Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SR. KRISTÍN Þórunn Tómasdóttir telur að kirkjan eigi að tala afdrátt- arlausar og taka afstöðu með sam- kynhneigðum og hlusta á reynslu þeirra. Þetta sagði hún í ræðu sem hún hélt á fræðslufundi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra um af- stöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og samkynhneigðra í Grensáskirkju á laugardag sem bar yfirskriftina „Um samkynhneigð – trú og sið- fræði“ en um 70 manns sóttu fund- inn. Kristín sagði kirkjuna eiga að hafna hvers konar mismunun og láta af því að horfa í gegnum fingur sér á slíkt athæfi, alveg eins og kirkjan hefur viljað eyða kynþátta- og kynja- fordómum úr sínum röðum. „Við höf- um ekki mikið umburðarlyndi gagn- vart kynþáttahöturum og hví ættum við að umbera fordóma út í kyn- hneigð fólks?“ spurði Kristín. Erindi hennar fjallaði um afstöðu trúaðra til samkynhneigðar og sam- kynhneigðra og sagði Kristín að al- mennt væri erfitt að segja eitthvað um trúaða sem hóp, annað en að þeir séu trúaðir. Hún vitnaði í félags- fræðilega könnun Björns Björnsson- ar og Péturs Péturssonar á trúarlífi Íslendinga frá árinu 1990. Kristín sagði Íslendinga hafa mælst miklir afstæðishyggjumenn og frjálslyndir í málefnum siðferðis og einkalífs. Því ættu þeir að vera í stakk búnir að beita frjálslyndi sínu og afstæðis- hugsun í afstöðu sinni til samkyn- hneigðar og opna leið fyrir aukinn skilning og umburðarlyndi í garð þeirra. Kristín sagði þó að fordæmandi af- staða til samkynhneigðar virðist eiga sér talsmenn í hópi trúaðra og þar komi fyrst í hugann sértrúarsöfnuð- ir. „Þar virðist hómófóbían ríða mjög húsum og hinum guðlega vilja óspart beitt fyrir vagninn. Sú er að mínu mati síður raunin í þjóðkirkjunni þar sem töluvert er lagt upp úr upplýstri guðfræðilegri og siðfræðilegri um- ræðu og sjónarmið byggð á þeirri umræðu ættu að eiga auðveldara uppdráttar. Þó finnst mér að þar á bæ sé ekki gengið nógu vasklega fram að afneita skilyrðislaust öllum fordæmandi sjónarmiðum gagnvart samkynhneigðum,“ sagði Kristín. Hún nefndi að í hirðisbréfi til ís- lensku kirkjunnar sem nýlega kom út leggi Karl Sigurbjörnsson biskup áherslu á að trúaðir verði að vera sammála um að vera ósammála um málefni samkynhneigðra. Hann vilji ekki þvertaka fyrir að þeir sem for- dæma samkynhneigð og vilja hafna henni geti haft til þess gild guðfræði- leg og biblíuleg rök. Ástæða þessar- ar hvatningar er, að mati Kristínar, líklega sú að mikilvægara er talið að rjúfa ekki samstöðu hinna trúuðu en að taka afstöðu í málinu og hafna for- dæmingu samkynhneigðar. Kirkjan tekur þátt í að brjóta samkynhneigð ungmenni niður Helga Sigurðardóttir, móðir 19 ára samkynhneigðs pilts, sagði þá reynslu að eiga samkynhneigt barn hafa breytt afstöðu hennar til kirkj- unnar þó afstaða hennar til kristinn- ar trúar sé enn sú sama. Hún sagði í erindi sínu foreldra skíra börn sín í þeirri trú að það sé það besta sem þeir geti gert fyrir börnin sín og Guð muni vel fyrir sjá. Hún sagði kirkj- una, eða þá sem marka stefnu henn- ar, hins vegar sá efakornum í huga barns hennar og gera því ófært að líða vel í kirkjunni sinni. Kirkjan komi þannig í veg fyrir að barnið hennar treysti Guði. Helga sagði samkynhneigð ung- menni verða fyrir erfiðri og sárs- aukafullri reynslu í flestum tilfellum þegar þau horfast í augu við samkyn- hneigð sína. „Í stað þess að hugga, elska og styrkja þau á einhverjum erfiðasta tímapunkti í lífi þeirra tek- ur kirkjan þátt í að brjóta þau niður,“ sagði Helga. „Kirkjan styður með af- stöðu sinni og þögn sinni, þá sem brjóta niður barnið mitt og telja því trú um að ef það sé trútt tilfinningum sínum og eðli sínu, þá sé það synd- samlegt og muni lifa í ævarandi skömm. Að ástartilfinningar þess séu ekki fallegar og hreinar heldur saurugar og því muni samband þess við ástvin sinn aldrei hljóta vígslu og blessun kirkjunnar,“ sagði í erindi Helgu. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur fjallaði um samkyn- hneigð og kristna siðfræði. Hún sagði mikilvægt að hafa í huga að skilningur kristinnar siðfræði á ákveðnu málefni, eins og t.d. sam- kynhneigð, þurfi ekki nauðsynlega að fara saman við það viðhorf sem kirkjan stendur fyrir á sama tíma. Hún sagði marga samtíma siðfræð- inga hafa fært rök fyrir samkyn- hneigð sem hluta Guðs góðu sköp- unar og að sjálf sé hún ein þeirra. Foreldrar mikilvægustu verndarar unglingsins Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræð- ingur hélt framsögu sem bar yfir- skriftina: Er barnið þitt samkyn- hneigt eða hefur þú grun um að svo sé? Hún sagði foreldra mikilvægustu verndara unglingsins og því verði þeir að gera sitt besta til að standa sig gruni þeir að barn þeirra sé sam- kyn- eða tvíkynhneigt. Sigrún sagði gruninn eða vitneskj- una trúlega koma flestum foreldrum í opna skjöldu og þeir þurfi því að endurmeta hugsun sína. Þeir verði að afla sér þekkingar til að eyða eigin fordómum og efla sinn persónulega styrk. Vilji foreldrar að sonur þeirra eða dóttir verði sterkur og heilbrigð- ur hommi eða lesbía verði þeir sjálfir að vera sterkir. Foreldrar geti fengið stórfjölskylduna til samstarfs um að standa vörð um velferð unglingsins. Einnig geti þeir fundið aðra foreldra í sömu sporum, leitað ráða hjá þeim og fundið samhug. Þá sé mikilvægt að reyna að fræða þá sem ekki þekkja til samkynhneigðar og leggja sitt af mörkum til að auka þekking- arstig þjóðarinnar með því að vera sýnileg og sjálfsögð. Að loknum framsöguerindum gátu fundargestir valið sér umræðuhóp þar sem málefni samkynhneigðra, kirkjunnar og foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra voru rædd. Fræðslufundur foreldra og aðstandenda samkynhneigðra í Grensáskirkju Kirkjan taki afstöðu með samkynhneigðum Morgunblaðið/Jim Smart Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sem hér situr fyrir miðju, segir að kirkjan eigi að hafna hvers konar mismunun. Trúaðir eigi að elska náungann, þann samkynhneigða sem hinn gagnkynhneigða. ÞORRI nemenda í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ neituðu í gær að mæta í kennslustund vegna óánægju með uppsögn dönskukenn- ara við skólann. Þorsteinn Þor- steinsson skólameistari sagði að umræddum kennara hafi ekki verið sagt upp heldur væri ráðning- arsamningur hans aðeins tíma- bundinn til eins árs og myndi renna út 31. júlí nk. Þorsteinn segir mótmælin byggð á misskilningi. „Okkur er uppálagt að auglýsa stöðu eins og þessa þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða. Það verður að fara eftir lög- um og reglugerðum. Ég mun út- skýra þetta fyrir nemendum. Málið verður síðan afgreitt á skólanefnd- arfundi. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta komið fram skoðunum sínum á skólanefndar- fundinum,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að menn innan skól- ans væru ekki ánægðir með allt í starfi viðkomandi kennara. Tveir aðrir kennarar hafi hætt störfum vegna samstarfsörðugleika við dönskukennarann. „Það er upp- hlaup í skólanum út af þessu máli sem við þurfum að leysa,“ sagði Þorsteinn. Staða dönskukennara við skól- ann var auglýst um helgina. Mótmæltu uppsögn dönskukennara BORGARRÁÐ samþykkti í gærað heimila Ólafi F. Magnússyniborgarfulltrúa seturétt í borgar- ráði sem áheyrnarfulltrúi. Er það samkvæmt tilmælum stjórnkerfisnefndar. Eftir eru þrír fundir hjá borgarráði fram að kosningum 25. maí nk. Lögð var fram umsögn skrif- stofustjóra borgarstjórnar um málið. Þar segir að þrátt fyrir að borgarfulltrúinn eigi ekki sjálf- krafa rétt til setu sem áheyrn- arfulltrúi í borgarráði verði að líta svo á, með tilvísun til sveit- arstjórnarlaga um sjálfstjórn sveitarfélaga, að borgarráð geti eigi að síður heimilað Ólafi setu í borgarráði með málfrelsi og til- lögurétt. Fær áheyrn í borgarráði Ólafur F. Magnússon Ákærður fyrir að kaupa smygl- að áfengi LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákært mann fyrir að kaupa rúmlega 240 lítra af áfengi sem hann hafi mátt vita að var flutt inn með ólöglegum hætti. Maðurinn hefur neitað sök. Samkvæmt ákæru voru 238 lítrar af ólöglega innfluttu áfengi í bifreið hans þegar lög- regla hafði afskipti af honum í maí árið 2000. Tveimur dögum áður hafi hann afhent öðrum manni hluta af áfenginu til geymslu en veitt hluta af því viðtöku á ný þegar lögregla stöðvaði hann. Þá er hann ákærður fyrir að eiga haglabyssu án þess að hafa öðlast skotvopnaleyfi en byssan fannst við húsleit lögreglu. SAMÞYKKT var á ríkisstjórnar- fundi í gær að tillögu Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra að ríkisstjórnin veiti hálfa milljón af ráðstöfunarfé sínu til Gamla apóteksins á Ísafirði. Í Gamla apó- tekinu er rekið forvarnarverkefni gegn vímuefnanotkun ungs fólks. Haldið er uppi margskonar starf- semi þar sem ungt fólk getur komið saman og sinnt áhugamál- um sínum án vímuefna. Til viðbótar framlagi af ráðstöf- unarfé ríkisstjórnarinnar verður hálfri milljón varið til stuðnings þessari starfsemi af ráðstofunarfé ráðherra, að sögn Yngva Hrafns Óskarssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. Aðstöðunni í gamla apótekinu var komið á fót árið 2000 af áhuga- fólki um forvarnir á norðanverð- um Vestfjörðum. Var húsnæði gamla apóteksins tekið á leigu þar sem starfsemin fer fram. ,,Þarna er um að ræða kaffi- og menningarhús með ýmiskonar að- stöðu til tómstundaiðkunar. Markmiðið er að ungmenni geti komið þar saman til að skemmta sér við uppbyggilegt tómstunda- starf, án vímuefna,“ segir Yngvi Hrafn. Hefur skilað árangri í að bæta unglingamenningu Gamla apótekið er rekið sem sjálfseignarstofnun og fjármögn- uð að mestu með styrkjum. Að sögn Yngva Hrafns er það sam- dóma álit heimamanna að þessi starfsemi hafi skilað árangri í bættri unglingamenningu. ,,Þarna er um það að ræða að ríkisstjórnin ákveður að leggja hálfa milljón af ráðstofunarfé sínu og ráðherra mun leggja hálfa milljón á móti af sínu ráðstöfun- arfé til þess að styrkja þessa starfsemi. Það hafa verið nokkrir fjárhagsörðugleikar og er verið að vinna að því að leggja varanlegan grundvöll að fjárhagslegri framtíð þessa framtaks. Er þetta gert til að brúa bilið á meðan á því stend- ur.“ Ríkisstjórnin samþykkir stuðning við Gamla apótekið VARAFORSETI neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunn- ar, Pjotr Romanov, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 2.–6. maí, í boði Hall- dórs Blöndals, forseta Alþing- is. Í för með Pjotr Romanov verða þingmennirnir Farida Gajnullina, Nikolaj Kiselev, Nikolaj Sorokin, Viktor Topil- in og aðstoðarforstöðumaður alþjóðasviðs skrifstofu rúss- neska þingsins. Rússneski varaforsetinn og fylgdarlið heimsækja Alþing- ishúsið föstudaginn 3. maí og munu eiga fund með forseta Alþingis. Sendinefndin frá rússneska þinginu ræðir við Davíð Odds- son forsætisráðherra og ráðu- neytisstjóra utanríkisráðu- neytisins, Sverri Hauk Gunn- laugsson. Þá heimsækir hún Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Varaforsetinn og þingmenn Dúmunnar munu snæða há- degisverð með formanni og nefndarmönnum í utanríkis- málanefnd Alþings. Enn frem- ur eiga þeir fund með fulltrú- um þingflokka Sjálfstæðis- flokks, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs. Á dagskrá rússnesku gest- anna er heimsókn í Marel og Hitaveitu Suðurnesja, auk þess sem þeir munu skoða Þingvelli og aðra sögustaði. Varaforseti Dúmunnar heimsækir Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.