Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vísindadagar á Keldum Litið upp úr tilraunaglösum EFNT verður til Vís-indadags á Keld-um, þar sem marg- háttaðar rannsóknir fara fram sem endranær. Efni dagsins verður fjölbreytt, en í forsvari fyrir Vísinda- daginn á Keldum er Vala Friðriksdóttir, sem er meðal annars fræðslu- stjóri Keldna. Vala svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvar og hvenær verð- ur þessi vísindadagur? „Vísindadagur á Keld- um verður haldinn 3. maí 2002. Ráðstefnan er haldin í bókasafni Tilraunastöðv- arinnar. Þetta er eins dags ráðstefna sem hefst klukk- an 8.30 með því að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur ráðstefnuna og opnar nýja heimasíðu Keldna. Veffangið er www.keldur.hi.is Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Ráðstefnugestir eru beðnir um að skrá sig fyrirfram á ráð- stefnuna. Tekið er á móti skrán- ingum í síma 567 4700 og einnig er hægt að senda tölvupóst á net- fang valaf@hi.is. Upplýsingar um dagskrá og flytjendur má finna á heimasíðu Keldna, www.keldur.- hi.is“ – Hvers vegna Vísindadagur? „Tilgangur með Vísindadegi er margþættur. Dagur sem þessi gefur starfsmönnum Tilrauna- stöðvarinnar tækifæri til að líta upp úr tilraunaglösunum og smá- sjánum og fara yfir gang mála. Ráðstefnan er mikilvæg fyrir innra starf Tilraunastöðvarinnar. Sérfræðingar og nemendur fá tækifæri til að segja frá sínum rannsóknum og umræðugrund- völlur skapast um þýðingu nið- urstaðnanna og hvert skal halda í framtíðinni. Við fáum einnig vís- indamenn utan stofnunarinnar til að koma og segja frá sínum rann- sóknum sem eru á sviðum sem tengjast starfsemi Tilraunastöðv- arinnar. Þannig fræðumst við í leiðinni um skyldar rannsóknir sem stundaðar eru á öðrum stofn- unum. Vísindadagurinn er mikil- vægur fyrir það að gera vísinda- verkefni Tilraunastöðvarinnar sýnilegri fyrir samstarfsfólk og aðra utan stofnunarinnar.“ – Hvernig verður formið á Vís- indadeginum, fyrirlestrar? Sýn- ingar? „Tilraunastöðin fæst við grunn- og þjónusturannsóknir á sviði dýrasjúkdóma og munu vísinda- menn stofnunarinnar svo og vís- indamenn utan stofnunarinnar kynna rannsóknir sínar. Flutt verða lengri yfirlitserindi svo og styttri erindi og sýnd verða vegg- spjöld um rannsóknir á öllum sviðum Tilraunastöðvarinnar.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar? „Sem dæmi um viðfangsefni ráðstefnunnar má nefna: Bólu- setningar gegn lentiveirum. Eyðniveiran er lenti- veira og hafa vonir ver- ið bundnar við að nið- urstöður bólusetn- ingartilrauna á dýrum geti nýst í baráttunni gegn eyðni í mönnum. Á Til- raunastöðinni hafa lengi verið stundaðar rannsóknir á mæði- visnuveiru og verða kynntar nýj- ustu niðurstöður þeirra rann- sókna. Fisksjúkdóma- og fiskaónæm- isfræðirannsóknir skipa stóran sess á Tilraunastöðinni og verða flutt erindi og sýnd veggspjöld um þær. Einnig verða kynntar rannsóknir á því hvað hefur áhrif á stofnstærð þorsks. Rannsóknir á sníkjudýrum ým- issa dýrategunda verða kynntar. Einnig verður rakið hvernig nota má rannsóknir á sníkjudýrum í hornsílum sem mælikvarða á gerð vistkerfa og umhverfisálag. Fjallað verður um viðbrögð og aðgerðir gegn smitsjúkdómum, baráttan við smitsjúkdóma í dýr- um verður rakin og lýst nýjum smitsjúkdómi í kanínum á Íslandi. Kynntar verða nýjar rannsóknir á sumarexemi í íslenska hestinum sem miðast að því að reyna að út- rýma sumarexemi með bólusetn- ingu. Einnig verða kynntar rann- sóknir á hestaveirum. Erfðatækni og náttúruefnum verða einnig gerð skil, svo og mörgu öðru.“ – Hvað er helst verið að gera á Keldum og hversu stór vinnustað- ur er Tilraunastöðin? „Á Tilraunastöðinni er unnið að ýmsum vísindaverkefnum sem tengjast sjúkdómum, einkum í dýrum, og vörnum gegn þeim. Þar fer einnig fram ýmis þjón- ustustarfsemi vegna greiningar og eftirlits með heilbrigði dýra og dýrasjúkdómum, þar með talið fisksjúkdómum. Margs konar fagsvið eru nýtt til þjónustu, einkum bakt- eríu-, sníkjudýra- líf- færameina-, blóð- meina, veiru-, ónæmis- og sameindalíffræði. Á Tilraunastöðinni starfa 65 manns. Fimm manns vinna við stjórnsýslu, á skrifstofu og við af- greiðslu. Sérfræðingar eru alls 21 og þeim til aðstoðar hátt í þrír tugir háskólamenntaðs, sér- menntaðs og ófaglærðs starfs- fólks. Auk fastráðinna starfs- manna koma árlega að verki um 15 líffræði-, dýralækna- og meinatækninemar.“ Vala Friðriksdóttir  Vala Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1954. Stúdent frá MT 1974, BSc í líffræði frá HÍ 1977. MSc próf í ónæmisfræði frá Brunuel University, Uxbridge í Englandi 1981 og doktorspróf í ónæmisfræði frá Dýralæknahá- skólanum í Osló 1991. Starfaði á rannsóknarstofu í veirufræði við Landspítala Íslands 1978, v/ St. Mary’s Hospital Medical School í Lundúnum 1978–80, v/Tilrauna- stöð HÍ í meinafræði á Keldum til 1984, v/Veterinærinstituttet í Osló til 1992 og hefur síðan verið sérfræðingur á Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, í sýkla- og bóluefnisdeild. Fræðslustjóri Keldna síðan 2000. Er gift Sigurði Magnússyni líffræðingi og eiga þau fjóra syni, Magnús, Snorra, Kristján og Friðrik, 19 til 6 ára. … þannig fræðumst við í leiðinni Að vera eða ekki vera Villi. Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Ármúla Kópavogi Vestur í bæ Tími þinn er það sem skiptir mestu máli þegar þú vinnur að viðhaldi og nýbyggingar. Klukkubúðir í þínu hverfi www.husa.is MAÐUR á sextugsaldri sem réðst ítrekað að eiginkonu sinni og sam- starfsmanni hennar hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi af Hér- aðsdómi Reykjaness. Hann var m.a. dæmdur fyrir að aka á manninn í bílageymslu í Kópavogi og fyrir að ráðast á hann tvívegis og taka hann kverkataki. Í dómnum kemur fram að eftir að maðurinn og konan slitu samvistum hafi hún orðið fyrir verulegu ónæði af hans völdum og jafnframt hafi hann ítrekað ráðist að samstarfsmanni hennar. Alvarlegasta árásin átti sér stað í bílageymslu í Hamraborg í ágúst 2000. Báru konan, samstarfsmaður- inn og vinkona hennar að maðurinn hefði reynt að aka á þau við inn- keyrslu í bílageymsluna. Innkeyrslan er í brekku og steinveggir til beggja hliða og því ekkert svigrúm til að forða sér af akbrautinni. Konurnar náðu að hlaupa út úr bílageymslunni en samstarfsmaðurinn varð fyrir bílnum, kastaðist upp á vélarhlífina og þaðan yfir bílinn og féll svo í göt- una. Hann slapp þó með minniháttar meiðsl. Ekki efni til að skilorðsbinda Maðurinn neitaði því að um ásetn- ing hefði verið að ræða heldur hefði hann ætlað að hræða manninn en þegar hann ætlaði að sveigja frá hon- um hefði hann gengið í veg fyrir bíl- inn. Fólk sem varð vitni að ákeyrsl- unni bar á allt annan veg. Það sagðist hafa séð tvær konur og mann á flótta undan bifreiðinni, konurnar hefðu náð að forða sér en maðurinn ekki. Hefði bifreiðinni verið ekið utan í steinvegg þeim megin sem maðurinn hljóp og hefði hraði bílsins heldur aukist en hitt þegar bíllinn nálgaðist manninn. Þótti dómnum ljóst að maðurinn hefði ætlað sér að aka sam- starfsmann konunnar niður og að sá ásetningur hefði verið einbeittur og að árásin hefði verið hættuleg og ófyrirleitin. Í september var manninum gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Virti hann það en eftir að það rann út hóf hann á ný að áreita þau og var hann þá aftur úrskurðaður í nálgun- arbann. Þótti dómnum sýnt að mað- urinn hefði ekki bætt ráð sitt og varð það til að þyngja refsinguna. Engin efni væru til að skilorðsbinda refs- inguna eins og atvikum væri háttað í málinu. Auk refsingar var maðurinn dæmdur til að greiða samstarfs- manni konunnar 250.000 krónur í miskabætur og sömu upphæð til skipaðs verjanda síns. Sigríður Elsa Kjartansdóttir sótti málið f.h. lögreglustjórans í Kópa- vogi. Til varnar var Hilmar Ingi- mundarson, hrl., Sveinn Sigurkarls- son, héraðsdómari, kvað upp dóminn. Bætti ekki ráð sitt eftir nálgunarbann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.