Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 49 1. MAÍ, baráttudagur verkafólks um allan heim, er í dag haldinn í skugga einhverra blóðugustu og óhugnanleg- ustu atburða sem átt hafa sér stað í Mið-Austurlöndum. Íslendingar hafa alla tíð stutt tilverurétt Ísraelsríkis og viljað að sá réttur sé virtur af öll- um þjóðum. Helförin gegn Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni átti ríkan þátt í að skapa Ísraelsmönnum sam- úð og stuðning til að stofna sitt eigið ríki. En á sama hátt hafa Íslendingar stutt af einhug að Palestínumenn geti byggt upp eigið ríki á landi sem að fornu var þeirra. Íslenskt launafólk fordæmir þau hryðjuverk sem stjórn Sharons hefur staðið fyrir á und- anförnum vikum. Íslensk stjórnvöld verða að sýna í verki að þau beita sér gegn hryðjuverkum hvar sem er í heiminum. Útsendarar stjórnar Sharons eru ekki velkomnir gestir á Íslandi meðan þetta ástand varir. Morð og aftökur eru stríðsglæpir sem ber að stöðva og láta hina seku síðan svara til saka. Okkur ber einnig að veita fórnarlömbum ofbeldisins aðstoð og stuðla að uppbyggingu þess samfélags sem nú hefur verið lagt í rúst á herteknu svæðunum í Palest- ínu. Biðraðir eftir matargjöfum til vansæmdar Á Íslandi fer nú breikkandi bilið á milli ríkra og snauðra. Á fjár- málamarkaði raka peningamenn saman milljörðum en á undanförnum árum hafa þeir hagnast sem aldrei fyrr. Stjórnvöld og fjármálaöflin í landinu hafa búið sérstaklega í hag- inn fyrir þá sem betur mega sín með skattaívilnunum og alls kyns fyr- irgreiðslu. Á sama tíma og ríkisvaldið gengur erinda efnamanna er stöðugt þrengt að lágtekjufólki og hafa útgjöld þess farið jafnt og þétt hækkandi. Útgjöld til húsnæðismála og heilbrigðismála hafa þannig margfaldast. Varnaðar- orð verkalýðshreyfingarinnar við breytingar á húsnæðislöggjöfinni hafa því miður reynst á rökum reist. Hið sama á við þegar mótmælt var hækkunum í heilbrigðisþjónustunni. Þeim dæmum fjölgar þar sem fólk veigrar sér við að leita læknisþjón- ustu og kaupa nauðsynleg lyf vegna fátæktar. Biðraðir fátæks fólks við hjálparstofnanir eftir matargjöfum og fjárhagsaðstoð til nauðþurfta eru ríkri þjóð til vansæmdar. Vöknum til vitundar um orsakatengslin Stöðugar fréttir berast af upplausn heimila og jafnvel sjálfsvígum tengd- um bágbornum fjárhag. Þjóðfélag okkar verður að vakna til vitundar um orsakatengslin á milli versnandi skuldastöðu heimilanna og þeirrar óhamingju sem þar býr að baki. Enda þótt hagur margra heimila sé bæri- legur getur samfélagið ekki vikist undan samfélagslegri ábyrgð á þeim sem verst eru staddir fjárhagslega. Það er staðreynd að mörg heimili eru að kikna undan skuldaklyfjunum og geta ekki lengur séð sér farborða. Nauðsynlegt er að ríki og sveit- arfélög efni til markviss átaks í húsnæðismálum í samræmi við kröf- ur verkalýðshreyfingarinnar um uppbyggingu á húsnæði til kaups og leigu á viðráðanlegum kjörum. Ung kynslóð Íslendinga á kröfu á því að fá að alast upp í samfélagi þar sem samhjálp, umhyggja og virðing einkennir þjóðlífið en ekki gróða- og markaðshyggja á öllum sviðum. Stefna og staða í kjaramálum Í undanförnum samningum hefur það verið stefna verkalýðshreyfing- arinnar að byggja upp kaupmátt til lengri tíma. Forsenda samninganna hefur verið annars vegar að halda verðbólgu í skefjum og skapa um leið samstöðu um að launaþróun hópa verði þeim í hag sem búa við lakari kjör. Mikilvægt er að samfélagið allt taki á með verkalýðshreyfingunni í viðureigninni við verðbólguna. Allir launamenn njóta hags af stöðugu verðlagi og þess vegna er sanngjarnt að allir leggi sitt af mörkum. Í þessari baráttu eiga stundarhagsmunir ekki að ráða för heldur langtímamarkmið. Hækkun verðlags umfram kaup hef- ur í för með sér kaupmáttarrýrnum sem bitnar harðast á þeim sem hafa lægstu launin og njóta ekki launa- skriðs. Krafan um vaxtalækkanir og sann- gjarna gjaldtöku í fjármála- og bankakerfi er afdráttarlaus. Hagn- aður bankastofnana á síðasta ári sýn- ir að gróði þeirra byggðist á ok- urvöxtum og háum þjónustugjöldum. Afleiðingin birtist okkur í skuldaklafa heimilanna. Bætum samfélagsþjónustuna Fram á síðustu ár hefur ríkt um það víðtæk samstaða á Íslandi að samfélagsþjónusta á borð við heilsu- gæslu og menntun eigi að vera undir handarjaðri samfélagsins. Einkavæð- ing teygir nú arma sína sífellt lengra inn á þessi svið. Verkalýðshreyfingin hefur alla tíð verið hliðholl endur- skoðun á opinberum rekstri með um- bætur að leiðarljósi. Það er hins veg- ar deginum ljósara að einkavæðing og einkaframkvæmd dregur að lok- um úr þjónustu og eykur á félagslega mismunum. Verkalýðshreyfingin hafnar því afdráttarlaust að hagn- aðarsjónarmið einkaaðila eigi að stýra velferðarþjónustunni. Okkur ber skylda til að líta fyrst til hags- muna þeirra sem eiga að njóta þjón- ustunnar. Sem skattborgarar viljum við fá góða þjónustu á sem bestum kjörum. Stuðningur byggður á jafnræðishugmyndum Stuðningur íslenskra stjórnvalda við Íslenska erfðagreiningu og de- CODE í formi ríkisábyrgðar kallar á svör við grundvallarspurningum um stuðning stjórnvalda við einkafyr- irtæki. Ekki hafa verið sett fram haldbær rök um stuðning í formi rík- isábyrgðar sem gætu ekki átt við um ýmis önnur framsækin íslensk fyr- irtæki. Verkalýðshreyfingin hafnar ekki alfarið stuðningi við atvinnulífið. Að- stoð getur átt rétt á sér vegna tíma- bundinna erfiðleika í atvinnulífi eða vegna byggðasjónarmiða. Hér þurfa hins vegar að gilda almennar, skýrar reglur. Því er harðlega mótmælt að gert sé upp á milli fyrirtækja eins og ríkisstjórnin greinilega áformar. Geðþóttaákvarðanir mega ekki stjórna ráðstöfun á skattfé launa- fólks. Sagan sýnir að stuðningur sem byggir á svo ótraustum grunni er lík- legur til að skaða lífskjör þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið. Allar hugmyndir í þessu efni hljóta að mið- ast við að jafnræðissjónarmið séu í heiðri höfð og að fyrirtæki og launa- fólkið sem þar starfar sitji við sama borð. Framtíðarsýn hreyfingarinnar Þann lærdóm má tvímælalaust draga af sögunni að jafnan þegar breið samstaða myndast með launa- fólki verður árangurinn í launa- og réttindabaráttu mestur. Slík sam- staða hefur oft myndast á und- anförnum árum bæði í vörn og sókn. Þær raddir gerast háværari innan allra samtaka launafólks að efla eigi samstarf og treysta samstöðuna. Þar á meðal heyrast sjónarmið um endur- skoðun skipulags hreyfingarinnar til að efla allt starf fyrir félagsmennina. Undir þessi sjónarmið skal kröft- uglega tekið á baráttudegi verkalýðs- ins. Hvarvetna í heiminum heldur verkalýðshreyfingin uppi kröfum um mannréttindi, jöfnuð og bræðralag. Hún er vörn hinu almenna launafólki og mikilvæg stoð í allri þróun lýðræð- is og mannréttinda. Hún berst af hörku gegn öfgastefnum þjóðern- isafla s.s. á Ítalíu og í Frakklandi. Staðreyndin er að þar sem samtaka launafólks nýtur ekki við, eyðileggj- ast allar lýðræðisstofnanir. Á nánast öllum sviðum þjóðlífsins fer fjármagnið nú sínu fram af miklu offorsi og óbilgirni. Aðeins verkalýðs- hreyfingin getur megnað að veita því aðhald og mótspyrnu. Minnumst þess að sókn er besta vörnin. Við eigum ekki að láta staðar numið fyrr en við höfum jafnað kjörin í landinu, stórbætt kjör aldraðra og öryrkja, bætt húsnæðiskerfið, heil- brigðisþjónustuna, og menntunina og útrýmt atvinnuleysi. Forsenda þess að þetta takist er samstillt átak allra samtaka launafólks – verkalýðshreyf- ingarinnar allrar. Leggjumst öll á ár- arnar. Þá mun takast að gera hreyf- inguna að Afli í þína þágu. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Guðmundur Þ. Jónsson, Georg Páll Skúlason, Þór Ottesen, Grétar Hannesson, Sus- anna B. Vilhjálmsdóttir. F.h. BSRB, Þuríður Einarsdóttir, Garðar Hilmarsson. F.h. Bandalags háskólamanna, Björk Vilhelmsdóttir. F.h. Kennarasambands Íslands, Elna Katrín Jónsdóttir. F.h. Iðnnemasambands Íslands, Jónína Brynjólfsdóttir. 1. maí-ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Íslands Afl í þína þágu Morgunblaðið/Sverrir Dagskrá 1. maí í Reykjavík DAGSKRÁ 1. maí-hátíðahald- anna í Reykjavík hefst á því að safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 13.30. Kröfugangan leggur af stað kl. 14. Lúðrasveit verka- lýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ingólfstorgi kl. 14.35 og lýkur kl. 15.20. Fundarstjóri á fundinum verður Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrti- sveina, en ræður halda Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, Sjöfn Ingólfs- dóttir, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, og Jónína Brynjólfsdóttir, formað- ur Iðnnemasambands Íslands. Arnar Jónsson leikari les ljóð og tónlist flytja Milljónamæring- arnir og Ragnar Bjarnason. Í lok fundar leika Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.