Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Á AÐALFUNDI Norðurmjólkur í vikunni voru veittar viðurkenn- ingar fyrir úrvalsmjólk á síðasta ári. Að þessu sinni fengu 24 kúabú viðurkenningu fyrir fram- leiðslu úrvalsmjólkur, þar af fengu framleiðendur á tveimur búum viðurkenningu 10. árið í röð. Þetta voru Þórdís Karls- dóttir og Leifur Guðmundsson í Kleif í Öngulsstaðadeild og Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Sig- urðsson á Búvöllum í Aðaldæla- deild. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í vikunni hefur mjólk- urframleiðendum á svæði Norð- urmjólkur fækkað um helming frá árinu 1985, úr 400 í um 200. Á sama tíma hafa búin stækkað og framleiðslan á svæðinu aukist. Þá hafa gæði mjólkur á svæð- inu aldrei verið meiri en nú, seg- ir í ársskýrslu Norðurmjólkur og fer öll mjólk í 1. flokk. Frumutala lækkaði talsvert milli ára. Marg- feldismeðaltal frumutölu fyrir svæðið var 219 þúsund og beint meðaltal 245 þúsund. Framleið- endur Norðurmjólkur framleiða bestu mjólk landsins sé litið til mælinga Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins, segir ennfemur í ársskýrslunni. Hluti þeirra mjólk- urframleiðenda á félagsssvæði Norðurmjólkur sem fengu við- urkenningu fyrir úrvalsmjólk á síðasta ári. Framleiðendur verðlaun- aðir fyrir úrvalsmjólk AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „UPPSAGNIR eru í eðli sínu sárs- aukafullar aðgerðir og eðlilegt að starfsmenn sem gert er að láta af störfum verði sárir og reiðir. Að því leyti höfum við skilning á viðbrögð- um þess eina starfsmanns sem hefur tjáð sig um málið opinberlega. Fólk upplifir þessa stund á misjafnan hátt en það er mikilvægt þrátt fyrir sárs- aukann að líta til framtíðar,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans, um uppsagnir starfsfólks Sím- ans á Akureyri sem vakið hafa hörð viðbrögð. Heiðrún sagði að við fram- kvæmd uppsagnanna hafi verið leit- ast við að sýna starfsmönnum nær- gæti og virðingu svo sem kostur var. Hún sagði að farið hefði verið yfir málið með starfsmönnum á Akur- eyri, bæði þeim sem sagt var upp sem og öðrum. „Uppsagnirnar voru undirbúnar og teknar af yfirveguðu ráði. Þær eru hluti af almennri rekstrarhagræðingu sem á sér nú stað innan fyrirtækisins, en hjá því starfa um 1.300 manns,“ sagði Heið- rún. Af þeim 8 starfsmönnum sem sagt var upp á Akureyri störfuðu 5 í hús- lagnadeild. Þau verkefni hafa að sögn Heiðrúnar verið færð til sjálf- stætt starfandi verktaka í bænum og að því leyti væri Síminn að styrkja atvinnulífið í bænum. Önnur verk- efni hafi verið lögð niður. Litið til fleiri þátta en starfsaldurs „Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fjalla um málefni einstakra starfsmanna opinberlega og því ekki unnt að fjalla um hvers vegna þess- um starfsmönnum var sagt upp, en sumir höfðu langan starfsaldur að baki hjá fyrirtækinu. Í mörgum til- vikum er litið til starfsaldurs, en í þessu tilviki var litið til fleiri þátta, s.s. hvaða verkefni var verið að leggja niður, hverjir sinntu þeim verkefnum og auk þess var litið til annarra þátta,“ sagði Heiðrún. Í því sambandi benti hún á að öllum starfsmönnum húslagnadeildar hefði verið sagt upp, en vonir stæðu til að einhverjir þeirra fengju starf hjá því fyrirtæki sem tæki við verkefnum deildarinnar. „Það er eðlilegt að upp- sagnir komi sterkt við starfsmenn og veki upp hörð viðbrögð, en þau eru þó ekki óeðlilegur þáttur í rekstri allra fyrirtækja og þá ekki síst fyr- irtækja sem ganga í gegnum breyt- ingar,“ sagði Heiðrún. Fyrirtæki á samkeppnismarkaði yrðu að leita hagræðingar og aðlagast breyttu umhverfi, það væri forsenda þess að unnt væri að skapa ný tækifæri og að fyrirtækin næðu að vaxa og dafna. Heiðrún benti á að við lokun hús- lagnadeildar Símans yrði til laust rými á 2. hæð húsnæðisins á Akur- eyri og væri til skoðunar hvort unnt væri að efla starfsemina norðan heiða frekar. Hún sagði að þrátt fyr- ir þessa fækkun nú hefði starfsfólki Símans fjölgað um 25 á fjórum árum. Síminn um uppsagnir starfsfólks á Akureyri Leitast var við að sýna nærgætni HELDUR hefur lifnað yfir hlut- unum á félagssvæði Þórs við Hamar nú síðustu daga. Ekki það að knattspyrnumenn séu þar fyr- irferðarmiklir nema þá rétt á bílastæðinu, heldur eru fram- kvæmdir við nýja fjölnotahúsið komnar í fullan gang á ný. Tré- verk á Dalvík samdi við Íslenska aðalverktaka um að sjá um upp- steypu á undirstöðunum í fjölnota húsinu en ÍV sér um byggingu hússins. Jarðvegsframkvæmdir fóru fram sl. haust en vinna á svæðinu hefur að mestu legið niðri frá þeim tíma. Stefnt er að því vígja fjölnota íþróttahúsið hinn 2. desember nk. Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir komnar í gang á ný FORSVARSMENN fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu líta nokkuð björtum augum til atvinnulífsins á svæðinu fyrir þetta ár, að því er fram kom í atvinnulífskönnun At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem gerð var nýlega. Heldur fleiri töldu betri horfur framundan á yfirstandandi ári en var á því síðasta varðandi verkefna- stöðu og hagnað. Þannig búast rúm- lega 43% forsvarsmanna fyrirtækja við betri afkomu á þessu ári en var á því síðasta og jafnmargir bjuggust við óbreyttri afkomu. Aðeins er bú- ist við lakari afkomu í ár en fyrra í 13% fyrirtækjanna. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar varð 7% fækkun starfa milli áranna 2000 og 2001. Magnús Þór Ásgeirsson hjá At- vinnuþróunarfélaginu sagði niður- stöðurnar gefa til kynna að menn væru nokkuð jákvæðir og fleiri fyr- irtæki ætluðu að fjölga starfsfólki en þau sem ætla sér að fækka fólki. Enda teldu flestir að verkefni yrðu fleiri í ár en í fyrra. Helst var að vænta fjölgunar starfa í þjónustu- greinum, en fækkun var fremur nefnd í ferðaþjónustu og iðnaði. Magnús Þór sagði að þar gæti verið um tíma- eða árstíðabundna fækkun að ræða, en meira væri um slíkt í ferðaþjónustu og samgöngum. „Árið 2001 var slappt hvað marg- ar atvinnugreinar varðar, en svo virðist sem menn telji að heldur sé bjartara framundan og það er gott,“ sagði Magnús Þór. Í könnuninni var spurt hvaða ógnanir menn teldu helstar í um- hverfi fyrirtækjanna og því svöruðu margir á þann veg að flutningar og samgöngur væru helsta ógnunin í umhverfinu. Nefndu menn að flutn- ingar væru dýrir og var sterkt sam- band þar við þá sem starfa í iðnaði. Svör fengust frá 96 fyrirtækjum, þar af öllum þeim stærstu á svæð- inu, þannig að Magnús Þór sagði að könnunin væri vel marktæk. Þetta er fyrsta könnunin af þessu tagi sem félagið gerir, en stefnt er að því að gera slíka könnun árlega héðan í frá. Atvinnulífskönnun AFE Bjartara fram- undan í at- vinnulífinu OPIÐ hús fyrir eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15 á morgun, fimmtudaginn 2. maí. Þetta verður síðasta samvera vetr- arins og boðið upp á vorlega dagskrá og veislukaffi. Óskar Pétursson og Helena Eyjólfsdóttir syngja einsöng við undirleik Daníels Þorsteinssonar og sr. Gylfa Jónssonar. Halldóra Ingi- marsdóttir fjallar um vorið í bundnu og óbundnu máli og sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir fer með bænarorð. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Allir eru hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja Opið hús fyrir eldri borgara ALLS bárust 109 umsóknir frá 16 ára ungmennum vegna sumarvinnu hjá Akureyrarbæ í sumar og eru það heldur færri umsóknir en bár- ust frá þessum aldursflokki fyrir ári. Linda Óladóttir, forstöðumað- ur unglingavinnu Akureyrarbæjar, sagði að þessi fækkun umsókna kæmi sér á óvart miðað við það at- vinnuástand sem nú væri í bænum. Hins vegar bárust mun fleiri um- sóknir nú um starf flokksstjóra við unglingavinnuna en í fyrra, eða 75 nú á móti um 30 í fyrra. Alls eru ráðnir 27 flokksstjórar til starfa á hverju sumri. Linda sagði að í fyrra hefðu um 130 16 ára ungmenni sótt um sum- arvinnu hjá bænum en aðeins tæp- lega 90 hefðu skilað sér í vinnu. Hún sagði að það ætti eftir að koma í ljós hversu mörg ungmenni skiluðu sér nú og að reyndar væru enn að berast umsóknir, þótt um- sóknarfresturinn væri útrunninn. Ungmennin eiga þess kost að sækja um sex vikna vinnu í sumar, sjö tíma á dag, samtals 210 vinnu- stundir. Vinna unglinga 14 og 15 ára verður með svipuðum hætti og í fyrrasumar en þau eiga að skila inn umsóknum 2., 3. og 6. maí nk. Að sögn Lindu er gert ráð fyrir svip- uðum fjölda ungmenna á þessum aldri í vinnu, eða rúmlega 300 manns. „Og þau koma flest, enda ekki annað fyrir þau að hafa.“ Mun fleiri umsóknir um flokksstjórastörf Færri sækja um unglingavinnuna SJÖ tilboð bárust í framkvæmdir við Fiskihöfnina á Akureyri og voru fjög- ur þeirra undir kostnaðaráætlun Hafnasamlags Norðurlands, sem hljóðaði upp á rúmar 18,4 milljónir króna. Tilboðin voru opnuð í gær og átti Katla ehf. í Dalvíkurbyggð lægsta til- boðið en það hljóðaði upp á rúmar 15,3 milljónir króna, eða 83,3% af kostnaðaráætlun. Isar ehf. í Hafnar- firði bauð 15,5 milljónir króna í verk- ið, sem er 84% af kostnaðaráætlun, Gáma- og tækjaleiga Austurlands á Reyðarfirði bauð rúmar 16,3 milljón- ir króna, sem er 89% af kostnaðar- áætlun og Elinn ehf. á Sauðárkróki bauð rúmar 18,1 milljón króna eða 98% af kostnaðaráætlun. Hæsta til- boðið hljóðaði upp á rúmar 24,3 millj- ónir króna, eða 132% af kostnaðar- áætlun. Samkvæmt útboði á að reka niður 69 metra langt stálþil við vesturkant Fiskihafnarinnar, ganga frá festingn- um og stögum og fylla í þilið. Steypa 69 metra langan kant með pollum, niðurföllum og stigum, útvega og koma fyrir fríholtum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. ágúst nk. Stálþilið verður rekið niður í vinkil og þarna um er að ræða 35 metra lengingu á 120 metra löngum viðlegu- kanti með 9 metra dýpi. Þá verður gaflinn 35 metra langur, með 4,5 dýpi, þar sem verður aðstaða fyrir minni báta. Á næsta ári verður svo ráðist í lokafrágang vesturkantsins og þekjan við nýja stálþilið þá m.a. steypt. Katla með lægsta tilboð í verkið Framkvæmdir við Fiskihöfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.