast hefur á fjölda slíkra sveita undanfarið. Ein þeirra hljómsveita sem hæst hafa nú um stundir er sænsk, The Hives, sem er meðal annars á leiðinni hingað til lands í haust ef allt gengur eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.