Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 72

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 72
72 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG kl. 16 hefst vitundarvakn- ingin Sleppum fordómum, með hljómleikum í Listasafni Reykja- víkur, Tryggvagötu. Þar munu valinkunnir tónlistarmenn flytja sönglög við eigin undirleik á pí- anó. Sleppum fordómum er átak á vegum Landlæknisembættisins og Geðræktar, þar sem tekist er á við fordóma, hvernig svo sem þeir birtast. Samstarfsaðilar eru Al- þjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustan í Reykjavík, Heilsuefling í skólum, Hitt húsið, jafnréttisnefnd, Stúdentaráð Há- skóla Íslands, Miðborgarstarf KFUM og K og þjóðkirkjunnar, Rauði kross Íslands, Samtökin ’78 og Öryrkjabandalag Íslands. Ofangreind samtök og stofnanir vilja vekja landsmenn til vitundar um fordóma og fá þá til að sleppa þeim. Í yfirlýsingu frá aðstandendum segir því m.a.: „Fordómar hafa skaðleg áhrif á heilsu og líðan, einkum þeirra sem þeir beinast gegn en líka hinna sem bera þá. Það er því þjóðarhagur að okkur takist að vekja sem flesta til vit- undar um eðli og orsakir fordóma, hvernig þeir birtast og hvaða af- leiðingar þeir hafa.“ Söngvaskáld um söngvaskáld Þeir sem leika á nefndum tón- leikum eru þau Andrea Gylfadótt- ir, Ragnhildur Gísladóttir, Fabúla, Védís Árnadóttir, Egill Ólafsson, Karl Olgeirsson, Ragnar Bjarna- son, Magnús Kjartansson, Stefán Karl Stefánsson, Jakob Frímann Magnússon, Pálmi Sigurhjart- arson, Margrét Örnólfsdóttir, Gunnar Þórðarson, Pétur Örn Guðmundsson og Jón Ólafsson. Hver listamaður situr einn og óstuddur við píanóið og leikur sönglag. Söngvaskáldin hafa iðu- lega spilað stórt hlutverk í tónlist- arsögunni; og gjarnan tekist á við mikilsverð málefni í söngtextum sínum. Til gamans var því haft samband við nokkra af þeim lista- mönnum sem koma fram og þeir inntir eftir því hver væri nú þeirra uppáhalds söngvaskáld. Magnús Kjartansson „Ja hérna, þeir eru nú svo marg- ir. Ég gæti talið upp í allan dag. Sjáum til: Paul McCartney, Leon Russel, Stevie Wonder … Elton John. Og svo eru allir íslenskir höfundar í uppáhaldi hjá mér að sjálfsögðu. Heyrðu … og Jón Múli! Við verðum að hafa hann.“ Margrét Örnólfsdóttir „Já, maður stendur bara á gati þegar stórt er spurt. Ég segi Nick Cave … og Stevie Wonder. Ég held svei mér þá að það sé málið. Er það ekki bara fínasti kokteill?“ Ragnhildur Gísladóttir „Humm … þú segir það. Joni Mitchell er náttúrlega frábær. Annars er Tom Waits í uppáhaldi hjá mér. Það gengur allt upp hjá honum – fyrir mig allavegana.“ Með sönginn að vopni Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Örnólfsdóttir er í hópi þeirra hljómlistarmanna sem ætla að hefja átakið Sleppum fordómum á morgun. Vitundarvakningin Sleppum fordómum Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 337. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 6. E. tal. Vit 368 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 ½ SG DV Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. Frá framleiðendum The Mummy Returns.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 367  kvikmyndir.is FRUMSÝNING Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 Frá framleiðendum AustinPowers2 Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is MYND EFTIR DAVID LYNCH Sýnd kl. 5 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Hér er hinn ný- krýndi Óskar- sverðlaunahafi Denzel Washing- ton kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tek- ur málin í sínar hendur þegar son- ur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Frá framleiðendum The Mummy Returns. kvikmyndir.is ½ SG DV Sýnd kl. 7.30. B.i. 12. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. FRUMSÝNING: Treystu mér Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn síðustu helgi í Bandaríkjunum. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. SG. DV Sýnd kl. 3. Síðasta sýning. Sýnd kl. 3. Ísl. tal. Í tilefni af 1. maí fylgir hverjum bíómiða popp og kók Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.