Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
f
í
t
o
n
/
s
í
a
www.bi.is
Þú fellur
aldrei á tíma
í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans
FÍKNIEFNI að andvirði 1,2–4
milljarðar króna eru á íslenska fíkni-
efnamarkaðnum á ári hverju. Miðað
við að yfirvöld leggi hald á 6,5% efna
sem hingað berast er söluverðmæti
efna á markaði á ári hverju um tveir
milljarðar króna. Efnin eru oftast
keypt miklu lægra verði erlendis.
Lögregla og tollgæsla leggja hald
á umtalsvert magn fíkniefna á ári
hverju. Sumir segja yfirvöld einung-
is ná um 3% af þeim fíkniefnum sem
berast til landsins. Aðrir segja nær
lagi að tala um 10% og styðja það
með vísan til þess að þegar lögreglan
næði að taka umtalsvert magn fíkni-
efna sæi þess þegar stað á markaðn-
um, í minna framboði og þ.a.l. hærra
verði. Slíkt myndi varla gerast ef
lögregla tæki aðeins örfáa hundraðs-
hluta af markaði.
Ef gengið er út frá því að yfirvöld
leggi hald á 10% efna sem hingað
berast þýðir það að hingað var
smyglað efnum fyrir 5,5 milljarða
króna síðastliðin fjögur ár og þar af
komust efni fyrir um 5 milljarða á
markað, eða fyrir rúma 1,2 milljarða
á ári.
Ef reiknað er með að aðeins náist
um 3% efna á markaði, þá voru flutt
hingað efni að verðmæti 18,4 millj-
arðar í götusölu og þar af komust
efni fyrir hátt í 18 milljarða á mark-
að. Það þýðir að götusöluverðmæti
fíkniefna hér á landi á ári hverju
nemur um 4,5 milljörðum króna. Ef
farinn er millivegurinn og reiknað
með að yfirvöld nái um 6,5% af efn-
um á markaði þýðir það að flutt voru
til landsins efni að verðmæti 8,5
milljarðar króna þessi fjögur ár og
þar af komust efni fyrir um 8 millj-
arða í götusölu. Það þýðir götusölu-
verðmæti upp á 2 milljarða á ári að
meðaltali.
Tveir milljarðar eru sama upphæð
og öll heildarlaun 100 verslunar-
manna í sjö ár. Þá má benda á, að
Landspítala – háskólasjúkrahús
vantaði um 650 milljónir króna til að
endar næðu saman á síðasta ári, eða
þriðjung af áætluðu söluverðmæti
fikniefnanna.
E-pilla ódýrari
Verð á e-pillu hefur farið mjög
lækkandi að undanförnu. Hún hækk-
aði verulega í verði á tímabili, sem
rakið var til hertra aðgerða lögreglu
og þungra dóma sem kveðnir voru
upp í e-töflumálum.
Fæliáhrif hertra aðgerða og
þungra dóma virðast þó fara þverr-
andi, því e-taflan er nú seld á um
2.000 krónur stykkið að meðaltali, en
algengt verð til skamms tíma var
3.500 krónur. Verðið hefur farið allt
niður í 1.600 krónur að undanförnu,
en gæði taflnanna eru þá lítil.
Fíkniefni
fyrir tvo millj-
arða á ári
Markaðsvirði fíkniefna/10
Íslenski eiturlyfjamarkaðurinn
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri
Verðbréfaþings Íslands, setti fram
hugmyndir um skipulagsbreytingar á
stærstu orkufyrirtækjum landsins í
tengslum við fyrirhugaðan markaðs-
búskap í raforkukerfinu, í erindi sem
hann flutti á norrænni ráðstefnu um
orkumál á Kirkjubæjarklaustri ný-
lega.
Lagði Þórður m.a. til að Orkubú
Vestfjarða og RARIK yrðu sameinuð,
Orkuveita Reykjavíkur tæki við Sogs-
virkjun af Landsvirkjun, auk þess
sem eðlilegt væri að hans mati, að
Reykjavíkurborg hyrfi að öllu leyti út
úr Landsvirkun.
Ríkið selji hlut sinn
í Hitaveitu Suðurnesja
Þórður lýsti í erindi sínu þeirri end-
urskipulagningu sem framundan er í
raforkukerfinu. Stefnt er að aðskiln-
aði flutnings- og dreifikerfis raforku
frá orkuvinnslu og sölu á raforku, þar
sem komið verði á samkeppni og
frelsi í raforkuviðskiptum.
Sagði Þórður nauðsynlegt að huga
að endurskipulagningu orkukerfisins
ef koma ætti á markaðsbúskap í raf-
orkukerfinu. Skapa þyrfti möguleika
á að orkufyrirtæki gætu veitt Lands-
virkjun samkeppni við orkuvinnslu
fyrir almenna notendur og á sama
hátt væri æskilegt að Landsvirkjun
yrði gert kleift að gegna stærra hlut-
verki við sölu á raforku á almennum
markaði. Þórður benti jafnframt á að
núverandi eignarhald stærstu orku-
fyrirtækjanna gæti skapað vandamál
við endurskipulagningu raforkukerf-
isins. Ríkið væri stór eigandi í öllum
helstu orkufyrirtækjum að Orkuveitu
Reykjavíkur undanskilinni og
Reykjavíkurborg ætti stóran hlut í
Landsvirkjun auk þess að reka OR.
Þetta samþætta eignarhald skapaði
hættu á hagsmunaárekstrum.
Til að styrkja hagkvæma endur-
skipulagningu raforkukerfisins er
nauðsynlegt að mati Þórðar að skoða
hvaða leiðir eru færar við að breyta
skipulagi orkuveitnanna. Í því sam-
bandi mælti Þórður m.a. með samein-
ingu RARIK og Orkubús Vestfjarða í
eitt fyrirtæki sem ætti kost á stærri
hlutdeild í raforkumarkaðinum.
Lagði hann til að Reykjavíkurborg
eignaðist Sogsvirkjun, sem er í eigu
Landsvirkjunar, og væri það skref í
þá átt að koma á jafnvægi við raf-
orkuframleiðslu fyrir almennan
markað. Þá sagði hann rök mæla með
að Reykjavíkurborg hyrfi að öllu leyti
út úr Landsvirkjun og einbeitti sér að
rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Þórð-
ur sagði jafnframt rökrétt og hag-
kvæmt að ríkið seldi hlut sinn í Hita-
veitu Suðurnesja. Með þessum
breytingum yrði stigið stórt skref í þá
átt að einfalda eignarhald í orkukerf-
inu og skapa meira jafnvægi.
Verði skráð á Verðbréfaþingi
Þórður mælti jafnframt með að
rekstrarformi orkufyrirtækjanna
yrði breytt í hlutafélög og stefnt að
skráningu stærstu orkufyrirtækj-
anna á Verðbréfaþingi.
Þá benti hann á að gert væri ráð
fyrir að stofnað yrði sjálfstætt félag
um raforkuflutningskerfið sem yrði
a.m.k. til að byrja með í eigu stærstu
orkufyrirtækjanna, en rekstur þess
aðskilinn frá rekstri orkufyrirtækj-
anna. Jafnframt sagði Þórður hag-
kvæmnisrök mæla með að samningar
um raforkusölu til stóriðju yrðu í
höndum sérstaks fyrirtækis.
Þórður Friðjónsson setur fram hugmyndir um breytingar í raforkukerfinu
Borgin út úr Landsvirkj-
un og Sogsvirkjun til OR
boði. Eitthvað er töfrandi við að sjá
örþunnar kúlurnar verða til úr nán-
ast engu, svífa um geislandi og
glitrandi og að lokum springa.
SUMARGJAFIR íslenskra barna
hafa löngum verið tengdar því að
sumarið er á næsta leiti. Boltar,
sippubönd og sundföt eru þar á
meðal, en einfalt tæki til að blása
sápukúlur er sívinsælt. Sápukúlur
um garða og götur að vori eru líka
fyrir mörgum vingjarnlegur vor-
Morgunblaðið/Kristinn
Blásið til sumars
ALFREÐ Gíslason og Ólafur
Stefánsson urðu í gær Evrópu-
meistarar í handknattleik með
félagi sínu,
Magdeburg
frá Þýska-
landi; Alfreð
sem þjálfari
og Ólafur
sem leik-
maður.
Magdeburg
sigraði Fot-
ex Veszpr-
ém frá Ung-
verjalandi, 30:25, í síðari
úrslitaleik liðanna.
Ólafur átti stórgóðan leik og
gerði 7 mörk í leiknum, þar af
þrjú úr vítaköstum og varð
markahæstur í liði Magde-
burgar. Magdeburg varð með
þessum sigri fyrsta þýska fé-
lagið í 19 ár til að verða Evr-
ópumeistari. Ólafur og Alfreð
eru fyrstu Íslendingarnir sem
ná sigri í þessari keppni.
„Þetta er ótrúleg stund og ég
er sveittari en margir leik-
mannanna eftir að hafa hlaupið
fram og til baka á hliðarlínunni
allan leikinn. Við fengum óska-
byrjun í leiknum og þótt hann
væri í járnum lengi var ég viss
um, þegar leið á leikinn, að við
myndum hafa þetta af,“ sagði
Alfreð Gíslason.
Íslenskir
Evrópu-
meistarar
Ólafur
Stefánsson