Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Norðlingaölduveita felur ísér að Þjórsá verði stífl-uð austan við Norðlinga-öldu og myndað 29 km²
lón, Norðlingaöldulón, með vatns-
borði í 575 metra hæð yfir sjávar-
máli. Vatni verði síðan dælt um 13
km göng yfir í Þórisvatnsmiðlun.
Fyrirhuguð framkvæmd er sunnan
Hofsjökuls á afrétti Ásahrepps og
Djúpárhrepps austan ár og Gnúp-
verjahrepps vestan ár.
Hagkvæmasti kosturinn
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði á frétta-
mannafundi í gær að
vilji væri til að fara í
þessar framkvæmdir
vegna þess að orka
væri nauðsynleg vegna
framkvæmda við ál-
verksmiðjuna á Grund-
artanga, sem Norðurál
rekur, en fyrirtækið
hefði óskað eftir að fá
keypta verulega orku.
Verið væri að tala um
stækkun, sem næmi
150.000 tonna fram-
leiðslu á ári, en nú væri
framleiðslan 90.000
tonn á ári. Þessi orka
þyrfti að vera fram-
leidd sem næst ál-
verinu. Í öðru lagi væri um að ræða
langhagstæðasta virkjunarkostinn.
Í því sambandi nefndi hann að með
þessu fyrirkomulagi væri hægt að
nýta enn betur vatnsafl og virkjanir
á Þjórsár- og Tungnaársvæði, þ.e. í
Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð, Hraun-
eyjafossstöð og væntanlegri Búðar-
hálsvirkjun. Allar þessar virkjanir
notuðu vatn frá Þjórsá eða Þjórsá og
Tungnaá, en með miðlun í Norðlinga-
öldulóni og Þórisvatni ykist líka
framleiðsla Sultartangastöðvar og
Búrfellsstöðvar. Með öðrum orðum
væri verið að ræða um að fá sem
mest vatn í gegnum sem flestar vélar
sem væru í fyrrnefndum stöðvum.
Ekki þyrfti að bæta við vélum nema
hugsanlega í Sigöldustöð, sem þýddi
að vatnið, sem geymt yrði í Norð-
lingaöldulóni, myndi auka vatns-
magnið, sem færi í gegnum þessar
vélar, áður en það kæmi aftur í
Þjórsá og nýttist þá í Sultartanga og
Búrfelli og hugsanlega í framtíðinni í
neðri hluta Þjórsár, þar sem verið
væri að skoða aðra virkjunarkosti. Í
stað þess að vatnið færi beint í Sult-
artangastöð nýttist það á leiðinni og
það væri gert á eins hagkvæman hátt
og mögulegt væri því ekki þyrfti að
byggja aflstöðvarnar. Þær væru til.
Í skýrslunni kemur fram að frá
1950 hefur verið rætt um að setja
niður lón á þessu svæði, en hug-
myndirnar hafa tekið miklum breyt-
ingum. Árið 1981 náðist samkomu-
lag um friðlýsingu Þjórsárvera og
var það endurskoðað 1987. Upphaf-
lega var talað um lón í allt að 593 m
hæð y.s., en í friðlýsingunni er und-
anþáguákvæði um heimild Lands-
virkjunar til að gera uppistöðulón
með stíflu við Norðlingaöldu með
vatnsborði í 581 m y.s. með þeim fyr-
irvara að framkvæmdin rýri ekki
náttúruverndargildi Þjórsárvera
óhæfilega. Friðrik Sophusson benti
á að fyrirhugaðar framkvæmdir
væru sex metrum neðar, en ástæðan
væri sú að Landsvirkjun gerði sér
grein fyrir að svæðið væri mjög við-
kvæmt og vilji væri til að gera allt
sem hægt væri að gera til þess að
draga úr stærð lónsins þannig að
það rýrði ekki náttúruverndargildi
Þjórsárvera.
Áhrif á heiðagæs
og freðmýrarústir
Guðjón Jónsson frá VSÓ-ráðgjöf
kynnti skýrsluna. Hann sagði að
reisa þyrfti tvær stíflur til að mynda
lónið auk þess sem verið væri að
ræða um 13 km löng
veitugöng. Ljóst væri
að efsti hluti lónsins
færi inn á friðlandið,
en breytingin við að
fara niður í 575 m y.s.
hefði umtalsverð áhrif
varðandi minni skaða
fyrir náttúruna.
„Stærsti hluti fram-
kvæmdasvæðisins er
hins vegar utan frið-
lands Þjórsárvera og
er stór hluti þess
ógrónir melar eða far-
vegur Þjórsár,“ segir
m.a. í skýrslunni.
Helstu umhverfis-
áhrif í lónstæði eru
þau að neðsti hluti Hnífár, um 2,5
km af um 15 km langri á, fer undir
lón. Um 7,2 km² af grónu landi fara
undir vatn, þar af um 1,5 km² í frið-
landi Þjórsárvera og þar af um 0,6
km² í Tjarnaveri. Að mati fram-
kvæmdaraðila eru helstu áhrif lóns í
575 m y.s. á heiðagæs og freðmýra-
rústir. Áhrif á aðra þætti náttúru-
fars eru talin minni.
Í skýrslunni kemur fram að Þjórs-
árver eru stærsta heiðagæsabyggð
heims og eru talin mikilvæg fyrir
viðgang tegundarinnar. Fram kem-
ur að um 8% af hreiðurstæðum
heiðagæsar í friðlandi Þjórsárvera
og nágrenni fari undir vatn, sem
samsvari allt að 550 hreiðurstæðum
af 6.800 á öllu svæðinu. Af þessum
fjölda séu um 100 til 150 hreiður-
stæði innan friðlands Þjórsárvera en
þar sé áætlað að séu um 6.400 hreið-
urstæði. Ennfremur kemur fram að
Norðlingaölduveita hefði áhrif á inn-
an við 2% af heildarvarpstofni heiða-
gæsarinnar.
Í skýrslunni segir að helstu áhrif á
heiðagæs tengist búsvæðum hennar,
en kjörbúsvæði gæsarinnar séu talin
tengjast áferð eða hrýfi gróður-
lenda. Það séu einkum rústir, ár- og
lækjarbakkar og börð sem séu mik-
ilvæg, þ.e. sá hluti umhverfisins sem
fyrst kemur upp úr snjó á vorin og
þar sé varp hvað þéttast. Þétt gæsa-
varp sé í Tjarnaveri og fari neðsti
hluti þess undir lón. „Undanfarin 10
ár hefur heildarstofninn, þ.e. varp-
fugl og geldfugl, talið yfir 200 þús-
und fugla og veiðiálagið er nálægt 40
þúsund fuglum.“
Rústasvæði eru eitt af meginein-
kennum Þjórsárvera og segir í
skýrslunni að þau rústasvæði sem
séu innan áhrifasvæðis Norðlinga-
ölduveitu og verði fyrir beinum
áhrifum séu neðst í Tjarnaveri og
sunnan Sóleyjarhöfða. Á rústunum
sé þétt varp heiðagæsar og
og smádýralíf fjölbreytt. „T
telst til eins af fimm helst
svæðum veranna og mu
kvæmdin skerða hluta þess
bein skerðing á rústum í Þjó
um og nágrenni um 1,3 k
samsvarar 11,5% af kor
rústasvæðum. Einhver óbe
framkvæmdarinnar verða
fang þeirra er m.a. háð land
jarðvatnsstöðu. Framkvæm
telur að áhrif á rústir séu ta
svæðisvísu og eru óafturkræ
kvæmt skýrslunni skerðir
m y.s. tiltölulega lítið gróið
an friðlandsmarka. Fernar
ar fara undir lón, m.a. refag
rústir gangnamannakofa. 3
gróinni strandlínu lóns verð
og sagði Guðjón að hu
þyrfti að grípa til einhver
vægisaðgerða. Ennfremur
nokkur áhrif á búsvæði land
Áhrif utan lóns
Áhrifin utan lóns eru hels
grunnvatnsborð umhver
hækkar mest nálægt stíflu
vatnsáhrifa á flatlendum
gæti um 500 metra frá ló
vegur með hátt verndargildi
ir lón neðst í Tjarnaveri, um
gróins lands utan lóns verð
og skerðing verður á ren
gerir það að verkum að
minnkar í fossum neðan stíf
hækkar, mest við Sóleyjarh
ið fyllist smám saman og ta
það verði hálffullt eftir um 1
sögn Guðjóns.
Í niðurstöðum kemur
matsvinna Landsvirkjunar
Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifu
Nýting og
verndun Þjórs-
árvera geta
farið saman
"#
!
$
%
#1%,$*5,-!"
%
&"
!
#
$
Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfis-
áhrifum Norðlingaölduveitu var kynnt í gær en
þar kemur meðal annars fram það álit Lands-
virkjunar að framkvæmdin komi ekki til með að
hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið og að
nýting og verndun Þjórsárvera geti farið saman.
Friðrik Sophusson
UPPSAGNIR SÍMANS
Uppsagnir starfsfólks Símans á Ak-ureyri hafa vakið hörð viðbrögð
og er ekki að undra. Við uppsagnirnar
var beitt vægast sagt hranalegri aðferð
og gætti lítillar virðingar fyrir starfs-
fólki, sem gefið hafði fyrirtækinu
drjúgan hluta starfsævi sinnar.
Landssíminn hefur varist þeirri
gagnrýni, sem sett hefur verið fram, en
lestur á lýsingu Jónu Þrúðar Jónatans-
dóttur á reynslu sinni af vinnubrögðum
Símans tekur af öll tvímæli um að þau
eru óforsvaranleg. Jóna Þrúður segir í
samtali við Morgunblaðið í gær að hún
hafi verið kölluð inn á skrifstofu yfir-
manns síns nokkrum mínútum fyrir lok
vinnudags án þess að hafa haft hug-
mynd um hvert erindið væri og þar var
henni sagt upp fyrirvaralaust eftir
tæpra 32 ára starf og boðinn starfsloka-
samningur að því búnu. Var þess kraf-
ist, að Jóna Þrúður skrifaði undir
starfslokasamninginn þegar í stað.
„Mér fannst eins og verið væri að
vísa mér út eins og hverju öðru ónýtu
drasli, þetta var að mínu mati svipað og
þegar fólk tekur til í geymslunni sinni
og fleygir því sem það hefur ekki leng-
ur not fyrir,“ sagði Jóna Þrúður og
bætti því við að mjög hefði skort á eðli-
lega mannvirðingu við þessar aðstæð-
ur, þótt hún teldi ekki að ólöglega hefði
verið staðið að uppsögnunum.
Óskar Jósefsson, forstjóri Lands-
símans, neitaði í samtali við Morgun-
blaðið á laugardag að ranglega hefði
verið staðið að uppsögnunum og sagði
að „það [væri] nú ekki til nein ein góð
uppskrift að því og þetta [yrði] aldrei
gert þannig að því [yrði] tekið með
neinum fagnaðarlátum“.
Vitaskuld er ekki til nein góð leið til
að segja upp fólki og slíkar ráðstafanir
geta verið óhjákvæmilegar hjá fyrir-
tækjum, sem verða að laga sig að sveifl-
um í efnahagslífinu. Hins vegar má
ekki koma fram við fólk eins og dauða
hluti og tilfinningalausa. Stjórnendur
fyrirtækja ætlast til tryggðar og heil-
inda af starfsfólki. Starfsfólk hlýtur að
eiga heimtingu á því sama hjá vinnu-
veitendum sínum.
1. MAÍ
Alþjóðlegur baráttudagur verka-fólks er í dag. Hér á Íslandihafa hátíðarhöld á þessum degi
farið friðsamlega fram um langt skeið.
Rúmur áratugur er liðinn frá því
verkalýðshreyfingin tók höndum sam-
an við aðra aðila vinnumarkaðarins
um að koma á og viðhalda þeim efna-
hagslega stöðugleika sem hér ríkir.
Sú var tíðin að mikill meirihluti
launafólks bjó við bágan hag. Nú býr
mikill meirihluti landsmanna við góð
kjör. Það má ekki verða til þess, að
þeir gleymist, sem búa við erfið lífs-
kjör. Umræður um fátækt eru vax-
andi. Kjör aldraðra, öryrkja og ein-
stæðra foreldra nálgast stundum
fátæktarmörk.
Á degi sem þessum má verkalýðs-
hreyfingin ekki einungis horfa til sög-
unnar og gera daginn að minnismerki
fyrir þá sem settu svip sinn á verka-
lýðsbaráttuna á fyrri hluta síðustu
aldar. Verkalýðshreyfingin má ekki
gleyma þeim, sem við verstan hag
búa, þótt þeim hafi fækkað mjög.
Hvarvetna í heiminum heldur
verkalýðshreyfingin uppi kröfum um
mannréttindi, jöfnuð og bræðralag. 1.
maí er nú haldinn í skugga blóðugra
átaka í Mið-Austurlöndum. Verkalýðs-
hreyfingar á Vesturlöndum ættu að
sameinast um að beita þrýstingi á
stjórnvöld í Ísrael og Palestínu um að
finna lausn á þessum vanda.
Til þess að verkalýðshreyfingin búi
yfir því afli sem þarf til þess að standa
vörð um mannréttindi, jöfnuð og
bræðalag þarf hún að búa yfir þeim
styrk að geta lagað starf sitt og skipu-
lag að breyttum aðstæðum.
Það má færa rök fyrir því, að íslensk
verkalýðshreyfing hafi verið í ákveð-
inni tilvistarkreppu í síðustu rúma tvo
áratugi. Þó fann hún nýjan tón og
markaði nýja stefnu með kjarasamn-
ingunum 1990. Og síðustu misseri hef-
ur ýmislegt bent til þess að verkalýðs-
félögin séu að finna sér nýjan og
raunhæfan farveg. Framlag Alþýðu-
sambands Íslands til baráttunnar fyr-
ir því að hemja verðbólguna á nýjan
leik er til fyrirmyndar og til marks um
vaxandi styrk í forystusveit þessarar
voldugu fjöldahreyfingar. Verkalýðs-
hreyfingin þarf að vera þátttakandi í
mótun samfélagsins. Á því byggir
hreyfingin tilveru sína til framtíðar.
VIRÐING ALÞINGIS
Enn og aftur gerist það; mikilvægþingmál sem brýnt er að afgreiða
hrúgast upp á dagskrá Alþingis rétt
fyrir þinglok, en hvorki gengur né rek-
ur í þingstörfunum vegna þess að
stjórnarandstaðan setur á óralangar
og afskaplega innihaldslitlar ræður
um einstök mál. Að hluta til gerist
þetta vegna þess að stjórnarfrumvörp
koma seint fram; að hluta til vegna
þess að stjórnarandstaðan notar mál-
frelsi sitt á Alþingi úr hófi m.a. til að
mótmæla því hvað stjórnarfrumvörpin
koma seint fram! Svona hefur þetta
gengið árum saman, sama hver stjórn-
in er og sama hverjir eru í stjórnar-
andstöðu.
Við vitum líka hvað gerist næst;
þingmenn verða leiðir á málþófinu,
koma sér saman um að ljúka þingstörf-
um og komast í frí og þá er fundað dag
og nótt og tugum mála mokað í gegn-
um þingið á örskömmum tíma. Afleið-
ingin er alls konar hroðvirkni og klúð-
ur í lagasetningu vegna þess að þingið
er með þessum vinnubrögðum í raun
að bregðast því hlutverki sínu að fara
vel yfir mál og leiðrétta misfellur í
frumvörpum – sem er starf, sem fer
fremur fram með yfirlegu í þingnefnd-
um en með löngum einræðum í þingsal.
Sá kostnaður, sem til fellur vegna
óvandaðrar löggjafar er mikill, t.d.
vegna dómsmála og skaðabótaskyldu,
sem ríkið getur bakað sér.
Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til
ríkisstjórnarinnar að hún sýni Alþingi
þá virðingu að gefa því rúman tíma til
að fara yfir þingmál. En ef þingmenn
halda að þeir auki virðingu Alþingis
með því að ílendast í ræðustóli klukku-
stundum saman, er það misskilningur.
Almenningur er búinn að fá sig full-
saddan á þeim nánast árvissa skrípa-
leik, sem upphefst á Alþingi þegar
stutt er í þinglok. Steininn tekur úr
þegar menn standa í málþófi á Alþingi
um það hvort málþóf sé á Alþingi!
Það er löngu tímabært að þingmenn
allra flokka komi sér saman um að
breyta þingsköpum þannig að ræðu-
tíma verði sett skynsamleg mörk og að
tími Alþingis verði skipulagður betur
og honum ekki eytt í gagnslaust hjal.