Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRóbert Julian Duranona á leið til Spánar? / B1 Manchester United lá fyrir Leverkusen / B3 4 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Z-Viðauka. Blaðinu verður dreift um allt land. EKKI er hægt að fá húsaleigubætur fyrir ein- stakt herbergi sem er tekið á leigu, einungis eru greiddar bætur vegna leigu á íbúð með sér eld- húsi og baðherbergi. Séra Bjarni Karlsson, sókn- arprestur í Laugarneskirkju, sagði á málþingi um fátækt, sem haldið var í Hallgrímskirkju, að þetta kerfi reyndist mörgum erfitt. Ætlað að auka möguleika fólks á að búa í mannsæmandi húsnæði Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, segir að rökin fyrir því að greiða ekki bætur vegna leigu herbergja hafi verið mörg þegar húsaleigubótakerfinu var kom- ið á árið 1995. „Markmiðið með húsaleigubót- unum var að auka möguleika fólks á að búa í mannsæmandi húsnæði og ef stjórnvöld færu að setja upp styrktarkerfi miðað við að fólk byggi í herbergiskytru og hefði ekki eldhús eða klósett fyrir sig, væri verið að viðurkenna það ástand,“ segir Ingi Valur. Hann segir einnig að erfitt hefði verið að hafa eftirlit með útleigu herbergja. „Við leituðum að fyrirmyndum á Norðurlönd- unum þegar við undirbjuggum þetta, þá var þetta alls staðar með þeim hætti að einstök her- bergi voru ekki inni í kerfinu.“ Ingi Valur segir að það hafi komið fyrir að fólk hafi leitað til ráðuneytisins og óskað eftir að bætur verði greiddar vegna leigu á herbergjum, sérstaklega námsmenn. Ingi Valur segir að allar athugasemdir sem berist ráðuneytinu séu teknar til skoðunar en að engin tillaga um að breyta kerfinu hafi verið sett fram. Námsmenn í vandræðum Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtak- anna, segir að algengt leiguverð fyrir herbergi á höfuðborgarsvæðinu sé um 20–30 þúsund krónur á mánuði. Leigan geti farið niður í 15 þúsund krónur en einnig séu dæmi um hærri leigu en 30 þúsund. Herbergin eru misjöfn, geta verið allt frá um 7 fermetrum að flatarmáli upp í um 40 fermetra og er misjafnt hvað er innifalið í leig- unni, þ.e. aðgangur að eldhúsi, baði, þvottahúsi og annað slíkt. Jón segir að stundum séu her- bergin inni í íbúðum, annars oft í kjallara eða risi og jafnvel í bílskúr. Hann segist telja algengara að karlmenn leigi herbergi á þennan hátt en konur, þótt eitthvað sé um að barnlausar konur leigi herbergi. Erfitt sé að vera með börn í einu herbergi þar sem engin er aðstaðan, en allt geti komið upp á þegar fólk lendir í vandræðum. Hann segir að enginn viti hversu margir leigi herbergi hér á landi, það sé hvergi skráð og því sé ógerlegt að fylgjast með því. Jón segir að námsmenn sem taki í sameiningu íbúð á leigu á almennum markaði hafi oft lent í vandræðum vegna þessa kerfis. Einhverjir hafi prófað að einhver einn skrái sig fyrir leigunni og hinir séu skráðir sem heimilismenn. Þar sem tekjur allra á heimilinu eru teknar með í reikn- inginn við útreikning húsaleigubóta skerðast tekjurnar gjarnan þegar margir búa saman. Jón segir að húsaleigubætur geti verið allt að 12 þús- und krónum fyrir einstakling sem býr einn. Húsaleigubætur ekki greiddar vegna leigu einstakra herbergja 20–30 þúsund krónur al- geng leiga fyrir herbergi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli Nátt- úruverndarsamtaka Íslands og nokkurra einstaklinga á hendur umhverfisráðherra vegna úr- skurðar ráðherra um Kára- hnjúkavirkjun. Verður niður- staða héraðsdóms kærð til Hæstaréttar að sögn Árna Finns- sonar, formanns Náttúruvernd- arsamtaka Íslands. Það ræðst af niðurstöðu dómsins hvort efnis- leg niðurstaða fæst í málinu. Ríkislögmaður krafðist þess að máli stefnenda, Náttúruverndar- samtaka Íslands, Atla Gísla- sonar, Guðmundar Páls Ólafsson- ar og Ólafs S. Andréssonar, á hendur Sif Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra, vegna úrskurð- ar hennar um Kárahnjúkavirkjun frá 20. desember 2001, yrði vísað frá dómi og tók rétturinn þá kröfu til greina. Hafa lögvarða hagsmuni í málinu Í úrskurðinum segir m.a. að niðurstaða dómsins, stefnendum í vil, kunni að leiða til þess að taka þurfi matsferlið upp að nýju sem geti leitt til breytinga á endan- legum úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum. Með hliðsjón af þessu verði að líta svo á að stefn- endur hafi áfram lögvarinna hagsmuna að gæta af því að bera sakarefnið undir dómstóla þótt Alþingi hafi samþykkt lög sem heimila virkjunarframkvæmdir. Kröfum eingöngu beint að ríkinu Ennfremur segir í úrskurðin- um að stefnendur beini kröfum sínum eingöngu að íslenska rík- inu en ekki að Landsvirkjun og öðrum þeim aðilum sem jafn- framt kærðu úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og áttu því aðild að stjórnsýslu- málinu á kærustigi. Með vísan til þeirra ótvíræðu hagsmuna sem Landsvirkjun og aðrir þeir sem kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar hafa af úr- lausn málsins og dómafordæma Hæstaréttar var óhjákvæmilegt að stefnendur beindu kröfum sínum jafnframt að þessum að- ilum, en að því var ekki gætt við höfðun málsins. Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurð- inn ásamt meðdómendunum og héraðsdómurunum Gretu Bald- ursdóttur og Þorgeiri Inga Njálssyni. Mál Náttúruverndarsamtaka Íslands gegn ríkinu vegna úr- skurðar um Kárahnjúkavirkjun Málinu vís- að frá dómi SEXTÁN kínverskir ferðamenn, sem hugðust koma hingað til lands í vik- unni á vegum kínversku ferðaskrif- stofunnar „Iceland Commerce and Tourist Bureau“, hafa hætt við för sína hingað til lands sökum þess að ljóst var að þeir fengju ekki vega- bréfsáritanir í tíma, að sögn Ólafs Eg- ilssonar, sendiherra Íslands í Kína. Á morgun hefst vikulangt frí í Kína og segir Ólafur að mennirnir hafi ætl- að að nota það til ferðalagsins. Í gær- kvöld var ætlunin að þeir færu með Finnair til Helsinki og þaðan til Ís- lands um Frankfurt. Þar sem vega- bréfsáritanir lágu ekki fyrir varð ekk- ert af því. Kínverskt fyrirtæki sem hafði bókað mennina í ferðina hafði samband við ferðaskrifstofuna í gær og afpantaði ferðina. Tveir 18 manna hópar eru einnig væntanlegir á veg- um sömu ferðaskrifstofu en Ólafur hafði ekki fengið fregnir af því hvort ferðaáætlanir þeirra hefðu breyst. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, fékk þær fregnir í gær, að aðalræðisskrifstofa Dana í Guangzhou hefði móttekið vegabréfs- umsóknir fyrir 16 manns. Enn vant- aði þó upplýsingar um nokkra en mið- að væri við að upplýsingaöflun yrði lokið fyrir helgi. Þar sem aðalræðis- skrifstofan er ekki tengd við upplýs- ingakerfi Schengen þarf að senda um- sóknirnar með pósti til Kaupmanna- hafnar og þaðan til Útlendinga- eftirlitsins. Ekki er búist við að þær berist fyrr en í næstu viku og segir Georg að fyrr sé ekki hægt að taka af- stöðu til umsóknanna. Sextán Kínverjar hættir við FRAMKVÆMDIR eru að hefj- ast við brúna yfir Tjörnina í Reykjavík, en hún er á Skot- húsvegi. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatna- málastjóra er brúin orðin veik- burða og þarfnast endurbóta eins og öll gömul mannvirki. Hann segir að ætlunin sé að byggja brúna í upphaflegri mynd. Ekki er ljóst hvort mikl- ar truflanir verða á umferð um Skothúsveg meðan á fram- kvæmdum stendur, a.m.k. verð- ur umferð með eðlilegum hætti til að byrja með. Morgunblaðið/Golli Brúin yfir Tjörnina í Reykjavík endurbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.