Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG kl. 16 hefst vitundarvakn- ingin Sleppum fordómum, með hljómleikum í Listasafni Reykja- víkur, Tryggvagötu. Þar munu valinkunnir tónlistarmenn flytja sönglög við eigin undirleik á pí- anó. Sleppum fordómum er átak á vegum Landlæknisembættisins og Geðræktar, þar sem tekist er á við fordóma, hvernig svo sem þeir birtast. Samstarfsaðilar eru Al- þjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustan í Reykjavík, Heilsuefling í skólum, Hitt húsið, jafnréttisnefnd, Stúdentaráð Há- skóla Íslands, Miðborgarstarf KFUM og K og þjóðkirkjunnar, Rauði kross Íslands, Samtökin ’78 og Öryrkjabandalag Íslands. Ofangreind samtök og stofnanir vilja vekja landsmenn til vitundar um fordóma og fá þá til að sleppa þeim. Í yfirlýsingu frá aðstandendum segir því m.a.: „Fordómar hafa skaðleg áhrif á heilsu og líðan, einkum þeirra sem þeir beinast gegn en líka hinna sem bera þá. Það er því þjóðarhagur að okkur takist að vekja sem flesta til vit- undar um eðli og orsakir fordóma, hvernig þeir birtast og hvaða af- leiðingar þeir hafa.“ Söngvaskáld um söngvaskáld Þeir sem leika á nefndum tón- leikum eru þau Andrea Gylfadótt- ir, Ragnhildur Gísladóttir, Fabúla, Védís Árnadóttir, Egill Ólafsson, Karl Olgeirsson, Ragnar Bjarna- son, Magnús Kjartansson, Stefán Karl Stefánsson, Jakob Frímann Magnússon, Pálmi Sigurhjart- arson, Margrét Örnólfsdóttir, Gunnar Þórðarson, Pétur Örn Guðmundsson og Jón Ólafsson. Hver listamaður situr einn og óstuddur við píanóið og leikur sönglag. Söngvaskáldin hafa iðu- lega spilað stórt hlutverk í tónlist- arsögunni; og gjarnan tekist á við mikilsverð málefni í söngtextum sínum. Til gamans var því haft samband við nokkra af þeim lista- mönnum sem koma fram og þeir inntir eftir því hver væri nú þeirra uppáhalds söngvaskáld. Magnús Kjartansson „Ja hérna, þeir eru nú svo marg- ir. Ég gæti talið upp í allan dag. Sjáum til: Paul McCartney, Leon Russel, Stevie Wonder … Elton John. Og svo eru allir íslenskir höfundar í uppáhaldi hjá mér að sjálfsögðu. Heyrðu … og Jón Múli! Við verðum að hafa hann.“ Margrét Örnólfsdóttir „Já, maður stendur bara á gati þegar stórt er spurt. Ég segi Nick Cave … og Stevie Wonder. Ég held svei mér þá að það sé málið. Er það ekki bara fínasti kokteill?“ Ragnhildur Gísladóttir „Humm … þú segir það. Joni Mitchell er náttúrlega frábær. Annars er Tom Waits í uppáhaldi hjá mér. Það gengur allt upp hjá honum – fyrir mig allavegana.“ Með sönginn að vopni Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Örnólfsdóttir er í hópi þeirra hljómlistarmanna sem ætla að hefja átakið Sleppum fordómum á morgun. Vitundarvakningin Sleppum fordómum Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 337. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 6. E. tal. Vit 368 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 ½ SG DV Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. Frá framleiðendum The Mummy Returns.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 367  kvikmyndir.is FRUMSÝNING Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 Frá framleiðendum AustinPowers2 Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is MYND EFTIR DAVID LYNCH Sýnd kl. 5 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Hér er hinn ný- krýndi Óskar- sverðlaunahafi Denzel Washing- ton kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tek- ur málin í sínar hendur þegar son- ur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Frá framleiðendum The Mummy Returns. kvikmyndir.is ½ SG DV Sýnd kl. 7.30. B.i. 12. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. FRUMSÝNING: Treystu mér Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. SG. DV Sýnd kl. 3. Síðasta sýning. Sýnd kl. 3. Ísl. tal. Í tilefni af 1. maí fylgir hverjum bíómiða popp og kók Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.