Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1. maí í Reykjavík Launafólk Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.30. Ræðumenn: Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Ljóðalestur: Arnar Jónsson leikari les ljóð. Ávarp: Jónína Brynjólfdóttir, formaður Iðnnemasambands Íslands. Tónlist: Milljónamæringarnir og Ragnar Bjarnason. Fundarstjóri: Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Afl í þína þágu Stéttarfélögin í Reykjavík - BSRB - BHM Kennarasamband Íslands - Iðnnemasamband Íslands NÝTT deiliskipulag fyrrum lóðar Alaska í Breiðholti hefur verið aug- lýst. Gerir skipulagið ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum og tveimur raðhúsum á lóðinni. Í greinargerð hönnuða segir að umrætt svæði afmarkist af Skóg- arseli til norðvesturs, einbýlishúsa- byggð við Bláskóga og Hléskóga til norðausturs, íbúðarhúsalóðum við Grjótasel til suðausturs og útivist- arsvæði til suðvesturs en gróðrar- stöðin Alaska var áður á reitnum. Lóðin er því vel gróin með háum trjám og öðrum gróðri en í grein- argerðinni segir að tillit verði tekið til meginhluta þess gróðurs. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á lóðinni tvö fjöl- býlishús. Landhalli er töluverður á svæðinu og munu húsin vera ein hæð efst og þrjár hæðir neðst en of- an á þessar hæðir komi inndregnar þakhæðir sem nýta má sem íbúð eða sameiginlegan sal. Gert er ráð fyrir 15–16 íbúðum í hvoru húsanna og munu tvö bílastæði fylgja hverri íbúð. Um helmingur bílastæðanna verða í niðurgrafinni bílageymslu en helmingur á vesturhluta lóðar- innar. Í tengslum við vinnslu skipulags- ins framkvæmdi Árbæjarsafn húsakönnun og heimilar hún nið- urrif sambyggðra húsa að Skógar- seli 11. Samkvæmt tillögunni verða þessi hús rifin en í staðinn verða byggð tvö tveggja hæða raðhús, annað með átta íbúðum en hitt með tíu. Munu tvö bílastæði auk gesta- stæðis fylgja hverri íbúð en í öðru raðhúsinu fylgja bílskúrar að auki. Friðlýstur reitur á svæðinu vegna fornminja Segir í auglýsingu skipulagsfull- trúa um skipulagið að markmið til- lögunnar séu m.a. að ákvarða nýt- ingu lóðarinnar til frambúðar, þétta byggð og nýta svæðið að hluta und- ir íbúðarhúsnæði. Jafnframt sé tek- ið tillit til gróðurs og minja sem eru á svæðinu. Kemur fram í greinar- gerð að gróðurlundir norðan, aust- an og vestan við núverandi íbúðar- hús skuli haldast óskertir og á það einnig við um gróður á jaðri svæð- isins og grenilund sem er vestur af húsi númer 15. Þá hefur verið frið- lýstur reitur á suðaustur hluta svæðisins með tilliti til fornminja en það var gert samkvæmt umsögn fornleifadeildar Árbæjarsafns. Tillagan er í samræmi við nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn á dögunum og gilda á til ársins 2024 en þar sem skipulagið hefur ekki komið til staðfestingar umhverfis- ráðherra er breyting á aðalskipu- lagi 1996–2016 auglýst samhliða deiliskipulaginu. Er þar gert ráð fyrir að nýting svæðisins breytist úr því að vera útivistarsvæði til sér- stakra nota í íbúðarsvæði. Hönnun deiliskipulagsins var í höndum Teiknistofunnar Ármúla 6 en hægt er að kynna sér tillöguna í sal skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, virka daga milli klukkan 10 og 16 fram til 5. júní 2002. Athugasemd- um skal skila eigi síðar en sama dag til skipulagsfulltrúa. Tvö fjölbýlishús komi á Alaskalóðina Breiðholt Teikning/Teiknistofan Ármúla Hönnun deiliskipulagstillögunnar var í höndum Teiknistofunnar Ár- múla en tillagan gerir m.a. ráð fyrir að hús í Skógarseli 11 verði rifin. SKÓFLUSTUNGA var tekin að fjölbýlishúsinu við Arnarás 14 –16 í Garðabæ á mánudag en þar verða reknar leiguíbúðir. Er þetta í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld þar setja skilyrði við úthlutun lóð- ar, um að byggðar verði á henni almennar leiguíbúðir. Íbúðirnar verða reknar af lóð- arhafanum í að minnsta kosti sex ár samkvæmt þeim skilyrðum sem bærinn setti að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Í húsinu verða 12 tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Það var fyrirtækið Bygg- ing ehf. sem fékk lóðinni úthlutað en dótturfyrirtæki þess, Arnarás ehf., sér um að byggja íbúðirnar og kemur til með að reka þær. Íbúðirnar eiga að vera tilbúnar á næsta ári og verða væntanlega auglýstar til leigu þá. Morgunblaðið/Sverrir María Richter, framkvæmdastjóri Arnaráss, og Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri taka fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsinu. Skóflustunga tekin að leiguíbúðum Garðabær ELSTA tréð í Alþingisgarðinum er silfurreynir, sem plantað var fyrir tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar um aldamótin 1900. Þetta tré er orðið 8,20 m á hæð og þrífst mjög vel í garðinum. Hæðin var staðfest á námskeiði sem Garðyrkjuskólinn stóð nýver- ið fyrir undir heitinu „Trjávernd – hvað teljast verðmæt tré?“ Nám- skeiðinu lauk með því að nokkur gömul tré voru skoðuð í Grjóta- þorpinu og endað í Alþingisgarð- inum þar sem Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógrækt- arfélagi Íslands, mældi hæð silf- urreynisins með aðstoð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra. Þá gerði Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt grein fyrir Al- þingisgarðinum og þeim trjágróðri sem þar þrífst. Garðurinn er elsti varðveitti skrúðgarður landsins en í upphafi var hann hugsaður sem tómstundagarður fyrir þingmenn. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Jón Geir lesa á stöngina, sem sýnir að hæð silfurreynisins er nú 8,20 m. Elsta tréð í Alþingisgarðinum rúmlega 8 metrar Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.