Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans FÍKNIEFNI að andvirði 1,2–4 milljarðar króna eru á íslenska fíkni- efnamarkaðnum á ári hverju. Miðað við að yfirvöld leggi hald á 6,5% efna sem hingað berast er söluverðmæti efna á markaði á ári hverju um tveir milljarðar króna. Efnin eru oftast keypt miklu lægra verði erlendis. Lögregla og tollgæsla leggja hald á umtalsvert magn fíkniefna á ári hverju. Sumir segja yfirvöld einung- is ná um 3% af þeim fíkniefnum sem berast til landsins. Aðrir segja nær lagi að tala um 10% og styðja það með vísan til þess að þegar lögreglan næði að taka umtalsvert magn fíkni- efna sæi þess þegar stað á markaðn- um, í minna framboði og þ.a.l. hærra verði. Slíkt myndi varla gerast ef lögregla tæki aðeins örfáa hundraðs- hluta af markaði. Ef gengið er út frá því að yfirvöld leggi hald á 10% efna sem hingað berast þýðir það að hingað var smyglað efnum fyrir 5,5 milljarða króna síðastliðin fjögur ár og þar af komust efni fyrir um 5 milljarða á markað, eða fyrir rúma 1,2 milljarða á ári. Ef reiknað er með að aðeins náist um 3% efna á markaði, þá voru flutt hingað efni að verðmæti 18,4 millj- arðar í götusölu og þar af komust efni fyrir hátt í 18 milljarða á mark- að. Það þýðir að götusöluverðmæti fíkniefna hér á landi á ári hverju nemur um 4,5 milljörðum króna. Ef farinn er millivegurinn og reiknað með að yfirvöld nái um 6,5% af efn- um á markaði þýðir það að flutt voru til landsins efni að verðmæti 8,5 milljarðar króna þessi fjögur ár og þar af komust efni fyrir um 8 millj- arða í götusölu. Það þýðir götusölu- verðmæti upp á 2 milljarða á ári að meðaltali. Tveir milljarðar eru sama upphæð og öll heildarlaun 100 verslunar- manna í sjö ár. Þá má benda á, að Landspítala – háskólasjúkrahús vantaði um 650 milljónir króna til að endar næðu saman á síðasta ári, eða þriðjung af áætluðu söluverðmæti fikniefnanna. E-pilla ódýrari Verð á e-pillu hefur farið mjög lækkandi að undanförnu. Hún hækk- aði verulega í verði á tímabili, sem rakið var til hertra aðgerða lögreglu og þungra dóma sem kveðnir voru upp í e-töflumálum. Fæliáhrif hertra aðgerða og þungra dóma virðast þó fara þverr- andi, því e-taflan er nú seld á um 2.000 krónur stykkið að meðaltali, en algengt verð til skamms tíma var 3.500 krónur. Verðið hefur farið allt niður í 1.600 krónur að undanförnu, en gæði taflnanna eru þá lítil. Fíkniefni fyrir tvo millj- arða á ári  Markaðsvirði fíkniefna/10 Íslenski eiturlyfjamarkaðurinn ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Verðbréfaþings Íslands, setti fram hugmyndir um skipulagsbreytingar á stærstu orkufyrirtækjum landsins í tengslum við fyrirhugaðan markaðs- búskap í raforkukerfinu, í erindi sem hann flutti á norrænni ráðstefnu um orkumál á Kirkjubæjarklaustri ný- lega. Lagði Þórður m.a. til að Orkubú Vestfjarða og RARIK yrðu sameinuð, Orkuveita Reykjavíkur tæki við Sogs- virkjun af Landsvirkjun, auk þess sem eðlilegt væri að hans mati, að Reykjavíkurborg hyrfi að öllu leyti út úr Landsvirkun. Ríkið selji hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja Þórður lýsti í erindi sínu þeirri end- urskipulagningu sem framundan er í raforkukerfinu. Stefnt er að aðskiln- aði flutnings- og dreifikerfis raforku frá orkuvinnslu og sölu á raforku, þar sem komið verði á samkeppni og frelsi í raforkuviðskiptum. Sagði Þórður nauðsynlegt að huga að endurskipulagningu orkukerfisins ef koma ætti á markaðsbúskap í raf- orkukerfinu. Skapa þyrfti möguleika á að orkufyrirtæki gætu veitt Lands- virkjun samkeppni við orkuvinnslu fyrir almenna notendur og á sama hátt væri æskilegt að Landsvirkjun yrði gert kleift að gegna stærra hlut- verki við sölu á raforku á almennum markaði. Þórður benti jafnframt á að núverandi eignarhald stærstu orku- fyrirtækjanna gæti skapað vandamál við endurskipulagningu raforkukerf- isins. Ríkið væri stór eigandi í öllum helstu orkufyrirtækjum að Orkuveitu Reykjavíkur undanskilinni og Reykjavíkurborg ætti stóran hlut í Landsvirkjun auk þess að reka OR. Þetta samþætta eignarhald skapaði hættu á hagsmunaárekstrum. Til að styrkja hagkvæma endur- skipulagningu raforkukerfisins er nauðsynlegt að mati Þórðar að skoða hvaða leiðir eru færar við að breyta skipulagi orkuveitnanna. Í því sam- bandi mælti Þórður m.a. með samein- ingu RARIK og Orkubús Vestfjarða í eitt fyrirtæki sem ætti kost á stærri hlutdeild í raforkumarkaðinum. Lagði hann til að Reykjavíkurborg eignaðist Sogsvirkjun, sem er í eigu Landsvirkjunar, og væri það skref í þá átt að koma á jafnvægi við raf- orkuframleiðslu fyrir almennan markað. Þá sagði hann rök mæla með að Reykjavíkurborg hyrfi að öllu leyti út úr Landsvirkjun og einbeitti sér að rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Þórð- ur sagði jafnframt rökrétt og hag- kvæmt að ríkið seldi hlut sinn í Hita- veitu Suðurnesja. Með þessum breytingum yrði stigið stórt skref í þá átt að einfalda eignarhald í orkukerf- inu og skapa meira jafnvægi. Verði skráð á Verðbréfaþingi Þórður mælti jafnframt með að rekstrarformi orkufyrirtækjanna yrði breytt í hlutafélög og stefnt að skráningu stærstu orkufyrirtækj- anna á Verðbréfaþingi. Þá benti hann á að gert væri ráð fyrir að stofnað yrði sjálfstætt félag um raforkuflutningskerfið sem yrði a.m.k. til að byrja með í eigu stærstu orkufyrirtækjanna, en rekstur þess aðskilinn frá rekstri orkufyrirtækj- anna. Jafnframt sagði Þórður hag- kvæmnisrök mæla með að samningar um raforkusölu til stóriðju yrðu í höndum sérstaks fyrirtækis. Þórður Friðjónsson setur fram hugmyndir um breytingar í raforkukerfinu Borgin út úr Landsvirkj- un og Sogsvirkjun til OR boði. Eitthvað er töfrandi við að sjá örþunnar kúlurnar verða til úr nán- ast engu, svífa um geislandi og glitrandi og að lokum springa. SUMARGJAFIR íslenskra barna hafa löngum verið tengdar því að sumarið er á næsta leiti. Boltar, sippubönd og sundföt eru þar á meðal, en einfalt tæki til að blása sápukúlur er sívinsælt. Sápukúlur um garða og götur að vori eru líka fyrir mörgum vingjarnlegur vor- Morgunblaðið/Kristinn Blásið til sumars ALFREÐ Gíslason og Ólafur Stefánsson urðu í gær Evrópu- meistarar í handknattleik með félagi sínu, Magdeburg frá Þýska- landi; Alfreð sem þjálfari og Ólafur sem leik- maður. Magdeburg sigraði Fot- ex Veszpr- ém frá Ung- verjalandi, 30:25, í síðari úrslitaleik liðanna. Ólafur átti stórgóðan leik og gerði 7 mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum og varð markahæstur í liði Magde- burgar. Magdeburg varð með þessum sigri fyrsta þýska fé- lagið í 19 ár til að verða Evr- ópumeistari. Ólafur og Alfreð eru fyrstu Íslendingarnir sem ná sigri í þessari keppni. „Þetta er ótrúleg stund og ég er sveittari en margir leik- mannanna eftir að hafa hlaupið fram og til baka á hliðarlínunni allan leikinn. Við fengum óska- byrjun í leiknum og þótt hann væri í járnum lengi var ég viss um, þegar leið á leikinn, að við myndum hafa þetta af,“ sagði Alfreð Gíslason. Íslenskir Evrópu- meistarar Ólafur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.