Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hann Friðrik afi minn var alltaf sá sterki í mínum huga. Ég man eftir þegar ég var lítill drengur og var alltaf að reyna að lyfta kúlunni þinni á svölunum og tókst að lok- um. Þú fórst með mig á Melavöllinn að hitta fólk og horfa á frjálsar íþróttir, ég var ekki nema u.þ.b. sex ára en alltaf man ég eftir þessu. Það var svo gott að vera með þér og ég hafði svo gaman af því. Sunnudagsbíltúr og ís, en ísinn kom ekki í einu brauðformi heldur heill lítri. Svo sátum við við borðið og át- um af bestri list. Ég man þegar þú fórst með mig og Mumma frænda á Laugardagsvöllinn, minn fyrsti al- vöru fótboltaleikur. Ég vann þig aldrei í skák en samt kenndirðu mér flestöll brögðin, skákin var ekki mín sterka hlið. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt saman, hvíl þú nú í friði. Sigurjón Örn Ólason. Elsku afi. Mikið ósköp finnst mér erfitt að vita að þú sért ekki lengur hér. Að þú sért farinn er nokkuð sem ég á erfitt með að sætta mig við, svo erfitt að orð fá því ekki lýst. En ég mun hugga mig við all- ar góðu minningarnar um þig og það að þér líður betur þar sem þú ert núna. Gleði þín var ótæmandi, ég man alltaf eftir því hvað þú gladdist mikið ef ég náði einhverjum ár- angri og hvað þurfti ósköp lítið til að gleðja þig. Manstu líka þegar við tefldum og þú vannst alltaf. Ég kann reyndar ekkert að tefla, en það skipti þig engu, þú tefldir samt og alltaf undraði ég mig yfir færni þinni í þessu. Ég mun aldrei gleyma öllum jólunum sem við átt- um saman og hvað ég hlakkaði til að sjá þig um jólin og vera með FRIÐRIK JENS GUÐMUNDSSON ✝ Friðrik JensGuðmundsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1925. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 26. apríl. þér. Jólin verða ekki söm án þín. Manstu líka þegar við sátum á rúminu þínu og þú sagðir frá þér. Eða þegar við fórum sam- an að veiða þegar ég var smástrákur, það var ein af fyrstu ferð- unum mínum. Ég gat sagt sumar sögurnar af þér mörgum sinn- um, ég hef ekki hug- mynd um hvað ég sagði oft eða mörgum frá því að afi minn hefði farið á Ólympíu- leikana. Ég lofa þér því, að ég skal gera allt sem ég get til að komast þangað og þá mun ég hugsa til þín. Elsku afi, ég er óendanlega þakklátur fyrir tímann sem ég fékk með þér og fyrir það að hafa fengið að eiga þig fyrir afa. Sorgin er erf- ið, en ég veit að þú ert hjá mér og ég veit einnig það, að einhvern tím- ann mun koma sá dagur að við hitt- umst aftur. Auðvitað mun ég líka ylja mér við allar minningarnar um þig. Ég elska þig svo mikið, elsku afi, að ég á ekki til orð til að lýsa því. Guð geymi þig, elsku afi, takk fyrir allt. Þinn Friðrik Þór. Mikill söknuður er í hjarta okkar við fráfall Friðriks afa. Hinar mörgu samverustundir með honum voru einstakar; hann var alltaf glaður í bragði og gat fengið mann til að hlæja tímunum saman með sögum sínum af fólki og atburðum. Sögusviðið var oft tengt laxveiði þar sem óspart var gert grín að mistökum veiðimanna og ótrúlegri heppni eða óheppni í baráttu við laxinn. Það undarlega var að þótt maður væri búinn að hlæja frá sér allt vit urðu sögurnar bara fyndnari þegar hann sagði þær aftur ári síð- ar. Þrátt fyrir veikindi hans síðustu ár var alltaf stutt í brosið sem ein- kenndi hans persónu mest. Afi var glæsilegur maður, stór og mikill að vexti en um leið svo ljúfur og góð- mennska einkenndi allt hans fas. Við systkinin vorum auðvitað stolt yfir glæstum íþróttaferli hans og fannst afar merkilegt að hann hefði keppt á Ólympíuleikum og þar að auki verið fánaberi fyrir Íslands hönd. Hann var afreksmaður til síð- asta dags, ekki bara í íþróttum, heldur ekki síður í lífinu sjálfu. Sú viska og þekking, frásagnarlist og gleði sem hann miðlaði okkur gerir okkur kleift að líta stolt til baka og auðveldar okkur að líta fram á við. Við minnumst þín, afi, með því sem þú gafst okkur; með reisn, gleði, baráttuvilja og brosi framan í lífið. Hvíl í friði. Þó er eins yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr.) Friðrik, Hjörtur og Sigríð- ur Alma Guðmundarbörn. KR-kveðja Látinn er í Reykjavík frjáls- íþróttakempan Friðrik Guðmunds- son. Þar sér KR á eftir góðum og dyggum félaga sem hélt merki fé- lagsins á loft alla tíð. Hann var í stórum hópi frjáls- íþróttamanna úr KR sem æfðu og kepptu á gamla Melavellinum um miðbik síðustu aldar. Innan þessa hóps voru þrefaldir Evrópumeist- arar, Huseby tvívegis í kúlu og Torfi í langstökki. Friðrik prýddi þennan hóp og var Íslandsmeistari í kúluvarpi 1948 og 1952, Íslands- meistari í kringlukasti 1949 og auk þess var hann glímukappi góður. Hann var skemmtilegur félagi og gáskafullur sem hélt uppi góðum „húmor“ inni í klefa og ekki síst í heita pottinum sem oft mældist við illþolanlegt hitastig. Á Melavellin- um komu saman íþróttamenn úr öllum félögum til æfinga. Var oftast þröngt setinn bekkurinn og þurftu menn að koma tímanlega til að fá snaga. Friðrik var þátttakandi í sigur- sælum hópi KR-inga í ferð til Nor- egs, þar sem farið var víða og kom- ið við í mörgum bæjum í suðurhluta landsins, við góðan orðstír. Hann hélt áfram keppni og æfingum, náði sínum besta árangri á ferlinum 1957-1958. Hann var einlægur KR- ingur sem og allt hans fólk. Friðrik var sæmdur gullmerki KR fyrir störf sín og keppni. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sendir Sigríði og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður. Við sem tekin erum að eldast sjáum samferðafólkinu á lífsgöng- unni sífellt fækka og finnum fyrir saknaðarkennd. Minningar liðinna ára birtast okkur í hugsýn, oft ljúf- sárar. Nú hefur verið burtkvaddur vin- ur minn Friðrik Jens Guðmunds- son. Viðkynning okkar var orðin löng og tengdist í upphafi íþrótta- iðkun og keppni. Ég sá Friðrik fyrst á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Melavellinum í Reykjavík sumarið 1948. Kom ég þá hingað til keppni sem nýliði utan af landi. Friðrik varð Íslandsmeist- ari í kúluvarpi á þessu móti. Tók hann mér einstaklega vinsamlega og ljúfmannlega og má segja að þá þegar hæfist okkar vinátta. Friðrik mátti teljast glæsimenni og hlaut að vekja eftirtekt hvar sem hann fór. Hann var velfarinn í andliti, 1,90 m á hæð, vel í vexti og sterk- byggður, enda mikill kraftamaður. Friðrik var í keppnisliði Íslend- inga og fánaberi á Ólympíuleikun- um í Helsingfors í Finnlandi 1952. Frá árinu 1953 lágu leiðir okkar saman hér við íþróttaæfingar og keppni í fjöldamörg ár. Þá lágu og leiðir saman til landskeppna er- lendis, en Friðrik var landsliðsmað- ur í kringlukasti og sleggjukasti um árabil. Árið 1957 sigraði hann í kringlukasti í landskeppni við Dani hér á Melavellinum og kastaði þá 50,20 m, sem þá var ágætur árang- ur. Kunnur íþróttamaður var hann frá 5. og fram á 7. áratug nýlið- innar aldar. Sagt er að enginn sé annars bróðir í leik og er slíkt næsta eðli- legt í hita keppninnar. Friðrik átti til að bera þann óvenjulega dreng- skap að gleðjast yfir góðum árangri og sigri samkeppanda síns og óska honum innilega til hamingju. Við Friðrik áttum margvísleg samskipti um áraraðir og ávallt góð. Hjálpsemi og velvild voru hon- um í blóð borin. Á skattstofunni í Reykjavík starfaði Friðrik sem fulltrúi um langt árabil. Meðan skattlagningin var afturvirk vissi ég til að hann aðstoðaði ýmsa þá er ekki höfðu talið fram og voru komnir með skattamál sín í óreiðu og vandræði, en vildu komast á réttan kjöl í þeim efnum. Hæglátur húmoristi var Friðrik, minnugur og góður frásagnarmað- ur líkt og var um bróður hans Guð- mund J. Guðmundsson, verkalýðs- foringja og alþingismann. Gleðinnar maður gat Friðrik verið á góðri stund og þá manna skemmtileg- astur. Hins vegar var hann fast- lyndur og vildi ógjarnan láta hlut sinn, kæmi til ólíkra skoðanaskipta eða annarrar andstöðu. Fyrir allmörgum árum varð hann fyrir heilsuáfalli, en bar það með stöku æðruleysi og karlmennsku. Vil ég nú að leiðarlokum þakka honum langa góða samleið og órjúf- andi vináttu, um leið og ég bið hon- um blessunar Guðs. Sigríði konu hans, börnum þeirra og öðrum að- standendum, sendi ég og kona mín hugheilar samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónsson. Í dag er lagður til hinstu hvílu kær félagi frá gömlu Melavallarár- unum við Suðurgötu, Friðrik J. Guðmundsson, fyrrverandi fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur. Friðrik var traustur maður, af vestfirskum ættum í föðurætt, Arn- firðingur af ætt Jóns forseta Sig- urðssonar. Hefur sterkt svipmót og atgervi Jóns forseta ekki leynt sér meðal ýmissa síðari tíma skyld- menna hans. Má þar nefna að Guð- mundur Halldór faðir Friðriks, sem var þekktur maður á sinni tíð, hóf sjómennsku 12 ára gamall á árabát. Alkominn í land af togara rúmlega sjötugur hafði hann stundað sjó- mennsku í 60 ár. Það er langt út- hald og þarf mikið þrek til. Borg- firðingur var Friðrik í móðurætt, frá Heyholti við Svignaskarð. Friðrik var Vesturbæingur og KR-ingur alla tíð. Hnn ólst upp í verkamannabústöðunum við Ás- vallagötu ásamt þremur tápmiklum og myndarlegum bræðrum, í ald- ursröð þeim Óskari, fyrrverandi fulltrúa, Guðmundi J., fyrrverandi formanni Dagsbrúnar, Verka- mannasambands Íslands og al- þingismanni, og Jóhanni efnaverk- fræðingi, en hann er nú einn eftirlifandi þeirra bræðra. Friðrik sem nú er kvaddur var þeirra næstelstur. Er Friðrik var sjö ára gamall slasaðist hann mjög alvarlega er hann varð undir strætisvagni. Gekkst hann m.a. undir mikla og vandasama höfuðaðgerð, þá fyrstu sinnar tegundar sem hér var fram- kvæmd. Aðgerðin tókst vel og náði Friðrik fullum bata. Friðrik varð snemma stór og sterkur, góður glímumaður á yngri árum en sneri sér síðan alfarið að iðkun frjálsra íþrótta, einkum kúlu- varpi og kringlukasti. Náði hann góðum árangri í þeim greinum. Má þar nefna að hann kastaði kringl- unni lengra (50,82) en sjálf kempan Gunnar Huseby (50,13) sem varð tvöfaldur Evrópumeistari (1946 og 1950) í kúluvarpi. Friðrik var lands- liðsmaður í ýmsum kastgreinum af og til í tvo áratugi. Keppnisferill hans stóð í um aldarfjórðung, eða frá því laust upp úr 1940 og fram undir 1970. Ég sá Friðrik fyrst á gamla Melavellinum, laust upp úr 1950, ég þá innan fermingar, þangað kominn þeirra erinda að sparka bolta. Þarna á vellinum gaf að líta ýmsar landsfrægar fótboltahetjur og nokkra síðustu frjálsíþróttakappana frá „gullaldarárunum“ sem enn voru að. Varð mér þarna einkum starsýnt á kastarana þar sem þeir grýttu sínum áhöldum þvers og kruss út um allan völl. Og und- arlegt þótti mér það oft, að þeir urðu alla jafna því kátari sem veður var verra og vitlausara, – hvassara. Ég skildi það síðar þegar ég var farinn að þvælast með í þessum hóp, þar sem þeir flestir hverjir voru nær tveimur áratugum eldri en ég. Þessi kastarahópur var þá og lengi síðar að í öllum veðrum og oft linntu þeir ekki látum á hausti fyrr en kastáhöld hurfu inn í snjó- skafla. Það var töluverð fyrirferð á þessu kastaraliði þarna á vellinum. Og ekki var hún minni fyrirferðin í baðinu eða í heita pottinum eftir æfingar. Þar kepptust menn við að segja stórkallalegar sögur af ýms- um skrautlegum uppákomum og eftirminnilegum íþróttaatburðum og öðrum, innanlands og utan, og menn tíndu af sér brandara og fyr- ir kom nokkuð beitta og persónu- lega. Gekk því stundum gamanið of langt. Fór þá ýmislegt úr böndum. Reyndu menn þá að bjarga sér á hlaupum hver sem betur gat út undir bert loft, stundum minna en fáklæddir. Ekki lá Friðrik á liði sínu við að segja góðar sögur, enda húmoristi af bestu gerð. Þá urðu mörg tilsvör hans fleyg. Og ég fékk minn skammt frá honum, t.d. sagði hann við mig einn daginn: „Jón minn, vertu nú ekki að fikta við spjótið svo þú skemmir ekki fyrir þér í sleggjunni,“ en ýmsir höfðu verið að finna að því við mig að halda mig ekki við mína grein (hástökk). Þessi athugasemd hans dugði mér hvað lengst til áminningar, – í nokkra daga. Aldrei bar skugga á vináttu okk- ar Friðriks þrátt fyrir oft á tíðum illskeytta félagapólitík milli félaga okkar, KR og ÍR, á þessum árum og hvorugur okkar var saklaus af að hafa tekið þátt í. Nú er þessi gamli góði félagi minn og okkar allur. Erfið veikindi hrjáðu hann síðustu tvo áratugina og hann stóð lengi af sér hvert áfallið á fætur öðru. Ég kveð þenn- an góða félaga með virðingu og þökk fyrir góð og skemmtileg kynni og votta eftirlifandi eiginkonu hans, börnum, bróður og öðrum ættingj- um innilega samúð. Blessuð sé minning hans og minna gömlu félaga af Melavell- inum úr okkar hópi sem gengnir eru. Jón Þ. Ólafsson.                                   !     "       #    $$%%      !"   # !   $ %   &    % &' '%  !"   & ('    % "    !"   )    !"     $#" %      !"     $  %   %  * &'                   +)& ,-     ' .  "  ($ ' .'/ '01.21      (       3  1#"4' !"   % 1'  ! % 53 2 )   3  1  $  ! % "'0' ')'!'    %   * &' )      )        -&&5&6 & 7 (    (      *   +%  ('7 !"   8'  7 !"   ' #" % ( !7 !"   "  ' $ % #"7 % 5'#"4 !"    5 27 !"   )   "  %        %   *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.