Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         !  "  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SVONA spyr leiðarahöfundur Morg- unblaðsins í vandlætingartón sunnu- daginn 28. apríl sl. Ég á 4 ára gamlan dótturson og af einhverjum ástæð- um þykir okkur óskaplega gaman að heimsækja miðborg Reykjavíkur þegar færi gefst. Við förum niður að tjörn, setjumst á kaffihús, röltum um Austurvöll, náum okkur í bækur á Bókasafninu við Tryggvagötu eða komum við á Ingólfstorgi til að at- huga hvort ekki sé eitthvað um að vera þar. Ef engin skipulögð dag- skrá er í gangi er þó alltaf gaman að fylgjast með hjólabrettastrákunum. Gaman þykir okkur líka að rölta um Austurstræti og Laugaveg og fylgj- ast með fjölbreyttu mannlífinu.Við höfum hins vegar litla ánægju af nærveru Landsbankans, Búnaðar- bankans og Eimskips, með fullri virðingu fyrir þessum ágætis fyrir- tækjum, en leiðarahöfundur telur að ef þau hverfi af svæðinu yrði það „rothögg“ fyrir miðborgina. Fyrir utan rölt okkar snáðans um miðborg Reykjavíkur á ég oft afar ánægjulegar stundir þar með konu minni eða góðum vinum. Við eigum það til að fara út að borða á einhverj- um hinna fjölmörgu veitingastaða í miðborginni, röbbum saman yfir kaffibolla eða bjórkrús, hlustum á lifandi tónlist eða sækjum sýningar í Listasafni Reykjavíkur. Sex sinnum í annars frekar stutt- um leiðara kemur orðið „búla“ fyrir í einhverri mynd og talað er um „óþverra“ sem hreiðrað hefur um sig í miðborginni. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég stundi „búlurnar“ sem úir og grúir af í þessum borgarhluta, samkvæmt leiðarahöfundi Morgun- blaðsins? Er Litli ljóti andarunginn kannski „búla“ án þess ég hafi gert mér grein fyrir því? Eða Kaffi París, Kaffi Reykjavík, Gaukur á Stöng, Hótel Borg, Hús málarans, Hornið, Mokkakaffi eða Grænn kostur? Ég hef búið í Reykjavík nánast allt mitt líf og þykir vænt um þessa borg, ekki síst miðborgina. Í undanfara þeirra kosninga sem senn fara í hönd hefur hópur fólks tekið sig til og reynt að sverta borgina mína, í póli- tískum og eigingjörnum tilgangi, og bera hana óhróðri sem hún á ekki skilið. Þessi hópur fólks hefur stjórnað borginni mestallt mitt líf en hefur fengið hvíld frá stjórnun henn- ar sl. 8 ár og þykir það greinilega vont. Í tilraun sinni til að ná aftur völdum beitir hann áróðri sem m.a. felst í því að úthúða borginni og mannlífinu sem þar er. Að Morgun- blaðið sé að vekja upp gamlan kald- astríðsanda í borgarmálum og taki undir þennan óhróður um Reykjavík er sorglegt. SIGURÐUR EINARSSON, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Hver vill heimsækja miðborgina með börn sín og barnabörn? Frá Sigurði Einarssyni: ÞAÐ er sorglegt hvenig Ísland ásamt öðrum lýðræðisríkjum ætlar að taka á þeim stríðsglæpum sem í dag eru framdir í Mið-Austurlönd- um. Það er deginum ljósara og þarf ekkert að efast um gjörning Ísr- aelsmanna gegn Palestínumönnum, það sýna fréttamyndir sem birst hafa í fjölmiðlum. Sumir halda því þó fram að hér sé um blekkingu að ræða og málin einungis sýnd frá hlið Pal- estínumanna, ef menn trúa að við- urkenndar fréttastofur fari allar að draga upp ranga mynd af ástandinu á þessum slóðum þá er hinn sami staddur í heimi blekkinga. Einnig hafa menn á ónefndri sjónvarpsstöð haldið því á lofti að þetta sé allt gert með vilja guðs og ef það er það sem þeirra guð vill, dýrka þeir annan guð en kristið fólk. Því vil ég benda þeim á að í þeirri góðu bók Biblíunni, sem menn oft vitna í, er ritað gegn grimmd og ódæðisverkum eins og nú eru framin af Ísraelsmönnum. Ef horft er á þá umræðu sem birst hef- ur í blöðunum, myndast hún oft á því annars vegar að rifja upp hvað er hverjum að kenna og hvað Ísrels- menn hafa mátt þola í gegnum tíð- ina, og hins vegar að Arafat hafi ekki á sinni leiðtogatíð sýnt friðarvilja í verki. En það er ekki það sem skiptir máli og menn verða að gleyma öllum sagnfræðilegum vangaveltum og sjá staðreyndir dagsins í dag sem eru hryllilegir glæpir sem framdir eru af Ísraelsmönnum. Það verður að stöðva með hvaða hætti sem hægt er og því eiga íslensk stjórnvöld að sýna frumkvæði eins og þeir hafa áður gert á alþjóðavettvangi og ætti rík- isstjórn Íslands að slíta öllu stjórn- málasambandi við ógnarstjórn Shar- ons. Þetta má vera við fyrstu sýn harkaleg afstaða en á hinn bóginn sjáum við að sambærilegar ógnar- stjórnir, eins og í fyrrum Júgóslavíu, hafa verið dregnar fyrir alþjóðadóm- stóla og gjört að svara fyrir sríðs- glæpi sína og mun koma að því að sama verður gert við ógnarstjórn Sharons. Það má vel vera að báðir þessir gömlu stríðsmenn, Arafat og Sharon, verði að hverfa á braut og aðrir menn friðarins komi að málum hvorrar þessara þjóða fyrir sig til að semja um frið og verða Sameinuðu þjóðirnar að vera þar sem milliliður og gæsluaðili. Því fyrr sem einhver hefur frumkvæði að því að mótmæla morðum, kúgun gagnvart saklausum borgurum því betra og má vera að hinn sami bjargi fyrir vikið einhverj- um mannslífum og megi það verða íslenska þjóðin sem hefur frumkvæði að því að stöðva þetta blóðbað. GUÐMUNDUR HREINSSON, Arnartanga 29, Mosfellsbæ. Stöðvum blóðbaðið Frá Guðmundi Hreinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.