Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 33

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 33 EYJÓLFUR Eyjólfsson, þver- flautuleikari og söngvari, hefur hlotið styrk úr minningarsjóði Helgu Guðmunds- dóttur sem eiginmaður hennar, Gunnlaugur Jón Ingason, stofnaði á síð- astliðnu ári. Eyjólfur er fyrsti tón- listarnemandi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar til þess að hljóta styrk úr sjóðnum en hann verð- ur veittur á sumardaginn fyrsta ár hvert. Styrkinn fær sá nem- andi, eða þeir nemendur, sem þykja hafa skarað fram úr í námi sínu við skólann. Eyjólfur hlaut 200 þúsund krónur sem hann mun verja til framhalds- náms í söng við Guildhall School of Music and Drama í London þar sem hann stefnir á nám í óperusöng. Hlýtur tónlistar- styrk Eyjólfur Eyjólfsson SÖNGFÉLAG Skaftfellinga og Reykjalundarkórinn halda tónleika í Laugarneskirkju í dag kl. 17:00. Stjórnandi Söngfélags Skaftfellinga er Violeta Smid, undirleikari Richard John Simm, einsöngvari með kórn- um er Stefán Bjarnason. Stjórnandi Reykjalundar- kórsins er Íris Erlingsdóttir, undirleikari Hjördís Elín Lárusdóttir, einsöngvari er Páll Sturluson. Aðgangseyrir kr. 1.000, frítt fyrir börn yngri en 13 ára. Sungið í Laug- arneskirkju TILRAUNAGALLERÍ Mar- grétar O. Leópoldsdóttur, Grjóthús, verður opnað í dag á Vatnsstíg 9, í gömlu rauðu báru- járnshúsi. Margrét býður lista- fólki, rithöfundum og öðrum að láta ljós sitt skína í gluggum heimilis síns og mun galleríið þjóna gangandi vegfarendum. Hún opnar galleríið með sýn- ingu á eigin verkum sem hún kallar „Mark“. Af tilefni opnun- arinnar verður opið hús í Grjót- húsi galleríi frá kl. 14:00. Götugalleríið Grjóthús opnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.