Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vinur minn, dr. Jens
Ólafur Páll Pálsson,
mannfræðingur og
fyrrum prófessor og
forstöðumaður Mann-
fræðistofnunar Há-
skóla Íslands, er látinn
og langar mig að minnast hans
nokkrum orðum.
Kynni okkar hófust á fimmta ára-
tugnum í Uppsölum í Svíþjóð þar
sem við vorum báðir við nám og hef-
ur vinátta okkar varað alla tíð síðan.
Við höfum fylgst með lífi og störfum
hvors annars þótt höf og heimsálfur
hafi skilið skilið okkur að. Hann
fylgdist einnig með fjölskyldu minni
og tók þátt í lífi hennar af lifandi
áhuga. Jens var mjög ritfær og
skrifaði löng og skemmtileg bréf.
Ég á mörg frábær bréf og kort sem
Jens skrifaði mér frá hinum ýmsu
stöðum og tel ég þau til minna verð-
mætustu eigna. Eins minnist ég
símtala hans sem við áttum þegar
styttra var á milli okkar. Hann hafði
frábæra hæfileika til að halda uppi
áhugaverðum og gefandi samræðum
sem auðguðu mann og gáfu lífinu lit.
Hann talaði einnig oft í síma við fjöl-
skyldu mína, konu og börn, og mátu
þau öll hann mjög mikils og sakna
hans innilega. Ég sakna símtala
okkar sem á stundum gátu orðið
nokkuð löng. Síðast talaði ég við
hann í fyrra mánuði og þótti mér af-
ar vænt um að fá tækifæri til þess
heyra rödd hans einu sinni enn.
Við Jens þekktumst lítillega áður
en hann kom til Uppsala en við
höfðum verið skólabræður í
Menntaskólanum í Reykjavík, hann
bekk á undan mér. Við nánari kynni
varð mér fljótt ljóst að Jens hafði
sérstakan mann að geyma, bæði var
það viðfangsefnið sem hann hafði
valið sér sem lífsstarf og heillandi
áhugi hans á því og eins allt viðhorf
hans til manna og málefna sem
gerði hann sérstakan. Hann hafði
gott skopskyn en var jafnframt
gæddur næmleika og meðfæddum
hæfileikum til að umgangast sam-
ferðafólk sitt með tillitssemi og
reisn. Hann var sannur hefðarmað-
ur. Hann bar sig mjög vel, ætíð vel-
klæddur og snyrtilegur. Hann hafði
stór fagurblá augu og breitt enni.
Að vísu fannst manni stundum að
Jens gæti gleymt sér í smáatriðum
en jafnframt hafði hann til að bera
nærri því spámannlega eiginleika til
að koma auga á stóru drættina í til-
verunni.
Við Íslendingarnir í Uppsölum á
5. áratugnum vorum samhentur
hópur og hittumst við oft og rædd-
um málin. Jens var sannarlega au-
fúsugestur í okkar hópi. Jens er sá
þriðji okkar sem kveður þennan
heim. Áður eru þeir Ólafur Jón Guð-
mundsson, landbúnaðarverkfræð-
ingur frá Hvanneyri, og Jón Júl-
íusson, framkvæmdastjóri og áður
menntaskólakennari, látnir og
sakna ég allra þessara vina minna.
Jens var mjög sögufróður maður
og vel að sér í íslenskum fræðum,
ekki síst ættfræði. Hann hafði mjög
góða frásagnargáfu og hafði opinn
áhuga fyrir fólki og atferli þess.
Samhliða því verkefni sem hann
hafði valið sér að rannsaka, líkams-
einkenni fólks, hafði hann gaman af
að umgangast fólk, ekki aðeins eins
og vísindamaður sem heldur sig í
vissri fjarlægð frá viðfangsefninu til
þess að gæta hlutleysis vísinda-
mannsins heldur sem þátttakandi í
lífi þess. Enda eignaðist hann marga
vini á rannsóknarferðum sínum um
landið. Almennur áhugi hans á fólki
og í reynd mannkærleikur gæddi
rannsóknir hans sérstöku gildi.
Eins og sjá má í æviágripi hans í
ritinu Æviskrár samtíðarmanna
JENS ÓLAFUR PÁLL
PÁLSSON
✝ Dr. Jens ÓlafurPáll Pálsson
fæddist í Reykjavík
30. apríl 1926. Hann
lést í Mainz í Þýska-
landi 17. apríl síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni 30. apríl.
undirbjó Jens sig vel
undir lífsstarfið. Hann
nam mannfræði, þjóð-
fræði og þjóðsagna-
fræði við Uppsalahá-
skóla, mannfræði,
þjóðfræði, fornfræði,
sögu og bókmenntir
við Kaliforníuháskóla í
Berkeley í Bandaríkj-
unum. Auk þess stund-
aði hann framhalds-
nám í öðrum greinum
mannfræðivísinda í
öðrum háskólum í
Bandaríkjunum og í
Oxford á Englandi og
við Gutenberg-háskólann í Mainz í
Þýskalandi. Jens lauk doktorsprófi
frá Gutenberg-háskólanum í Mainz
og starfaði þar lengi undir stjórn og
í samvinnu við prófessor I. Schwid-
etzky.
Jens var ljóst að mjög brýnt væri
að hefja skipulegar mælingar á lík-
amseinkennum Íslendinga áður en
meiri breyting yrði á búsetu manna.
Margar byggðir væru nær farnar í
eyði og erfiðara væri að ná til
manna eftir að þeir væru fluttir úr
átthögum sínum. Meðan hann var
enn í námi á árunum 1952–1954
ferðaðist hann um allt land og gerði
sjálfstæðar mannfræðilegar yfirlits-
rannsóknir á fullorðnum Íslending-
um af báðum kynjum og tókst hon-
um að safna merkilegum og
einstæðum efnivið. Samhliða námi
stundaði Jens einnig mannfræði-
rannsóknir í Bandaríkjunum, Eng-
landi og Þýskalandi, einnig á Norð-
urlöndunum og enn vitna ég í
Ættarskrár samtíðarmanna þar
sem þær helstu eru taldar upp.
Jens var í miklum metum meðal
erlendra mannfræðinga og sat í
mörgum stjórnum vísindafélaga í
mannfræði og hann flutti fjölda fyr-
irlestra á alþjóðlegum mannfræði-
ráðstefnum.
Jens var ljóst að það þyrfti meira
til en að mæla og vega Íslendinga til
þess að ná markinu – það varð að
benda mönnum á nauðsyn þess að
fara út í skipulegar rannsóknir á lík-
amseinkennum og sýna fram á hve
brýnt það væri að koma á fót gagna-
safni sem hægt væri að ganga í eftir
því sem ný tækni til rannsókna
kæmi fram. Það þyrfti að fá fólk til
að taka höndum saman til þess að
hægt væri að framkvæma slíkar
rannsóknir. Eins skipti kostnaðar-
hliðin ekki litlu máli.
Hinn 28. janúar 1969 var Íslenska
mannfræðifélagið stofnað að frum-
kvæði Jens. Markmið þess var að að
styrkja mannfræðirannsóknir á Ís-
lendingum m.a. með fyrirlestra-
haldi. Fundir Mannfræðifélagsins
voru yfirleitt vel sóttir og var þar
fjallað um ýms áhugaverð málefni
eins og til dæmis um uppruna Ís-
lendinga. Talsverður fjöldi fólks
gerðist meðlimir í félaginu. Stofn-
félagar voru á þriðja hundrað. Jens
missti aldrei sjónar af markmiði
sínu, þótt stundum blési ekki byr-
lega fyrir framgangi mannfræði-
rannsókna á Íslandi en ýmsir góðir
menn höfðu trú á Jens og má þar
m.a. telja þá prófessorana Leif Ás-
geirsson, Sigurð Þórarinsson og
Magnús Má Lárusson sem studdu
hann með ráðum og dáð.
Jens hlaut ýmsa styrki til rann-
sókna sinna en það var ekki fyrr en
1975 að fastur grundvöllur komst
undir starfsemina þegar Mann-
fræðistofnun Háskóla Íslands var
stofnuð og Jens ráðinn forstöðu-
maður. Í stjórn stofnunarinnar vald-
ist samhentur hópur vísindamanna
sem Jens vann vel með og má þar
m.a. nefna prófessorana Jóhann Ax-
elsson, Guðmund Eggertsson og
Guðjón Axelsson og Ólaf Ólafsson
landlækni.
Breyting var gerð á reglugerð
Mannfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands árið 1995 og stofnunin sett
undir félagsvísindadeild en áður
heyrði stofnunin beint undir há-
skólaráð.
Það má tvímælalaust segja að
Jens Ó.P. Pálsson hafi verið einn
áhugaverðasti vísindamaður Íslend-
inga á síðari hluta 20. aldarinnar og
mun hans lengi minnst.
Jens hafði safnað gríðarmiklum
efnivið yfir líkamseinkenni Íslend-
inga og annara þjóða og hugðist
nota árin sem hann átti eftir til að
vinna nánar úr þeim og birta nið-
urstöður en árin eftir sjötugt urðu
ekki mörg. Hann reyndist vera með
illkynja sjúkdóm sem dró hann að
lokum til dauða.
Árið 1977 kvæntist Jens Annelise
Kandler. Hún var skrifstofustjóri og
fræðimaður við Mannfræðistofn-
unina í Mainz og höfðu þau unnið
þar saman við rannsóknir. Hún
starfaði einnig sem ritstjórnar-
fulltrúi mannfræðitímaritsins Homo
og var annar ritstjóri mannfræði-
ritsins Ethnogenese europäischer
Völker, sem er grundvallarrit um
mannfræði Európu. Hjónaband
þeirra var afar farsælt og annaðist
hún Jens í sjúkdómslegu hans af
mestu kostgæfni.
Ég og fjölskylda mín sendum
Önnu og öllum ættmennum Jens og
einkum Ólöfu systur hans okkar
hugheilu samúðarkveðjur. Guð
blessi þau öll.
Jón Sveinbjörnsson.
Jens Ólafur Páll Pálsson hefur
kvatt okkur og er söknuður minn
mikill. Hann var ekki aðeins stór-
frændi minn heldur sá besti og
tryggasti vinur, sem hægt er að
eignast.
Þá var það sama að segja um
samband hans og Bjarna bróður
míns, sem varð aðeins 21 árs, lést
11. janúar 1948, í blóma lífsins. Þeir
frændurnir voru svo að segja jafn-
aldrar, Bjarni var fjórum dögum
eldri en Jens. Bjarni bróðir minn
varð fyrir slysi fjórtán ára gamall.
Það leiddi til þess að hann fór að fá
krampaköst í svefni. Við þessu var
ekkert að gera, enga hjálp að fá,
enda síðari heimsstyrjöldin í al-
gleymingi og læknavísindin stutt á
veg komin. Allt var þó reynt sem
hægt var. Jens syrgði vin sinn og
frænda og bar hann oft á góma í
gegnum tíðina og ef einhver er glað-
ur núna á bak við móðuna miklu, þá
vitum við hver það er.
Foreldrar Jens, Hildur og Páll,
fluttust af landi brott fyrir styrjöld-
ina og bjuggu um árabil erlendis.
Fjölskyldan átti hús í Gentofte-
hverfinu í Kaupmannahöfn, er ég
var þar við nám og kom oft til
þeirra. Mér er minnisstætt hvað ég
hreifst af Hildi, en hún geislaði af
glæsileika og góðmennsku. Hef ég
enga konu hitt fyrr né síðar sem
orðið gyðja átti betur við.
Hugur Jens stóð til rannsóknar-
starfa og náms og duldist engum
sem honum kynntist, hve nákvæmur
og athugull hann var. Vegir Jens
lágu víða. Hann var hafsjór af fróð-
leik og kunnáttu. Eftir nám í Banda-
ríkjunum og Evrópu settist hann að
í Reykjavík og gegndi hér miklu
starfi. Munu aðrir menn mér fróðari
gera því skil.
Eiginkonu sinni, Önnu E.A.
Kander mannfræðingi, kynntist
Jens á námsárum sínum og lifir hún
mann sinn. Þau eignuðust ekki börn,
en börn Ólafar systur hans syrgja
nú sárt sinn góða frænda, og það
gerir líka Óðinn Páll, sonur Hildar
Helgu.
Ég og mínir kveðja góðan og
elskulegan frænda og um leið ósk-
um við honum velfarnaðar á ókunn-
un stigum.
Blessun Drottins sé með honum.
Hvíl í friði
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Í dag, 30. apríl, er kvaddur góður
drengur og dyggur vinur, doktor
Jens Pálsson prófessor; hann lézt
hinn 17. þ.m. í borginni Mainz við
Rínarfljót í Suður-Þýzkalandi eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu og
verður nú lagður til hinztu hvíldar í
Reykjavík á 76. afmælisdegi sínum.
Með honum er genginn merkur
brautryðjandi í íslenzku vísinda-
starfi en Jens var frumkvöðull á
sviði skipulegra rannsókna í mann-
fræði hér á landi og átti á sínum
tíma hvað drýgstan þátt í að koma á
fót Mannfræðistofnun Háskóla Ís-
lands en þeirri stofnun veitti hann
forstöðu fyrstu árin. Jens var vissu-
lega mikill eldhugi í starfi; hann var
sístarfandi að sinni fræðigrein með-
an kraftarnir leyfðu og hafði mikinn
metnað fyrir Íslands hönd á sviði
mannfræðirannsókna, hann vildi
koma landi voru á kortið í þeirri vís-
indagrein því hér mátti heita nær al-
gjörlega óplægður akur á sviði vís-
indalegrar mannfræði þegar hann
hóf sínar rannsóknir. Meðan heilsa
hans og aðstæður leyfðu var hann
með öllu óþreytandi við mjög víð-
tækar anþrópologískar frumrann-
sóknir á Íslendingum og Vestur-Ís-
lendingum, auk rannsókna á
mannfræðilegum einkennum þjóð-
arbrota í Noregi og Bandaríkjunum,
svo og í Skotlandi og Englandi.
Doktor Jens varð prófessor við Há-
skóla Íslands árið 1995 og eftir hann
liggja, auk nokkurra kennslurita í
faginu, fjölmargar greinar um vís-
indalegar athuganir hans á sviði
mannfræði og niðurstöður sértækra
beinamælinga sem birtar hafa verið
í fagtímaritum víða um heim.
Vinir hans fjölmargir munu þó
ekki hvað sízt minnast hans fyrir
sakir mannkosta hans margvíslegra,
einstakrar hjartahlýju sem honum
var eðlislæg, sakir drenglundar
hans og líka vegna hressandi kímni-
gáfu sem hann hafði til að bera og
oft naut sín svo einstaklega vel í
góðra vina hópi. Kímni hans var
græskulaus en leiftrandi, hún gat
yljað manni og brugðið um leið birtu
yfir stað og stund á vinafundum.
Jens Ólafur Páll var fæddur í
Reykjavík hinn 30. apríl 1926,
yngstur fimm systkina. Hann bar
það og með sér á sinn yfirlætislausa
hátt, að hann var af góðu fólki kom-
inn og hafði alizt upp á rótgrónu ís-
lenzku menningarheimili; hann var
sonur hjónanna Hildar Stefánsdótt-
ur prests á Auðkúlu og Páls Ó.
Ólafssonar ræðismanns frá Hjarð-
arholti. Að honum stóðu sterkir
stofnar, bæði sunnanlands og vestur
í Dölum og margt nafnkunnra karla
og kvenna í framættum hans. Jens
reyndist sérlega góður námsmaður
og bjó sig líka af stakri kostgæfni
undir ævistarfið með fjölþættu námi
bæði í þjóðfræði, þjóðsagnafræði og
náttúrulegri mannfræði við suma
hinna virtustu háskóla í Evrópu og
Bandaríkjunum og varð í reynd há-
menntaður mannfræðingur. Jens
var farsæll maður jafnt í ævistarfi
sínu sem einkalífi. Hann kvæntist
Önnu Antoníu Elisabeth Kandler
árið 1977 en hún er mikilsmetinn
mannfræðingur við Háskólastofn-
unina í Mainz; hjónin áttu heimili
bæði í Reykjavík og í Mainz og
dvöldu gjarnan hluta ársins hér-
lendis og annars suður í Rheinland-
Pfalz. Frú Anna var manni sínum
jafnan stoð og stytta í vísindastörf-
um hans, þau voru mjög samhent í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur.
Í þungbærum veikindum eigin-
mannsins annaðist hún hann af mik-
illi nærfærni og gerði allt það sem í
hennar valdi stóð til að veita honum
þá aðhlynningu sem hún framast
mátti og lina þjáningar hans.
Fyrir okkur vini Jens verða dag-
arnir öllu snauðari og hversdags-
legri að honum gengnum, menn
sakna nú vinar í stað þar sem hann
var. Ekkju hans, frú Önnu Kandler
Pálsson, systrum hans og öðrum
nánustu aðstandendum vottum við
hjónin innilega samúð okkar.
Halldór Vilhjálmsson.
Mikill og góður vinur minn Jens
Pálsson er látinn eftir harða baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Það er mikill
sjónarsviptir að slíkum manni. Fyrir
mér var hann þessi síungi og glaði
maður sem alltaf gat séð spaugilegu
hliðarnar á annars háalvarlegum
málum og oft var mikið hlegið að lif-
andi frásögnum hans í góðra vina
hópi.
Ég hitti Jens fyrst sumarið 1971 í
Kaupmannahöfn þegar ég var þar
hjá Ólöfu systur hans og Sigurði
Bjarnasyni sendiherra. Við urðum
fljótt vinir og gátum setið og spjall-
að langtímum saman um alla heima
og geima. Eitt sinn dró hann mig
með sér í dagsferð yfir til Malmö og
er það ógleymanleg ferð. Það rigndi
mikið þennan dag en var alveg logn,
þá varð Jens að orði: „Enginn er
verri þótt hann vökni.“ Við vorum
ekki vel að okkur í málsháttum en
þennan þóttumst við kunna. Ferðin
var ánægjuleg í alla staði, því betri
leiðsögumann var ekki hægt að fá
eða skemmtilegri ferðafélaga.
Þegar Anna kona hans átti sjö-
tugsafmæli langaði hann að gera
eitthvað alveg sérstakt í tilefni
dagsins. Bauð hann Ólöfu og Guð-
rúnu mágkonu sinni með þeim hjón-
um ásamt mér í mat á Hótel Valhöll
á Þingvöllum. Þennan dag skörtuðu
Þingvellir sínu fegursta til heiðurs
þeim hjónum og ég var mjög stolt af
því að vera bílstjórinn þeirra þenn-
an dag. Hann naut þess að kynna
Ísland fyrir konu sinni, sem hreifst
mjög af fegurð landsins.
Jens var mikill fræðimaður og
helgaði hann Mannfræðistofnun Ís-
lands lengst af krafta sína. Eftir
hann liggja margar fræðigreinar og
hann fór víða um heim til að flytja
erindi.
Með þessum fátæklegu orðum og
minningabrotum kveð ég þig kæri
vinur. Ólöf systir þín hefur misst
sinn besta vin og bróður. Það voru
henni þung skref er hún fór til
Þýskalands nú fyrir stuttu til að
kveðja þig hinsta sinni.
Elsku Anna, Ólöf og fjölskylda,
megi Guð vera með ykkur og gefa
ykkur styrk í sorginni.
Sólveig Halldórsdóttir.
Skömmu eftir miðja síðustu öld
var um stund samankominn lítill
hópur Íslendinga við nám og störf í
borg nokkurri suður á Rínarbökk-
um. Borgin heitir Mainz og var þá á
stærð við Reykjavík. Hún á sér
langa og merka sögu, var upphaf-
lega eitt af virkjum Rómverja gegn
árásum barbara úr norðri og sjást
þar enn merki um dvöl þeirra.
Þarna fæddist ljóðskáldið Schiller
og í Mainz er vagga prentlistarinn-
ar. Þar fæddist og starfaði Jóhannes
Gutenberg og við hann er kenndur
háskólinn þar sem flestir í þessum
hópi stunduðu nám um hríð. Eins og
oft vill verða þar sem Íslendingar
safnast saman á erlendri grund
halda þeir hópinn og svo var einnig
þarna. Samstaðan var slík að við
undrumst það eftir á. Menn vissu
nær daglega hver af öðrum og ef
einhver töf varð á því voru send
póstkort, kostaði 10 pfenninga og
bárust undraskjótt. Þegar einhver
bættist í hópinn varð hann umsvifa-
laust einn af honum og skipti þá ald-
ursmunur engu.
Einn slíkur var Jens. Hann var
heimsborgarinn okkar á meðal, tals-
vert eldri en við hin, hafði stundað
nám í Oxford og í Berkley vestra.
Bar raunar nokkur merki þess, var
dálítið breskur í klæðaburði og fasi,
háttvís og prúður og stutt í skop-
skynið en á hinn bóginn frjálslegur í
framgöngu á ameríska vísu. Hann
lét sér strax mjög annt um okkur
hin, hefur sjálfsagt skynjað reynslu-
leysi þessara unglinga, sem þarna
voru í sinni fyrstu siglingu og voru
þegar allt kom til alls flest að leita
að sjálfum sér. Jens stóð hins vegar
föstum fótum í tilverunni, full-
menntaður og mótaður vísindamað-
ur með brennandi áhuga á viðfangs-
efnum sínum. Við skynjuðum öll
strax að mannfræðin var honum
ástríða og nautn. Það var eins og
hann væri í kapphlaupi við tímann
um að koma sem mestu í verk. Hann
hreif okkur með sér og áður en við
vissum höfðum við undir forustu
hans stofnað mannfræðifélag. En
leiðir skilur, það er lífsins gangur.
Við hurfum heim flest til annarra
verka en Jens festi ráð sitt þar ytra
í þessari fallegu borg við Rínarfljót-
ið, sem verður okkur öllum kær.
Þótt langt yrði á milli funda rofn-
uðu tengslin aldrei alveg. Þótt við
værum hætt að vita af daglegu
amstri hvert annars var enn spurt.
Hefur þú frétt af þessum eða hin-
um? Hefur einhver frétt af Jens?
Nú höfum við frétt af honum í síð-
asta sinn og við hugsum til þessa
gamla og góða félaga með söknuði
og þakklæti fyrir samverustundirn-
ar um leið og við sendum aðstand-
endum hans samúðarkveðjur okkar.
Gunnar Jónsson,
Ólafur G. Karlsson.