Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ þessu sinni hefur Filmundi tekist að verða sér úti um næst- nýjustu listasmíð Woody Allen The Curse of the Jade Scorpion og mun forsýna hana fyrir félaga sína og aðra velunnara Allens, í kvöld og næstu daga. Aðdáendur Allens hafa sjálfsagt beðið með óþreyju eftir hinni árlegu skemmtun enda svíkur karlinn sjaldnast. Að venju fer hann sjálfur með aðalhlutverk- ið, nú á móti Helen Hunt, Charlize Theron og Dan Akroyd. Myndin segir frá tveimur starfs- mönnum tryggingafyrirtækis, þeim C.W. Briggs (Allen) og Betty Ann Fitzgerald (Helen Hunt), sem er vægast sagt illa hvorum við annan. Rannsóknarfulltrúann Briggs prýða fáir þeir kostir sem maður í slíku starfi þarf að hafa; hann er óheppinn og sjálfhverfur, eins og persónurnar sem Allen leikur eru gjarnan, og haldinn óþolandi fullkomnunaráráttu, sem gerir samstarfskonunni afar erfitt fyrir. Hefur hún enda lítið sem ekkert álit á manninum og hann á henni þar til dag einn að þau verða fyrir einskonar bölvun sem öllu breytir. Þau verða fyrir barðinu á dávaldi nokkrum sem stjórnar gerðum þeirra og ástarlífi upp úr því, með vægast sagt skondnum afleiðingum. Undir bölvuninni játa þau hvort öðru ást sína, en muna síðan ekkert eftir því þegar bölv- unin hverfur af þeim, en dáleið- andinn kemur því svo fyrir að ef ákveðin orð eru nefnd verða þau dáleiðslunni að bráð. Þetta getur hann notfært sér til þess að láta þau fremja bankarán, sem þau rannsaka síðan án þess að gruna að þau hafi framið það, og þar fram eftir götunum. Allen hefur greinilega orðið fyr- ir nokkrum áhrifum frá film noir hefðinni í þessari mynd, en fer þó kómískari leið, eins og hans er von og vísa. Glæfrakvendi myndarinn- ar er í höndum Charlize Theron, sem reynir allt hvað hún getur til að afvegaleiða hinn ólukkulega Briggs, en ekkert gengur. Þannig má segja að viss umsnúningur verði á hefðbundinni noir hlut- verkaskipan, en staðalmyndirnar eru engu að síður til staðar, þótt úrvinnslan sé óhefðbundin. Allt út- lit minnir á hinar hefðbundu noir myndir, nema að hún er ekki í svarthvítu og minnir yfirbragðið þannig að einhverju leyti á auglýs- ingaspjöld gömlu noir myndanna, og hina sérstöku liti sem voru not- aðir í þau. Handritið einkennist einnig af hnyttnum setningum og frösum í anda noir myndanna, í bland við hefðbundna Allen kímni. Handbragð leikmyndahönnuðarins Santo Loquasto, sem hefur unnið með Allen um árabil, er óbrigðult að vanda, sem og kvikmyndataka Zhao Fei. The Curse of the Jade Scorpion er þannig hið mesta augnakonfekt. Allen er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leika sér með hefðina, mætti nefna Play it Again, Sam, sem fjallar um rithöf- und sem setur sig í spor Hump- hrey Bogart, og að þessu sinni má segja að Allen gangi alla leið, og setji sig í spor þeirra persóna sem Bogart lék á sínum tíma. Það er ljóst að Allen heldur mikið upp á þetta gullaldarskeið noir-mynd- anna og nægir að nefna myndirnar The Purple Rose of Cairo, Bullets over Broadway og Radio Days sem allar gerast á árunum í kring- um seinni heimstyrjöldina. Filmundur sýnir The Curse of the Jade Scorpion í Háskólabíói í kvöld kl. 20:00, á morgun kl. 22:30, sunnudaginn 5. maí kl. 18:00 og mánudaginn 6. maí kl. 22:30. Bölvaður Allen Allen í nettum rökkurmynda- gír – í tilheyrandi rykfrakka, með hatt á höfði. Filmundur forsýnir The Curse of the Jade Scorpion GÓÐUR GESTUR NOKKUR SÆTI LAUS Carl Maria von Weber: Oberon, forleikur William Walton: Sellókonsert Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7 Hljómsveitarstjóri: Zuahuang Chen Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson Munið kynningarfund Vinafélagsins á Sögu AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN gul áskriftaröð á morgun, fimmtudaginn 2. maí kl. 19.30 í háskólabíói Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is                                    !      "#           0 >  ) 7)  -,   ) -)0   >   (  -    ?6 0 19   7)  -,  $$   8    7)  -,   55$ $%%          $ #    #   # %    &                    #$ '' &    #   #         $   #$       #$     #  KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Lau 4. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 5. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 12. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 18. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Fö 3. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Fö 10. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Lau 11. maí kl 20 - AUKASÝNING ATH: Síðasta sýning SALKA VALKA á Listahátíð í Reykjavík Nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar frumsýning lau 11. maí - kl 16.00 ÖRFÁ SÆTI 2. sýn má 13. maí kl. 20.00 3. sýn fi 16. maí kl 20.00 4. sýn fö 17. maí kl 20.00 Ath: Aðeins þessar fjórar sýningar AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Fö 3. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 4. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 5. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Lau 25. maí kl 20 - AUKASÝNING ATH: síðasta sinn PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 5. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma Su 12. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma SUMARGESTIR e. Maxim Gorki Nemendaleikhús Listaháskólans og LR Frumsýning lau 4. maí kl 14 - UPPSELT 2. sýn fi 9. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI JÓN GNARR Fö 3. maí kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 10. maí kl. 20 - LAUS SÆTI GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 3. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 4. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 5. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR Í FJARÐABYGGÐ - 100. sýning! Í kvöld kl 20:30 Valhöll Eskifirði Miðapantanir: 4761767 Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið LEIKFERÐ 3. hæðin 11 daga sérferð með Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi Pólland er oft nefnt hjarta Evrópu því þar mætast menningar- straumar austurs og vesturs og endurspeglast í fornfrægum byggingum og aldagamalli sögu. Leiðsögn Þorleifs er margróm- uð og í ferðinni mun hann leiða okkar um fegurstu héruð og borgir Póllands. Pólsk hátíð í Norræna Húsinu - ferðin kynnt í máli og myndum Vináttufélag Íslendinga og Pólverja og ferðaskrifstofan Embla bjóða til pólskrar hátíðar í Norræna húsinu annað kvöld 2. maí kl. 20: 00. Pólverjar búsettir á Íslandi kynna heimaborgir sínar og boðið verður upp á lifandi tónlistarflutning. Allir hjartanlega velkomnir! Skólavörðustígur 38 • 101 Reykjavík • Sími: 511 40 80 Fax: 511 40 81 • Netfang: inga@embla.is • Heimasíða: www.embla.is PERLUR PÓLLANDS 9. – 19. September Hönnun: Ísafoldarprentsmiðja hf.  Föstud. 3. maí kl. 20.00.örfá sæti Sunnud. 5. maí kl. 20.00 lokasýning                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.