Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORMAÐUR Evr-
ópusamtakanna, Úlfar
Hauksson, skrifaði
grein, sem birtist í
Morgunblaðinu 25.
apríl sl. og fjallaði þar
um frétt mína í Sjón-
varpinu 31. janúar sl.
Þar sagði frá stækkun
Evrópusambandsins
og nokkrum atriðum,
sem henni tengjast.
„Þessi fréttaflutningur
er með ólíkindum,“
sagði formaðurinn, og
krefst þess af frétta-
stofu Sjónvarps, „sem
hingað til hefur verið
talin áreiðanleg,“ eins
og hann kemst að orði, og er þá
væntanlega ekki lengur áreiðanleg,
að hún vandi til verka við frásagnir af
ESB.
Að jafnaði myndi ég ekki elta ólar
við skrif af þessu tagi, en vegna þess
að tveir viðmælendur mínir blandast
í málið tel ég nauðsynlegt að bera
hönd fyrir höfuð þeirra. Þeir eru
Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður,
og Tómas Ingi Olrich, sem þá var
formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Því meiri ástæða er til, að þeir
svöruðu báðir spurningum mínum af
skynsemi og stillingu, þó að þeir séu
ekki sammála um málefnið.
Til að lesendur Morgunblaðsins
fái að vita hvernig „fréttaflutningur
með ólíkindum“ fer fram fylgir hér á
eftir fréttin í heild, með góðfúslegu
leyfi Morgunblaðsins:
Þulur
„Tilkynning framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins í gær, um það
að ný aðildarríki fengju aðeins 25%
af landbúnaðar- og byggðastyrkjum,
sem aðildarríkin fá, hefur valdið
harðri gagnrýni í ríkjunum, sem
sækja um aðild.
Ólafur Sigurðsson
Það hefur alla tíð legið fyrir að
verulegir styrkir til
landbúnaðar og
byggðamála væru for-
senda fyrir því, að nýju
ríkin í Austur-Evrópu
gætu gengið inn í Evr-
ópusambandið. Flest
þeirra 10 ríkja sem nú
sækja um aðild eru
landbúnaðarríki. Lúð-
vík Bergvinsson er einn
þeirra manna, sem
styður aðild að banda-
laginu. Hvernig horfir
þetta við, eins og nú
stendur?
Lúðvík Bergvinsson
Megin hugsunin á
bak við Evrópusam-
bandið er sú, að allir sitji við sama
borð, allir hafi jöfn tækifæri, og því
slær þetta mig dálítið með sérstök-
um hætti. Svo virðist vera að þau
lönd, sem nú hyggjast gerast aðilar,
sitji ekki við sama borð og þau sem
fyrir eru.
Tómas Ingi Olrich
Þessi tíðindi þýða það að við mun-
um eiga erfiðara með, en meðlima-
þjóðirnar sem nú eru þar inni, að fá
fé til ýmissa styrkja úr sjóðunum.
Það þýðir að hallinn á aðild okkar
verður meiri. Framlag okkar verður
hlutfallslega meira og það sem við
fáum til baka hlutfallslega minna.
Ólafur Sigurðsson
En hefur það ekki verið vitað að
það yrði fjárhagslega mjög erfitt fyr-
ir aðildarríkin, að taka við öllum
þessum ríkjum, sem eru flest land-
búnaðarríki?
Lúðvík Bergvinsson
Það hefur alltaf verið vitað að
þetta yrði erfiður fjárhagslegur
baggi fyrir Evrópusambandið. En á
móti kemur að þetta er stór mark-
aður, þetta er mikill fjöldi fólks.
Menn hafa talið það vega upp á móti
og til lengri tíma litið hafa menn talið
þetta svæðinu til hagsbóta.
Tómas Ingi Olrich
Í öðru lagi verður að líta á þessa
niðurstöðu, sem ákveðna uppgjöf
Evrópusambandsins, við að glíma
við einn vanda sinn, sem er landbún-
aðarstyrkjakerfið, landbúnaðarkerf-
ið í heild. En þetta bendir til að þeir
treysti sér ekki til að taka á þeim
vanda, sem þar er uppi og er almennt
viðurkenndur innan sambandsins.
Ólafur Sigurðsson
Þegar framkvæmdastjórnin hefur
tekið ákvarðanir er yfirleitt lítið
svigrúm til samninga, því að ákvarð-
anir hennar eru teknar af mönnum,
sem eru fulltrúar ríkisstjórna Evr-
ópusambandsins. Flest nýju
ríkjanna þurfa að grípa til kvala-
fullra efnahagsráðstafana, til að
standast kröfur ESB. Ef svo bætast
við slæm kjör við inngöngu vaknar
sú spurning hvort aðild verði ekki
felld í þjóðaratkvæðagreiðslum.“
Svona er fréttaflutningur „með
ólíkindum“. Eins og öllum almenn-
ingi er kunnugt er það einn af eig-
inleikum sjónvarpsfrétta að þær eru
stuttar. Í þessari frétt hefði margt
fleira mátt segja, ef tími hefði leyft.
Fréttastofan hefur síðan sagt frá
mörgu, sem viðkemur Evrópusam-
bandinu og stækkun þess. Það höld-
um við áfram að gera, í þeirri vissu
að marga drætti þarf til að skapa
stóra mynd.
„Furðufrétt“ um ESB
Ólafur
Sigurðsson
ESB
Það er einn af eig-
inleikum sjónvarps-
frétta, segir Ólafur
Sigurðsson, að
þær eru stuttar.
Höfundur er varafréttastjóri
erlendra frétta á Sjónvarpinu.
Sjálfstæðismenn í
Garðabæ kynntu kosn-
ingastefnu sína á sum-
ardaginn fyrsta. Þar
eru sett fram mörg
metnaðarfull markmið
en sérstaklega ber að
geta þess að málefni
eldri borgara eru sett í
forgang en áhersluat-
riðin eru m.a. eftirfar-
andi fimm þættir:
Auka hjúkrunar-
rými í bænum og
bjóða uppá dagvistun
og hvíldarinnlagnir í
samvinnu við heil-
brigðisráðuneytið, t.d.
í Holtsbúð.
Leggja sérstaka áherslu á að
auka fjölbreytileika framboðs á
íbúðum í Garðabæ, bæði hvað varð-
ar íbúðarstærð og meira framboði
af leiguhúsnæði.
Endurskoða afslátt af fast-
eignagjöldum til eldri borgara á
kjörtímabilinu með það að mark-
miði að veita sanngjarnan afslátt.
Kannað verður hvort hægt sé að
koma á blönduðu kerfi, þar sem
annars vegar er flatur afsláttur og
hins vegar tekjutengdur.
Auka framboð tómstunda-
starfs, svo sem í Garðabergi og
skipuleggja það í samstarfi við Fé-
lag eldri borgara
Gera ráð fyrir tíma fyrir eldri
borgara í fyrirhugaðri innisundlaug
í Hofsstaðamýri
Hér er um brýn framfaramál að
ræða fyrir eldri borgara í Garðabæ
en stefnuna í heild sinni má skoða á
vefsíðunni gardar.is.
Byggt á góðum árangri
Metnaðarfull framtíðarsýn í mál-
efnum eldri borgara byggist meðal
annars á ágætum árangri sem
náðst hefur á yfirstandandi kjör-
tímabili. Fyrst ber að nefna að
Grettistak var unnið þegar undirrit-
aður var samningur við heilbrigð-
isráðuneyti árið 2000 um rekstur
dvalar- og hjúkrunarheimilis í
Garðabæ, en hjúkrunarheimilið er
rekið af sjálfseignarstofnun í eigu
Garðabæjar og Bessastaðahrepps.
Nú eru 32 vistrými á hjúkrunar-
heimilinu.
Markvisst hefur verið unnið að
eflingu heimilishjálpar og heima-
hjúkrunar. Haldnir eru fundir í
þjónustuhópi aldraðra þar sem far-
ið er yfir einstaklingsmál og gerðar
áætlanir sem miða að
því að koma sem best
til móts við þarfir ein-
staklinganna. Sam-
starf og samráð hefur
verið á milli starfs-
manns fjölskyldu- og
heilbrigðissviðs sem
sinnir öldrunarþjón-
ustu og þeirra sem
sinna heimahjúkrun á
heilsugæslu.
Á kjörtímabilinu var
boðið upp á heimsend-
ingu matar til þeirra
sem þess þurfa og
óska. Einnig má nefna
að haldin hafa verið
starfslokanámskeið
fyrir þá sem eru að komast á eft-
irlaunaaldur, nýlega er síðasta
námskeiðinu lokið
Framboð á tómstundastarfi fyrir
eldri borgara hefur aukist verulega
og náið og gott samstarf hefur ver-
ið við Félag eldri borgara. Glæsileg
félagsaðstaða, Garðaberg, var ný-
lega opnuð í hjarta miðbæjarins.
Áætla má að starfsemi í félagsstarfi
eldri borgara hafi allt að þrefaldast
á sl. 2-3 árum.
Í Garðabæ hefur verið lögð
áhersla á að eldri borgarar geti sem
lengst búið í eigin húsnæði og til
þess að auðvelda þeim það var af-
sláttur af fasteignagjöldum aukinn
verulega í upphafi þessa árs.
Húsnæðismál hafa verið í brenni-
depli að undanförnu og hefur aukið
framboð af minni íbúðum í Garða-
bæ nýst mörgum eldri borgurum
en betur má ef duga skal. Í Ása-
hverfinu er lögð sérstök áhersla á
minna sérbýli og að auki hafa verið
byggð 8 fjölbýlishús með minni og
stærri íbúðum. Síðast en ekki síst
var nýlega kynnt nýtt deiliskipulag
við Arnarnesvog. Í þessu nýja
hverfi er gert ráð fyrir 200 íbúðum
sem ætlaðar eru eldri íbúum. Auk
þess er gert ráð fyrir þjónustu-
miðstöð fyrir eldri borgara í þessu
nýja hverfi.
Ljóst er að gera þarf vel við þá,
sem sestir eru í helgan stein og
skilað hafa sínu ævistarfi í þágu
samfélagsins. Af framansögðu er
ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn í
Garðabæ hefur haft velferð eldri
borgara í fyrirrúmi á yfirstandandi
kjörtímabili. Ætlunin er að gera
enn betur á komandi kjörtímabili,
fái sjálfstæðismenn umboð til þess
frá kjósendum hinn 25. maí næst-
komandi.
Málefni eldri
borgara sett
í forgang
Laufey
Jóhannsdóttir
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Garðabæjar.
Garðabær
Gera þarf vel við þá,
sem sestir eru í helgan
stein, segir Laufey
Jóhannsdóttir, og skilað
hafa ævistarfi sínu í
þágu samfélagsins.
VIÐ frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins
höfum lagt fram ítar-
lega stefnuskrá sem
hefur fengið góðan
hljómgrunn meðal al-
mennings. Í stefnu-
skránni leggjum við
áherslu á að hlúa að
frelsi og velferð ein-
staklingsins og auka
og bæta þjónustuna
við borgarbúa. Með
þau markmið að leið-
arljósi höfum við lagt
upp í kosningabarátt-
una. En við látum
ekki staðar numið við
mörkun stefnunnar
heldur viljum við gera samning við
borgarbúa. Í samningnum höfum
við forgangsraðað verkefnum
stefnuskrárinnar og heitum því að
við þau verður staðið.
Stórfelld lækkun skatta
á húsnæði öryrkja
Við viljum tryggja að fatlaðir
búi við betri lífskjör og geti tekið
þátt í daglegu lífi á sambærilegan
hátt og aðrir borgarbúar. Við ætl-
um að stórlækka fasteignaskatta á
íbúðarhúsnæði öryrkja sem þeir
eiga og búa í og hækka tekju-
viðmið vegna niðurfellingar fast-
eignaskatta um 50%. Þannig fjölg-
ar þeim öryrkjum verulega sem fá
100% niðurfellingu fasteignaskatta
og einnnig þeim sem fá 80% eða
50% niðurfellingu á fasteignaskött-
um. Auk þess ætlum við að fella
holræsagjaldið alveg niður í áföng-
um á kjörtímabilinu. Þetta mun
auðvelda öryrkjum að búa sem
lengst í eigin húsnæði, stuðla að
öryggi þeirra og auka ráðstöfunar-
tekjur þeirra.
En þetta er ekki nóg að okkar
mati og frekari úrræða er þörf.
Biðlistar eftir félagslegu leiguhús-
næði hafa lengst veru-
lega og eru nú í sögu-
legu hámarki eða um
600 manns. Á þeim
lista eru 178 öryrkjar.
Fjöldi fólks er á göt-
unni eða býr við að-
stæður sem ekki eru
fólki bjóðandi. Mikill
skortur er á lóðum og
færri íbúðir voru
byggðar á árunum
1995–2000 en árunum
þar á undan þrátt fyr-
ir fjölgun borgarbúa.
Við búum því við
mikla húsnæðiseklu.
Sérstaklega vantar
minni íbúðir sem ger-
ir það að verkum að ungt fólk
skuldsetur sig mun meira en það
þyrfti ef nægjanlegt framboð væri
á 2ja og 3ja herbergja íbúðum.
Húsaleiga
hækkað um 100%
Stefna R-listans í skipulags- og
lóðamálum hefur átt stóran þátt í
þeirri verðsprengju sem orðið hef-
ur á íbúðamarkaðnum í Reykjavík.
Lóðaverð hefur hækkað um rúm-
lega 140% og í framhaldi af því
hafa fasteignagjöldin hækkað.
Húsaleiga á almennum markaði
hefur hækkað um allt að 100%.
Þetta hefur skapað algjöran víta-
hring hjá mörgum einstaklingum
og fjölskyldum sem nauðsynlegt er
að rjúfa.
Biðlistar eru ekki
náttúrulögmál
Í stefnuskránni okkar er að
finna markvissar, raunhæfar
lausnir til að komast út úr þessari
kreppu. Við ætlum að leysa hús-
næðisvanda þeirra sem búa við
óviðunandi aðstæður og eru á bið-
lista eftir félagslegu húsnæði. Við
ætlum að tryggja nægt lóðafram-
boð, afnema lóðauppboð og inn-
heimta gatnagerðargjöld til sam-
ræmis við kostnað borgarinnar við
gerð nýrra byggingarsvæða. Bið-
listar eiga ekki að vera náttúrulög-
mál. Á sínum tíma breyttu Sjálf-
stæðismenn á einu ári stöðunni úr
algjörum lóðaskorti eftir vinstri
stjórn í Reykjavík í að fullnægja
lóðaeftirspurninni.
Bættur
hagur öryrkja
Við frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins leggjum mikla áherslu á
að bæta hag öryrkja. Við munum
gera það með þeim beina hætti að
stórlækka fasteignaskatta og
leggja af holræsagjöld á eigin hús-
næði öryrkja. Auk þess munum við
breyta stefnu í lóða- og húsnæðis-
málum í þeim tilgangi að fjölga
hagkvæmum leiguíbúðum. Við ætl-
um að tryggja nægt lóðaframboð
og innheimta sanngjörn gatna-
gerðargjöld sem mun leiða til þess
að íbúðaverð og húsaleiga lækka.
Bættur hagur öryrkja ætti að vera
forgangsmál borgaryfirvalda og
fyrir því vil ég berjast í borg-
arstjórn.
Bættur hagur öryrkja
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Reykjavík
Í stefnuskránni okkar
er að finna markvissar,
raunhæfar lausnir, segir
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, til að komast út
úr þessari kreppu.
Höfundur skipar 3. sæti á
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins vegna borgar-
stjórnarkosninganna í vor.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Eggjabikarar
verð
kr. 2.300
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18 ,
laugardag 11-15